Morgunblaðið - 04.10.1967, Síða 5

Morgunblaðið - 04.10.1967, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. OKT. 1&67 5 Regina Maris. Suður um ðiöfin ÉG heiti Gunnar Snjólfsson og er Hornfirðingur. Heima í mínu byggðarlagi er ég ekki tal- inn neinn stórkarl, en þar sem ég stend nú er ég þó ennþá minni. Það er laugardagur 23. sept. 1967 kl. 22, ég er staddur um borð í Reginu Maris, þar sem er svo mikil bxeiða af fólki að það minnir á fjársafn í rétt og ég þekki auðvitað engan mann. Ég er settur í biðröð til þess að afhenda passa og far- seðil. Fyrir um það bil 10 mán- uðum hefur mér verið úthlut- aður klefi no. 83 á A-dekki. Þor bergur Þórðarson fór niður á Baltiku sinni en ég fer upp á Reginu minni. Þarna virðist svo samkvæmt umsögn hinnar helgu bókar, að ennþá sé ég að minnka, en Þorbergur hefur hlotið hið betra hlutskipti. Hvað um það, nú er ég kominn til klefa míns, ég þarf mörgu að kynnast. Ég athuga alla skápa, sem eru þó nokkrir, í fataskáp eru 7 hérðatré, sem ætti að duga, auk þess bjargbelti. Aðal- hrekkjalómurinn við fyrstu kynningu er stór spegill, sem nær fré lofti til gólfs og varast ekki þó ég geri ekki annað en { hreyfa fót í rúmi þá er alltaf einhver annar að þessu lika. í snyrtiklefa mínum gekk mér verst að finna ístungur fyrir rakvélina, en hún var þá í sjálfu ljósinu að segja má. Þar eru auk allra annara þæginda 4 handklæði, það passar og er rétta talan samkvæmt gildandi venju. í klefa mínum er auk margra þæginda skrifborð með fjórum skúffum og svo náttúr- lega stoppaður stóll. Eftiir að hafa lokið rannsókn á klefa mín- um er farið að ganga um skipið og venja sig við að rata um það. Þá er fólki ennþá skipað í biðröð en nú er það til að fá borðnúmer sín. Ég hlýt no. 5 og við það eru 4 aðrir. Við kynn- um hvert annað við fyrstu mál- tíðina, sem er kl. 12 á miðnætti og borðfélagar mínir eru þeir Eyjólfur Eyfells og frú, ungur maður af Stokkseyri, bílstjóri, og eldri maður úr Reykjavík. Hann hafði unnið séir það til ágætis að vera í brúðkaups- veizlu um daginn og þar hafði hann drukkið eitt staup af Kampavíni og þótti vont, hefði heidur vilja eitt staup af mysu. Að lokinni máltíð geng ég til hvílu og sofna, þrátt fyrir all- mikla hreyfingu á skipinu. Það er komrnn sunnudagur 24. sept., loft þungbúið og rign- ing af og til, allmikill sjór fram- an af degi, en' fer heldur minnk- andi síðari hluta dags. Nokkuð mun vera um sjóveiki, einkan- lega hjá þeim, sem búa framar- lega í skipinu. Eg fer á fætur á mínum venjulega tíma og mæti til morgunverðar. Þar er þá fremur fátt fólk. Miðdegis- verður er kl. 12,30 og það vant- ar þó nokkuð af fólki. Allar mál tiðir eru hér 6 réttir og tekur það alllangan tíma að sitja til borðs, áætlað 5 klst. á dag. Stærsti rétturinn í dag var steiktur koli, eða eins og Horn- firðingar kölluðu hann lúra úr Hornafjarðarál. Var þetta svo vænn koli að hann var líkur þeim, sem veiddust í gamla daga en ekki nú. Mikið annríki er hér þennan fyrsta dag. Kl. 3 var farþegum sýnt skip- ið, og kynntar fyrir þeim ýmsar begðunarreglur. Kl. 4.30 fóru fram