Morgunblaðið - 24.10.1967, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. OKT. 1967
Frumvarp um æsk ufýðsmál
endurflutt á Alþingi
— reglur um opinberan stuðning við æskulýðs-
starfsemi — stjórn æskulýðsmála — stuðningur
við félags- og tómstundastarfsemi
GYLFI Þ. Gíslason, mennta-
málaráðherra, mælti í gær íyr-
ir stjórnarfrumvarpi um æsku-
lýðsmál. Frumvarp þetta var
flutt á Alþingi í fyrravor, en
hlaut þá ekki afgreiðslu.
Sagði ráðherra í ræðu sinni,
að breyttar þjóðfélagsaðstæður,
er skapazt hefðu á liðnum ár-
um, hefðu gert það að verkum,
að nú væri ríkari þörf fyrir,
að hið opinbera tæki að ein-
hverju leyti virkan þátt í upp-
byggingu æksulýðsstarfs í land
inu.
Ráðherra gat þess, að 20. des.
1963 hefði hann skipað nefnd
til þess að semja frumvarp það
til laga um æskulýðsmál er hér
væri til umræðu. Nefndin hefði
skilað áiiti sínu í marz 1966 og
hefði þá verið búin að vinna
mjög víðtækt starf við rann-
sókn æskulýðsmála hérlendis
og ennfremur aílað gagna um
æskulýðsstarfsemi í nágranna-
lönduim okkar. Þá hefði að frum
kvæði nefndarinnar verið boðið
hingað til lands sérfræðingi í
æskulýðsmálum, Jaoobus W.
Oms að nafni, en hann væri
framkvæmdastjóri Landssam-
bands æskulýðsmiðstöðva í Hol-
1 landi, formaður Sambands hol-
lenzkra æskulýðsfélaga og for-
maður stjórnskipaðrar nefndar,
seim ætti að kanna möguleika
á setningu heildarlöggjafar um
aeskulýðsmál í Hollandi. Hefði
í sambandi við komu hans ver-
ið boðið til ráðstefnu um æsku-
lýðsmál, þar sem tækifæri
hefðu gefizt fyrir æskulýðssam
tök og þá aðila að æskulýðs-
málum, sem ekki áttu fulltrúa
í æskutlýðslaganefnd, að koma
skoðunum sínum á framfæri við
nefndina.
Greíndi ráðherra síðan frá
hielztu ákvæðum frumvarpsins,
er skiptist í fimni kafla.
f fyrsta kaflanum er skýrt frá
tilgangi laganna og hvaða að-
ilar skulu njóta stuðnings hins
opinbera samkvæmt þeim. Eru
það eftirtaldir aðilar:
1. Félög er vínna að æskulýðs
málum á frjálsum áhugamanna-
gnmdvelli, enda byggist félags-
starfsemin fyrst og fremst á
sjálfboðastarfi og eigin fjár-
framlögum félagsmanna.
2. Aðrir aðilar, er sinna eink
um velferðarmálum ófélags-
bundins æskufólks í skipulögðu
starfi.
Þá er ennfremur heimild til
að styðja frjálsa íélags- og tóm
stundastarfsemi í skólum.
Annar kafli frumvarpsins
fjallar um stjórn æskulýðs-
mála, og er þar m.a. lagt til að
sbofnað verði skulýðsráð ríkis-
ins, skipað fimm mönnum. Ráð
herra skipar formann ráðsins
án tilnefningar. Þrír menn
skulu tiinefndir af aðildarsam-
tökum Æskulýðssambands Is-
landis og öðrum hliðstæðum
æskulýðssamböndum, sam-
kvæmt nánari ákvæðum í
reglugerð. Einn maður sikal til-
nefndur af Sambandi ísl. sveit-
arfélaga. í kaflanum eru síðan
ákvæði um hlutverk og störf
ráðsins.
í þriðja kafla frumvarpsins
er fjallað um stuðning við fé-
lags- og tómstundastarfsemi og
m.a. gert ráð fyrir að hann
verði. fólginn í þátttöku í kostn
aði við þjálfunleiðbeinenda og
þátttöku í launagreiðsluim til
sérþjálfaðra leiðbeinenda.
