Morgunblaðið - 22.10.1967, Blaðsíða 10
í VOFNAFIRÐI eru fjórar
sölbunarstöðvar -og þegar ég var
, þar, miðvikudagimi 18. þessa
mánaðar hafði þar verið saltað
í samtaíLs 4600 tunnur, hæst var
í HaiPblik með 2600. Einn aá eig-
endum hennar er Guðlaugur
Gíslason, og hann sér jafn-
framit að miklu leyti um dag-
legan rekstur. En Guðlaugur
er einnig verksmiðjustjóri við
Síldarverksmiðju Vopnafjarð-
• ar, og við byrjuðum að rabba
saman um hana.
„Þetta hefur gengið heldur
treglega hjá okkur í sumar, við
, eruan liiklega búnir að fá um
16000 tonn, og við hefðum ver-
ið enn ver á vegi staddir ef
ekki hefði verið fyrir heima-
bátana tvo, Bretting og Krist-
j.án Valgeir, sem eru 314 og 360
tonn. Verksmiðjan er einn af
eigendum hlutafélagsins Tanga,
! sem á bátana, en þeir hafa kom
ið með fast að helmimginn af
Iþeirri síld sem við höfum enn-
: þá fengið. Við byrjuðum strax
í vor, og höldum áfram eins
lengi og við fáum mokkurt
bein úr sjó, jafnvel eitthvað
fram yfir áramiót“.
„Er ékki líka allt í voða hjá
ykkur vegna heimsmarkaðs-
verðsins?"
„Jú, það gerir okkur vissu-
lega erfitt fyrir. Raunar má
segja að við höfum verið nokk-
uð heppnir í því tilliti, miðað
við aðrar verksmiðjur, við
höfum ekki selt lýistonnið fyrir
minna en 44 sterlingspund enn-
þá. i>að var vegna ifyrirfram-
samninga, en þegar þeir eru
bfúnir er útlitið ljótt. Eiginlega
má segja að við töpurn á því að
fá rneira, ef við fáum amnað
eins og við höfum hingað til
fengið, og verðum að selja af-
urðirnar á núverandi verði,
j getur reksturinn ekki staðið
j undir sér“.
í „iHöfðuð þið lagt í einhverj-
ar fjárfestingar áður en verðið
tók að falla?“
„Já, í fyrrasumar voru gerð-
ar ýmsar endurbætur, við feng
um nýja pressu og nýjan sjóð-
* ara, og svo voru lagfærðir ýms
ir smáhlutir. En það er ekiki
útlit fyrir að meiri enduxbætur
verði gerðar í bráð, ekki ef
verðið hækkar ekki“.
„Sýnist þér vera nokkuð
útlit fýrir að svo verði?“
„Nei, því miður ekki. Sölu-
menn eru nú oftast bjartsýnir,
en ég hef aldrei vitað þá vera
jafn vondaufa og nú“.
„Hvenær tók verksmiðjan til
starfa?"
„Hún byrjaði 1958 og ég kom
að henni 1959. Reksturinn hef-
ur yfirleitt gengið skínandi vel,
enda hafa tímarnir verið betri,
hvað afurðaverð snertir. Ég get
sagt þér sem dæmi, að ég held
að það halfi verið um 1969,
töldu menn víst að hún myndi
bera sig stórvel ef húm fengi
7500 til 8000 tonn. Nú getur hún
ekki borið sig með 32000, það
má sjá af þessu hve verðfallið
hefur verið gífurlegt".
„Hefur verið sæmileg vinna
hér í sumar?“
„Það get ég varla talið, eftir-
vinnan var fedld niður á miðju
sumri og hefur engin verið síð-
an nema þegar unnið er á vökt-
um. Það er aðallega heimafólk
sem hefur atvinnu af verk-
smiðjunni og við vaktavinnu
þurfum við um 35 manns. Svo
eru nokkrir járnsmiðir og aðr-
ir iðnaðarmenn, sem við verð
um að £á utanaðfrá".
„Og ef ekki skánar, dregst
starfsemin auðvitað saman?“
„Já, það verður óihjákvæmi-
legt. Þá verður byrjað eins
seint og hægt er næsta ár, og
gert eins lítið og hægt er. Ég
veit ekki hvort við getum haft
einhverja fasta rnenn, eða
hvort við verðum að grípa fólk
eins og við getum þegar við fá-
um eitthvað. Það getur komið
til með að hafa alvarlegar af-
leiðingar fyrir þetta þorp. Allt
atvinnul'íf staðarins snýst um
þessa verksmiðju, og það verð-
ur hart í ári ef hún bregst. En
útfllutningurinn hlýtur að
stöðvast ef þessu heldur
áfram, og þá er verksmiðjan úr
sögunni í bili, við vilj.um helzt
ekki hugsa svo langt. Við hugg
um okkur ennþá við að eitt-
hvað (hljóti að vera gert til að
sjá þessu farborða. Eina at-
vinnan hér er við verksmiðj-
una og svo síldarplönin, og þau
hafa ekki gengið of vel held-
ur“.
