Morgunblaðið - 22.10.1967, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.10.1967, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. OKT. 1967 Því aðeins verðið þið þjóðinni til gagns, að þið greinið hið mikla frá því lítilmótlega — sagði Bjarni Benediktsson, forsœtisráÖherra við setningu þings SU5 á fösfudagskvöldið EINS og skýrt vai frá í Mbl. var 19. landsþing ungra Sjálfstæðis- manna og h;ð fjölmennasta fram til þessa sett í Sjálístæðishúsinu á föstudagskvöld. Hér á eftir fara stuttir úr- drættir úr ávarpi Geirs Hall- grímsisonar borgarstjóra og ræðu Bjarna Benediktssonar for- sætisráðherra, en skýslu Árna Grétars Finnssonar, form. SUS, verður getið siður. Hljótum að leita jafnvægis Geir Hallgrímsson borgarstjóri bauð í upphafi máls síns full- trúa utan af landi velkomna til þingsins. Hvatti hann til aukms skilnings milli landsriuta, því að ávallt væri íhugunarefni, hvernig snúast skuii við þróuri- inni síðustu áratugt S!ík rösk- un og varð á búsetu manna fyrst og fremst á árunum 1S40— 1950, en einnig síðar, þótt í minna mæli sé, hlýtur að hafa áhrif á þjóðlííið adt og skapar vandamál, sem dreifbýli og þéct- býli hljóta að samtinast um að leysa. Til þess að gera það, hljótum við að verja fjármunum af sam- eiginlegum þjóð&rtekjum, og öllu máli skiptir, að ekki sé tjaid að til einnar nætur. Við hljót- um að leita jafnvægis, þótt það kunni að rýra lífskjörin um stund, skapar það aukna vel- sæld og hagsæid, er til lengdar lætur. Síðan ræddi hann þau áhrif, sem auknar samgöngur og fjöl- miðlunartæki hafa haft. Áður fyrr hélzt mönnum uppi að halda áfram skefjalausum og einhæf- uim áróðri í von um, að mál- flutningur annarra kæroist ekki að. Nú hins vegar hefur hin breytta tækni valdið því, að skoðanir mótast á miklu breið- ari grundvelli og á miklu nýrri upplýsingum en áður. Unga fólk ið mun hagnýta sér þá breyttu möguleika. Nýr tími krefst nýrra úrræða; stefnuna verður að móta í samræmi við breyttar aðstæður hverju sinni og það er eðlilegt, að æskurnennirnir verði fyrstir til að átta sig á breytt- um aðstæðum. Þeir eiga líka mest í húfi, þvi að þeirra er framtíðin. Áttum okkur á örðugleikunum Bjarni Benediktsson forsætis- ráðherra sagði m.a. að örðug- leikarnir, sem nú steðjuðu að þjóðinni, væru slíkir, að hverri stefnu, sem við hefðum fylgt, þá hefði þá eigi að síður borið að höndum. Það var sáralítið, sem við gátum gert. Það er grundvallareðli okkar atvinnuvega, að við erum f háðir einni grein þeirra, sjávar- útveginum. Með því er engan veginn verið að gera lítið úr þýðingu hans, heldur þvert á móti; hins vegar verðum við að gera okkur grein fyrir, við hvað við eigum að búa, og átta okkur á þeim örðuglelkum, sem við er Bjarni Benediktsson, forsætis- ráðherra flytur ræðu sína. að etja. Við getum heldur ekki verið án iðnaðar og landbún- aðar, — en við verðum að stefna að því að fá miklu meira af innldenri framleiðslu, sem við getum selt á erlendum markaði. Ef við getum það ekki verðum við alltaf ofurseíd sveiflunum. Við höfum orðið fyrir tveimur alvarlegum áföilum nú á einum mannsaldri, og mörg smærri hafa komið á milli. Snúum okkur að verkefnunum Forsætisráðherrann sagði, að það væri því eðiilegra, að við stefndum að fjöiþættara atvinnu iífi, þar sem við eigum ónotað- ar náttúruauðlindir, Sem ekki gufa upp, heldur halda áfram að vera til, þ. e. vatnið og hvera- orkan. Við eigurn að einbeita okkur að því að nýta þessar auðlindir og renna með því fleiri stoðum undir okkar efna- hag. Það tekur að vísu langan tíma, að veruleg breyting verði á þessu, e.t.v. tvær kynslóðir, en þetta vinnst því aðeins, að menn snúi sér að því og geri sér grein fyrir, hvað þarf til þess að koma- breytingunum á. Sú litla byrjun, sem þegar er hafin, gerir okkur nú mögu- legt að standast þá örðugleika, sem nú hrjá okkar einhæfu at- vinnuvegi, mikiu betur en el!a hefði orðið. Með stóriðjunni hefst nýr kafli í þjóðarsögu okkar, sam- bærilegur við aldamótin með í ræðustól. upphafi togaraútgerðar hér á landi og innlendri bankastarf- semi. Nú er um sams konar byrjun að ræða, sem vegna dæg urmálanna, hins daglega nags og jags, hefur fallið of mik'.