Morgunblaðið - 27.09.1967, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.09.1967, Blaðsíða 32
ffl&v$mtU$&ib RITSTJORN • PREIMTSMIÐJA AFGREIÐSLA'SKRIFSTOFA SÍMI 10«10D MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 1967 AUGLYSIHGAR SÍMI 2E.4.80 Talsvert tjón í heybrunum á þrem bæjum á landinu — Enn unniö að björgun heyja á bœnum Keflavík, skammt trá Sauðárkróki í gœr TALSVERT tjón hefur orðið i meiri háttar heybrunum á þrem- ur bæjum á landintr í jær og í fyrradag-. Á mánudag kom upp eldur í 300 hestum af heyi á bæn um Hnjúki í Vatnsdal, og þriðj- ungur heysins mun hafa orðið fyrir skemmdum. Um sjö leytið í gærkveldi kom svo «pp eldur í hlöðu á bænum Keflavik á Hegranesi, skammt frá Sauðár- króki. Var enn unnið að björgun heysins kl. 10 í gærkveldi, og ekki vitað hve mikið magn hafði skemmzt. Þá varð einnig hey- bruni að bænum Lágafelli í Breiðdalsvík í gær, og mun um 1/9 heyforðans þar hafa eyði- lagzt. Hér fer á eftir frásagnir fréttaritara Mbl. af heybrunum þessum: 800 þúsund dilkum slátrað í ár SAUÐFJÁRSLÁTRUN í ár verð ur töluvert meiri en í fyrra, m. a. vegna þess, að þar sem margir bændur eru heylitlir setja þeir minna á en ella. fir gert ráð fyrir allt að 5% aukn- ingu af þessum sökum. Þá era dilkarnir víða allmikið vænni en á síðasta ári og talið að meðal þungi aukist um 5%. Árið 1966 var slátrað 767836 dilkum og þungi þeirra var samtals 11878 tonn. Blönduósi, 26. sept. SÍBDEGIS í gær kviknaði í heyi á Hnjúki í Vatnsdal. Um 300 hestar af heyi voru þar í tóft. Mun þriðjungur þess hafa brunnið, og talsverðar skemmd- ir urðu á því sem bjargaðist. Sigurður Magnusson, bóndi á Hnjúki, var staddur í Reykja- vík þennan dag, og engiron karl- maður heima. Menn úr nágrenn- inu og slökkviliðið á Blönduósi komu brátt á staðinn, og réðust gegn eldinum. Stór heygjalti var rétt við tóttina og í mikilli 'hset'tu, em haran tóksit að verrja. Tóttin var við gömul fjárhús, og komst nokkur eldur þar í torf, en engar teljandi skemmd- ir urðu. Heyið var óvátryggt. í samtali við fréttaritara Mbl. á Blönduósi kvaðst Sigurður Magnússon, bóndi, vilja biðja fyrir þakklæti til siökkviliðsins og nágrannanna, fyrir það, hve Fraimih. á bls. 24 Framhaldsrannsókn á Stígandaslysinu ? HJALMAR R. Bárðarson, skipa- skoðunarstjóri upplýsti á fundi með blaðamönnum í gær, að Skipaskoðun ríkisins muni fara þess á leit við saksóknara ríkis- ins, að fram fari framhaldsrann- sókn á Stígandaslysinu, þar sem ekki hafi fengizt tæmandi upp- lýsingar á öllum atriðum varð- andi öryggi og útbúnað skip- verja. Slkipasfcoðunarstjóri sagði, að sú gleði, sem íslendingar hefðu fyllzt við endurheimt tólteienn- inganna af Stíganda, mætti þó ekki draga úr áhuiga á að kanna til ful'ls aðdraganda og orsök þessa skipstapa. Ýrnis atriði þurfi nánari rannsóknar við og hér sé sérstakt tækdfæri til þess að læra af reynslunni og meta hvað kunni að hafa verið ábóta m uppgripaveiði Eng á rjúpu í vetur — segir dr. Finnur Guðmuncfsson MBL hafði í gær tal af dr. Finni Guðmundssyni fuglafræð- ingi, þar sem hann dvelst nú í Hrísey, og spurði hann álits á rjúpnaveiðinni, sem fer senn að hefjast. Finnur sagði, að rjúpnaveiði færi að sjálfsögðu mikið eftir tíðarfari, en kvaðst ekki eiga von á neinni uppgripaveiði í vetur, jafrwel þótt tíðarfar yrði hagstætt. Þó gæti veiðin orðið svipuð, eða lítið eitt meiri en i fyrra, en þá var hún fremur léleg. Ástæðuna fyrir þessu kvað Finnur vera þá, að rjúpunni færi nú fækkandi, en hún hefði verið á hámarki í fyrra. Yrði hún í lágmarkí haustið 1968, og einnig yrði mjög lítið um hana veturinn eftir, svo ekki þyrftu veiðimenn að gera sér miklar vonir um góða veiði núna næstu tvö til þrjú árin. vant í skipinu, búnaði þess, björgunartækju'm og síðast en eikki sízt í siglingu, hleðBlu og meðferð sfcips og tækja. „Frekari rannsókn getur orðið dýnr.