Morgunblaðið - 22.10.1967, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.10.1967, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. OKT. 1967 15 Gísli Jónasson / Nú er komið nokkuð á fimmta áratug frá því, að Gísli Jónasson og sá er þetta ritar, kynntust fyrst. Þó að aldursmunur væri töluverður, voru þeir þá saman í félagsskap ungra manna til eflingar borgaralegu samstarfi hér í Reykjavík. Fundir voru haldnir í Kaupþingssalnum. Þeir voru oft fjörugir og eftir einn fundinn, sem hefur verið nærri bæjarstjórnarkosningum, fóru nokkrir fundarmenn heim með Gísla, sem þá bjó í Fjalakettin- um við A'ðalstræti og sneru her- bergi hans út að götunni. Þar varð mönnum tíðrætt um hversu bæjarfulltrúar hefðu áður verið fremri þeim, sem að þessu sinni voru í kjöri. Tíminn líður en viðhorfin breytast furðu lítið. Menn sjá hið horfna í hylling- um og góður er hver genginn. Gísli Jónasson var einn af þeim, sem frá upphafi skildi eftir skýra mynd í hugum sam- ferðamanna. Náinn samstarfs- maður hans, Jón Árnason, sem Loftmynd frá Akranesi. REYKJAVÍKURBRÉF kynntist Gísla ekki fyrr en á efri árum hans, lýsir því, þegar Gísli fyrst tók á móti honum svo: „Með þeirri ró og hlýju, sem skapáði manni sjálfstraust, en jafnframt þeim myndugleik og festu, sem gerði það að verkum að menn hlutu að bera virðingu og traust til hans." Þannig kom Gísli ungum strákl ing einnig fyrir augu þegar á árunum 1924—5 og þannig mun hann ætíð standa vinum sínum fyrir hugskotssjónum. Með hon- um er horfinn einn mætasti skólamaður og félagsmólafröm- uður þessarar kynslóðar. Mesti hnekkir á á mannsaldri Enginn hefur treyst sér til að mótmæla því, að íslendingar hafa ekki orðið fyrir meiri hnekki en nú í útflutningsverzl- uninni og þar með öflun erlends gjaldeyris allt frá árinu 1931. Þá mun láta nærri, að útflutn- ingurinn hafi á ársbili minnkáð um 27%. Að þessu sinni telja fróðir menn, að lækkun útflutn- ingsins muni nema einhversstað- ar á bilinu 25—33%. Þetta eru mikil viðbrigði og hljóta að leiða til ófarnaðar, ef ekki er brugðist við með hófsemd og skynsemd. Árin 1931—40 urðu ótöldum þús- undum manna hin erfiðustu á öllu þeirra æviskeiði. Þá áttu þeir að búa við atvinnuleysi og sára fátækt árum saman. Til þess að ráða bug á þeim örugleikum, sem nú steðja að, verða menn að sníða sér stakk eftir vexti. Því fer fjarri, að sultar- og eymdar- tímar þurfi að vera framundan. Áföllin eru ekki meiri en svo, þó að þau séu mikil, að þjóðin getur næstu misseri búið við svipuð kjör og hún gerði á ár- inu 1965, þegar hagur hennar var mun betri en nokkru sinni áður í allri hennar sögu. Hér er því síður en svo ástæða til áð æðrast, en rík ástæða til að gæta fóta sinna svo að ekki fari verr en þörf er á. Þess vegna ber að fagna því, að ábyrgir aðilar skuli nú hafa efnt til sam- ráðs um úrlausn vandans. „Þegar örlagarík- ustu ákvarðauirn- ar eru teknar“ Fyrir fram skyldu menn ekki gruna neinn um, að hann vilji ekki lej'-sa bersýnilegan þjóðar- vanda. Mætti og ætla, að því -Laugardagur 14. okt minni ástæða væri til þess sem ýmsir þeir, er áður hafa hai'ðast barizt gegn víðtæku samkomu- lagi um vinnufrið, eru nú manna fjölorðastir um blessun þá, sem af