Morgunblaðið - 24.10.1967, Page 1

Morgunblaðið - 24.10.1967, Page 1
32 SIÐUR 54. árg. — 241. tbl. ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 1967 Prentsniiðja Morgunblaðsins Myndin er af tundurspillinum „Eilat“ sem Egyptar sökktu sl. laugardag. Öbreyttir borgarar fluttir frá Port Said Egyptar óttast hern aðaraögerðir ísraels — Talið að 53 menn af Eilat hafi látið lífið er tundurspillinum var sökkt á laugardag Kairo, Tel Aviv, 2. okt. NTB — AP. • FREGNIR frá Kairo herma, að Egyptar vinni nú kappsamlega að því að efla varnir sínar í Port-SaiH og á vestri bakka Suez-skurð ar, þar sem þeir óttist, að ísraelsmenn undirbúi hefnd- trráðstafanir vegna þeirrar ráðstöfunar Egypta að sökkva tundurspillinum „Ei- lat“ sl. laugardag. Unnið er að brottflutningi óbreyttra borgara frá Port-Said og upp lýst, að síðustu daga hafi um 100 þúsund óbreyttra borg- ara verið fluttir frá Ismalíu og öðrum nærliggjandi stöð- um. 0 í ísrael er enn mikil ólga vegna atburða laug- ardagsins og beinast að stjórninni áskoranir úr öll um áttum um að láta hart mæta hörðu. Ljóst sé, að Egyptar vilji ekkert annað en stríð og sé þá bezt, að þeir fái það. Hinsvegar var ánægja mikil ríkjandi í Kairo um helgina og þykir baráttu hugur Egypta mjög hafa eflzt við þetta. Nasser hefur ákveðið að sæma heiðurs- merkjum þá herforingja, sem stóðu að því að sökkva tundurspillinum. í fregnum frá Kairo á laug- ardagskvöld var einnig sagt, að annað skip, ísraelskt, hefði verið skotið niður en ekki sagt nafn þess né nánari málsatvik. Tals- menn stjórnar Israels segja þá fregn algeran uppspuna. Tundurspillium „Eilat“ var sökkt um kl. 1800 GMT (ísl. tími) á laugardag og er líklegt talið, að 53 menn hafi farizt í árásinni. í>egar höfðu fundizt fimmtán lík á laugardagskvöld Á skipinu var rúmlega 200 manna áhöfn og af þeim, sem komust lifandi í land, voru 48 mikið meiddir og brenndir. Tveir létust af sárum sínum í sjúkrahúsi í nótt. 0 Bein hernaðarárás Stjórn Israels hefur lýst því yfir, a'ð hún líti á árásina á tundurspillinn sem beina hern aðarárás og vísar algerlega á bug staðhæfingum Egypta um, að skipjð hafi veri'ð komið inn í egypzka landhelgi, þegar ár- ásin var gerð. Segir stjórnin, að Eilat hafi verið um 21 km fyrir utan ísraelska stöð á strönd Sínaí og stefnt í átt þangað, í hásuður en ekki suðvestur, í átt til Port Said, eins og Egypt- ar hafi staðhæft. í NTB frétt segir, að skipið hafi sokkið 17,5 km frá Port Said og 16 km frá Port Fouad, hér um bil á sama stað sem ísraelsmenn sökktu tveimur bátum Egypta í júlí sl. Stjórn Egyptalands hefur óskað eftir því, að eftirlits- menn Sameinúðu þjóðanna fari til Port Said og segir Israels- stjórn, að með því vilji Egyptar freista þess að koma í veg fyrir gagnráðstafanir ísraels. Levi Eskhol, forsætisráðherra, sagði í útvarpsviðtali til þjóðarinnar í gær, að „þessi svívirðilega árás“ hafi verið gerð algerlega að ástæðulausu og Egyptar verði a'ð taka afleiðingunum. „Blóði sjómanna okkar verður ekki fremur en blóði óbreyttra borgara og hermanna ísraels út- hellt til einskis" sagði hann. Það er ísraelska flotanum mikið áfall að missa tundur- spillinn „Eilat“, sem var eitt Framhald á bls. 21 De Gaulle í Andorra — fyrsti franski „prinsinn" sem þangað kemur í 700 ár Andorra-la-vielle Andora 23. okt. AP — NTB — DE GAULLE, forseta Frakk- Iands, var geysdvel