ð í skuggann. Með henni var ráð- izt í það, sem úrslitum getur ráðið í velfarnaði þjóðarinnar, að nokkru í bráð, en miklu meir, þegar til lengdar lætur. Samvinna við aðrar þjóðir Forsætisráðherrann rakti síð- an þær margvislegu ástæður utan íslands, sem nú skapa okk- ur þá erfiðleika, að við fáum ekki staðizt þá án þess, að lífs- kjör versni í bili. Ráðið til þess að sporna við slíkxi þróun í framtíðinni en aukin samvinna Framh. á bls. 18 Selur svínakjöt beint til neytenda á mjög lágu verði — í samvinnu við danskan kjötiðnaðarmann — Rœtt við Víking Cuðmundsson, bónda á Crœnhól Akureyri, 17. október. VÍKINGUR Guðmundsson, bóndi á Grænhól, hefir hafið sölu á tilreiddu svínakjöti beint til neytenda á mjög vægu verði, og hefir kjötsala þessi vakið allmikla athygli. Því gekk ég á fund Víkings fyrir skömmu og ræddi við hann um þessi viðskipti og fleira. — Áttu margar gyltur, Vík ingur? — Eg á 9 gyltur núna og er búinn að fást við svína- rækt í tæp 3 ár. Gylturnar hafa átt allt upp í 16 grísi í einu, og 15 hafa komizt upp, þegar bezt lét. Gylturnar gjóta svisvar á ári, og að með altali má gera ráð fyrir, að 20 sláturgrísir fáist eftir gylt una á ári. — í hverju er hin nýja þjónusta þín fólgin? — Svo að ég byrji nú á upphafinu, þá kynntist ég í fyrrahaust dönskum kjötiðn- aðarmanni, Benna Jensen, sem hingað kom með Ás- bimi Magnússyni, sem stofn aði verzlunina Matarkjör. Hann vinnur allt kjötið fyr- ir mig og gengur frá því til neytenda í því formi og með þeirri verkun, sem hver og einn óskar eftir. Svo er kjöt- ið sent heim til kaupenda, ef þeir em búsettir á Akureyri. Skilyrði er, að tekinn sé minnst % skrokkur, sem veg ur að jafnaði 30 kg. Að vísu geta menn fengio minr.a magn í Kjötvinnslunni, Kaup vangsstræti 4, en þá er kjöt- ið heldur dýrara, þó að það sé langt undir venjulegu útsöluverði á svínakjöti. — Hvemig er kjötið verk- að, og hvað kostar það? — Frágangur kjötsins er einkum með tvennu móti, sem menn geta valið um. Síðan er alltaf söltuð og reykt. Ef menn vilja þar að auki aðeins fá svínið teki’ð sundur í bita, kostar sá frá- gangur 150 krónur á hálfan skrokk. Ef svínið er fullfrá- gengið, þ.e. soðin og reykt skinka, hryggur reyktur (Hamborgarhryggur) og lærið sneitt, bitað eða reykt, kostar sá frágangur 400 krón ur á V2 skrokk. Þar við bæt- ist svo kjötverðið, 80 króna útsöluverð að viðbættum sex króna söluskatti. Hvert kíló kostar þá í mesta lagi tæpar 100 krónur íullfrágengið og minna, ef minna verk er lagt í vinnsluna, en það fer al- veg eftir vilja kaupandans, eins og ég sagði. — Til sam- anburðar má geta þess, að verð á skinku út úr búð er 380 krrónur, Hamborgar- hryggur kostar 275 krónur, kótelettur og lærsneiðar 250 og lærbitar (steik) 180 krón ur, svo að eitthvað sé nefnt. Jensen hefir lofað að taka alla fitu, sem fólk kærir sig ekki um, til baka á 25 kr. kílóið. — Þá má geta þess, að hann reykir eingöngu við sérstakt danskt sag, sem til þess er ætlað. — Ég er al- veg viss um, að milliliða- gróði á þessari tegund mat- vöru er ofsalegur og miklu meiri en vera þyrfti, enda var framleiðsluverðið, sem ég og nokkrir a’ðrir svína- kjötsframleiðendur fengum fyrir kjötið hjá KEA, aðeins 67 krónur og 50 aurar á kg. — Hvernig fóðrar þú svín- in? — Ég fóðra grísina ein- göngu á sérstakri fóður- blöndu, sem þeim er ætluð, og hefi ýmist keypt danskt svínafóður hjá Kaupfélagi verkamanna eða brezkt fóð- ur hjá Valdemar Baldvins- syni. Forðast að gefa þeim nokkuð annað eftir 4 mán- aða