Morgunblaðið - 18.10.1967, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. OKT. 1967
IMAGNÚSAR
skipholti21 5Ímar21190
eftir lokun simi 40381
»“ H4-44
VFGfílF/m
Hverftsgöto 183.
Sími eftir (oknn 31160.
LITLA
BÍLALEIGAN
Ingólfsstræti 1L
Hagstætt leigugjald.
Sími 14970
Eftir lokun 14970 eða 81748
Sigurður Jónsson
BÍLALEIGAIM
- VAKUR -
Sundlaugaveg 12. Sími 35135.
Eftir lokun 34936 og 36217.
* . : - •BUJKÁM/GJUI .
Ifiíiúuyjœi? 1
RAUOARARSTIG 31 SlMI 2202»
flest til raflagna:
Rafmagnsvörur
Heimilstæki
Dtnrft- og sjónvarpstæki
Rafmagnsvörubúftin sf
Suðurlandsbraut 12.
Sími 81670 (næg bílastæði).
GÚSTAF A. SVEINSSON
hæstaréttarlögmaður
Laufásvegi 8, sími 11171
Þér gerið góð kaup
þegar þér kaupið
LOEWE OPTA
SJÓNVARPSTÆKI
hjá
Roísýn hf.
Njálsgötu 22 - Sími 21766
Fánalögin brotin?
„A ustur bæ i ng u r“ skrifar:
„Velvakandi:
Nú í haust var ritað í einu
blaðanna um notkun islenzka
fánans, og þá eigi að þarf-
lausu.
Rætt var um það, hvort kaup
menn ýmissa verzlana megi
hafa hornfána uppi utan á
verzlunum sínum allan sólar-
hringinn, eða hvort hér væri
um brot á fánalógunum að
raeða.
Það er skýrt tekið fram í
fánalögunum, að fána skult
niður taka eigi síðar en kl. 20.
Séu hornfánar hafðlr uppi eff'r
kl. 20, er því um skýlaust brot
að ræða.
Nú er það í verkahring lög-
reglunnar að sjá um, að fána-
lögin séu eigi brotin, og vænti
ég þess, að því megi treysta.
Sagt er, að kaupmenn segi,
að hornfánar séu ekki fánar,
h-eldur veifur, en eigum við að
þola slíka svívirðirtgu og van-
virðingu á íslenzka fánanum,
að hann sé látinn hanga uppi
allan sólarhringinn? Það er
sama, hvort fáninn er stór eða
lítill; hann á aáltaf að takast
niður kl. 20. Fáninn er heig-
asta tákn þjóðarinnar, og von-
andi gefur lögreglan út úr-
skurð í þessu máli, sem tekur
af allan vafa, og leyfi ég mér
hér með að fara fram á, að
slíkur úrskurður verði birtur
opinberlega hið bráðasta.
Austnrbæingur",
Landspróf og fyllirí
Maður, sem kýs að nefna
sig „Hall Steinsson" (en heit-
ir það ekki í rauninni), skrif-
ar Velvaikanda og bendir á, að
tímarit Sambandsins, Samvinn
an, sé nýkomið út og fjaJli um
islenzk skólamáL „Þegar andan
er skilið erindi Andra ísaks-
sonar“, segir irHallur“, „eru
þessar skólamálagreinar höf-
undum sínum til lítils sóma,
þekkingarleysið, glamrið og yf
irborðsmennskan sitja þar hvar
vetna í fyrirrúmL
Þó er grein Matthíasar Jo-
hannessen, ritstjóra Morgun-
bflaðsins, sýnu verst allra þess
ara greina, og í raun réttri
ósamboðin manni með gáfur og
þekkingu Matthíasar. Hér verð
ur aðeins drepið á tvö atriði
eða þrjú. Og til að gera langt
mál stutt, vil ég segja ritstjór-
anum þetta: Landspróf hefur
aldrei frá því fyrsta verið svo
þungt eða erfitt á nokkurn
hátt, að meðalgreind börn eða
þar yfir gætu ekki lokið því á
sómasamlegan háti. Það er að
segja, ef þau hafa vinnufrið á
heimilum sínum fyrir fylliríi
og veizluhöldum foreldra sinna
eða gefa sér tíma til að lesa og
vinna önnur sín verkefni fyrir
samkvaemislífi, dansleikj.um,
bíóferðum, útivist eða sjón-
varpsglápi, sem sagt, ef þau
stunda nám sitt af sæmilegri
alúð. Þessar fullyrðingar þarf
ekki að rökstyðja frekar, sönn-
un þeirra liggur augljóst fyrir,
öll þau hundruð eða þúsundir
af meðallagsfólki, sem tekið
hefur landspróf með ágætum
þessi síðastliðnu 22 ár.