peningaskipti á skrifstof- anni. Kl. 5 þurftu allir að mæta til björgunaræfinga,' hver á sín- um stað í skipinu, það er á báta- dekki að aftan og svo aðrir fram á skipinu. Menn voru uppblásn- ir með sín brúnu björgunarbelti. Hijómsveit skipsins leikur hér í kaffitíma og við máltíðir og það er ljúf og mild tónlist, en ekkert bítlagarg þar sem hver reynir að æpa hæst. Um kl. 6 í dag vorum við að sjá í beinni af- stöðu vestan af Færeyjum. AJ því ég minntist á Færeyjar þá má geta þess, að í ferðamanna- hópnum eru meðal annars 5 Fær eyingar, 4 búsettir í Færeyjum. Annars virðist mér einna mest bera á svona það sem í daglegu tali er nefnt almúgafólk, bæði þeim, sem vinna hörðum hönd- um og svo annars konar starfs- fólks. í kvöld er dansleikur í grillinu, þar skemmta írski þjóðlagakvartettinn og „The' Dragoons". 26. sept. Ennþá siglt í suður,! loft er þungbúið og vindur um 7 vindstig, sjór allmikill og göngulag þeirra, sem á ferli eru, er eikki til fyrirmyndar. Sólskin hefur verið síðari hluta dags, og væntanlega sést land um 6 leyt- ið í kvöld, sjórinn er að sléttast. Það hefur verið skrifað um það í blöð að Íslendingar þyrftu að láta smíða nýtt farþega- og skemmtiferðaskip. Því reyna þeir ekki að fara þess á leit við Þjóðverja að þeir láti þeim eftir bátinn, .þ e. Regina, á þeim for- sendum að þeir skuldi þetta og miklu meira fyrir þau skip og það manntjón, sem þeir voru valdir að í stríðinu. Ekki báðu íslendingar Þjóðverja að fara í stríð, annars er engan veginn víst að skipið bæri sig hjá okkur og því líklega bezt að lofa Þjóð- verjum að eiga það. Nýjustu fréttir frá Kýrauganu í morg- un: Regina er stödd um 300 km. VNV af Suðurey .50 manns mættu til morgunverðar í gær og 120 til hádegisverðar. Þjón- ustulið var í 7. bimni yfir létt- um vinnuskilyrðum. Kl. 5 síðdegis: Sjór orðinn alveg siéttur og fólki mjög fjölgað £ sölum skipsins. frla'ndskynning hefur staðið yfir með stjórn- borðsfólki og er að hefjast með bakborðsmönnum. Kl. 8 í kvöld er boðið til há- tíðakvöldveiðar, danskynning. Fólk er beðið að vera sam- kvæmisklætt. Við erum orðnir vinir, stóri spegillinn og ég. Konan mín hefur sagt að eg gleymi alltaf að greiða mér í hnakkann, en stóri minnir mig á að sleppa því ekki. Hátíðarkvöldið hófst með kokteilboði hjá skipstjóra, var það sérstaklega tilkomumikið meðal annars má nefna að hann heilsaði hverjum manni með handabandi. Allt hátíðarkvöldið hefur farið óskaplega vel fram og allir skemmt sér ágætlega. The Dragoon gerði mjög mikla lukku. Hef þetta ekki meira að sinni, og ef til vill hefði það ekki átt að vera neitt. Gunnar Snjólfsson. Bofsýn hi. Njálsgötu 22 - Sími 21766 4* \ — - A\\ W •w? w -w w w 'w ‘m? • w sukurlaust Ideai - c^íaitdatd HREINLÆTISTÆKi ÞEGAR VELJA Á TÆKIN I BAÐ tTERBERGIÐ ER MJÖG ÁRÍÐ- ANDI AÐ ÞAU SÉU VÖNDUÐ . ER HEIMSÞEKKT MERKI OG TRYGG- ING FYRIR GÓÐRI VÖRU. AMERÍSK, ENSK, FRÖNSK, ÞÝZK OG BELGISK HREINLÆTISTÆKI í MIKLU ÚRVALI. BAÐSETT í MÖRCUM LITUM J. Þorláksson & Norðmann hf. Bankastræti 11 — Skúlagötu 30.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.