Morgunblaðið - 27.09.1967, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.09.1967, Blaðsíða 16
10 MORGUNBLABIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. SEPT. 1967 fttorgitttMi&ife Útgefandi: Fr amk væm dastj óri: Ritstjórar; Ritstjórnarfulltrúi: Fréttastjóri: Auglýsingar: Rifstjórn og afgreiðsla: Auglýsingar: í lausasölu: Askriftargjald kr. 105.00 Hf. Arvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjðrn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Simi 10-100. Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. Kr. 7.00 eintakið. á mánuði innanlands. // í TALSMENN BARLÓMSINS íí \ gær getur að líta enn eitt *¦ dæmi um það, hvernig leiðtogar og málgögn Fram- sóknarflokksins líta á við- fangefni og vandamál hins ís- lenzka þjóðfélags. í forustu- grein Framsóknarblaðsins eru þeir menn, sem líta raunsæj- um augum á þá erfiðleika sem íslenzka þjóðin á nú við að etja kallaðir „talsmenn barlómsins". Framsóknarmenn kalla það með öðrum orðum „barlóm", þegar bent er á þau vand- kvæði, sem af því leiða, að aðalútflutningsafurðir íslend- inga hafa fallið í verði um allt að 50%. Þegar útgerðar- menn og sjómenn lýsa vanda sínum vegna aflabrests og verðfalls afurða, kalla Tíma- menn það barlóm. Þannig er ábyrgðartilfinn- ing og raunsæi leiðtoga og málgagna Framsóknarflokks- ins. Því miður er lýsing á efna- hagserfiðleikum okkar ís- lendinga um þessar mundir ekki órökstuddur barlómur. Þvert á móti er hér um blá- kaldar staðreyndir að ræða. Staðreyndir, sem ekki er hægt að sniðganga. Þessir erfiðleikar eru sann- arlega ekki að kenna stefnu viðreisnarstjórnarinnar. 1 skjóli stefnu hennar hefur átt sér stað stórfelld uppbygg ing atvinnulífsins og aukning framleiðslunnar. Það er vegna þessarar miklu fram- leiðsluaukningar, sem þjóðin hefur getað bætt lífskjör sín að miklum mun á undanförn- . um árum. Þess vegna er hún einnig færari um að mæta stundarerfiðleikum en ella hefði verið. Því fer víðsfjarri, að for- ustumenn stjórnarflokkanna hafi reynt að leyna kjósend- ur þeim erfiðleikum, sem við blöstu þegar á s.l. vori. Þvert á móti var af hálfu ríkis- stjórnarinnar lögð mikil áherzla á það, að þverrandi aflabrögð og verðfall út- flutningsafurða hlyti að skapa vissa erfiðleika. En gegn þessum erfiðleikum ' yrði þjóðin að snúast af mann dómi og festu eins og svo oft áður, þegar stopull sjávarafli eða afurðaverðfall hefur steðjað að. Framsóknarflokkurinn og leiðtogar hans munu ekki auka traust sitt meðal þjóð- arinnar með því að ráðast með svívirðingum að ein- stökum ráðherrum fyrir að gegna skyldustörfum sínum og taka þátt í fundum al- þjóðlegra stofnana, sem ís- lendingar eiga aðild að. Al- menningur á íslandi veit, að slík þátttaka er óhjákvæmi- leg til þess að tryggja hags- muni lands og þjóðar á marga vegu. Það væri góðra gjalda vert, ef leiðtogar Framsóknar- flokksins segðu íslenzku þjóð inni nú einu sinni umbúða- laust frá því hver væri stefna þeirra og flokks þeirra í efna- hagsmálum. Hingað til hafa þeir falið þessa stefnu vendi- lega. Þeir hafa látið við það eitt sitja að tala um „hina leiðina" og „jákvæðu leið- ina." En þeir hafa aldrei fengist til þess að upplýsa hvað þessar leiðir þeirra þýddu í raun og sannleika. Þess vegna vita íslendingar, að Framsóknarmenn eru úr- ræðalausir menn, sem engan vanda geta leyst. Þeir geta aðeins þvælzt fyrir uppbygg- ingu og framförum í nei- kvæðri stjórnarandstöðu. And stæðinga sína, sem ræða vandamál þjóðarinnar af hreinskilni og raunsæi kalla Framsóknarmenn ,talsmenn barlómsins". E.t.v. sýnir ekk- ert