Morgunblaðið - 24.10.1967, Síða 32

Morgunblaðið - 24.10.1967, Síða 32
ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 1967 ^ffloókvitck — # kostar kr. 146.825,- hagkvæmir greiðsluskilmálar ' ............. ■■ ......... BIFREIÐAR& LANDBÚNAÐARVÉLAR SUÐURLANDSBRAUT 14 — SÍMI 38600 lUesta sinygl í áratugi 11000 flöskur af gene- ver hafa þcgar komið í leitirnar MESTA smygl hérlendist í áratugi er nú óðum að upplýsast. Hafa alls komið í leitirnar 11000 flöskur af genever, sem fluttar voru hingað til lands frá Antwerpen, með 64 tonna bát. Nokkur hluti smyglsins fannst, sem kunnugt er, um borð í bátnum og við húsleit hjá fimmmenningunum sem á bátnum voru. Mestur hlut smyglsins fannst þó í gær um borð í ryðguðu skipsflaki í fjöru við Gelgjutanga, við Elliða- árvog. Fundust þar samtals um 900 kassar genevers, en í grækveldi fannst einnig nokkur magn á öðrum stað, en þó mun minna. Mennirnir fimm hafa allir verið úrskurðaðir í 60 daga gæzluvarðhald, en yfirheyrzlum og rannsókn málsins er haldið áfram. Báturinn, sem hér um ræðir heitir Ásmundur GK 30. Hann var áður gerður út frá Ólafs- firði undir nafninu Þorleifur Rögnvaldsson ÓF 36. Vitað er, að fimmmenningarnir, sem komu með smyglið til landsins greiddu leiguna af bátnum í víxlum og nam hún um 70 þús. krónum á mánuði. Leigðu þeir bátinn til tveggja mánaða. Báturinn var gerður út á troll veiðar undir nafninu Ásmundur og voru fimmmenningarnir lög- skráðir á hann sem slíkan. Ekk- er.t grunsamlegt hefði þótt við veiðar þessar, ef tollgæzlunni í Reykjavík hefði ekki borizt vit- neskja erlendis frá um að íslenzk ur bátur að nafni Þorleifur Rögn valdsson hafi tekið mikið magn af áfengi í erlendri höfn. Báturinn hélt síðan heimleið- is og hreppti aftaka veður, sem þá geisaði á siglingaleið hans eins og skýrt hefur verið frá í fréttum, en í veðri þessu fór- ust skip með um 60 mönnum og Stúlkurnor llutt- ur irú Bjnrgi STÚLKURNAR fjórar, sem eft- ir voru á skólaheimilinu Bjargi, hafa nú ailar verið fluttar á upptökuheimilið í Kópavogi og munu þær dvelja þar, unz málin viðvíkjandi Bjargi hafa eitthvað skýrzt. Einar Ingimundarson, bæjarfógeti í Ha/narfirði, sagði Mbl. í gærkvöldi, að ekkert hefði verið unnið í málinu í gær, en rannsókn yrði haldið áfram von bráðar. komst m.a. Færeyjarferjan Trondur í mikla hættu. Má telja,*,__ mestu mildi, að smyglararnir fimm skyldu h.afa komizt heilu og höldnu úr þessu ofviðri. Tollgæzlan bað menn sína í ýmsum sjávarplássum að fylgj- ast með komu vélbátsins Þor- leifs Rögnvaldssonar, auk þess sem Landhelgisgæzlan var beð- in að skyggnast eftir bátnum, þegar hann kæmi. Báiturinn kom svo til Hafnarfjarðar á fimmtu- dag. Eftir að hann kom í höfn sigldu skipverjar honum út á fjóann aftur, líklega til að taka til í lestunum því geneverkiass- arnir voru blautir eftir volkið. Komu þeir síðan aftur til Hafn- arfjarðar. Þar hafði tollgæzlan upp á nokkrum hluta smygl- varningsins og aðfaranótt laug- ardags voru fimmmenningarnir handteknir af riannsóknarlögregl unni. í bátnum fundust yfir 1000 Framhald á bls. 31 Lögreglumenn start'a a® þvi að bera geneverkassa burt frá skipsflakinu, en til hægri er Leifur Jónsson, rannsóknarlögreglumaður, ásamt tveimur tollþjónum. (Ljósm. Mb' S'r. Þorm.) Kviknar í nýbyggingu Landspítalans í gærkvöldi — Engir sjúklingar í byggingunni — Fljótlega tókst að slökkva eldinn LAUST fyrir kl. 9 í gærkvöldi kviknaði í austurálmu Land- spítalans, en það er nýbygging, sem ekki hefur enn verið tek- in í notkun. Talið er, að kvikn- að hafi í út frá