Morgunblaðið - 22.10.1967, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.10.1967, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAG-UR 22. OKT. 1967 iMAGIMÚSAR SKIPHOLTI 21 SÍMAR 21190 eftirlokun simi 40381 _ Hverfisgötu 103. Sími eftir lokun 31160. LITLA BÍLALEIGAN Ingólfsstrætí 11. Hagstætt leigugjald Sími 14970 Eftir lokun 14970 effa 81748 Sigurður Jónsson BÍLALEIGAN - VAKUR - Sundaugaveg 12 - Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. RAUÐARÁRSTfG* 31 SfMI 22022 - I.O.C.T. - Víkingur. Fundur annað kvöld, mánudag 23. okt. kl. 8,30 e. h. í Góðtamplarahús- imu. Þetta er fyrsti íundurinn eftir sumarið. Félagar fjölsæk ið stundvíslega. — Æt. GÚSTAF A. SVEINSSON hæstaréttarlögmaður Laufásvegi 8, sími 11171 AUÐVITAÐ ALLTAF ★ „Ábyrg stjórnar- andstaða“ Oft er talað um það í lýð- ræðislöndum, að stjórnarand- staðan sé ekk: nógu ábyrg. Lýðræði fylgir nefnilega það, að þeir, sem undir verða í frjálsum kosningum, geta látið til sín heyra og spara þá venju lega ekki gagnrýni á gerðir meirihlutans, um leið og þeir keppast við að yfirbjóða vald- hafana með fyrirheitum um það, sem gert skuli, ef vaida- hlutföllin snúist við. Velvakandi fór að hugleiða það, hvort stjórnarandstaðan í hinu nýstofnaða ríki, Basútó- landi, væri ábyrg, þegar hann las það í mynda- og fréttabók- inni „Árið 1966“, að leiðtogi stjórnarandstöðunnar í því landi væri sjálfur konungur landsins! Væntanlega er þar um að ræða ábyrgustu stjórn- arandstöðu í víðri veröld, — og þó, það skeður margt skrítið í þessum nýju ríkjum í Afríku. En þau eru hins veg- ar svo farsæl að teljast til þeirra ríkja heimsins, sem ekkert púður þykir í að gagn- rýna. Þótt svartasti fasimi vaði uppi um mikinn hluta Afríku og Asíu og rauðasti kommún- ismi í autsurhluta Evrópu, þá þykir einhvern veginn ekkert „fútt“ í þvi að mótmæla svo- leiðiis löguðu, — En það er önnur saga. ★ Fögur og nyt- samleg bók Alltaf er ánægjulegt að handleika fallega bók, ekki sízt ef hún er íslenzk. Undan- farin kvöld hefur Velvakandi verið að blaða í nýútkominni bók, sem er í senn íslenzk og alþjóðleg og heitir „ÁRIÐ 1966, stórviðburðir Ííðandi stundar í myndum og máli með íslenzkum sérkafla“. Þetta er stórmyndarleg bók, bæði fallega og giæsbiega gefin út, — eins konar annáll ársins 1966. Á fjórða hundruð blað- síður í stóru broti hafa að geyma frásagnir af helztu at- burðum ársins auk frásagna af minni háttar viðburðum seim eru á ýmsan hátt einkennandi fyrir okkar tíma. Helzta gildi bókarinnar feist í þeim ara- grúa fréttamynda sem hana prýða og eru mjög margar þeirra í litum. Fróðleg upprif jun Við að fletta svona riti, rifjast saga ársins öll upp, og margt hálfgleyml kemur fram í huganum. Fyrir okkur blaða- mennina er auðvitað ómetan- legt að hafa aðgang að slíku heimildarriti og getá séð á augabragði hvenær og hvernig eitthvað gerðist. En fyrir allan almenning er bæði fróðlegt og skemmtilegt, að íáta myndirnar rifja atburðina upp fyrir sér. Þessi annáll kom líka út fyrir árið 1965, og áframhald á að vera á útgáfunni ,sem alþjóð- legt fyrirtæki mun standa á bak við, enda er naumast á færi annarra en voldugra fyr- irtækja að gefa jafnvandað Eignarlóð 1200 ferm. eignarlóð við Miklatún til sölu ef við- unanlegt boð fæst. Tilboð merkt: „2711“ leggist inn á afgr. Mbl. Veiðibann Rjúpnaveiði stranglega bönnuð í Hvammslandi, án leyfis. Guðniundur Sverrisson. verk út á hóflegiu verði. Með tíð og tíma verður hér því um merkilegt saíiirit að ræða, sem sýnir okkur sögu hvers árs. Velvakanda þekkir fátt skemmtilegra en að skoða gamlar fréttamyndir, því að ekkert færir mann nær liðnum tíma. Það ber því að fagna því, að árbók á borð við þessa skuli koma út á