betur, hversu gersamlega Framsóknarflokkurinn er slit inn úr tengslum við samtíð sína. SINFÖNÍU- HUÖMSVEITIN k sl. starfsári tóku forráða- * menn Sinfóníuhljóm- sveitar íslands upp þá nýjung í starfi hljómsveitarinnar að efna til sérstakra hljómleika fyrir skólanemendur, bæði börn og unglinga. Á fundi með fréttamönnum í fyrra- dag lýstu forráðamenn hljóm- sveitarinnar yfir undrun sinni vegna lélegrar aðsóknar ungl- inga að hljómleikunum en sögðu hins vegar að börn hefðu sótt hljómleika sína vel. Sinfóníuhljómsveit íslands er ein af meginstoðum menn- ingarlífs höfuðborgarinnar og tæplega gerir fólk sér al- mennt grein fyrir því hvert afrek það er, að halda uppi slíkri hljómsveit í fámennri borg og fámennu landi. Það hefur verið gæfa hljómsveit- arinnar og gleðiefni tónlist- arunnendum að afburðamað- ur hefur fengizt til þess að stjórna hljómsveitinni síð- ustu ár, þar sem er pólski stjórnandinn, Bohdan Wod- UTAN ÚR HEIMI Austur-Evrópa og Gyöingar ÁRÓÐUR sá, sem rekinn hef- ur verið gegn ísraelsmönn- um og zíonisma í Sovétríkj- unum og öðxum Austur- Evrópulöndum í sumar, hefur ekki aðeins endurvakið gamla hleypidóma í garð Gyð- inga heldtir einnig vakið ugg um nýjar Gyðingaofsóknir í hinum kommúnistíska heimi. Frjálslyndir menn eins og James Pike biskup og sósíal- istaforinginn Norman Thom- as létu svo um mælt á ráð- stefnu, sem haldin var í New York í sumar um hagi Gyð- ina í Sovétríkjunum, að sov- ézk yfirvöld rækju „kalt stríð" gegn Gyðingum og því sem eimir eftir af txúarlegum, menningarlegum og borgara- legum réttindum þeirra Margt bendir til þess, að hér sé ekki einvörðungu um hugsjónabaráttu að ræða. Rússar hafa stöðvað fólks- flutninga til ísrael,. en reynd- ar hafa þessir fólksflutningar verið sáralitlir. Frá Tasjkent og Grúsíu hafa boxizt þær fréttir, að vísu óstaðíestar, að Múhameðstxúaxmenn hafi of- sótt Gyðinga. í Póllandi hef- ur verið hreinsað tii í hern- um, og þeir sem hafa orðið fyrir barðinu á þessuim hreinsunum eru liðsforingj- ar, sumir þeirra Gyðingar, sem mótmælt hafa hinni fjandsamlegu stefnu pólsku stjórnarinnar gagnvart fsra- elsmönnum. Pólski komúnistaflokkux- inn hefur einnig hafið um- fangsmikla xannsókn á aga í flokknum og hugsjónahollustu flokksmeðlima, en með þessu hefur verið meðai annars reynt að ganga úr sfcugga um afstöðu flokksmanna til ísra- elsstríðsins. Yfirmaður flokksdeildarinnar í Varsjá sagði í sumar, að hreinsanixn- ar miundu nú til allra þeirra, sem gert hefðu sig seka um að taka „flokksfjandsamlega, anidsósíalistiska og andpólska" afstöðu í ísraelsdeilunni. Bnginn vafi getux leikið á afstöðu Gyðinga sjálfxa til at- buiðanna. Þúsundir sovézkra og pólskra Gyðinga hafa end- ursent heiðursmerki, sem þeir voru sæmdir fyrir hreystilega fiamgöngu í síð- ustu heimsstyrjöid, til þess að mótmæla hinni opinberu stefnu. Þar með eru allir Gyðingar sjálfkrafa taldir stjórnmálalega óáreiðanlegix. í Póllandi hefur nú greini- lega verið snúið baki við yfirlýsingunum um jafnfrétti Gyðinga, sem samþykktar voru 1956. Almenningur styður ísrael. Ef til vill er mikilvægasta ályktunin, sem má draga af deilunum í AustuT-Evrópu isczko. Það er í rauninni ein- stætt að maður með hæfi- leika á borð við Wodisczko skuli fást til starfa hér á landi. Það er illt til þess að vita, að tilraunir Sinfóníuhljóm- sveitarinnar til þess að kynna unglingum góða tónlist skuli fá svo lélegar viðtökur. Á blaðamannafundinum sagði hinn pólski stjórnandi, að Teikning úr sovézka skopblaðinu Krokodil: fsraelski sporð- drekinn í Sinai-eySimörkinni. um stríðið á Sinaiskaga