rafmagnsleiðslu, sem lá í sagi, en síðan hafi eld- urinn læst sig í timburskilrúm á 2. hæð, sem ekki var búið að múrhúða. Þegar að var komið, stóðu eldtungur út um glugga á 2. hæð, en einnig læsti eldurinn sig lítillega upp á 3 hæð. Mikill reykjarmöikkur var í nýbygg- ingunni, aðallega þó á 3. og 4. Straumnes sökk eftir að eldur kom upp í skipinu VÉLBÁTURINN Straumnes SH 109 sökk á Breiðafirði sl. laug- ardag eftir að eldur hafði kom- ið upp í bátnum. Áhöfnin, sem var þrír menn, komst í gúmmí- björgunarbát og flutti vélbátur- inn Hjallanes þá til Stykkis- hólms, þar sem sjópróf í málinu hófust um kvöldmatarleytið á <&■ Iaugardag. Straumnes SH-109. (Ljósm, Sn. Sn.) í viðtali við Mbl. í gær, sagði Jón Magnússon, fulltrúi sýslu- manns Snæfelis- og Hnappa- dalssýslu, að sjóprófinu væri enn ólokið. Væn búið að yfir- heyra skipstjóra og vélstjóra, en eftir væri að yfirheyra þriðja mianninn. f sjóprófinu kom fram, að Straumnes hafði haldið til veiða á föstudagskvöld. Um hádegis- bil á laugardag var áhöfnin stödd fram í lúk3r að snæð- ingi, þegar mennirnir veittu því skyndilega eftirtekt, að ljósin dofnuðu. Fóru þeir þá upp og aftur í og sáu, að eldur var laus í véla rúminu. Fljótlega sáu þeir fé- lagar, að þeir mundu eigi geta slökkt eldinn og kallaði því skip stjóri í talstöðina og bað um aðstoð. Skömmu síðar yfirgáfu þeir bátinn og fóru í gúmmí- björgunarbát. M.B. Felix var í róðri skamont frá Straumnesinu og tók hann mennina um borð og flutti þá yfir í m.b. Hjallanes, sem síðan flutti áhöfn Straumness til Stykkishólms. Varðskipið Aibert kom á vettvang og fórú varðskips- menn um borð í Straumnesið, en réðu ekkert við eldinn. Sökk Straumnesið svo nokkru síðar. Strauimnes var 36 brúttlólestir að stærð, smiðað úr eik í Dan- mörku árið 1946. Á bl. 3 í Mbl. í dag birtast viðtöl við Einar Magnússon, einn af eigendum Straumness, Jón Ólafsson og Þorkel Ólafs- son á m.b. Feiix og Kristján Jakobsson, skipstjóra á Hjalla- nesinu, sem flutti skipsbrots- mennina til Stykkishólms. hæð, og barst nokkur reykur inn á sjúkradeildir barnaspítal- ans og lyfjadeildarinnar, en þó ekki svo, að vandkvæðum olli. Slökkviliðið varð fyrst elds- ins vart og var lagt af stað, áð- ur en kall barst, þar sem reykjar mökkur hafði sézt stíga upp af Landspítalanum frá Slökkvi- stöðinni. Allt slökkviliðið var þegar kallað út og eins slökkvi- liðið frá Reykjavíkurflugvelli. Slökkvistarfið gekk mjög vel og tó.k innan við hálftíma að Framhald á bls. 2 Viöræðurnar heijnst í dug I DAG kl. 15.00 hefst fyrsti ' viðræðufundur fulltrúa ríkis- stjórnarinnar annars vegar og i fulltrúa ASÍ og BSRB hins vegar, um tillögur og aðgerð- ir ríkisstjórnarinnar í efna- hagsmálum. Viðræður þessar eru árang ur af því boði ríkisstjórnar- innar, að ræða þessi mál við stéttarsamtökin og jafnframt hefur verið ákveðið að frv. um efnahagsaðgerðir verði i nefnd, meðan þessar viðræð- ur standa yfir. Saltað í 5300 tunnur — á Seyðisfirði síðasta sólarhring FRÁ ÞVÍ síðdegis á sunnudag þangað til í gærkvöldi var salt- að í 5400 tunnur á Seyðisfirði, og er það mosta söltun þar á einum sólarhring á þessu ári. Saltað var á sjö stöðvum og nam mesta söltun á einni stöð 1600 tunnum, en það var á Haföld- unni. Öll síld, sem borizt hefur til Seyðisfjarðar, fer í salt. Þar hafa nú verið saltaðar 18300 tunnur. Á Raufarhöfn hefur ekkert verið saltað síðustu tíu daga, en alls hafa verið saltaðar þar 25.400 tunnur á sex stöðvum. Hæst er Norðursíld með 6274 tunnur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.