Morgunblaðið - 04.10.1967, Side 2

Morgunblaðið - 04.10.1967, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. OKT. 190T DAHLGAARD BREGST REIDUR VID BROTTVÍSUN - segir ráðamenn í Danmörku ekki hata málfrelsi HINN brottrekni verzlun- ar- og markaðsmálaráð- herra Danmerkur, Tyge Dahlgaard, sagði í yfirlýs- ingu, sem birt var í Kaup- mannahafnarblaðinu Berl- ingske Tidende í gær, að menn í ábyrgðarstöðum, sem nákunnugir væru þjóðfélagsvandamálunum hefðu ekki málfrelsi í land inu. Dahlgaard segir, að á síðari árum hafi utanríkis- stefna Danmerkur verið gerð að nokkurs konar inn anríkisstefnu, þar sem of mikið tillit væri tekið til ungmennasamtaka. Dahl- gaard segir ennfremur, að það væri miklum erfiðleik um bundið fyrir dönsku stjórnina, að hafa frum- kvæði í alþjóðlegum mót- mælaherferðum gegn her- stjórnareinræði, kynþátta- mismunun og styrjöldum í fjarlægum löndum. „Við verðum sem fullorðið fólk, að gera okkur grein fyrir hæverskri stöðu okkar í heimspólitíkinni", segir Dahlgaard, „og láta ekki viðkvæmnismál og hug- sjónastefnu ungs fólks hafa úrslitaáhrif á afstöðu okkar gagnvart umheim- inum“. f yfirlýsinigunni sagði DaW- gaard, að það væri sér hryggð anefni, að forsætisráðherrann, Jens Otto Krag, hefði, að því er virtist, ekki gert sér naegi- lega grein fyrir takmörkun- um danskrar utanrikisstefniU'. Sú stjórn, sem nú sæti að völdum í DanmörkiU væri þó, að sínu álliti, sú bezta fáan- lega, og virðing sín fyrir Krag hefði í engu breýtzt. Sem kunnugt er vísaði Krag Daihlgaard úr embeetti fyrir ummæli, sem Krag taldi að gætu steapað óvissu um danska utanríkisstefnu. Brottvísunin kom sama dag og opiniberlega átti að víkka út starfssvið Daihlgaards þannig, að hann hetfði um- sjón með utanríkisviðskiptun- um. Bftixmaðuir hans er Ove 1 Hansen, fyrrv. borgarstjóri í Baiilerup. Dahlgaard hefur nú um það að velja, að 'hefja að nýju störf í utaruríkisráðiu- neytinu, en þaðan var 'hiann í onlofi, eða draga sig í hlé. Til steamms tíma var hann for- maður fyrir dönsku 6endi- netfndinni hjá Efn aihagstoanda- ilaginu, en sú staða er ekki laus sem stendur. Eftir ummæli Dahigaards á fumdi með iháskólastúdentum í KaU'pman'naihöfn kröifðust þrjú ungmennasamtök, æsiku- 'lýðsfélag sósíaildemókrata, DSU og „Frit For.um“, að hann segði af sér ,/yrir ó- heyrilega árás á aimenna stefniu stjórnarininar og J. O. Kra,g sérstaklega". Dahlgaard sagði, að ásökunin, um að FramJhald á bls. 24 Sjðmannasambandið æskir greiðslufrests - á sköttum tyrir sjómenn MEÐ bréfi dags. 25. sept. sL, fór stjórn Sjómannasambands íslands þess á leit við ríkis- stjórnina að sjómenn fengju greiðslufrest til næsta árs á hluta af þeim sköttum er greiða ber á yfirstandandi ári. í bréfinu segir: „Það skal tekið fram, að , wmt s "4 - & í' ' - 1 ■ p* í' / 'r'-' - 'WmSKRm wmmmm stjórn sambandsins fer ekki fram á eftirgjöf skatta fyrir sjó menn, heldiur það, að skattarn- ir verði ekki eins harkalega innheimtir og raur. hefir orðið á og þá sérstaklega á yfirstand- andi ári. Eins og vitað er, hafa undan- farin ár verið hagstæð fyrir fiskimenn okkar svo og útgerð og þjóðina í heild. Margir sjómenn ihafa haft mjög góðar aflatekjur, enda víða um land orðið með hæstu skattgreiðendum og greitt skatta sína til ríkis og sveitar- félaga skilvíslega af hendi, þótt erfitt hafi orðið á stundum, vegna mjög mismunandi tekna frá ári til árs, þó ekki hafi orð- ið til vandræða fyrr en nú. Sl. vetrarvertíð varð mjög tekjulítil fyrir marga sjómenn, sem höfðu þó haft góðar tekj- ur á sl. ári og kom því skatt- taka hins opinbera mjög harka lega við marga, sem fengu um- samda kauptryggingu aðeins greidda með kvittun fyrir greiðslu upp í skatt þessa árs, og gátu því ekki lagt neitt af mörkum til framfærslu fjöl- skyldu sinnar, nema þá með því að fá lán. Meirihluti fiskknanna okkar hefir lengi búið við litl- ar tekjur ef frá eru talin þrjú sL ár, sem orðið hafa tekjudrjúg og því ekkert óeðlilegt að tekj- ur góðæranna hafi verið notað- ar af þeim, svo sem öðrum at- vinnustéttum til þess að byggja eða kaupa sér íbúð og því ekki lagt til hliðar frekar en aðrir til tekjuminni og erfiðari ára, ef koma skyldu. Með hliðsjón af því, sem að framan segir, vill stjórn Sjó- mannasambandsins eindregið fara þess á leit, að sjómönnum og þá alveg sérstaklega fiski- mönnum verði gefinn kostur á, að fá greiðslufrest á einhverjum hluta skattanna til næsta árs. Stjórn