Morgunblaðið - 18.10.1967, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.10.1967, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. OKT. 1967 15 ferð um síldorpláss Dalvík og Olafsfjörður EFTIR ÓLA TYIMES ÞAÐ var fjári kalt fyrir norðan á laugardaginn, og þegar Fri- endshipvélin var að lenda á Ak- ureyri sást varla út úr augum fyrir snjébyl. Ég bjóst því ekki viff aff þaff vaeri sérlega hátt risið á síldarsaltendum norffan- iands, þegar svo síldin ofan á alit saman heldur sig fyrir aust- an, en þaff var öffru nær, þeir voru bara anz,i hressir. Ég fékk leigffan Bronco jeppa á Akur- eyri og fór á honum til Dalvík- ur. Þaff var hráslagalegt um aff litast á þeim góffá staff, grátt snjó föl lá yfir bænum og fólkiff var allt kappklætt við vinnu sína. En þaff var ekki svo kalt aff hætt væri við síldina, síffur en svo, enda eru söltunarstöffvarn- ar tvær á Dalvík búnar aff salta í samtals 7094 tunnur. Ég hitti fyrst að mála Aðal- stein Lotftsson, einn af eigend um Norðurvers hf. Aðalsteinn er nokbuð ánægður með árang urinn, þótt hann hefði ekkert á móti því að fá dálítið meira. „Við fengurri okkar fyrstu síld 26. september. Hún var mijög góð, enda kom hún úr kaidri lest, Loftur Bald’vins- son kom með hana. Nú erum við búnir að salta í samtals 3500 tunnur, og höfum verið mjög heppnir með tíðarfarið hingað til. Því miður höfuim við ekki aðstöðu til þess að salta nema úti, en veðrið hefur verið svo gott, að það hefur ekki bamið að sök“. Hann þagnar og lítur út í sortann: „Ef við fengjum síld núna, yrði erfitt um vik, það er óvinnandi andsk . . . að salta úti í svona veðri“. „En hvernig farið þið þá að því að láta hana verkast ef ger- ir mikið frost?“ „Ég vona nú í lengstu lög að það verði ekki, en ef til kemur getum við keyrt í hús.“ „Hvernig hefur ykkur gengið að fá fólk?“ „Það hefur gengið ágætlega, við höfum smalað í nærsveit- um, ef svo ma að orði komast, og höfum ekki lent í neinum vandræðum. Það lifnar allt við þegar síldin kemur, þessi síld hefur haft mikil áhrif á atvinnu lífið hérna, þótt ekki hafi verið saltað mikið.“ „Hvernig verður með áfram- hald hjá ykkur?“ óvissa um það. En það er alveg ástæðulaust fyrir bátana að koma ekki hingað, við höfum saltað austurlandssíldina fyrr og ekki verið undan neinu að kvarta, í hitteðfyrra söltuðum við t.d. af Rauða torginu, og gekk vel.“ „Hvernig heldur þú að út- koman verði hjá ykkur?“ „Það er nú heldur snemmt að ræða slíka hluti. Ég býst þó við að ef við sleppum áfallalaust með þá síld sem við höfum, get- um við talist ágætlega á vegi staddir. —0— —0— Næst hitti ég Pál Sigurðsson, söltunarstjóra á stöð Söltunar- félags Dalvíkur. Páll er maður sem gaman er að tala við. Hann er fullorðinn, en jafn bjartsýnn og ánægður með lífið og ham- ingjusamasti æskumaður. „Bíddu andartajc væni minn meðan ég sendi strákana út.“ Við göngum saman inn í lóg- an skúr og hann kallar inn í litla stofu: „Strákar mínir, dreifið þið ykkur.“ Páll Sigurffsson Þetta er verkstjórnartónn Páls. Og strákarnir hans dreifa sér. Þeir eru jsálfsagt einir fimmtán sem koma út úr stofunni, og hún var svo lítil að þeir hljóta að hafa raðað sér í hæðir. Þetta var skrifstofan hans Páls, en þangað þyrpast mennirnir jafn an þegar hlé er á vinnunni. „Þetta hefur gengið skínandi vel hjá okkur í sumar, biðin var að vísu fjáii löng.