Morgunblaðið - 22.10.1967, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.10.1967, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. OKT. 1997 Útgefandi: Framkvæm dastj óri: Ritstjórar; Ritstjórnarfulltrúi: ' Fréttastjóri: Auglýsingar: Rifstjórn og afgreiðsla: Auglýsingar: í lausasölu: Áskriftargjald kr. 105.00 Hf. Áryakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Jphannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. •Árni Garðar Kristinsson. Aðaistræti 6. Sími 10-100. Aðalstræti 6. Sími. 22-4-80. Kr. 7.00 eintakið. á mánuði innanlands. VIÐRÆDURNAR Nasser og hinir fáu útvöldu, sem nú fara með völdin. Sjálfsmorð Amers getur dregið dilk á eftir sér ¥ ræðu þeirri, sem Bjarni Benediktsson, forsætisráð herra, flutti fyrir frumvarpi ríkisstjórnarinnar um efna- hagsaðgerðir sl. mánudag, lýsti hann yfir því, að ríkis- stjórnin væri fús til við- ræðna við aðila innan þings og utan um það, hvort aðrar leiðir væru vænlegri til þess að ná sömu markmiðum í ’ efnahagsmálum og tillögur og aðgerðir ríkisstjórnarinn- ar stefna að. Forsætisráðherra gerði ennfremur ítarlega grein fyr ir hinum ýmsu leiðum, sem ríkisstjórnin hefði tekið til athugunar og ræddi kosti og lesti á hverri leið um sig. Hann benti m.a. á þann möguleika að hækka sölu- skatt, en vakti jafnframt at- hygli á því, að slíkt mundi hafa í för með sér almenn- ar verðlagshækkanir í land- inu og erfitt mundi þá að standa gegn óskum álagning- araðila um rýmkaða álagn- ingu. Ennfremur benti for- sætisráðherra á þá leið að af- nema fjölskyldubætur með fyrsta barni, en ríkisstjórnin hefði ekki talið rétt að því sinni, að fara þá leið. En það var athyglisvert við þessa ræðu forsætisráðherra hversu mjög hann opnaði málið til samninga. Nú munu viðræður ríkis- stjórnarinnar og fulltrúa Al- þýðusambandsins væntan- lega hefjast fljótlega eftir helgina. Mikilvægt er að báð ir aðilar gangi til þessara viðræðna með opnum huga og með það markmið að ná árangri og þess vegna er að sjálfsögðu þýðingarmikið að .gagnaðilinn, í þessu tilviki Alþýðusamband íslands, taki ekki fyrirfram afdráttar- lausa afstöðu gegn tiltekn- um aðgerðum eða ákvæðum í tillögum ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnin hefur að sínu leyti opnað málið mjög mik- ið til þess að greiða fyrir þessum viðræðum og þá er þess að vænta, að verkalýðs- hreyfingin gangi einnig til þeirra með opnum huga. Hitt er svo nauðsynlegt, að menn geri sér alveg ljóst, að kjaraskerðing er óhjákvæmi- leg eins og á stendur í þjóð- félaginu. Það er sú höfuð- staðreynd, sem allir verða að gera sér grein fyrir og hljóta að gera sér grein fyrir mið- að við það ástand, sem skap- azt hefur vegna verðfalls og aflabrests. Tilgangurinn með viðræðum ríkisstjórnarinnar og Alþýðusambandsins er hins vegar sá, að kanna hvort hægt sé að ná þessum sömu markmiðum með öðrum hætti. Allur almenningur mun vænta þes?, að þessar við- ræður beri árangur og að báðir aðilar gangi til þeirra án afdráttarlausra yfirlýs- inga af einu eða öðru tagi. FORUSTA SJÖMANNA- SAMBANDSINS Cíðustu daga hafa verið að ^ berast mótmælaályktan- ir frá ýmsum verkalýðsfé- lögum og öðrum samtökum launþega. Athyglisvert er að ályktun ráðstefnu