íslenzku. íslenzkur sérkafli Það eykur stórlega gildi bókarinnar fyrir íslenzka les- endur, að um 40 blaðsíður eru helgaðar íslenzkum atburðum og fréttamyndum eingöngu. Hðan af verður hægt að grípa til þessa annáls þegar upplýs- ingar vantar um ákveðinn at- burð, og sjá um leið helztu frttamyndir ársins. Rit þetta kemur út í tíu iöndum ( Norð- urlöndiunum fimm, Bretlandi, Þýzkalandi, Frakklandi, Hol- landi og Ítalíu) og á jafnmörg- um tungumálum, og er ís- lenzka útgáfan hin eina, sem hefur sérstakan kafla um land útgáfustaðarins. Ber að meta þetta framtak hins íslenzka út- gefanda. ■£■ Ef stýrið er réttu megin Jón Helgason skrifar: „Kæri Velvakandi! Þess var getið hér í blaðinu um daginn, að Breti nokkur hefði þrisvar ekið yfir sömu gangbraut á meðan blaðamað- ur fylgdist með umferðinni, og ávallt gefið bifreiðastjórum, er á eftir honum komu, merki um að stanza vegna umferðar gangandi fólks, með því að rétta út höndina. — Þetta þótti blaðamanninum að vonum mjög til fyrirmyndar. Þetta er hægt, ef stýrið er réttu megin. og verður væntanlega algild regla eftir að hægri aksturinn kemur til framkvæmda að vori Jón Helgason". „Betri vai Eiríkur járnhryggur en atómf uglarnir“ „Hreinskilinn" skrifar og hneyklast á „srvokölluðum ljóðaþætti“, sem fluttur hafi verið í útvarpið seint í sept- ember og hafi verið „svo fár- ánlega vitlaus, að hrein gdðgá má teljast, að ráðamenn hljóð- varpsins skuli bjóða hlustend- um upp á slíka endileysu". Segir hann atómskáldskapinn leiðinlega vitiausan, en kveð- skapur Æra-Tobba, Eiríks járnhryggs og annarra leir- skálda fyrrum hafi þó verið skemmtilega vitlaus. Bréf „Hreinskilins ‘endar þannig: „Ef þjóðin væri svo vitur að snúa bakinu við þessari heimsku og þegia hana í hel, væri vissulega vei farið. Atóm- fuglarnir geta þá framleitt þennan óþverra fyrir sjálfan sig, ef þeim er að því hugsvöl- un“. Hlutdrægni? „Ó. E. S.“ skrífar og segir, að fréttaflutningur blaða hljóðvarps og sjónvarps og viðtalsþættir fréttamanna um starfsemi“ (annar af tveim- ur) i höfuð-fiugfélögum okkur séu) ,,,oft á þann veg, að menn hljóta að spyija sjálfa sig, vhort fréttamennirnir séu í rauninni starfsmenn fréttastofn ánanna en ekki“ (umrædds fé- lags), ,svo áberandi koma þeir að sjónarmiðum þess við ýmis tækifæri. Fréttan enn verða að vera þeim vanda vaxnir að gæta hlutleysis, enda þótt þeim kunni að vera boðið í skemmtiferðir við og við, sem vafalaust eru einnig fróðlegsr, og koma þeim þv: að haldi í starfi“. , Það er einkennilegt, hve við blaðamennirnir erum oft ásakaðir um að draga á ein- hvern hátt taum aanars af okk- ar ágæbu stórf.ugfélögum á kostnað hins. Það er ekki bara Velvakandi, sem fær að heyra, að hann „standi með“ Flug- félagi íslands, eða „sé að aug- lýsa Loftleiðir", heldur heyra allir blaðamenn þennan söng annað veifið. Og skrítið er, hve menn eiga bágt með að koma sér saman um það, hvort félagið hin einstöku blöð „styðjiV Stundum á það að vera F. í„ stundum Loftleiðir. Ég hef fellt niður nafn félags- ins í bréfinu frá Ó. E. S., og veit ég með vissu, að kollegar mínir hér á Mo.rgunblaðinu og við önnur blöð geta með engu móti gizkað á, hvort félagið hann á við. Sannleikurinn er líka sá, að blaða- og frétta- menn unna báðum félögunum alls góðs, enda held ég, að þeim sé yfirleitt alltaf hælt báðum fyrir það, sem þau gera vel, en vitanlega er ekki alltaf hægt að flytja frétbir frá þeim báðum samtímis. Þótt annar aðilinn sé lofaður háistöfum, þýðir það auðvitað ekki, að hinn sé um ieið lastaður 1 hljóði. HORNSÓFASETT Norsku hornsófasettin frá NORDÁS eru komin aftur í teak og palisander. Stórglæsileg áklæða. Pantanir óskast sóttar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.