þvílíku samkomulagi hafi leitt. Lesendur Þjóðviljans þurfa ekki að rifja upp skrif þess blaðs frá árinu 1964, til þess að sjá lítið gert úr júní-samkomulaginu, né baráttu blaðsins á móti sam- komulagi sumarið 1965, því að síðustu vikurnar hafa þar verið endurteknar árásir á forustu- menn verkalýðsfélaganna fyrir að lúta að litlu í samningsger'ð. Er ekki um að villast að hverj- um þeim skeytum var stefnt. Á Alþýðusambandsþingi fyrir tæpu ári taldi Hannibal Valdi- marsson sig þurfa að bera af sér blak fyrir samskonar ásak- anir. Þeim til andsvara sýndi hann þá fram á, að alger um- skipti hefðu orðið hjá launþeg- um, vegna þess hversu þróunin hefði orðið þeim hagstæðari eftir júní-samkomulagið en áður. Hið sama ger'ði Eðvarð Sigurðsson í umræðum á Alþingi nú í vik- unni, er hann rakti hvílík gjör- breyting hefði orðið á kaup- mætti tímakaups eftir júní-sam- komulagið. Hið furðulega var, að nú hóf ritstjóri Þjóðviljans einnig upp raust sína til lofs og dýrðar júní-samkomulaginu. Raunverulegum sinnaskiptum ber að fagna, en spurningin er, hvort þau séu þarna fyrir hendi eða um sé að ræða „sveigjan- leika“ til þess að geta sjálfur „ráðið úrslitum þegar örlaga- ríkustu ákvarðanirnar eru tekn- ar. „Oft má mikið gagn hafa af þeirn46 Magnús Kjartansson hefur ekki verið einn um það af for- ustumönnum kommúnista að fjandskapast fram á allra síð- ustu daga við júní-samkomulag- ið og allt heilbrigt samstarf full- trúa verkalýðshreyfingar og rík- isvalds. I þeim efnum hefur hnífurinn ekki gengið á milli ritstjóra Þjóðviljans og Einars Olgeirssonar. Hugsun beggja er hin sama. Þess vegna er fróðlegt að lesa það, sem Einar Olgeirs- son segir í nýútkomnum Rétti, og var endurprentað í Morgun- blaðinu hinn 17. október. Einar segir m. a.: „Það vill oft vera svo að þeir menn, sem alþý’ðan setur í háar stöður í ríki, banka- kerfi eða öðru valdakerfi, of- metnist eða ánetjist yfirstétt, ef auðvaldsskipulag er, og setji síðan eigin völd og metorð ofar hagsmunum alþýðu. Það verður og löngum, eftir að verkalýðs- hreyfing er orðin vald í þjóðfé- laginu, ásókn af hendi ýmissa, er til frama og metorða vilja kom- ast á vegum hennar, án þess að þurfa fyrst í þrautseigri baráttu áð sanna trúnað sinn við hugsjón hreyfingarinnar og aðra hæfi- leika til óeigingjarnrar og ör- uggrar forystu. Gagnvart öllum slíkum spill- ingareinkennum, þarf íslenzk verkalýðs- og þjóðfrelsishreyf- ing að koma fram með festu, en þó sveigjanleik og varast of- stæki hreintrúnaðarins, því oft má mikið gagn hafa fyrir hreyf- inguna af hæfileikum þeirra ein- staklinga, sem þessar veilur búa í — en allt veltur á að láta þá ekki ráða úrslitum, þegar ör- lagaríkustu ákvarðanirnar eru teknar.“ Lærdómur „langr- ar reynslu af samfylkingu66 Einar heldur áfram og segir: „Þetta þarf íslenzk verkalýðs- og þjóðfrelsishreyfing alltaf að hafa í huga, er hún tekur að ráða ráðum sínum eftir þá at- burði, er nú hafa oi*ðið og í ljósi langrar reynslu af samfylkingu og vandamálum hennar.