Morgunblaðið - 22.10.1967, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.10.1967, Blaðsíða 3
3 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR.22. QKT, 1967 Sr. Jón Auðuns, dómprófastur: HAUSTLAUF MEÐ þér, sem þessar línur vilt lesa, langar mig að fá að halda áfram, þar sem horfið var frá á sunnudaginn var. En þá hug- leiddum við saman orð Jesú til forstöðumannsins: ,,Litla stúlk- an er ekki dáin, — heldur sefur hún“. Síðasta vika sumars hefst í dag. Segja orðin um litlu sof- andi stúlkuna ekkert við þig og mig á þessum tímamótum? Ekki dáin, heldur sefur hún. Þúsundföld grasamergð hefir brugðið sínum sumargræna lit. Milljarðir blóma, sem glöddu hjarta þitt á liðnum sumardög- um, hafa lagzt 'hljóðlega á mold arsvæfilinn til svefns. Jafnvel harðgera íslenzka björkin hiýðir feigðarkalli haustsins. Gulbleik fuku af henni blöðin, þegar haustkulið hreyfði krónu henn- ar. Stofnarnir eru að verðia blað lausir og berir. Þetta er haust. Og enn meira er orðið, því að fyrr en vonum varði breiddi veturinn sína köldu, hvítu voð yfir óteljandi kumbl þess alls, sem í dauðann er gengið. Þú horfir yfir haustjörðina, yf ir öll þessi talandi merki tor- tímingar og dauða. Og þegar þú lýtur niður að lítiili liiju, sem bliknaði þegar fyrsti vetrar- snjórinn féll, átt þú-að geta sagt það, sem J-esús sagði í sorg- arhúsinu forðum: Hún er ekki dáin, heldur sefur hún. Af síendurtekinni, árlegri reynslu veízt þú, að framundan er hvíldartími náttúrunnar, sVefntími hennar en ekki dauði. Haustlaufið hrynur, laukar frjósa. í rótinni leynist líf, sem á öðru vori á að vakna. Og upp af frækornum, sem fallið hafa í mold fæðist framhaldslíf þeirra jurta, sem fræin felldu. Það er aðeins stundarhjúpur, ein sumarflík, sem á haustinu deyr. í fræi, sem fellur, leynist, sefur, líf, sem á nýju vori vakn- ar og vefur sér nýian sumar- skrúða, nýjan líkama. Svo leynist í berum greinum bjarkarinnar í garðinum þínum líf, sem prjónar sér nýjan ham. Það skaltu sjá, þegar vorblærinn vermir , jörðina að enduðum vetri. Ekki dáin, heldur sefur hún. Svo dásamlegu lögmáli lúta hin hljóðu guðsbörn merkurinn- ar. Yfir þúsundum kumibla hafa kaldir vindar sungið, Og þegar þú heyrir þann söng, sé andsvar sálar þinnar Hið sama og meist- arans forðum: Hún er ekki dáin, heldur sefur hún. Stígðu varlega fæti á haust- jörðiná. Allsstaðar leynist líf, sem sefur. Þegar þú gengur um fölnaðan haustskóg eða bliknaða blómlausa mörk, þá ertu ekki í sorgarhúsi, — heldur í helgi- dómi, og helgidómi, sem er full- ur af hinum dásamlegustu fyrir- heiíum. Þau fyrir heit eru lif- andi letri skráð á hvert fölnað lauf, á hvert bliknað blað, sem að fótum þínum fýkur. Hverjum hug' heilsar þú þess- um haustdögum, sem köstuðu að þér kuldalegri kveðju en þú hafðir vænzt? Hverjum hug kveður þú þetta sumar, sem verð ur farið áður en þessari viku lýkur? Sjáðu, hve fagurlega sumar- dýrðin gengur til móts við svefn inn, hvíldina. Er ekki eins og vordraumur vaki á bak við alla þessa fölnuðu fegurð,. allan þenn an bliknaða bióma? Dreymir þig ekki líka þann draum? Veizt þú ekki það, að sama höndin, sem á komandi vori vekur grös af vetrarsvefni, mun einnig vekja þig af dvala dauðans, er þú hefir lokið þinu hausti, fe'llt blóma þinn, fölnað og sofnað? Ætlar þú að taka þeirri um- breytingu með sömu rósemd og skáldið, sem bað: „Þú, björk, er lauf þitt fölna fer, — að fölna glaður kenn þú mér, — og vors að vænta betra?