sambandsins leyfir sér að vænta þess, að hæstvirt rík- isstjórn verði við þessum til- mælum og þá jafnframt, að hún Framhald á bls. 31 Rangæingar AÐALFUNDUR Sjáilfstæðis- félágs Rangæinga verður hald- inn að Hellu laugardaginn 7. október og hefst kl. 2 e.'h. Ing- ólfur Jónsson, landbúnaðarráð- herrei, mætir á fundinum. Dovíð d Arnbjargarlæk ldtinn SL. sunin.udag lézt að Grund í Skornaidail, borgfirzki bænda- höfðinginn og atorkumaðurinn Davíð Þorsteinsson frá Arnbjarg arlæk. Hann var nýorðinn ní- ræður, eða hinn 22. sept. si. Ákveðið er, að útför Davíðs fari fr«m frá Norðuritunigu nk. laiuigárdag. Kona Davíðs, Guðrún Erlend.s- dóttir frá Sturlu-Reykjum, lifir mann sinn. Þessa menka manns verður nán ar minnzt hér í blaðinu síðar. Fær ekki vegabréfs- áritun til Sovétríkjanna Kaupmannahöfn, 3. október AP BANDARÍSKU sjónvarpsstjörn- imni Susan Oliver var tilkynnt í dag, að Rússar kærðu sig ekki um, að hún færi tii lands þeirra og hætti hún því þegar í stað við áform sitt um að fljúga ein í eins hreyfils flugvél til Moskvu. Talsmaður fyrir ungfrú Oliv- er sagði, að hin 28 ára gamla sjónvarpsstjarna myndi fljúga til Dusseldorf á miðvikudag og síðan halda heim. „Okkur var tilkynnt síðdegis í dag frá banda ríska sendiráðinu, að Rússar hefðu sagt nei við vegabréfsá- ritun handa Súsan“, sagði taU- maður fréttamönnum. „Engin skýring var gefin og við höfum ekki hugmynd um. hvers vegna Rússar tóku þessa afstöðu." Ákvörðun hinna sovézku yf- irvalda var gerð kunn, skömmu eftir að ungfrú Oliver hafði rætt við sovézka embættismenn í hálfa klukkustund, þar sem hún reyndi ákaft að fá leyfi til þess að ljúka síðasta áfanga flugferðar sinnar frá New York til Moskvu, en hún flaug ein- sömul allan tímann og hugðist slá hvorki meira né minna en 10 heimsmet. Greinileg fæ!;kun um- ferðarslysa í Svíþjóð Jákvœð áhrif af hœgri handar breytingunni Stokkhólmi, 2. okt. NTB. GREINILEG fækkun wnferðar- slysa og aukin þekking á um- ferðarreglunum á meðal flests fólks eru jákvæðustu áhrifin af breytingunni yfir í hægri hand- ar akstur í Sviþjóð. Á þriðjiudag var méniuður lið- inn frá því að brieytingin átti sér stað, en í september urðu 43 banaslys í 'Umferðiinnd ag það er lægsta tala, síðan yfirileitt var farið að færa- skýrslur tim þetta efni. — Venjulega h-efur fjöldi banaslysa verið milli 75 og 100. Þassi jákvæðu áhriif eru skýrð á þann ihátt, að skírsikotað er tii hinnar mikilu upplýsingaiherferð- ar um hægri uimferðina og hinna lágu hraðatakmarka. Fyrir uta.n þéttbýli ih'efur hámarksihraðinn verið urn 70 km á klst. og í borg- um og á þéttbygigðum svæðium 40 km á klst. Fyrst eftir nokkrar vikur mu.n stjórain að.líkindum taka afstöðu til þess að hækka hraðatakmörk- in upp í 80 km á klist. — Hæigri umferðar nefndin er því fylgj- andi, að háma'rkshraðinn í þétt- býli verði áfraim 40 km á telst. um skeið. Farþegunum á Regina Maris: Líöur vel í sumri og sól MÖRGUM leikur forvitni á að vita hvemig fólkinu líður um borð í Reginu Maris, og Morgun- blaðið hafði því samband við Stein Lárusson, fararstjóra, rétt eftir að skipið kom til Ítalíu. Hann sagði: „Þetta hefur verið dásamleg ferð. Við vorum dálítið óhepp- in með veður fyrsta daginn, og skollans sjóveikin gerði dálítið vart við siig, en það lagaðist allt áður en við komum til Dublin. Þaðan héldum við svo til Tangier og komum þangað tíu tímum á undan áætlun, svo að farþeg- um gáfst þarna óvænt tækifæri til að sjá næturlífið í allri sinni dýrð. Við erum. nýkomin til Sik- ileyjar, en getum því miður ekki stoppað nema í fimm klukku- tíma, áður en við leggjum af stað ti’l Napólí. Þar verður höfð lengri viðdvöl og við munuim skoða Pompei og fara til Kaprí. Veðrið er dásamlegt, eins og þið getið ímyndað ykkur, glampandi sól- skin oig heiður himinn. Farþeg- arnir 200 eru allir glaðir og við góða heilsu, hjúkrunarlið skips- ins hefur átt mjög náðuga daga, því að sem betur fer, hefur eng- um orðið misdægurt. Og við biðjum öll kærlega að heilsa heim“. Um kl. 20.30 í gærkvöldi var fólksbifreið ekið vestur Hring- braut. — Maður var á leið suð- ur Hringbraut og varð hann fyr- ir vinstri hlið bifreiðarinnar. Slysið varð við vestri útkeyrslu bílastæðisins við Þjóðminjasafn ið. Maðurinn féll á götuna og fékk áverka á höfuð. Var hann fluttur í Slysavarðstofuna og var þar er síðast fréttist. Meiðsli hans virtust ekki mjög alvarieg.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.