“ Allir, sem þekkja talsmáta Einars Olgeirssonar, vita, að í hans eigin huga er hann sjálfur og hans einkaklíka innan komm- únistaflokksins og verkalýðs- hrejrfingin eitt og hið sama. Þetta breytist, að hans mati, ekki hæt- ishót við það, þó að hann hafi af öllum lífs- og sálarkröftum barizt harðast á móti því, sem verkalýðnum hefur reynzt bezt eins og júní-samkomulagið. Heift hans gegn Hannibal Valdimars- syni sþrettur einmitt af því, að Hannibal hafði dug og kjark til að brjótast þá undan ofurvaldi Einars og einkaklíku hans. En mjög lærdómsríkt er fyrir alla, ekki einungis þá, sem eru í sam- fylkingu við kommúnista eða hyggja á slíka samfylkingu, að minnast þess, sem Einar Olgeirs- son telur helzt áð læra af „langri reynslu af samfylkingu og vanda málum hennar“. Sem sagt það, að kommúnistaklíkan heldur þannig á, að „hreyfingin“ á að hafa gagn af hæfileikum þeirra, sem láta ginnast til „samfylk- ingar“ „en allt veltur á að láta þá ekki ráða úrslitum, þegar ör- lagaríkustu ákvarðanirnar eru teknar.“ Við þingsetningu á dög- unum var ljóst, að kommúnista- klíkan þóttist þá „með festu en þó sveigjanleik“, vera búin að ná á ný tökum á Hannibal og Ljósm. Mats Vibe Lund. var hreykin yfir þeim liðsafla, er hann hafði fært á fjörur kommúnista með sérframboði sínu á s. 1. vori. Hversu lengi sætt- ir Framsókn sig við þetta? Á sfðustu árum hefur oft mátt sjá Framsóknarmenn fara hjá sér, þegar Eysteinn Jónsson hefur verið að flytja sínar meiri háttar ræður á Alþingi. Sjaldan hefur þetta verið meira áber- andi en undir ræðuflutningi hans nú í vikunni. Eysteinn er að upplagi allra manna minnug- astur. En valdaleysið hefur einn- ig ruglað þann hæfileika hans, því að nú orðið er eins og hann minni það eitt, sem hann telur sjálfum sér henta hverju sinni, og hafi þá alls ekki fyrir að rifja upp heimildir til að kanna, hvort rétt sé munað. Á þriðju- daginn 17. okt. hefur Tíminn t. d. eftir Eysteini: „í ræðu sinni, sag'ði Eysteinn Jónsson, að það kvæði nokkuð við annan tón hjá forsætisráð- herra nú en í vor áður en kosið var. Þá sagði ráðherrann þjóð- inni ekki frá því, að framundan væri verðhækkunaralda og skattaálögur vegna erfiðleika í þjóðarbúskapnum. Hann sagði þvert á móti, að atvinnurektur- inn stæ’ði á traustum grundvelli og verðstöðvuninni yrði haldið áfram. — — — Vitnaði Eysteinn m. a. í for- ustugreinar Morgunblaðsins í þessu sambandi og yfirlýsingar Landsfundar Sjálfstæðisflokks- ins stuttu fyrir kosningar. Haldið var fram fyrir kosn- ingarnar að verðstöðvunin stæði á traustum grunni og þó áföllin yrðu eitthvað meiri, þá sæi gjald eyrisvarasjóðurinn fyrir því að ekki kæmi til kjarasker’ðingar eða hafta. Kosningarnar unnu stjórnarflokkamir á verðstöðv- unarloforðunum.“ „Geta ekki vegið á nióti gífurlegu verðfalli46 Sízt skal það borið á Eystein Jónsson, að hann fari .hér vís vitandi rangt með. En hann er staðinn að því að hafa ekki kann að þær heimildir, sem hann vitn ar til. Stjórnmálayfirlýsing Landsfundar Sjálfstæðisflokks- ins segir sem sé allt annað en Eysteinn vill vera láta. Þar seg- ir berum orðum: „Hi'ð mikla verðfall á ýmsum af helztu útflutningsafurðum sjávarútvegsins hefur þó leitt til verðlækkunar hráefnisins og þar með rýrt afkomu sjómanna og útgerðarfyrirtækja. Ríkisvaldið hefur leitazt við að draga úr af- leiðingum verðfallsins með aukn um framlögum úr ríkissjóði til sjávarútvegsins á þessu