Morgunblaðið - 22.10.1967, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.10.1967, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. OJCT. 1967 5 Háspenmilínumaður við viðg-erðarstörf að vetri til. Rafmagnsveitur ríkisins: Rafstðövar eru nú 26 með 29.000 kw afli — Samtal við Valgarð Thoroddsen, rafmagnsveitustjóra JAFNT og þétt er að því unntð, að koma rafmagninu inn á nærri því hvert heimili í landinu. Þetta er mikið verk og kostnað- arsamt, og sem dæmi má nefna að á þessu ári verða lagðar nýj- ar háspennulínur sem eru hvorki meira né minna en 300 kni að lengd. Það eru Rafmagns veitur ríkisins, sem framkvæma þetta verk og veitir Valgarð Thoroddsen rafveitustjóri þeim forstöðu. Morgunblaðið hefur nýlega átt samtal við Valgarð um starfsemi og verksvið Raf- magnsveitnanna. Hvað er verksvið Rafmagns- veitna ríkisins til aðgreiningar frá öðrum rafveitum? —Rafmagnsveifur ríkisins framleiða og kaupa raforku, flytja hana víðsvegar uim land- ið með háspennulínum sínum og selja hana til notenda. Þær kaupa orkuna aðallega í stærstu landa, Eitthvað ætt.u þeir stöðvunum, Sogsvirkjun og Lax árvirkjun, en svo framleiða þær einnig í eigin stöðvum, dreifðum víðsvegar um landið. Slíkar eigin stöðvar rafmagns- veitnanna eru nú 26 að tölu, með um 29000 kw. afli. Rafmagnsveitur ríkisins selja raforku beint til notenda, svo og til bæjarrafveitna, sem sjálfar annast dreifingu. Utan þessa eru þó mestu þttbýlis- kjarnar landsins, svo sem það sem stundum er nefnd Stór- Reykjavik og Akureyri. En hvar er Landvsirkjunin í þessu skipulagi? — Landsvirkjunin er sérstakt fyrirtæki, sem framleiðir raf- orku og selur hana aðeins á tveimur tilteknum stöðum við Reykjavík og í Straumsvík, svo og við stöðvarveggL Lands- virkjunin er eign ríkisins og Reykjavíkurbæjar. Kaupendur raforkunnar eru aðallega Raf- magnsveita Reykjavíkur, Raf- magnsveitur ríkisins og væntan- leg aluminverksmiðja í Straums vík. En Laxárvirkjun? — Laxárvirkjun er Norður- landi sem Landsvirkjun Suð- vesturlandi en Laxárvirkjun er einnig sameign Akureyrarbæjar og ríkisins. Hvað er að frétta af rafvæð- nigu landsins. Hvað þokast áfram á þessu ári? — Við erum í þann veginn að ljúka áætluðum verkum þessa árs, en það eru um 250 bm af llkv háspennulínum ásamt spennistöðvum og heimæðum. Þessár veitur ná til ríflega 200 sveitabýla og um 60 annarra staða í sveit. Fyrir nokkrum árum byrjuðu Rafmagnsveitur ríkisins á því í sparnaðarskyni, að nota móður jörð sem einn leiðara á há- spennulínum, og voru þá að- ems notaðir 2 vírar þar sem 3 vorú notaðir áður og einn þar sem tveir voru áður, Þetta hefur reynzt ve'., þar sem viss- ar aðstæður eru fyrir hendi. Á þessu ári voru byggðar þannig 150 km af 11 kv. sveitaveitum með einum vir af áðurnafndum 250 km. Auk þessa hafa verið byggðir um 50 km. af öðru.m háspennu- linum um landið. Þær línur eru til Dalvíkur, Borgarfjarðar eystri og sæstrengur yfir Hrúta- fjörð til Borðeyrar. Þá hafa verið framkvæmdar þessar ár- legu aukningar raflínukerfa í þekn 50 kaupstöðum og kaup- túnum, þar sem Rafmagnsveitur ríkisins hafa á hendi raforku- dreifingu. Hvað um fjármuni til að standa undir þessum fram- kvæmdum? — í stórum dráttum má segja að sjálfur rekstrarkostnaður Rafmagnsveitna ríkisins sé um 200 millj. króna og tekjur af raforkusölu m. m. svipuð upp- hæð, en árl. kostnsður til nýrra mannvirkja um 100 millj. kr. að auki, þar með taldar aukn- ingar díselstöðva. Til aukning- anna leggur ríkið fram um 25 millj. vegna nýrra sveitaveitna, en afganginn verðum við að taka að láni. Hvorttveggja dreg ið í grófum dráttum. Þér minnist á dieselstöðvar. Eitthvað hef ég lesið í blöðunum um að þið væruð að byggja díselstöð í Neskaupstað? — Jú, mikil ósköp. Við erum að drekkja okkur í díselolíu. Að vísu er ekki um alveg nýja díselstöð að ræða í Neskaup- stað, heldur stækkun og endur- bót til þess að fullnægja stöðugt vaxandi raforkuþörf. En sama sagan gerist víðar en þar. Einnig á Seyðisfirði, Flat- eyri, Bíldudal og í þremur öðr- um kauptúnum, þar sem orkan er af skornum skammti. En hvers vegna notið þið þá ekki okkar innlendu orku, vatnsorkuna? — Díselstöðvar hafa fyrst verið byggðar á hinum einangr- uðu stöðuim, þar sem ekki þótti henta að byggja vatnsaflstöðvar. Síðan hefur notkun á hverjum stað aukizt og ódýrasta lausnin þótti að bæta við nýrri eða skipta um og setja nokkuð stærri vél. Svona hefur þetta giengið koll af kolli .Síðar hafa nokkur svæði verið samtengd og reist vatnsaflsstöð, en innan skamm* Valgarð Thoroddsen rafmagnsveitustjóri hefur hún verið fullestuð og þá er gripið til fljótlegustu og ódýr sutu stofnkostnaðar-lausnar með nýrri og aukinni díselvél þvílí'k lausn raforkumála er hagkvæm að vissu marki, en ég er þess fullviss, að því marki er nú náð. mjög víða á landinu. Hvernig standa þeasi mál núna? Hve mikið virkjað afl hafa Rafmagnsveiturnar í vatns- orku og díselorku. — Sumstaðar á landinu er raforkan eingöngu framleidd með díselorku, svo sem í Horna- Framh. á bls. 18 Horft til Grimsárvirkjunar. ANGLI - SKYRTUR COTTON - X COTTON BLEND 09 RESPI SUPER NYLON Fáanlegar í 14 stærðum frá nr. 34 til 47. Ilvítar — röndóttar — mislitar. Margar gerðir og ermalengdir. ANGLI - ALLTAF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.