aldur, t.d. alls ekki und- anrennu. Með þessu móti verður fitan hvít ng þétt og ekki sambærileg vfð það, sem er, þegar öðruvísi er að far- ið, og miklu lystugri, hjaðn- ar ekki niður og verður að engu á pönnu. Einnig er mikill bragðmunur á kjötinu. Spiklagið á að vera 20—24 millimetrar á þykkt á há- kambinum, þar sem það er þykkast og hvergi að fara fram yfir það. Þessu má ráða með réttri fóðrun, og það hefir mér tekizt. — Hva'ð olli því, að þú hófst þessi viðskipti, Víking- ur? — Segja má að ég hafi byrjað á þessu í sjálfsvöm. Við vorum ekki margir, sem fengumst við svínarækt hér og allir í smáum stíl, þegar frá er talið Grísaból, sem Samband na’ i.tgriparæktar- félaga Eyiafjarðar rekur og hefir á leigu frá Mjólkur- samlagi KEA, sem er eigandi búsins. Það voru helzt við bændurnir Kristinn Björns- son á Kotá og ég og tveir fátækir dugr.aðarmenn, Ósk- ar Hermanrsson og Jónas Ellertsson, sem nýlega brut- ust í því að koma sér upp dávænu svínabúi af litlum efnum, sem þeir kölluðu Lón. Við höfðum allir lagc inn kjötið hjá KEA, Kristinn var meira að segja búinn að gera þáð í 18 ár. En snemma í september var okkur til- kynnt, að þ&ðan í frá tæki KEA ekki á móti svínakjöti frá okkur nema verðlausu. Það þýddi það, að okkur var að vísu frjálst að leggja inn kjöt, en engiri trygging gef- in fyrir því að við fengjum nokkurn tíma eyrisvirði fyr- ir það. Ég hafði þó haldið, að félaginu bærri sú skylda, að minnsta kosti siðferðileg, að taka við framleiðsluvörum bænda og koma þeim í verð, en það var víst mesti mis- skilningur. Af þessum ástæð- um brá ég á mitt ráð og náði samstarfi við Benna Jensen. — Verr mun hafa farið fyr ir þeim Óskari og Jónasi. Þeir gáfust hreinlega upp, og mér er sagt, að þeir hafi orð- ið að selja sín svín fyr'r smánarverð og kaupandinn hafi veri'ð SNE eða Grísaból eða Mjclkursamlagið eða KEA eða hvað það er nú lát- ið heita. Máske má búast við því, að næsta skrefið verði það, að KEA neiti að taka við mjólk af bændum nema verðlausri, en SNE bjóðist svó til a’ð kaupa af þeim kýrnar á hálívirði handa búfjárræktarstöðinni. Hver veit? Þetta þóttu mér undarleg tíðindi og kom því við á heimleiðinni hjá Óskari Her- mannssyni, Áshlíð 17, og spurði hann nánar um mál þetta. — Er það rétt, Óskar, að KEA hafi neitað ykkur fé- lögum, þér og Jónasi Ellerts- syni, um að taka við svína- kjöti til sölumeðferðar nema verðlausu’ — Við vorum búnir a'ð koma okkur upp góðu svína- búi, sem var farið að skila góðum arði, ert við vorum og erum svo sem enn í mikl- um skuldum vegna stofn- kostnaðar við búið. Við máttum því ekki við miklu, en vorum bjartsýnir. En svo kom tilkynning frá KEA, ég held um 10. september, þar sem okkur var tjáð tvennt, í fyrsta lagi að þaðan í frá tæki félagið ekki á móti svínakjöti frá okkur nema verðlausu — og í öðru lagi, að okkur yrði ekki selt neitt svínafóður nema gegn stað- greiðslu. — Þetta var nóg. Þetta þoldi fjárhagur okkar ekki. Við auglýstum strax allt, hús og skepnur, til sölu, það var ekki um anað að ræða, við gáfumst upp. Það er ekki alltaf lengi gert að gera út af við smælingjana. — Fenguð þið mörg til- boð? — Við höfum ekkert tilboð fengið í húsið, og það er óselt enn. Eitt tilboð barst í skepnurnar. — Hvaðan? — Frá SNE. — Hve hátt? — 230 þúsund krrónur, en við fengum það hækkað í 250 þúsund, og um það verð var samið. —r Hve stórt var búið? — 13 gyltur og 1 göltur og 128 grísir — Hve margir grísir hefðu orðið slátrunarhæfir fyrir jól? — 40—45 fyrir jól og um 40 til viðbótar um miðjan janúar. __ Hve mikið mun fást fyrir kjötið af þeim? — Ef gert er ráð fyrir, að hver grís leggi sig á 60 kíló, sem er venjulegast, og við reiknum með framleiðsluverð inu 67,50 fyrir hvert kíló er það dæmi auðreiknað, aldrei langt frá 340 þúsundum kr. Sv. P.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.