Morgunblaðið - 18.10.1967, Side 14

Morgunblaðið - 18.10.1967, Side 14
14 MORGUNBLiAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. OKT. 1967 JltWgMllHftfófr Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar; Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Jphannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri: Björn Jóhannsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Rifstjórn og afgreiðsla: Aðaistræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar: Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. í lausasölu: Kr. 7.00 eintakið. Áskriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands. ÞÖRF SAMSTARFS UM LAUSN VANDANS í ræðu þeirri, sem Bjarni *■ Benediktsson, forsætisráð herra, flutti á Alþingi í fyrradag, um frumvarp ríkis- stjórnarinnar í efnahagsmál- um, leggur hann á það mikla áherzlu, að sem bezt og víðtækast samstarf náist ,um lausn þess mikla vanda, sem við íslendingar nú stönd um frammi fyrir vegna afla- brests og geigvænlegs verð- falls. En umskiptin í útflutn- ingsverzluninni til hins verra eru nú meiri en nokkru sinni áður síðan árið 1931, þegar tekjur okkar af útflutn ingi minnkuðu líkt og nú og langvarandi erfiðleikar steðj uðu að þjóðinni. „Erfiðleikarnir 1931,“ sagði forsætisráðherra, „og árin á eftir leiddu til stórkostlegs atvinnuleysis, fátæktar. og neyðar víðsvegar um landið, en við höfum fulla ástæðu til að vona að við getum forð að slíku nú, ef við höldum rætt á. Hins vegar er sá vandi, sem við stöndum . frammi fyrir nú, bæði veru- legur og tilfinnanlegur.“ Síðar í ræðu sinni sagði Bjarni Benediktsson forsæt- isráðherra: „Að sjálfsögðu æski ég þess, að sem nánast samstarf takist við stjórnarandstæð- inga, bæði innan þings og ut- an, um lausn þessara erfið- leika, en forsenda þess að það verði árangursríkt er að menn hafi sameiginlegan skilning á eðli vandamálsins. Með þeim ráðstöfunum, sem ríkisstjórnin hefur boðað og lagt til að gerðar verði, er ekki leystur allur sá vandi, sem hin miklu umskipti í ís- lenzku efnahagslífi hafa skapað, það er ljóst. En ég fullyrði að ráðstafanir, sem ná sama markmiði og þess- um er ætlað, eru forsenda þess að ekki fari ver en vilji okkar stendur til og síðar verði smám saman hægt að leysa frekari erfiðleika, sem við hljótum að játa að verði á leið okkar þangað til bet- ur vegnar. Mér er það einnig ljóst, að ,deila má um hvort ríkistjórn in hafi með þessum aðgerð- um ratað hið rétta meðal- hóf. Sérstaklega er það ljóst, að lækkun niðurgreiðslanna hlýtur að koma illa við mörg heimili. En við töldum, að þetta væri líklegasta ráðið, sem mundi valda minnstri truflun, og með þessu móti innist færi á að íhuga í sam- ráði við aðra, sem í alvöru vilja snúast við þeim vanda, sem nú blasir við, hvort önn- ur úrræði séu e.t.v. farsælli eða nái betur því marki, sem að er stefnt. Þessar ráðstaf- anir varð að gera með sem minnstum fyrirvara til þess að forða því, að einstakir að- ilar gætu skapað sér gróða- möguleika. En það haggar ekki því, að ef menn eftir á komast að þeirri niðurstöðu, að önnur ráð séu tiltæki- legri er hægt að breyta hér til. Þá er hægt að auka nið- urgreiðslur á ný og lækka verðið. Til þess gefst nú svig rúm til slíkra efnisathug- ana, sem ella væri ekki fyrir hendi. Með því er ég ekki að segja, að slíkt sé æskilegt eða um slíkt verði að lokum samkomulag. En það hlýtur að vera mjög til athugunar og ríkisstjómin er þess bein- línis hvetjandi, að athugað verði til hlítar, hvaða aðrar leiðir komi hér til álita og er fús til þess, bæði hér á þingi, á þingfundum, í nefndum og við fulltrúa hinna fjölmennu almannasamtaka í landinu, og þá einkum stéttarsamtök- in, að ræða til hlítar hvaða úrræði eru fyrir hendi og hvaða úrræði eru varanlegri en þau, sem nú hafa verið tekin.