Að lokinni framsöguræðu
menntamálaráðherra tók Jónas
Árnason (K) til máls. Sagðist
hann fagna frumvarpinu og
vilja þakka þeim er að því
hefðu unnið. Fullyrða mætti að
það væri þaulhugsað og vel unn
ið af hálfu nefndarinnar, en
hins vegar kæmi það einkenni-
lega fyrir sjónir, að leyta hefði
þurft á náðir útlenidings við
samningu þess. Viðhiorf margra
íslendinga væri, því miður, orð-
ið þannig að þeir þyrðu varla að
snúa sér við, án þess að spyrja
fyrst útlendinga að því hvort
þeir væru að gera einhverja
bölvaða vitleysu. Vitan'lega ætt
um við að leita stuðnings út-
lendinga þegar þess væri þörf,
en ella ekki. Það kæmi líka
einkennilega fyrir sjónir, að
maður sá er fenginn var til að-
stoðar við samningu þessa frum
varps hefði verið Hollendingur.
Vand'amál íslands og Hollands
á þessu sviði væru gjörólík.
Þá vék Jónas að orsökum
æskulýðsvandamála og sagði
þær eðlilega vera margar. Ein
af höfuðorsökunum væri sú
tilhneiging ísienzkt þjóðfélags
að stía sundur fólki eftir ald-
ursflokkum. Siík skipting væri
alin upp í ungimgunum, enda
ekki ótítt svar, hjá þeim þegar
þeir væru krafnir sagna um yf-
irsjónir sínar. „Við verðum á
svo erfiðum aldri.“ Það væri bú
ið að telja þeim trú um sér-
stöðu sína. Ýtt væri undir þetta
hjá unglingunum af sálfræðing
um og fleiri. Jónas sagði að
reynsla sín sem kennari væri
sú, að þrátt fyrir alla sína galla
gæti verið mjög gaman að starfa
með un'glinum, en ánægjustund
irnar gætu samt sem áður ver-
ið miklu fleiri, ekki sízt ef
unglingarnir hættu að trúa því
að þeir væru serstök - mannteg
und.
Þá vék Jónas nokkuð að skóla
húsnæði og sagði þar vera ríkj-
andi afar slæmt ástand. Til'
marks um það mætti nefna að
lúxusbíiar hefðu miklu betri
aðstæður þegar þeir væru að
bíða eftir kauperdum sínum í
verzlunarhöllunum, en íslenzk
æska sem væri að bíða eftir að
taka virkan þátt í alvöru lífs-
ins og búa sig undir hana.
Nauðsynlegt væri að fá fram
hversu háar fjárveitingar til
æskulýðsmála frumvarpið gerði
ráð fyrir og hvernig ætti að
tryggja það fé.
Að lokinni ræðu Jónasar var
málinu vísað til annarrar um-
ræðu með 25 samhljóða atkvæð
um og til menr.tamólanefndar
deildarinnar með 24 samhljóða
atkvæðum.
Guðrn. H.
Garðarsson
tekur sæti
á Alþingi
í GÆR tók Guðmundur ^H.
Garðarsson þriðji varaþingmað-
ur Sjálfstæðisflokksins í Reykja
vík, sæti á Alþingi í stað Jó-
hanns Hafsteins dómsmálaráð-
herra er verður fjarverandi frá
þingönnum um nokkurn tíma
sökum embættisstarfa. Er þetta í
fyrsta sinn er Guðmundur H.
Garðarsson tekur sæti á Alþingi.
Atvinnuréttindi
skipstjórnarmanna
— rædd í Efri deild í gær
FRV. um atvinnuréttindi skip-
stjórnarmanna var til fyrstu um
ræðu í Efri deild Alþingis í gær.
Eggert G. Þorsteinsson, sjávar-
útvegsmálaráðherra, mælti fyrir
frv., sem flutt er af sjávarút-
vegsnefnd deildarinnar.
Sjávarútvegsmálaráðherra
sagði, að frv. þetta væri endur-
flutt nú, þar sem það hefðd ekki
hlotið afgreiðslu á síðasta þingi.
Það væri hliðstætt breytingum,
sem gerðar hefðu verið á lögum
um stýrimannaskóla og atvinnu-
réttindi vélstjóra. Ráðherrann
gerðii síðan nánari grein fyrir
efni frv. og kvað samþykkt þess
nauðsynlega vegna breytinga.
