Morgunblaðið - 04.11.1967, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.11.1967, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. NÓV. 198T Ólafur ðlofsson, Skúlovík — Minningurorð HANN andaðist 30. október sl. á Landsspítalanum í Reykja- vík, á áttugasta og níunda ald- ursári. Með honum etr horfinn af sjónarsviðinu, búhöldur góður, traustur maður og vel gerður og má vera minnisstæður þeim, er nutu ástúðlegrar umhyggju og órofa vináttu. Ólafur Ólafsson fæddist 13. júní, 1879, að Lágadal í ísa- fjarðardjúpi, sonur Ólafs Jóns- sonar bónda þar, síðar í Reykja firði, og konu hans Salvarar Kristjánsdóttur. Að þeim stóðu traustir ættstofnar dugmikilla bænda þar í héraði og víða um Vesitfjörðu. Ólafur vann að búi foreldra sinna og við sjóróðra á vertíð- um við Djúp fram til 27 ára aldurs. Árið 1906 kvæntist hann Guðbjörgu Friðriksdóttur. 'Næstu sex árin bjuggu þau í samibýli við foreldra Ólafs í Reykjafirði. Árið 1912 keypti Ólafur jörð ina Skálavík við Mjóafjörð í Reykjafjarðarhreppi, fallega jörð með nokkrum hlunnind- um. Ólafur mun eins og fleiri á þeim tímum hafa byrjað bú skap við lítil efni, en ráðdeild og búhy.ggindi brugðust hon- um ekki. Jörð sína hefur hann húsað og ræktað stórmann- lega miðað við þá táma. Á ár- inu 1922 byggði hann myndar- leg penings'hús fyrir 240 fjár og 14 stórgripi og á árinu 1933—1934 byggði hann vand- að íbúðarhús. Búskapur Ólafs var alltaf með miklum myndarbrag og vel séð fyrir öllu af hans hálfu. Mun hann ekki hafa unað því, að fóður skorti né aðra björg í bú. Hann var höfðingi heim að sækja og fagnaði gestum sín- um af rausn og hjartahlýju. Ólafur hafði með höndum flest þau trúnaðarstörf, sem bænd- ur verða á sig að taka fyrir sveit sína. Hann var um skeið oddviíti, átti sæti í hreppsnefnd í áratugi, fulltrúi í héraðsmála fundum — og í skólanefnd Reykjaness-skólans á fyrstu áT um hans. Símstjóri var hann í Skálavík frá þvi að sími kom þar. f öllurn þessum störfum fór hann að með gát, en þekn hygg indum og heilindum, sem aldrei brugðust honum. Konu sína missti Ólafur eftir 17 ára sambúð. Þeim varð ekki barna auðið, en kjördóttir þeirra var Jónma Jórunn, fyrri kona Eiríks Stefánssonar kenn- ara í Reykjavík. Sonur kjör- dóttur þeirra, Skálavíkurthjóna, Geir Baldursson, sem ólst upp hjá afa sínutm, hefur nú tekið ‘"'•/ui.i....,,. Atvinnurekendur Höfum ávallt fyrirliggjandi: Sápuskammtara og sápulög: Anti-Bacterial: Fyrir sjúkrahús og mat- vælaframleiðslu. Parfumed: fyrir skrifstofur og heimahús. Izal handhreinsi: Fyrir verkstæði. Nánari upplýsingar góðfúslega veittar 'ÁPPIRSVORURK SKÚLAGÖTU 32,- SÍMI 21530. LEITID UPPLY5INGA STROMIT fljótandi plastefni er vetrarþéttiefnið. Má bera á í bleytu og við hitastig niður að 0°C. Stromit plastefni er bezta þakhúðunar- gólfhúðunar- og þétti-efnið. Það bindur sig mjög vel og varanlega við steinsteypu, tré og málma. Hefur mikið þanþol og er afar slitsterkt. Þolir mikinn hita og frost, sýrur og sölt. Stromit plastefnin hafa verið reynd um 10 ára skeið í Þýzkalandi við erfiðustu aðstæður með mjög góðum árangri. Fáanlegt í smáskömmtum eða á heil hús. Seljum á þök, gólf og geyma ef óskað er. Stromit eru efni, sem hæfa íslenzkri veðráttu. Upplýsingar í síma 34500 og á kvöldin og um helgar í síma 33655. STROMIT plastefni við jörð og búi í Skálavík á- samt Inga Hermannsyni, sem einnig er uppalinn í Skálavík. Auk hans ólst upp hjá afa sín um Ólafur Jónsson, læknir nú starfandi í Reykjavík, sonur Kristínar dóttur Ólafs, sem gift er Oddi Kristjánssyni og eru þau búsett í Reykjavík. Þrjú vandalaus börn ólust upp hjá Ólafi í Skálavík. Dætrum sín- um og fósturbörnum sýndi hann mikla umhyggju og ástúð. Á fjórða áratug hefur Dag- björt Kristjánsdóttir verið ráðs kona ólafs og veitt heimili hans forstöðu af einstæðum