æt" — sagði skipaskoðun- arstjóri. „Til þess eru vítin aS varaist þau og reynslan er á- vallt gagnlegur, en stundum dýr skóli". (Sjlá greinargerð á bis. 11). Allt sement flutt — frá Akranesi tií Rvíkur í framtíðinni NORDAN í Ártúnshöfða eru risnir tveir miklir sements- geymsluturnar frammi við sjó- inn og náði hinn síðari fullri hæð í gær. Hvor þeirra er 34 metrar á hæð, 12 metrar í þver- mál og tekur um 4000 tonn af lausu sementi. Morgunblaðið hafði í gær tal af dr. Jóni E. Vestdal, forstjóra Sementsverk- smiðju ríkisins, og fékk hjá hon- um eftirfarandi upplýsingar. Annar geymaaina er fullgerð- ur, nema hvað eftir er að ganga frá botninum og inntaki fyrir sement. Bftir er að steypa þak og þakhús á hinn og ganga frá honum á annan hátí. Framkvæmdir á staðnum (hóf- ust fyrir ári. Þurfti að sprengja urn 70 þús. rúmmetra til þess að fá athafnasvæði og var því verki lokið í maL Verið er að undirbúa flutn- Flugvélin var talstöðvarlaus — og starfsmenn flugturnsins urðu að rifja upp morskerfið í snarheitum MIKIL, aukning hefur verið í sumar á lendingum lítilla er- Verið að flytja seinni þurrkar- ann til Kísiliðjunnar — Myrkur og fjárflutningar Mývetninga tefja eitthvað fyrir flutningunum Húsavík, 26. sept. BRÚARFOSS kom hingað í gær kveldi með seinni þurrkarann í kísiliðjuna við Mývatn. Hann er eins og hinn fyrri 44 tonn að þyngd, og mun Brúarfoss vera eina íslenzka skipið með nægi- lega sterka bómu til að koma honum á land. Frýðilega gekk að skipa upp stykkingu. Síðari hluta dags í dag var svo lagt af stað með þurrkar- ann áleiðis til Mývatns. Það er þungavinnufyrirtæki Gunnars Guðmundssonar, sem tekið hef- ur að sér að flytja hann, fyrir- tækið sá einnig um flutning á hinum fyrri. Það tók um tvo sólarhringa að koma þurrkax- anum á leiðarenda í það skiptið, en gert er ráð fyrir að þessi ferð taki nokkru lengri tíma, enda þótt búið sé að lagfæra beygjuna á veginum við Græna læk, sem tafði flutningamenn- ina í þrjár klukkustundir i fyrra skiptið. Veldur mestu um, að nú er myrkrið til tratfala, en auk þess eru Mývetningar við fjárflutninga á þessum stóðum, og gert ráð fyrir að þeir muni einnig tefja eitthvað fyrir. — FréttaritarL lendra flugvéla bæði á Reykja- víkur- og Keflavíkurfluglvelli, sem eru á leið yfir hafið frá Bandaríkjunum til imeginlands Evrópu. Er skemmst að minnast ferða bainda.rísku sgónvairpsstjörin unniar Suisan Oliveri, og i gærkiv. kom önnur slík vél til Reykja- víkur, sem olli starfsmönnum FLu'gturnsins nokkrum erfiðleik- um. Sú vél hafði nefnilega enga talstöð, en í þess stað morsaði flugmaður hennar til Fluigturns- ins, er ha.nn óskaði eftk liend- ingu. Starfsmenn Flugturnsins voru flestir farnir að ryðga í mors- kerfinu, enda vanir öðrum og betri fjarskiptuim, og urðu því að rifja upp í snarheitum það sem þek miuindu í monsiniui. Var þá eng mm epfiðleilkium bundiið að skilja flugmanninn, og lenti hann síð- an af mikilli prýði, að sogn starfsmanna Flugturnsins. ing á lausu sementi frá Akra- nesL í haust í sérstökum kútum, sem settir verða i sementsferj- una. Semenitinu verður síðain blásið með þrýstilofti upp i geym ana. Úr þeim verður sementið aftur látið á bíla, sem gerðir eru fyrir flutning á lausu sementi, og verður það flutt þanmig til Búrfells, Straumsvíkur og til ann arra aðila, sem þess kunna að óska og 'hafa aðatöðu til þess að taka á móti lausu sementi. Þar er auðvitað fyrst og freimst um steypus:töðvarnar að ræða. Sementaverksmiðjan á þrjá bíla, sem gerðir eru til flutnings á lausu sementi. Þeir taka tuitt- ugu og eitt og Shálft tonn hver og hafa verið notaðir til flutninga að Búrfelli og til nokurra ann- arra staða, eftir því sem tími hef- ur gefizt til. Hafin er bygging skemmu Framníh. á bls. 24 Vinnuslys í Keflavík VINNUSLYS varð í Keflavík í giær. Lögreglunni barst tilkynn- ing um slysið kl. 13.215 og hafði það orðið um borð í skipinu Rannö. Var þar verið að skipa upp dýrafóðri, sem er í 20 kg. pökkum. Var verið að hífa nokkra slíka pakka í (heisL Þeg- ar svo óhei>pilega vildi til að heisið slóst utan í lestaTkantkm og losnaði einn pakkinn úr því við það. Féll pakkinn f jóra metra niðiur í lestina, og lenti í hofði og baki 15 ára pilts, sem var þar við vinnu. Mun hann hafa fengið heilahristing, og verður að dveljast nokkra daga í sjúkra- húsi, en þó má þetta teljast vel sloppið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.