“ Þannig liggur fyrir ský- laus yfirlýsing forsætisráð- herra um það, að ríkisstjórn- in sé reiðubúin til að hlýða á allar tillögur til lausnar þeim vanda, sem nú er við að etja og hafa sem nánast samráð bæði við stjórnarand- stöðuna og stéttarsamtökin. Slíkar umræður munu fara fram næstu daga og vel má vera, að niðurstaða þeirra verði sú, að rétt verði talið að breyta einhverju í tillög- um ríkisstjórnarinnar, þótt með engu móti verði kom- izt hjá ráðstöfunum, sem í meginatriðum eru svipaðar því, sem stjórnin hefur lagt til. ALLIR NEMA EINN í því leikur ekki minnsti ■**• vafi, að landsmenn skilja mætavel, að þegar slík áföll ber að, sem nú hafa orðið, verður ekki hjá því komist að bregðast við vand- anum og gera ráðstafanir cil að draga úr eyðslu og treysta fjárhag þjóðarheildarinnar. Þess vegna verður líka unnt að ræða vandamálin við Leyndin í kringum skæru liðaforingjann Guevara FRÉTTIRNAR um dauða dr. Ernesto Guevara vekja marg ar og þýðingarmiklar spurn- ingar. Guevara var sem kiunn ugt er argentínsikur ríkisborg ari, og hægri hönd Fidel Castros í byltingunni á Kúbu. Samkvæmt fréttum á hann að hafa fundizt látinn eftir að hafa tekið þátt í árásarað- gerðum skæruliða gegn nú- verandi stjórn Bólivíu, og kæmi það heim við skapgerð hans og kenningar, en hann var æstur forvígismaður vopn aðra aðgerða í þeiim löndum, þar sem hægt var um vik með byiltingarstarfcemi, hvað staðar- og þjóðféiagsástæðum viðvék. (Eins og sjá má, er grein þsesi rituð áður en Castro staðfesti fall Gue- vara). Staðfræðilega séð var Bóli- vía ákjósanleg, þó að aðalat- hafnasvæði skæruliða, frum- skógurinn, væri víðis fjarri há sléttunni þar sem flestir landsmenn búa. Vegna gremju margra Bólivíumanna með byltinguna 1952, sem kom René Barrientos hers- höfðingja tii valda, varð Bóli vía ákjósanlegt viðfangsefni og skyldi undirbúa þar bylt- Ef Ché Guevara er látinn — hvaða áhrif mun það hafa á byltingarstarfsemi , og skæruliðahernað í Suður- Ameríku iöndumum, og hvaða áhrif getur lát hans haft á utanríkiisstefnu Kúbu, sem studd er af flestum kommún- istaflokkum heims, þar á með al hinum sovézka. Til að meta þau hugsan- legu áhrif verðuir að íhuga feril Guevara hingað til. Hann hefur birt kenningar sínar í bókinni „Skæruliða- hernaður" og er þar meða-1 annars rakin saga þess, sem gerðist á Kúbu. Þar var allur jarðvegur fyrir byltingu fyrir hendi. Hataður einræðisherra. Fulgenico Batista, þjóðfélagið spillt og rotið og hafði tekið upp hið versta úr því banda- ríska. Lífskjör almennings voru tiltölunlega góð og í leið toganum Castro birtust þeir eiginleikar, sem milljónir manna þekktu í sjálfum sér. Allt þetta og meira til stuðl- aði að því að Ché náði til- gangi sínum og starfsemi hans bar ávöxt. Fyrir tveimur ánum taldi hann verki sínu lokið á Kúbu Framhald á bls. 18 ingu í anda þeirrar, sem gerð vaæ á Kúbu. hinu ýmsu áhrifaaðila í þjóð félaginu, hverjar sem póli- tískar skoðanir þeirra eru. Þannig samþykkti sjó- mannaráðstefnan, sem hald- in var um síðustu helgi, ályktun, þar sem viðurkennt er, að nauðsyn hafi