Dagskró
Alþingis í dag
DAGSKRÁ'
efri deildar Aiþingis.
1. Atvininuréttindi skipstjórnar-
manna á íslenzkum skipum.
2. Búnaðarbanki íslads.
DAGSKRÁ
neðri deildar Alþingis
1. -Sala Saltbergs í Eyrarsveit.
2. Vörumerki.
3. Tekjustofnar sveitarfélaga.
sem orðið hefðu á Far- og fiski-
skipaflotanum. Að lokinni ræðu
ráðherrans var frv. vísað til
annarrar umræðu.
Fjárlagafrum-
varpið í nefnd
Á STUTTUM fundi í Sameinuðu
Alþingi í gær fór fram at-
kvæðagreiðsla um fjárlagafrum-
varpið fyrir árið 1968, en um-
ræða fór fram um það s.l.
fimmtudagskvöld Var sam-
þykkt með 3 samhljóða at-
kvæðum að vísa frufnvarpinu
til fjárveitinganefndar.
- MÓTMÆLA
Framhald á bls. 11.
trúnaðarmannaráði ASB. — fé-
lags afgreiðslustúlkna í brauða-
og mjólkurbúðum 20. okt. 1967,
mótmælir harðlega efnahagsmála
frumvarpj ríkisstjórnarinnar
sem nú liggur fyrir Alþingi.
Frumvarpið felur í sér stór-
felda skerðingu á kjörum launa
fólks og kemur óhjákvæmilega
harðast niður á barnmörgum
fjölskyldum og láglaunafólki þar
sem um stórfellda hækkun á
brýnustu lífsnauðsynjum er að
ræða og jafnframt bindingu vísi
tölunnar".
Greiðsla fyrir innheimtu
opinberra gjalda
— Frumvarp Skúla Guðmundssonar
í GÆR mælti Skúli Guðmunds-
son (F) fyrir frumvarpi er
hann flytur um þóknun fyrir
innheimfu opinberra gjalda.
Gerir frumvarpið ráð fyrir því
að atvinnurekendum verði
greidd þóknun fyrir innheimtu
opinberra gjalda, er nemi 3%
af heildarupphæð gjaldanna.
í raéðu sinni benti Skúlí Guð-
munósson á að í lögum sé heim-
ild £ ð fyrirskipa atvinnurek-
endum að vinna við innheimtu
opinberra gjalda á þann hátt að
halda gjöldum eftir af kaupi
fólks, sem hjá þeim vinnur, og
skila £énu til innheimtumanns
hins ppinbera. Heild þessi mun
víða notuð í seinni tíð, en engin
þóknun er greidd fyrir þá
mikilsverðu aðstoð við innköll-
un gjaldanna, sem þannig er
látin í té.
Sagði Skúli að með frum-
varp: þessu væri stefnt að því
áð til kæmi frá hálfu hins opin-
bera sanrgjörn borgun íyrir
unnir. störf, því slíkum inn-
heimtustörfurn fylgdi mikil
vinna og ábyrgð. Þá kæmi
einnig til kvaðir til atvinnu-
rekenda um margvíslega skýrslu
gerð fyrir hið opinbera og væri
ekki nema réttlát að til kæmi
einnig greiðsla fyrir slíkt, þar
sem vitað væri að kostnaður at-
vinnurekenda við slíkt væri oft
á tíðum töluverður.
Að lokinni ræðu flutnings-
manns frumvarpsins var því
vísað til annarrar umræðu og
fjárhagsnefndar deildarinnar
með 22 samhljó'ða atkvæðum.
- ÓBREYTTIR
Framhald af bls. 1
stærsta skip hans og annað af
tveimur er keyptir voru af
Bretum árið 1965. Hét skipið
áður „HMS Zealous" og tók m.a.
þátt í aðgerðunum í Suez 1956.
a Sovézk fíugskeyti
Yfirmaður flota Israels,
Shlomo Har El, flotaforingi,
sagði á fundi með blaðamönn-
um í gærkveldi, áð flugskeytin,
sem hefðu grandað „Eilat“ hefðu
verið sovézk að gerð, ratstjár-
stýrð og af allra nýjustu gerð.