“ Vorið kemur aftur og vist skal fagna þvi. En ekki er vorinu einu ætlað að fræða okkur um lögmál Guðs, speki hans, kær- leika hans, máttarverk hans. Þá fræðslu er haustinu engu síður en vori ætlað að veita okkur. Það hafa fleiri fundið en Stein- grímur, þótt fáir hafi orðað það eins fallega og hann. Við skulum ganga í þann skóla,, læra og lesa síðustu viku þessa blessaða sumars. Guði sé lof, sem sumarið gaf. ’Hann gefi nýja náð á nýjum vetri. „Eg haföi aldrei búizt við að faila fyrir ísienzkri stúlku" Philip Jenkins og félagar úr of London" ,The Trio „THE Trio of London" kalla þau sig þremenningarnir, Carmel Kaine, fiðluleikari, Peter Willisson, cellóleikari og Philip Jenkins, píanóleik- ari, sem ætla að halda hljóm- leika á nokkrum stöðum á ís- landi á næstunni og byrja í Reykjavík á vegum Tónlistar félagsins í riæstu viku. Þau Kaine og Willisson koma til Iandsins nú um helgina, en Jenkins er þegar kominn og tekinn til við kennslu norður á Akureyri við Tónlistarskól- ann þar. Það er ekki ósenni- legt, að íslendingar eigi eftir að fylgjast með þessu tríói af nokkrum persónulegum áhuga, því að Jenkins er ný- kvæntur íslenzkri stúlku, Sig rúnu Vignisdóttur, sem var fegurðardrottning lands síns fyrir nokkrum árum. Blaðamaður Mbl. hitti Philip sem snöggvast að máli á mánudaginn, þegar hann kom og spurði um tildrög þess, að hann kom til íslands. — Það var fyrir milligöngu Jóhanns Tryggvasonar, föður Þórunnar Jóihanns, svaraði Philip. — Við Þórunn vor- um hjá sama kennara á kon- unglegu akademíunni, Haroid Craxton, og hittumst oft. Namendur hans héldu hóp- inn. Hún útskrifaðist einu eða tveimur árum á undan mér en ég hef haldið sam- bandi við hana og ijölskyldu hennar. Frá Jóhanni fékk ég boð frá bróður hans, Jakofei, um að koma til Akureyrar og kenna við Tónlistarskólann þar. ísland er auðvitað eitt af þeim fáu löndum í Evrópu, sem ennþá eru heillandi í a.ug um manns — en mér hafði aldrei dottið í hug, að ég ætti eftir að fara þangað til starfa, hvað þá að falla fyrir ís- lenzkri stúlku og kvænast þar. En þegar mér bauðzt þetta starf var ég orðinn býsna þreyttur. Ég hafði unn ið í London í nokkur ár við kennslu, milli þess sem ég þeyttist um landið þvert og endi'langt til hljómleikahalds og tíminn nýttist mér illa il að gera þá hluti, sem mig langa,ði til. Það var því freist andi að fá svolitla tilbreyt- ingu og því þá ekki að kynn- ast íslandi í leiðinni. Svo kom ég hingað í nóvemfeer sl. og var á Akureyri í fyrra- vetur, en fór utan í vor að hitta vini mína úr tríóinu. Við höfum svo verið á hljóm leikaferð í sumar lékum síð- ast í Wigmore