•fr Bezta próf í heimi
Landsprófið og skólakerf
ið fram að því er nefnilega
mjög gott, án efa það bezta í
víðri veröld. Nú eru skólar
með svokölluðum landspróís-
deiidum víðsvegar um allt
land. Þar geta nemendur þreyt.t
inntökupróf í menrxtaskóla og
fleiri skóla heima hjá sér und-
ir handleiðslu sinna eigin kenn
ara. Heldur nokkur maður að
það yrði hentugra, ódýrara, eða
minna taugastrið, ef allir þess-
ir þúsund nemendur, sem ár-
lega ganga undir landspróf,
ættu að flykkjast að mennta-
skólunium og taka þar inntöku-
próf í ókunnum skólum hjá
ókunnugum ken.nurum.
Sammála Matthíasi
um eitt atriði
Um eitt atriði í grein
Matthíasar Johannessen er ég
honum sammála, enda er hann
þar orðirtn á móti sjálfum sér,
og allt farið að stangast á ann-
ars horn. En það sem ég er
Matthíasi sammála um, er að
þyngja beri námið í barnaskól
um og fyrsta og öðrum bekk
gagnfræðaskólans til miikilla
muna, þó þetta nám sé að vísu
mjög misjafnlega þungt í hin-
um ýmsu skólum. En verður
þetta auðveldara fyrir þá, „sem
ef tii vill eru dálítið sein-
þroska", en það eru einmitt
þeir, sem ritstjórinn virðist
bera mest fyrir brjósti?
Annað er það að útilokað er
með öllu, að nám í barna- og
unglingaskólum verði þyngt
hjá öllum nemendum, aðeins
þeim beztu, kannski helmingn
um. Með öðrum orðum, ef far-
ið væri að tillögu aMtthiasar
mundi úrviruisla þeirra, sem
kæmu til með að komast í
menntaskóla og til æðra náms
byrja miklu fyrr en nú.. Er
það hagkvæmara fyrir þá, „sem
ef til vill eru dálítið sein-
þroska“. Og mundi það koma
til með að fjölga þeim, sem
ljúka stúdentsprófi.
í grein sinni reynir Matthías
að gera lítið úr þeim, sem
stunda náim sitt af alúð og ná
góðum prófum, og spyr: „Hvað
mundu margir dúxar úr
menntaskóla skara fram úr,
þegar út í lífið kemur?“ Ég
hef hvorki aðstöðu né löngun
til að svara þessari spurningu,
en vil samt benda honum á, að
langflestir prófessorar við Há-
skólann eru gamlir dúxar úr
skóla, Háskólaraktorinn marg-
faidur dúx frá öllum skóla-
stigum. Að því svo ógleymdu
að forsætisráðherrann, utanrik
isráðherrann og menntamála-
ráðherrann munu allir vera
gamlir dúxar úr skóla, og gott
ef ekki fjármálaráðherranÍK
lika.
•fa Hvað segja bændur?
Hef þetta ekki lengra,
veit að einhverjir skóiamenn
munu taka til athugunar allar
þessar greinar í Samvinnunni.
Sem betur fer er ekkert fram-
kvæmdarvald í höndum á slík-
um mönnum. í skólamálum
þurfum við að flýta okkur
hægt og fara að öllu með gát,
byltingar á einu sviði né öðru
hafa aldrei verið til góðs.
Bændurnir í landinu hafa frá
því fyrsta verið kjölfestan I
samvinnufélögunum, nú árar
illa hjá bændum, undanfarna
vetur mikil snjóalög, innigjöf
á sauðburði, kal í búnum. Ég
veit ekki hvað miklu þeir eiga
að kosta til að gefa út þvætt-
ing eíns og þetta síðasta herti
Samvinnunnar er“.
„Hallur Steinsson".
Enn um skepnu-
haldið í Vestur-
bænum
Borgari skrifar:
„Kæri Velvakandi:
Ég vil þakka meindýraeyði
borgarinnar fyrir skjót svör
við bréfi mínu um skepnuhald
ið á „Víðimýri" við Kappla-
sikjólsveg. Mig langar þó til
þess að gera nokkrar athuga-
semdir við bréf hans.
1. Gott er að heyra, að sauð
fjárhald hafi verið bannað
þarna frá oig með 1. okt. sl., en
sama dag og bréf meindýra-
eyðis er birt, 13. okt., eru kind
urnar þarna enn. Hvað veldur
því, að ekki er farið eftir bann
inu?