Sjómanna- sambands íslands sker sig úr öðrum ályktunum verka- lýðsfélaganna að því leyti til, að þar er afdráttarlaust tekið fram, að ástandið í efnahagsmálum þjóðarinnar geri það að verkum að nauð- synlegt sé að grípa til ein- hverra aðgerða. Það skiptir auðvitað höf- uðmáli, að verkalýðssamtök- in viðurkenni nauðsyn ráð- stafana. Á því hljóta vonir um samkomulag að byggj- ast. Þess vegna er rík ástæða til að fagna því, að hin áhrifa miklu samtök sjómanna hafa haft forustu um að við- urkenna þessa staðreynd af hálfu verkalýðssamtakanna. Það er svo annað mál, hvort unnt er að leysa þessi vandamál með öðrum ráð- um en ríkisstjórnin hefur lagt til, en það er einmitt tilgangurinn með viðræðum ríkisstjórnarinnar og verka- lýðshreyfingarinnar að kanna hvort svo sé. BLÖMLEGT LEIK- LISTARLÍF ¥¥ópur ungra leikara hefur nú tekið höndum saman um leiklistarstarfsemi í Lind arbæ, en þar hefur Þjóðleik- húsið um nokkurt skeið haft með höndum sýningar á nýstárlegum verkum. Það er ástæða til að fagna þessu frumkvæði hinna ungu leikara og vonandi hljóta þeir góðar viðtökur hjá öll- um almenningi. Leiklistarlíf stendur með miklum blóma í Reykjavíkurborg og á und- anförnum árum hefur kom- ið fram myndarlegur hópur ungra listamanna, sem hafa í starfi sínu bryddað upp á margvíslegum nýjungum. Það ber að hlúa að starf- semi þessa unga fólks og SJÁLFSMORÐ Amers miar- skálks, nánasta vinar Nassers forseta og staðgengils hans •um árabil, var ósfciljanlegt og viðurstyggilegt . Mörgum finnst, að sjálfsmorð sé ekki nógu áhríifamikið og hafa aðr- ar skýringar á (Jakt’einum. — l ísraelsmenn tala wn morð, og sumir gefa í Skyn og segja jafnvel fullum fetum, að Am- er hafi verið neyddur til að svipta sig lífi. Óspart er vitn- að til sjálfsmorðs Rommels 1944 og bent á hliðstæður. Þótt ihin opinbera skýring veki af eðlilegum ástæðum grunsemdir virðast slúður- sögurnar í þessu máli, sem hafðar eru eftir „áreiðanleg- um“ heimildum, enn furðu- legri. Þeir sem iti'lbúnir eru til að trúa hinu versta m-unu sennilega telja þá mótbáru veigalitla, að ósennilegt sé að Nasser 'h'afi Látið sér til hug- ar koma að koma manni, sem hann mat eins mifcils og Amer fyrir kattarnef. Yeigameiri ástæða til að ætl-a að það beri ekki að öllu leyti vott um einfeldni að h'alda að Amer hafi ráðið sér bana í örvænt- ingiu, heldur að aðrir h'afi ney.tt hann til þess er sú að hann sé Nasser háskalegri nú þegar hann er allur, en þegar hann var á lífi . Byltingin í Egyptalandi var verk hersins og hefur alla tíð grundvallazt á hernum Amer marskáikur var tengi- liður milli hersins og forset- ans. Hann va-r vinsæll og ávallt til viðtals. Hermönn- unu-m fannst sem þeir ætt-u menn munu vona, að sú starfsemi, sem nú er hafin í Lindarbæ gangi vel og verði mikilsvert framlag til leik- listarlífs borgarinnar. ÆRA PASTERNAKS Dlöð og fréttastofur fjarg- " viðrast út af því, að Boris Pasternak hafi nú fengið fulla „uppreisn æru“ margt sameiginlegt með hon um, en fu-nd-u ekki til svipaðr- ar -skyldleika tilfinningar með forsetanum. Hann var einn af önfáum mönnum í innsta -hring Nassers, sem sagði óhifc- að allt sem honum bjó í brjósti, og þó var holl-usta hans aldrei d-regin í efa fyrr en nú. Að vísu var