Hall í London, í síðustu viku, og fengum ágæta dóma hjá gagnrýnend- um „Daily Telegraph“ og „The Times“. Við vorurn að minnsta kosti mjög ánægð með þá, því að þeir eru mestu hörkutól. Við lásum þessa dóma og komumst að rau.n um að „The Trio of London“ mætti vel við una. Gagnrýnandi „The Times“ sagði m.a.: The Trio of London er tæplega þriggja ára, en ef marka má af hljómleikum þess í Wigmore Hall í gærkveldi, — það er f annað sinn sem það leikur þar — má vænta þes, að það vinni sér fljótt örug'gan sess í kammermúsíklífi Lundúna". Síðan fer hann nákvæmlega út í hvert yerk og segir m.a. að bæði tríó Haydns og Beet- hovens séu .gamalkunn verk og tríóið hafi farið með þau á gamalkunnan hátt, jafn- framt því þó að ieggja þeim til eitt'hvað nýtt, ferskleika og litrík blæbrigði, þar sem verkin séu annars í meðferð margra eins og dauft berg- mál liðins tímai B'laðið segir um píanóleik Philips, að hann hafi aldrei ofleikið og haldið tríóinu saman á nákvæman en þó sveigjanlegan hátt. Carmel Kaine hafi þægilega auðugan tón og tækni, en Willisson hafi ef til vill ver- i§ full hæverskur í þessum tveimur verkum. Það hafi hann hinsvegar bætt upp ríf- lega í síðasta verklnu, tríói Schuberts, þar sem lei'kur hans hafi verið frátoærlega skýr og allt að því sk'áldleg- ur. í „Daily Telegraph" skrifar Colin Mason ýtarlegan dóm og segir m.a., að óvenjulegt jafnræði hafi verið með hljóð færaleikurunum þremur og hljómleikar þeirra í Wigmore Hall gleðilegur viðburður. Lausnir þeirra á hinum ýmsu músíkölsku atriðum tónverk- anna hafi aldrei misst marks. Sérstaklega hælir gagnrýn- andinn leik þeirra í Schu'bert tríóinu, sem hann segir hafa n.áð hámarki lýrískrar túlk- unar, án þess að fara nokk- urn tíma of langt í við- kvæmni. Þessir ungu hljóð- færaleikarar star.di eins jafn fætis í músikalskri túlkun og tækni, það hafi komið greini lega fram á köflum, að þau hafi ósjálfrátt forðazt of ná- Sigrún og Philip Jenkins. kvæm og samræmd blæ- brigði og leikið sjálfstæit hvert um sig, þannig þó að það féll óaðfinnanlega saman í órofa heild. Við spurðum Philip Jenk- ins, hvað hann hyggðist fyr- ir í -framtíðinni — hvort þau Sigrún mundu setjast að fyr- ir fullt og allt á fslandi eða erlendis. Hann svaraði því til, að hann mundi kenna ó Ak- ureyri til næsta vors, en vænt anlega fara í sumar til London og þaðan í hljóm- leikaferð. — Meira veit ég ekki að svo stöddu, sagði hann, — ég er hættur að reyna að gera áætlanir langt fram í tímann, hef reynt það svo oft, en þær hafa aldrei staðizt. Hann sagði, að Sigrún mundi væntanlega fara með sér — hún hefði verið með þeim félögum í sumar og síð- an hefðu þau farið í heim- sókn til foreldra hans. — Og voru þau nokkuð andvíg því, að þú skýldir verða þér úti um kvonifang á fslandi? — Nei, síður en svo, þau voru afskaplega hrifin af Sigrúnu og spennt að sjá hana, höfðu aldrei séð ís- lending, skilurðu. Þau voru áreiðanlega ánægð, því að ég held að þa.u hafi verið orðin úrkula vonar um að ég festi ráð mitt. — Og hvað ætlið þið svo að