borið til að gera sérstákar ráðstafan- ir vegna þess vanda, sem að steðjar, en hins vegar bent á að ýmsar leiðir aðrar en þær, sem ríkisstjórnin hefur lagt til að farnar verði, kunni að reynast heppilegri. Og svo er yfirleitt um alla þá, sem þessi mál eru rædd við, að þeir viðurkenna nauðsyn þess að gera ráðstafanir til að forða því, að þjóðin lendi í algjörum ógöngum. Einn er þó sá maður hér- lendis, sem ekkert virðist skilja. Hann heitir Eysteinn Jónsson og er formaður ann- ars stærsta stjórnmála- flokksins. Á Alþingi segir hann, að fráleitt sé að lands- menn taki á sig nokkrar byrðar, þótt útflutningstekj- urnar lækki um fimmtung til fjórðung. Hann segir að þó að þjóðarbúið verði rek- ið með halla og öllu stefnt út í vandræði, verri en þau, sem hann átti við að glíma —og raunar þátt í að skapa — á árunum fyrir styrjöld- ina, „þá verður að hafa það.“ Þetta snilliyrði Eysteins Jónssonar, „þá verður að hafa það“, er ekki ólíks eðl- is og slagorð hans „hin leið- in“, sem fleygt er orðið. Eysteini Jónssyni tókst aldrei að skýra, hvað hann ætti við með „hinni leið- inni“. Hins vegar er alveg ljós þýðing orðanna „þá verður að hafa það“. Stefna Framsóknarflokksins er sem sagt sú, að hafa enga stefnu, eða láta allt sigla sinn sjó og engu máli skipti hvernig úr málum rætist, allt hljóti það einhvern veginn að fara. Og hvernig svo sem fari „þá verður að hafa það“. ERFIÐLEIKAR ATVINNU- REKSTURSINS j hinni merku ræðu, sem for sætisráðherra flutti á Alþingi í fyrradag, vék hann að erfiðleikum atvinnu rekstursins, sem auðvitað væru mestir hjá frystihúsa- eigendum og útvegsmönn- um og sagði síðan: „Og allur annar atvinnu- rekstur í landinu hlýtur á skömmum tíma að mótast af erfiðleikum undirstöðuat- vinnuveganna. Það kemur fram í eftirspurn eftir iðn- aðarvöru og það kemur fram í verzlun. Atvinnurekendur verða því fyrir miklum bú- sifjum, og það er algjör mis- skilningur, þegar talað er um að öllu eigi að velta á herð- ar launþega. Atvinnurek- endur verða fyrir þessum búsifjum, hafa orðið fyrir þeim áður og verða óhjá- kvæmilega fyrir þeim í enn ríkari mæli en jafnvel er ráðgert að launþegar verði fyrir í þeim tillögum, sem hér um ræðir. Vitanlega er ljóst, að útvegsmenn og fisk- iðnrekendur verða fyrir mestum áföllum, en þeirra erfiðleikar hljóta að breið- ast út um allt þjóðfélagið. Og launþegar komast ekki hjá því með nokkru móti að taka byrðar á sig að sínu leyti, ekki sízt vegna þess að þeir hafa fengið sinn hlut í vaxandi mæli af stórauknum þjóðartekjum. Tekjur laun- þega hafa aukizt töluvert meira en þjóðartekjurnar á viðreisnartímabilinu. Það verður því ekki hjá því kom- izt, að launþegar taki á sig byrðar, en hvort það kemur léttara niður með þessu móti eða öðru er svo annað mál og t.d. hvort hægt er að gera sérstakar ráðstafanir til að það komi ekki eins mikið niður á barnmörgum fjölskyldum eins og þessar tillögur leiða til eða aðrar ákvarðanir ríkisstjórnarinn- ar. En ég segi það enn, að það er mál, sem ríkisstjórnin telur sjálfsagt að athugað verði til hlítar.“ Stjórnarandstæðingar hafa mjög á því hamrað undan- farna mánuði, að atvinnu- reksturinn ætti við mikla erf iðleika að búa. Nú er blaðinu hins vegar snúið við, og sagt að alla erfiðleika þá, sem af verðfalli og aflabresti stafa, eigi að leggja á herðar launþega. Þennan tvískinn- ungshátt sér hvert manns- barn í gegn um.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.