sú, að kommúnistaformgjarnir telji sig knúna til að vinna gegn almennri samúð, sem fsraelsmenn njóta meðal alls þorra fólks, meðal annars kommúnista. Valdhaifarnir óttast ekki zíonista, sem eru smám saman að hverf a af sjón arsviðinu, heldur almennings álitið. Rannsókn sú, sem fyrir- skipuð var í pólska kommún- istaflokknum, náði til 10% flokksmanna, það er 200.000 manna, en alls búa 3/0.000 Gyðingar í Póllandi. í Tékkó- slóvakíu gerðist það í ísra- elsstríðinu, að blaðamenn mótmæltu stefnu stjórnarinn- ar á þann hátt að skýra jafnt frá sjónarmiðum ísraels- manna sem Araba í útvarpi og sjónvarpi, og þannig spilltu þeir fyrir stefnu stjórnarinnar. í Júgóslavíu gagnrýndu blöðin opinskátt hina vinveittu stefnu Titos gagnvart Aröbum, og blaðið „Ekonomska politika" í Belgrad spurði meðal ann- ars, hvers vegna sósíalista- ríki ættu að styðja lénsríki í baráttu þeirra gegn ísxael, eina landinu fyrir botni Mið- jarðarlhafs, þar sem kommiún- istum væri leyft að starfa. Á því getur ekki leikið nokkur vafi, að austur-evr- ópskir menntamenn og rit- höfundar töluðu fyrir munn samborgara sinna þegar þeir birtu mótmæli gegn af- stöðu Austur-Evrójpuríkj- anna í sumar. Mótmæli slóv- akíska ritihöfundarins Ladis- lav Mnackos vöktu eðlilega mesta athygli, en hann fór til fsrael. Hik tékkrnesku stjórn- arinnax sést bezt á þvi, að hún taldi nauðsynlegt að svipta þennan heimsþekkta rithöfund og gamla stalínieta skólayfirvöld yrðu að ryðja hér brautina. Tónlistin ætti að vera allra eign og áhugi barnanna sýndi, að af slíku gæti orðið. Stjórnandinn sagði ennfremur, að ungling- um hefði verið boðið upp á ágætis verk í fyrra en áhuga- leysi skólayfirvalda hefði kæft tilraunina. Því verður vart að óreyndu trúað, að á því verði ekki ráðin bót. ríkisborgararétti oig koma þannig í veg fyrir, að hann færi aftur til Tékkóslóvakíu. í yfirlýsingu sinni til heinns blaðanna sagði Mnacko, að andúð í garð Gyðinga væri ekkert nýtt fyrirbæri í Tékkó slóvakíu. Hið nýja Gyðinga- hatur væri arfur frá Stalíns- tímnum, en skuggar fortíðar- innar væru enn ekki horfnir, þar sem að minnsta kosti einn þeirra manna, sem ábyrgð bæru á gömlu ógnarstjórninni og kynþáttáhatri því, sem setti svip sinn á hana, væri enn við völd. Hér átti Mnacko við Slansky-réttarhöldin l'95i2, en sakborningarnir þá voru nær eingöngu Gyðing- ar. Og maðurinn, sem átti hvað mestan þátt í sviðsetn- ingu réttarlhaldanna, var eng- inn annar en núverandi for- seti Tékkóslóvakíu, Antonin Novotny, sem einnig er leið- togi kommúnistaflokksins. Liður í baráttu. Kröfur tékkneskra rithöf- unda um frjálsar umræður verða stöðugt háværari, og þeir vilja sjálfir ráða því, um hvað umræðurnar fjalla, hvort sem það er Gyðinga- hatur eða annað. í þeirra aug- um er hið nýja Gyðingahatur aðeins dæmi um, hvernig aft- urhaldsöflum hefur tekizt að halda í völdin. f raun og veru hafa menntamenn í Tékkóslóvakíu myndað póli- tíska andstöðu, og þeir einir eru færir um að halda uppi andstöðu, þar aem engir aðrir hafa aðgang að fjölmiðlunar- tækjum Sama máli gegnir um sov- ézka ritihöfunda, en aðstaða þeirra er exfiðari. Þeir geta ekki notfært séx möguleika, sem eru fyrir hendi, þeix Friamih. á bte. 24 Bohdan Wodisczko ræddi einnig hlutverk blaðanna og sagði að mikið skorti á að gagnrýni og kynning á verk- um Sinfóníuhljómsveitarinn- ar væri sem skyldi. Þá gagn- rýni ber blöðum að taka til athugunar og kanna með hverjum hætti þau geti orðið til að efla starfsemi hljóm- sveitarinnar enn meir frá því sem nú er.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.