2. Þótt barnaheimilin þarna
við hliðina séu sögð ekiki hafa
orðið fyrir neinum óþægindum,
er samt ófært að hafa húsdýra-
hald, sem dregur að sér rottur,
dúfur og flugur, fast upp við
barnaheimilin. Það hljóta yfir-
vðld og heilbrigðiseftirlit að
sjá í hendi sér.
3. Meindýraeyðir viðurkenn-
ir, að rottu hafi orðið vart í
heilsubrunninum i Sundlaug
Vesturbæjar, og eins segir
hann, að tvisvar til þrisvar á
ári finnist rottur á „Víðimýri**.
Ég get frætt hann á því, að
fó>lk hér um slóðir sér rottur
og dúfur éta með öncbunum og
gæsunum, næstum því í hvert
skipti sem það lít-ur yfir girð-
inguna á matartíma alifugl-
anna.
4. Meindýraeyðir segir að-
eins þrjár ástæður „fyrir þvL
að rottu verður öðru hverju
vart í þessu hverfi“, en nefnir
ekki aðalástæðuna, þ.e. skepnu
haldið á „Víðimýri“. Hvað Veid
ur þeirri „gleymsku"? (Hann
er þó nýbúinn að viðurkenna
rottuganginn þar). Hann segir,
að kvartað hafi verið undan
rottugarngi í sorpgeymslum óg
„ástæðan er sú, að börn og
fullorðnir hafa tekið ristar úr
niðurföllum í sorpklefum,' og
er þá ekki að sökum að spyrja“.
Meindýraeyðir hlýtur þó að
vita, að rottur hafa fundizt í
sorpklefum, þar sem ekkert
niðurfall er, og að ristar yfir
niðurföllum fyrir utan sorp-
klefana eru soðnar og steyptar
fastar, svo að þær eru óhagg-
anlegar. Hvaðan komu þá rott-
urnar? Þá segir hann: „íbúarn
ir hafa ekki komið lóðum sín-
um í stand, og er því aukin
hætta á hirðuleysi, sem valdið
getur rottugangi". Þetta á við
um einn húsagarð í nágrenn-
ingu, sem er á bak við fjöl-
býlishús og raðhús, en íbúarn-
ir þar hafa dregið það um fjöl
mörg ár að ganga frá lóðinni,
þó að nágrannar þeirra hafi
getað gengið frá sínum lóðum
sikömmu eftir bygg.ingu (eða
um leið, eins og gert hefiur ver
ið í sumar á sumum stöðum).
Þessi slóðaskapur er því óaf-
sakanlegri, þar sem hægt hef-
ur verið að malbika stórfínt
bílaplan á sama tíma. íbúarnir
virðast sem sagt elska bilana
sína meira en börnin sín, og ná
grannarnir hafa ekki við að
halda börnum sínum frá forar
vilpunum á þessari su/bbulóð.
Þessi eina lóð er samt ekki or-
sök þess, að rotta, dúfur og
filugur hafa lagt undir sig þetta
fjölmenna íbúðarhúsahverfi,
heldiur er þar um að kenna
margumræddu skepnuihaldi á
„Víðimýri".
Hversu lengi ætlar t.d. borg
arlæknir að þola það, að þarna
sé rekiinn búskapur með kind-
um, gæsum og öndum innan
um íbúðahverfið? Það er ekki
nóg að banna sauðfjárhaldið,
heldur verður að leggja anda-
og gæsabúskapinn niiður tafar-
laust. Eða má kanmske bver
sem er fara að hafa endur, gæs
ir o.g hænsni í kjallaranum hjá
sér eða í skúrum úti á lóð? Bú-
um við inni í miðri borg eða
úti í sveit? Allir, sem í sveit
hafa verið, vita, hve örðugt er
að halda xottum frá alifuglum,
því að þeim þykir fóður fugl-
anna gott og auðvelt að ná í
það. Hér bætast dúfiurnar við,
og ennfremur má oft sjá villi-
endur af Reykjavíkurtjörn setj
ast þarna til borðs með heima-
fuglunum.
Um þetta mál ætti að vexa
óþarfi að hafa fleiri orð, en
fróólegt væri að vita, hvort t.d.
borgarlæknir leggur blessun
sina yfir þennan fjölskrúðuga
dýragarð.
Borgari“.
Barngóð kona
óskast nú þegar til að gæta ungbams frá kl. 9—5.
Tilboð leggist inn á afgr. Mbl. fyrir laugardag
merkt: „Ungbam — 5928“. /
Aukavinna
Lagtækur maður getur fengið aukavinnu um 60
klst. á mánuði.
Uppl. í dag og á morgun kl. 4—7. Ekki í síma.
GLIT H.F., Óðinsgötu 13.