fagnað, er hann í dag heimsótti smárikið Andorra í Pyreneafjöllum, en hann er annar tveggja „krón- prinsa" Andorra, sem ábyrgð bera á velferð rikisins. Hinn er spænski biskupinn Seo de Urgel í Navarra. Frakkland og Spánn hafa stjórnað þessu smáríki sameiginlega í sjö hundruð ár, en de Gaulle er sá fyrsti af 47 frönskum „prinsum", sem láta svo lítið að koma þangað í heim sókn. Heimsóknin er sögð bæði sögulega og stjórnmálalega mik ilvæg, því að ibúar Andorra hafi engan áhuga a því að segja sig úr lögum við stjórnendur sína. Meirihluti ibúanna, sem eru ellefu þúsund talsins, talar spænsku, en samband þeirra við Frakka hefur alitaf verið jafn- gott og sambandið við Spán- verja. Mikill ö r y g g isbúnað u r var vegna komu de Gaulles. Um þúsund óeinkennisklædidir lög- reglumenn fylgdust með honum Framhald á bls. 24 Fjölmennar mótmælaaðgerð ir gegn stríðinu í Vietnam - 250 handteknir í Washington eftir átök við lögreglu og hermenn Washington, 22. okt. (AP). Á LAUG ARDAG var efnt til mótmælafunda vegna styrj- aldarinnar í Vietnam í Was- hington og mörgum borgum Evrópu. Fóru fundirnir sjálfir yfirleitt friðsamlega fram, en í kröfugöngum eftir Týndir í tíu daga Þrír norskir flugmenn fundnir heilir á húfi Inuvik, Norðvestur-Alaska, 23. okt. — NTB — ÞRÍR norskir flugmenn, sem saknað hefur veiið í tíu daga, fundust heilir á húfi uppi í fjallshlíð í Yukon-héraði í Al- aska á sunnudagskvöld. Virð- ast þeir allir ómeiddir eftir að flugvél þeirra, tveggja hreyfla Piper Aztec-vél, hafði rekizt á fjallið og eyðilagzt. Þremenningarnir aetluðu að leita flugleiðar fyrir litlar vél- ar frá Alaska til Evrópu, og lögðu af stað frá Anehoragie í Alaska hinn 13. október sl. Dag inn eftir hvarf vélin, og hafði ekkert til áhafnarinnar spurzt fyrr en til þeirra sést úr flug- vél í gærkvöldi. Stóðu þremenn ingarnir þá við brakið úr flug- vélinni veifuðu hressir í bragði til aðkomuvélarinnar. Ekki tókst að koma björgun- •arsveit til flugmannanna í gær, en bandarískar þyrlur eru á leið á slysistaðinn. kom víða til íundina árekstra. Verstir urðu árekstrarnir í Washington þegar fundar- menn reyndu að ryðjast inn í Pentagon, aðalstöðvar varn- armálaráðuneytisins og yfir- herstjórnar Bandaríkjanna Voru á þriðja hundrað manns handteknir þar, og margir hlutu meiðsli. Ekki ber fregnum saman um fjölda fundarmanna í Was- hington. Segja yfirvöldin þá hafa verið 37 þúsund, en fundarboðendur telja nær sanni að þeir hafi verið 100 þúsund. í New York var einnig efnt til fjöldafundar á laugardag, en tilgangur þess fundar var að lýsa stuðningi við banda- ríska hermenn í Vietnam. Eru samskonar fundir boðað- ir víðsvegar um Bandaríkin næstu daga Fundurinn í Washington var haldinn við Lincoln-minnis- varðann á bökkum Potomac-ár- Framhald á bls. 24 Kiesinger í London Utanríkisráðherrar EBE rceða aðildar- beiðni Bretlands í Luxemburg London 23. okt. N8TB—AP KURT Kiesinger kanzlari Vest- ur-Þýzkalands kom í heimsókn til Bretlands í dag og mun næstu þrjá daga eiga ýtarlegar viðræð ur við brezka ráðamenn. Hann sagði við komtuna, að stjórn V- Þýzkalands mundi gera allt, sem hún gæti til þess að greiða fyrir aðild Breta að Efnahagsbanda- lagi Evrópu. Hann kvaðst sann- færður u(m, að Bretar væru reiðu húnir að taka þátt í starfi banda Framhald á bls. 23 I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.