leika fyrir íslendinga? — f Reykjavík a.m.k. leik- um við Haydn, Beethoven og Schubert — en ég veit ekki með vissu, hvað við leikum á hinum stöðunum. — Þið hafið verið lengi saman, tríófélagarnir? — Við Peter höfum spilað saman frá því 19ó2, en með mismunandi fiðluleikurum. „The Trio of London“ var stofnað í þessari mynd ánð 1964, þegar Carmel kom heim frá framhaldsnámi í Banda- ríkjunum — við höfðum öll verið saman áður á akademí- unni — og síðan höfum við haldið hópinn, öll búið og starfað í London og getum vonandi haldið áfram sam- starfi okkar. Mófmæla efnohagsaðgerðum Mbl. hefur borizt svohljóðandi fréttatilkynningar frá Málara- félagi Reykjavikur og Sambandi isl. bankamanna og Sveinafélagi húsgagnasmiða í Reykjavík. „Fundur fullskipaðs trún'aðar- ráðs Málarafélags Reýkjavíkur 19. okt. 1967, mótmælir harðlega aðgerð'um ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum, þar sem um er að ræða stórfellda árás á alla al- þýðu og lífskjör hennar, á sama tíma og versnandi atvinnuástand hefur nú þegar rýrt tekjur laun- þegar að mun, og fyrirsjáanleg minnkandi atvinna í mörgum greinum m. a. í byggingariðnaði. Ennfremur mót'mælir fundur- inn innflutningi erlends vinnu- afls, hvort heldur það er í formi tilbúins iðnaðarvarnings eða iðn- verkafólks." „Aukaþing Sambands ísl. Bankamann'a, haldið fimmtudag- inn 19. okt. 1967 mótmælir þeim auknu álögum á launþega í land- inu, sem felast í síðustu efna- hagsráðstöfunum ríkisstjórnar- innar, þar sem ljóst er að þær lenda með mestum þunga á þeim sem marga hafa á framfæri sínu auk sjúkra. öryrkja og aldraðra. Þingið skorar því á ríkisstjórn- ina að endurskoða nú þegar ráð- stafanir þær, sem hún hefur boð- að og komnar eru til fram- kvæmd'a að nokkru leyti. Þingið leggur áherzlu á, að rík- isstjórnin leysi þann vanda, er hún telur þjóðina vera í, án þess að rýra kjör launþega meira en orðið var.“ „Fundur í trúnaðarmannaráði Sveinafél’ags húsgagnasmiða í Reykjavík, haldinn fimmtudag- inn 19. okt. 1967, mótmælir haarð lega ráðstöfunum þeim í efna- hagsmálum, sem ríkisstjórnin hefur nýlega lagt fram á Alþingi. Með þessum ráðstöfunum er ráðist enn á ný á þá þjóðfélags- þegnanna, sem verst eru settir. Fundurinn telur, að Alþýðu- samband ísl'ands eigi tvimæla- lausit að beita sér fyrir kröftug- um aðgerðum gegn þesisum árás- um ríkisvaldsins á launafólk." í ályktun frá Verkalýðsfélagi Norðfirðinga 'segir m. a.: Fundur í stjórn og trúnaðar- ráði Verkalýðsflags Norðfirðinga haldinn 17. okt. 1967, mótmælir harðlega þeim árásum ríkisvalds ins á kjör hins almenna laiun- þega í landinu, sem felast í ráð- stöfunum ríkisstjórnarinnar f efnahagsmálum .sem kunngerðar voru þann 12. þ. m.. Stjórn og trúnaðarráð Verka- lýðsfélags Norðfirðinga skorar á alla launþega að standa saman sem órofa heild um að hrinda af sér þessari hatrömmu árás ríkisvaldsins og .starfa markvisst að þvi takmarki að dagvinnutekj ur hækki svo að þær st'andi und- ir mannsæmandi lífskjörum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.