ári, þótt slíkar aðgerðir geti að sjálfsögðu ekki vegið á móti svo gífurlegu verðfalli afui*ða veigamikilla greina sjávarútvegsins eins og nú hefur orðið raun á. Jafnhliða hefur með ákvörðuninni um verð stöðvun verið gerð nauðsynleg ráðstöfun til að hindra hækkun rekstrarkostnaðar útflutningsat- vinnuveganna. Áður fyrr hefðu jafn stórfelldir erfiðleikar at- vinnuveganna samstundis valdfð viðskiptahöftum, nýjum álögum og kjaraskerðingu almennings, en vegna trausts fjárhags ríkis- sjóðs og gjaldeyrisvarasjóðsins hefur til þessa verið hægt að ráða við þessa miklu erfiðleika, án þess að skerða viðskipta- frelsi eða kjör almennings. Aðstaðan til að ráða vfð þá viðskiptaörðugleika, sem þjóðin nú stendur andspænis, er ein- mitt gleggst sönnun um gildi þeirrar efnahagsstefnu, sem fylgt hefur verið frá 1960, og hin öra hagþróun þetta tímabil staðfestir yfirburði efnahagskerfis frjálsra viðskiptahátta fram yfir kerfi hafta og ríkisafskipta. Þótt verð- fall framleiðslunnar kunni að draga úr hagvexti um sinn, þá er efnahagur þjóðarinnar nú svo traustur, að auðið á a’ð vera að forðast veruleg efnahagsleg vandræði, ef skynsamlega er á málum haldið.“ í þessari yfirlýsingu er berum orðum sagt, að með framlögum úr ríkissjóði sé að sjálfsögðu ekki hægt að vega á móti svo gífurlegu verðfalli afurða sjáv- arútvegsins eins og þá var raun á orðin. Einnig er skýrt fram tekfð, að með verðstöðvuninni hafi „vegna trausts fjárhags ríkissjóðs og gjaldeyrisvarasjóðs ins---------til þessa verið hægt að ráða við þessa miklu erfið- leika, án þess að skerða við- skiptafrelsi eða kjör almenn- ings“. Samþykktin er gerð hinn 23. apríl. Þá var vetrarvertíð enn ekki lokið og þess vegna ekki vitað hversu óhagstæð hún að lokum reyndist. Sfðan hefur verð fall haldist og stóraukizt á síld- arafurðum auk aflabrests á síld- veiðum og annars misæris. r „Ogerlegt að segja hverjum úrræð- um þurfi að beita“ Landsfundarályktun Sjálfstæð- ismanna er ótvíræð aðvörun um, að ef ástandið versni muni þurfa að grípa til annarra úrræða en þangað til höfðu dugað. Þetta var einnig hiklaust sagt í ræðu, sem Bjarni Benediktsson hafði haldi’ð fáum dögum áður í al- mennum stjórnmálaræðum á Al- þingi. Þá komst hann svo að orði: „Á meðan við erum svo háðir sveiflum vegna afla og verðlags, sem raun ber vitni, er ógerlegt að segja fyrir um það, hverjum úrræðum þurfi að beita á hverri stundu, en frelsið mun lengst af reynast bezta leiðarstjarnan. Jafnframt ber að keppa eftir að draga úr óvissu og sveiflum, og verður það ekki sízt gert me'ð því að skjóta fleiri stoðum undir efnahaginn, hagnýta allar auð- lindir landsins.“ Það var áreiðanlega rétt, sem Bjarni Benediktsson sagði að ógerlegt væri að sjá fyrir hvaða úrræði ætti helzt við á hverri stundu. Um það vitnar öll efna- hagssaga þjóðarinnar síðasta mannsaldurinn. Þess Vegna töldu Sjálfstæðismenn ekki fyrirfram fært að binda sig um úrræði, ef vándræðin yrðu enn magnaðri en fyrirsjáanlegt var á s.l. vori. Aðvaranir frá þeim skorti ekki og vtal um að þeir hafi fengið fylgi sitt á fölskum forsendum, hittir einungis þá fyrir, sem slika fjarstæðu leyfa sér áð bera á borð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.