„Hvað heldur þú að þið fáið
mikið í viðbót?“
„Það er ómögulegt að segja
til um, eins og nú stendur á,
það fer allt eftir þvi, hvernig
síldin hagar sér. Ef hún stopp-
ar eitthvað á Rauða torginu er
viðibúið að við getum náð í eitt
hvað meira. Brettingur og
Kristján Valgeir koma alla-
vegia með eitthvað, þeir verða
gerðir út eins lengi og hægt er,
það er ekkert annað við þá að
eitthvað út í haf, er að sjálf-
sögðu allt búið, við skulum þó
vona að svo verði ekki“.
„En hvernig gengur svo Haf-
blik, Guðlaugur?"
„Það hefur gengið sæmilegö,
við erum búnir að salta í um
2600 tunnur“.
„Hafið þið sæmilega að-
stöðu?“
„Við höfum ágæta aðstöðu
til að afgreiða bátana, enda
hafla stöðvarnar með sér sam-
vinnu um það. Við höfum byggt
yfir söltunar'bandið, en það
húsnæði er því miður ekki upp
hitað svo að það er hreinasta
andstyggð fyrir vesalings
stúlkurnar að vera að sialta ís-
aða síld þar ef mikill kuldi er.
Sildin sjálf er líka jökulköld
svo að þær verða íljótlega krók
loppnar á höndunum. Þetta
um von á lofthitunartækjum“.
„Hvernig hefur þá gengið að
fá stúlkur?"
„Það hefur gengið mjög vel,
við höfum ekki lent í neinum
ertfiðleikum. Þetta eru mestallt
heimastúlkur og forkunnar dug
legar við vinnu, það er ekki
yfir þeim að kvarta blessuðum.
Hinsvegar höfum við enn ekki
hús til að láta síldina lagrast
í og það er erfiðasti bagginn.
Við fáurn lánað húsnæði bráð-
lega, þar sem við getum geymt
um 1500 tunnur, en ef ein'hver
síld kemur fyrir þann tíma,
getum við ekki eða megum
salta. Ef síldin er látin vera í
frosti fyrstu dagana eftir að
hún kemur í tunnur er, hún
óriýt“.
„Hafið þið fengið einhver
sérleyfi?“ _
„Já, við fengum um 700 tunn
ur af sykur- og kryddsíld fyrir
Svíana, en hitt hefur mestallt
verið fyrir Finnlandsmarkað.
Við vonumst eftir að fá sér-
verkanir fyrir Rússa, en þá
verður síldin að færast nær
landi, eða nær okkur a. m. k.
Svíar eru ekki alltof hrifnir
af því að gera sérsamninga
við stöðvarnar hérna vegna
hafnarinnar. Það vantar varn-
argarð út í Miðhólma, höfnin
er alltof opin eins og hún er
núna. í fyrra var byggð ágætis
hafnarbryggja en hún hefur
bara komið að tiltölulega litl-
verksiniðjustjóri
um notum vegna þess að varn-
argarðinn vantar, og það er
erfitt að koma hingað stórum
flutningaskipum.
Það er mikill kostur að við
losnum fljótlega við þessa síld,
sem við erum búnir að salta,
hún fer í skip um leið og það
fæst. Það er mikill munur frá
því að þurfa að geyma hana
framyfir áramót.“
Eru enn að byggja.
Har&ldarstöð er eign Harald-
ar Böðvarssonar & Co. og
Vopnfirðingar gleðjast yfir
því að þessi dugnaðarmaður
skuli vera fannn að stunda at-
vinnurekstur þar. Hann var
ekki við sjálfur en þess í stað
ræddi ég við Friðrik Höjgaard
og Hilmar Einarsson Þeir voru
önnum kafnir við að reisa stóra
og myndarlega skemmu þegar
ég kom.
„Hvað ætlið þi'ð að geyma
þarna, Friðrik?"
„Þarna ætlum við nú að hafa
söltunarstúlkurnar okkar, og
einnig síld sem er að lagrast.
Ef við fáum enga síld fyrir
þann tíma ættum við að geta
lokið þessu um miðja næstu
viku, en við hófumst handa
núna á mánudaginn."
„Hvað eruð þið búnir að
salta?“
„Það eru nú ekki nema um
140 tunnur,“ segir Hilmar.
„Þesisi stöð hefur ekkert ver-
ið starfrækt í sumar, við er-
ám rétt að segja byrjaðlr.
Undirbúningur hófst ekki fyrr
en áttunda þessa rr.ánaðar og
við tókum á móti fyrstu síld-
inni þann tólfta.“
„En þið komið til með að
hafa góða aðstöðu, bæði fynr
fólk, báta og síld sem er að
verkast?"
„Já, hún verður ágæt. Við
getum haft um 40 stú kur
hérna inni og iciknuim með að
geta komið einum 2000 tunn-
um í hús ef þörf krefur. og
hvað bátana snertir verða eng
in vandræði að losa þá, við
höfum samvinnu við hinar
stöðvarnar og það losa tvær
úr hverjum, ef svo ber undir."
„En eruð þið ekki í erfið-
Kuldalegt er um að litast á sö Itunarstöðvunuin austan lands og norðan.
gera. En ef síldin fer að rása batnar nú fljótlega því við eig-
Hilmar Einarsson og Friðrik Höjgaard á Haraldarplani.