“ Hann þagnar andartak og hagræðir gleraugunum, en segir svo í trúnaðarrómi: „Biðin var fjári löng, það lá við að maður yrði vonlaus." ■ Það var greinilega töluverð játning að Páll Sigurðsson hefði verið að því kominn að gefast upp, enda er maðurinn ekki þesslegur. „En svo hefur þetta gengið svona skínandi vel, við fengum fyrstu síldina 20. september og Sæmundur Jónsson erum nú búnir með 3594 tunn- ur. Við höfum verið heppnir bæði með síld og veður, og vor- um búnir að búa okkur undir að salta inni, en veðrið hefur verið svo gott hingaðtil að við höfum ekki þurft þess, þú kem- ur með þennan andsk. . . með þér .... fólk??? Við í vand- ræðum með fólk? Nei, ég held nú síður. Við fórum bara um Árskógarströndina og söfnuðum liði, það verðut orðið hart í ári þegar við getum ekki séð um þá síld sem við fáum.“ „Hvað um áframhaldandi sölt un?“ „Mér 'lízt vel á það allt sam- an, það hljóta að koma hingað fleiri bátar, þeir fá hér miklu betri fyrirgreiðslu en fyrir aust an. Þó fór svo að fyrir þrem nóttum varð ég að neita þrem skipum, það var grátlegt, en ekki um annað að ræða. Þá sölt uðum við í 629 tunnur upp úr Björgvin, hann var með 180 tonn Aðalsteinn Loftsson en 30 tonn fóru í bræðslu. Björg vin var með ísaða síld og kæld- ar lestar. „Hvernig gengur ykkur að fá báta?“ „Ágætlega. Heimabátarnir koma hingað auðvitað eins og þeir geta. Björgvin og Björgúlf- ur eru 250 tionn hvor, góð skip, þeir voru eiginlega keyptir til að byggja upp atvinnulífið hér. Svo eru það Bjarmi og Loftur Baldvinsson og svo Hannes Haf- stein, sem er eiginlega gerður út frá þessari stöð okkar, enda hef ur hann haldið henni upp mik- ið tiL“ „Síldin hefur lífgáð upp á skap manna þótt hún kæmi seint?“ „Lifgað?? Ég held nú það, það var dásamlegt að sjá hvern ig staðurinn breytti um svip. Jafnvel þeir sem ekkert koma nálægt síldinni voru einhvern veginn öðru vísi. Mönnum var ákaflega létt um bros, og allir ánægðir. Þótt þetta sé ekki mik- il síld, þá er samt töluverða atvinnu af herihi að hafa.“ „Jæja Páll, það er gaman að hitta mann sem er svona ánægð ur.“ „Haha. já ég er ánægður. Sjáðu til góði, það er þegar búið að yfirtaka á þriðja þús- und tunnur hjá okkur, og þær fara með næsta skipi til Finn- lands og Svíþóðar. Okkur er því meira en borgið þó að við fáum enga síld í viffbót?“ „Þið hafið þá fengið einhverja sérsamninga?" „Oojá, við fengum það, það er enginn annars bróðir í þess- um leik, og það gieypa allir það sem þeir geta. Nú er til dæmis búið að salta upp í saimninginn við Finna, og þá ekki nema Rússar eftir, fyrir utan sérsölt- un.“ „Er þú Dalvíkingur Páll?“ ,Oojá, það er ég. Ég er fædd- ur hér og uppalinn, en var í burtu mestallt mitt blómaskeið. Ég lærði málaraiðn á Akureyri og hefi réttindi til slíkra starfa. Síldin er eiginlega bara tóm- stundagaman h]á mér, ég er bara í þessu á sumrin, en byrja svo að mála um leið og ég fer héðan. Og svona er ég búinn að dunda við þetta i ein tuttugu ár.“ „Hvað er með annan atvinnu veg en síldina?1' „Oojæja, þegar það ekki er síld er það amar fiskur. Frysti húsið er mikil lyftistöng fyrir stsðinn, eins og sagt er i ræð- ununi, og slaturhúsið gerir okk a' lika gott.“ „Hvað eru margir íbúar hér?