myndarskap og annazt hann af miikilli umhyggju þegar halla tók undan með heilsu hansi. Ólafur mat ráðskonu sína mikils og það munu á- neiðanlega hans nánustu einn- ig gera og við vinir hans meg- um og þessa minnast nú, sem eigum honum og þá jafnframt Dagbjörtu svo margt að þakka. frábærar móttökur á heimili þeirra og ótorigðul vinakynni. Háöldruðum manni er hvíld- in góð, þegar heilsa eo- farin. Ekkert er sjálfsagðara en að gera ráð fyrir svo eðlil'egri og réttlátri lausn af hendi forsjón ar lífsins. Slíkra manna sem Ólafs í Skálavík er saknað vegna ein- stakra mannkosta. Um hann mátti með sannindum segja: „Betri eru Háifdan heitin þín en handsöl annarra manna“. Trygglyndi hans, trúmennska og hreinlyndi er okkur vinum hans ógleymanleg. Hann var góður fulltrúi þeirra, sem um síðustu aldamót hófust handa um að láta drauma skálda — og hugsjónamanna rætast í verki i— með því „að elska, byggja og treysta á landið“. AffaLsteinn Eiríksson. í DAG er til moldar borinn að hinum forna Vatnsfjarðarstað Ólafur Ólafsson, fyrrum bóndi í Skálavík við ísafjarðardjúp. Með honum hverfur af sjónar- sviðinu einn merkasti og eftir- minnilegasti bændahöfðingi á Vesittfjörðum, frábær atorkumað ur og snyrtimenni. Ólafur í Skálavík hóf búskap sinn við litil efni. En hann varð fljótlega bjargálnamaður, og síðar talinn ágætlega efnum bú inn. Hyggindi og ráðdeild voru megineinkenni allra fram- kvæmda hans og ráðagerða. Hann naut óskoraðs trausts allra þeirra er kynntust honum. Þess vegna voru honum faHn mörg trúnaðarstörf í sveit sinni og héraði. Á máletfnum héraðs- skólans í Reykjanesi hafði hann jafnan ríkan áhuga og var um langt skeið í skóla- nefnd hans. Heimilið í Skála- vík hefur jafnan verið meðal fremstu heimila við ísafjarðar- djúp. Þar ríkti hin mesta gest- risni og sannur höfðingsskapur. Eru mér í fersku minni marg- ar heimsóknir á þetta fagra höfuðbói Það var sama hvort þar var komið að nóttu eða degi. Fölskvalaus hlýja og ein- læg vinátta mótaði allar mót- tökur og allan viðurgerning. Ólafur í Skálavík og Dagbjört Kristjánsdóttir, sem stóð fyrir búi hans eins lengi og ég man voru heil í öllu, sem þau gerðu. Enda þótt ýmislegt mótlæti mætti Ólafi í Skállavík á lífs- leiðinni var hann samt mikill gæfumaður. Hann unni jörð sinni og heimahögum heilshug- ar og eitt höfuðtakmark hans í lífinu var að fegra og bæta höf- uðból sitt. Það var honum þess vegna mikið fagnaðarefni á efstu árum að umgir og mynd- arlegir menn tóku við búskap af honum í Skálavík, dóttur- sonur hans, Geir Baldursson og Ingi Hermannsson, siem báðir eru uppaldir í Skálaví'k. Munu þeir og konur þeirra halda á- fram að gera garðinn frægan á þessu fagra býlL En mikið skarð er engu að síður fyrir skildi, þegar Ólafur ólafsson er faillinn frá. Norður-ísfirðingar og aðrir þeir er þekktu þennan heiðurs- mann munu jafnan minnast hans með þakklæti og virðingu. Hann var sómi stétrtar sinnar og héraðs. Ég þakka þessum toorfna vini og fólki han® langa og trausta vináttu um leið og ég votta ástvinum hans og skylduliði öllu einlæga samúð við fráfall hans. S. Bj. Ungnr maðnr með Verzlunarskólamenntun og sjö ára reynslu í skrifstofustörfum óskar eftir vel launuðu starfi strax. Hefur unnið við inn- og útflutningsstörf baeði hér heima og erlendis. Þeir sem áhuga hafa á þessu vinsamlegast leggi nöfn sín inn á afgreiðslu Morg- unblaðsins fyrir 8. nóvember merkt: „313“. LITAVER Vinyl — Plast — Linoleum GÓLFDÚKUR Verð frá kr. 100 per. ferm. LITAVER Grensásvegi 22—24. Símar 30280 og 32262. SKEMMTUN þátttakenda í „Sólskinsferðum“ „m/s Gullfoss“. og gesta þeirra verður í Þjóðleikhúskjallaranum fimmtudaginn 9. nóvember kl. 21. Sýndar verða myndir úr báðum sólskins. ferðunum. — Dans. Samtök þátttakenda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.