Hefði a.m.k. tveimur þeirra
verið skotið frá sovézku skipi
„OSSA“, sem legið hefði í höfn-
inni í Port Said. Sagði hann,
að þetta væri í fyrsta sinn sem
slík flugskeyti væru notuð í
árás á sjó á þessum slóðum.
Hann var áð því spurður, hvort
hann teldi, að sovézkir flug-
skeytasérfræðingar hefðu verið
þarna með í ráðum og var hann
tregur að fullyrða nokkuð þar
um, en sagði að vitað væri, að
sovézkir flugskeytasérfræðingar
væru í Egyptalandi, hvort sem
þeir hefðu þátt átt í þessari
árás eða ekki. Har E1 vísaði á
bug fregn, sem borizt háfði
þess efnis, að egypzkar flug-
vélar hefðu skotið á björgunar-
flugvélar ísraelsmanna — og
sagði, að enginn fótur væri fyrir
henni.
Stjórn ísraels bar þegar á
laugardagskvöld fram við ör-
yggisráðið mótmæli vegna árás-
arinnar, sem hún sagði, að vær*
freklegt brot á vopnahléssamn-
ingnum milli landanna. Abba
Eban, utanríkisráðherra kom til
New York um helgina eftir viku
dvöl heima fyrir og mun ræða
mál þetta við fulltrúa hjá S.Þ.
Blöð ísraels fóru mjög þung-
um orðum um árásina. Blaðið
MAARIV sag*ði t. d., að ljóst
væri „að árásin hefði vérið vel
undirbúin og væru slík viðskipti
þau einu, sem Egyptar gætu
hugsað sér að hafa við ísrael,
væri ekki um annað að velja
en svara í sömu mynt.
£ 80% fhigvéla-
tjónsins bætt?
Moshe Dayan, landvarnar-
ráðherra landsins, hefur lagt til
að viðbúnaður verði aukinn
austan Súezskurðar, þar sem
eins sé líklegt, að Egyptar ráð-
izt þar yfir. Hann sagði í ræðu
á sunnudag að það tjón, sem
Egyptar hefðu beðið á flugher
sínum í júnístyrjöldinni, hefði
verið bætt þeim að 80% og skrið
drekasveitir þeirra væru orðnar
næstum eins öflugar og fyrir
stríðið í júní. Hann kvað sjálf-
sagt, að ísraelsmenn reiknuðu
með því, að Egyptar ré'ðust yfir
skurðinn og reyndu að hrekja
ísraelsmenn burt frá nærliggj-
andi svæðum með valdi.
Þá sagði David Ben Gurion,
forsætisráðherra fyrrverandi, að
hann efaðist um, að Egyptar
hefðu skotið flugskeytunum.
Menn skyldu minnast þess, að
ósigurinn í júní hefði ekki ein-
ungis verið ósigur Egypta, Jór-
dana og Sýrlendinga, heldur
hefði enn eitt ríki átt þar hlut
a'ð máli. Sú hafi verið ástæðan
fyrir þessari árás. Ekki skýrði
hann mál sitt nánar en við-
staddir þóttust vita, að hann
ætti við Sovétríkin, sem hafa
veitt Egyptum gífurlega aðstoð
undanfarið við að bæta hern-
aðartjónið frá því júní sl. Um
viðbrögð Sovétstjórnarinnar er
það að segja, að hún sendi þegar
í gær fulltrúa sinn, Matvei
Za'kharo, marskálk, til Kairo og
telja vestrænir fréttamenn í
Moskvu það vísbendingu um, a'ð
hún hafi ekki verfð ýkja hrifin
af árásinni og óttist afleiðing-
arnar. Moskvublöðin sögðu frá
atvikum í stuttum fréttum en
minntust eki á að flugskeytin,
sem grönduðu „Eilat" hefðu
verið frá Rússum komin. Haft
er fyrir satt í Moskvu, að So-
vétstjórnin hafi , undanfarið
leitast við að fá samþykki
egypzku stjórnarinnar fyrir því,
að sovézkir hernaðarsérfræðing-
ar fái meiru að rá'ða en til þessa
um notkun vopnanna, sem
Egyptar fá frá Sovétríkjunum.