“ „Þeir eru eitthvað um þús- und held ég, . . nei, ég held ekki að það flytjist mikið héð- an. Það skortir að sjálfsögðu verkefni fyrir unglingana hér, eins og annars staðar, én ég held að það uni sér nokkuð vel hérna fólkið. Við höfum ver ið að reyna að halda uppi ieik- starfsemi, og svo eru auðvitað böll og kvikmyndir, ég er nú orðinn of gamall til að hugsa um böllin.“ Páll fylgir mér út að bílnum og við kveðjumst þar. Ég hefi orð á því að þeir hafi nýleg og góð húsakynni. „Já, við erum nú búnir að dunda við að byggja þetta upp. Þótt lítið hafi verið saltað á undanförnum árum höfum við alltaf verið að bíða eftir betri tímum, og byggt í samræmi við það. Nú eigum við ekkert ann- að eftir en að byggja yfir bjóð- in, og það gerum við örugglega næsta sumar fyrst okkur gekk svona vel í ár, og vertu nú bless aður. —0— Ég hafði fengið fyrirmœli um að fara líka til Ólafsfjarðar og Siglufjarðar, og hélt því ótrauð- ur af stað — að næstu sjoppu til að spyrja vegat. Þar var mér sagt að Ólafs- fjarðarmúlinn væri illfær, og hið mesta hættuspil fyrir mig vesælan Reykvíkinginn að leggja út á hann. Ég er ekki hugrakkur maður að eðlisfari og var því kominn á fremsta hlunn með að hætta við allt saman ,þegar jeppabifreið renndi í hlað, og á henni var Ó-númer. „Já, hann hafði farið yfir Múl ann. Hægt að fara á Broncon- um? Já, Broncoinn var eins góð ur og hver annar. Var ég með keðjur? Á öll hjól? „Passaðu þig vel að vera alltaf í innri kantinum og hafðu drif á öll- um.“ Það var greinilegt að fólk inu í sjoppunni leizt ekki á þennan skrifstofuföla „fjalla- garp“ sem stóð fyrir framan það. Ég skokkaði niðurlútur út tiJ að setja keðjur undir farartæk- ið og heyrði að baki mér aff verið var að ræða um glerhálku grjóthrun og hengiflug. Ég hafði aldrei keyrt Bronco áður, hvað þá sett keðjur á slíkan bíl, satt að segja man ég ekki eftir því að hafa nokkurn tíma áður sett keðjur á nokkurn bíl. Það er kannski þessvegna sem mér gekk svona illa. Þegar ég var búinn að bakka fram og aftur um helvítis planið í einn og hálf an klukkutíma, leit ég stoltum augum á þessa óhrjálegu „brota járnshrgúu" sem hékk utan á dekkjunum hjá mér. Ég hafði að vísu óljósan grun um að ekki væri allt eins og það átti að vera, en mér var orðið svo kalt að ég ákvað að hugsa ekki meira um það. Þá var bara eft- ir að setja strekkjarana á. Ein- hvern tíma hafði ég séð mynd- ir af því hvernig það var gert, en það hefur víst áreiðanlega verið önnur 'tegund af strekkj- urum en sú sem ég var með. Eftir kortér, hafði mér nær tek ist að hengja sjálfan mig í hel- vízkum ólunum, og þá aumk- aðist afgreiðslustúlkan yfir mig, hún tók við ólunum og smeygði þeim fimlega á. Og hvað með það? Hvi skyldum við ekki láta konurnar gera eitthvað öðru hvoru. Ég hefði alveg getað þetta sálfur, með tímanum. Svo ók ég af stað að glerhál- um Múlanum. Ftá því að Dal- vík hvarf úr augsýn sat ég stjarfur við stýrið, ég bjóst við því á hverri stundu að druslan sentist út af veginum á 7 km. hraða, (eins og ég ók) og að ég myndi hljota þar hryllileg- an dauðdaga Ég beið og beið Framhald á bls. 27 „Það þori ég ekki að segja um ennþá, það ríkir satt að segja Unniff viff flutning á saltaðri síld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.