nú uppgötvun 'að hann var viðriðinn sam- særi gegn stjórninni í su-mar isvo mikið áfall að erfitt var að komasit yfir það. En sam- særið sjálft virðist hafa verið vonlaust og ruglingslegt hálf- kák. Hin opinbera skýring hljómar sennilega, því að hún kemur heim við skapgerðar- ein-kenni Amers. Þótt hann 'fylltist bei-skju vegna þess að -hann Var neyddur til að bera ábyrgðina á ósigri egypzka hensins gat hann ekki slitið tryggðarböndin. En sú ráða- gerð ihans að skipa sjálfan sig og aðra herforingj-a, sem settir höfðu verið eftir styrjöldina í sín fyrri em-bætti, var svo voníaus frá upphafi, að senni- lega eru til fá d-æmi um ráða- gerðir, sem hafa verið eins rækilega dæmdar til að -m-is- takast. Meðan hann v-ar á 1-ífi var «á möguleiki enn -hugsan- 1-egur, að breitt yrði einhvern veginn á egypzka vís-u yfir það, að Amer væri fallinn í ónáð. En aldrei verður 'hægt að breiða yfir sjálfsmorðið. Hver-su óánægðir sem eg- ypzkir herforingjar kunna að vera þá er egypzki herinn á engan hátt þess umkominn eins og nú standa sakir að í Sovétríkjunum eins og kom ist er að orði í frétt frá Moskvu í gær. Ástæðan sé sú, að nú eigi að gefa út ljóð eftir hann í föðurlandi hans. Sannleikurinn er sá, að Ijóð eftir Pasternak og ljóða- þýðingar hafa alltaf verið á markaði í Sovétríkjunum. Hitt er annað mál, að ádeilu- saga hans á Sovétkerfið, dr. Zivago, hefur aldrei verið gefinn út í heimalandi hans og ekki minnzt á að það verði gera byltingu, sem líkl'egt er til að bera árangur. Þeir njófa engrar almannahylli, leiðtog- ar þeirra hafa verið settir af eða fangelsaðir, nýju menn- irnir eiga eftir að ganga úr skugga um áreiðanleika og skoðanir hvers annars. Eng- inn annar möguleiki kemur til greina, að minnsta kosti ekki í fljótu bragði séð, en að lúta forystu N-a-ssers. Ef ein hver metorð'agjarn maður eða -hópu-r manna bíður að tj'alda- baki, er ólíklegit að þeir kjósi þetta ömurlega tímabil í ara- bískri sögu til þess að stíga fram á sjónansviðið. Væntan- legur leiðtogi getur lítið -gert I til þess að bætia stöðu Egypta nema að koma að einhvers- konar samkom-ulagi við ísra'el Nasser tforseti 'hefur hvað eft- ir annað gertf ómerkar fréttir um, -að stjórn hans væri völt í sessi, og sennilega hafa þær oftast verið vitleysa. Hættan nú er sú, að nema því aðeins að einhver róttæk og ófyrirsjáanl’eg hreyfing eigi sér stað au-kist fremur en dvíni ógnunin, sem honum stafar frá hernum þegar fram í sækir. Með tiliti til reiðinnar í hernum sýnir N-asser töluvert -hugrekki þegar -hann heldur áfram þeirri stefn-u sinni að frið-mæl'ast við Vest-urveldin. Síðasta vísbendingin um þetta er brottvikning Ah-med Saids, hins óbifanl'ega og oft mein- lega andsitæðin-gs Breta, úr embætti forstjóra útv-arps- stöðvarinnar Rödd Araha. Eft- Framh. á bls. 18 leyft nú þegar honum hefur verið veitt „uppreisn æru.“ Meðan dr. Zivago er ekki gefinn út í Sovétríkjunum hefur ekkert breytzt. Þeir einu, sem misstu æruna voru valdhafarnir, sem settu Pasternak í bann, knúðu Tarsis úr landi og sendu Daniel og Sinjavskí í þræla- búðir. Þeir hafa það sjálfir í hendi sér, hvenær almenn- ingsálitið í heiminum veitir þeim uppreisn æru.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.