Morgunblaðið - 04.11.1967, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.11.1967, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. NOV. 19B7 k Anna Sveinsdóttir Háeyri — Minning ANNA SVEINSDÓTTIR, Háeyri, verður jarðsett frá Eyrarbakka- kirkju í dag, laugardaginn 4. nóvember. Hún lézt hinn 24. okt. sl. eftir skamma en stranga sjúk. dómslegu. Hún var flutt á sjúkra hús í Reykjavík fyrstu dagana í október og átti ekki afturkvæmt til heimilis síns — í tölu lifenda. Anna Sveinsdóttir var fædd 28. janúar 1896. Foreldrar hennar voru hjónin Sveinn Sveinsson og Ingunn Sigurðardóttir, hjón að Ósi á Eyrarbakka. Hún giftist 27. okt 1921 Páli Grímssyni útvegs- bónda að Nesi í Selvogi, for- manni í Þorlákshöfn — gagn- merkum manni og þekktum. Þau bjuggu að Nesí og eignuðust tvö börn, Pál ag Valgerði, sem bæði eru nú búandi, hann í Hafnar- firði en hún á Eyrarbakka. Eftir að Anna misti mann sinn hinn 22. apríl 1928, fluttist hún aftur að Eyrarbakka, með tvö börn sín ung og hélt bú með bróður sínum, Sigurði skósmið að Sunnuhvoli. Þau tóku til sín foreldra sina, aldna og ellisjúka og ólu önn fyrir þeim meðan þau þurftu þess við, var það Önnu sérstaklega erfitt hlutverk, þar sem þau urðu bæði mjög elli- hrum og þurftu mikillar umönn- unar við, en hún leysti það af hendi með sérstökum dugnaði og fórnfýsi. Þau syskin héldu heimili sam- an um 17 ára skeið. Þá voru for- eldrar þeirra bæði dáin bg börn hennar horfin úr heimahúsum og sjálf búin að stofna sín eigin heimili. Hlutverk önnu sem húsmóður og uppalda var ekki þar með lok ið. Árið 1945 tók hún að sér heimili Jóhanns B. Lotftssonar, Sölkutóft, hér á Eyrarbakka, sem þá hafði fyrir nokkru misst konu sína frá 10 börnum, sex undir fermingaraldri. Þar var hlutverk sem Anna átti eftir að skila með sérstakri alúð, fórnfýsi og nær- gætni. Þessum bömum Jóhanns gekk Anna í móðurstað, annaðist þau og heimili hans alla tið síð- an meðan heilsa og líf entist. Óhætt er að segja, að þau nutu hjá henni móðurumhyggju og ástúðar, eins og þau væru henn- ar börn, enda áttu þau Jóhann, ásamt börnum hans sérstaklega hugljúf ag ánægjulegt heimili alla tíð. Börnin guldu. svo fósturlaunin með kærleika og tryggð við hana engu síður en við föður sinn. — Æskuheimili þeirra varð þeim sameiningartákn fjölskyldunnar, einnig eftir að þau höfðu sjálf stofnað heimili víðsvegar, eins og gengur. Þetta er í stórum dráttum ytri saga önnu Sveinsdóttur, eins og hún kemur fram í huga sam- ferðamanna og nágranna. Ást- vinirnir, börn, fósturbörn, syst- kini og nánir vinir vefa svo þétt- ari minningavef úr öllum per- sónule.gri þáttum lífs hennar, sem þau nutu svo mikils og sem þau nú sakna svo mjög og þakka. UNDARBÆR GÖMLUDANSA KLUBBURINN Gömlu dansarnir í kvöld PoíVa kvartettinn leikur. Húsið opnað kl. 8,30. Lindarbær er að Lindai- götu 9. Gengið inn frá Skuggasundi. Simi 21971. Ath. Aðgöngumiðar seld- ir kl. 5—6. En það var ekki einungis vandafólk önnu, sem naut um- hyggju hennar og ástúðar. Hverj um sem kynntist henni eitthvað að ráði, eða jafnvel þó hann að- eins stæði álengdar var ljóst að þar fór kona sem átti ríka sam- úð með öllu og öllum sem að einhverju leyti stóð höllum fæti í lífinu. Og hún taldi ekki eftir sér sporin eða fyrirhöfn til að rétta þar hönd til hjálpar, eftir því sem í hennar valdi stóð. Eftir að heimilisannir léttust en vinnuþrek var enn fyrir hendi, tók Anna að vinna utan heimilis. og þá helzt hjá Hrað- frystistöðinni hér á Eyrarbakka. Þar hafði hún unnið meira og minna, mörg hin síðari ár, og allt fram á síðastliðið sumar, eða þar til hún kenndj veikinda þeirra er urðu hennar síðustu. Samstarfsfólk hennar þar send ir henni ástúðarkveðjur og þakk ir, fyrir löng ag góð kynni, sem aldrei bar skugga á. Á sama hátt munu Eyrbekkingar allir vilja flytja henni þakkir fyrir langa samveru, órofatryggð við æsk.u- stöðvarnar ' og starf hennar allt á langri ævi. Ástvinum öllum flytjum við innilegustu samúðarkveðjur. Vigfús Jónsson. PovjtvnnlvínMt* RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSLA*SKRIFSTOFA SÍIVll IQ.IOO Bridge ingskeppni Bridgefélags Reykja- vikur er lokið og varð röð efstu þessi: 1. Benedikt Jóhannsson Lárus Karlsson 760 st. 2. Jóhann Jóhannsson Gunnl. Kristjánsson 727 — 3. Jóhann Jónsson Ólafur H. Ólafsson 723 — 4. Hörður Blöndal Jón H. Jónsson 714 — 5. Stefán Guðjohnsen Eggert Benónýsson 707 — 6. Guðjón Jóhannsson Þórhallur Þorsteinsson 704 — 7. Vilhjálmur Sigurðsson Steinþór Ásgeirsson 703 — 8. Símon Símonarson Þorgeir Sigurðsson 694 — 9. Jón Ásbjörnsson Karl Sigurhjartarson 693 — 10. Óli M. Jónsson Páll Bergsson 677 — Úrslitakeppninni verður skipt í tvo riðla og spila 24 efstu pör- in um meistaratitil félagsins. — Eftir fyrstu umferð er staðan þessi í úrslitakeppninni: 1. Jón Ásbjörnsson Karl Sigurhjartarson + 61 2. Steinþór Ásgeirsson Vilhjálmur Sigurðsson + 56 3. Óli M. Guðmundsson Páll Bergsson + 55 4. Benedikt Jóhannsson Lárus Karlsson + 54 5. Gunnl. Kristjánsson Jóhann Jóhannsson + 34 6. Hörður Blöndal Jón H. Jónsson + 33 7. Hjalti Eiíasson Ásmundur Pálsson + 31 8. Símon Símonarson Þorgeir Sigurðsson + 17 9. Hallur Símonarson Þórir Sigurðsson + 12 10. Jóhann Jónsson Ólafur H. Ólafsson + 3 Frá Vottum Jehóva í Reykjavík er nú staddur sér- stakur fulltrúi alþjóðasamtaka Votta Jehóva, R.E. Abrahamson, en hann á að hafa ums.jón með söfnuðum Votta Jehóva í Norð- ur- og Vestur-Evrópu. Hann mun dvelja þessa viku í Reykja- vík og flytja ræðu í Félags- hemili Vals við Flugvallarbraut á laugardaginn kl. 20, en ræðan heitir: „Kristni söfnuðurinn og sör.n tilbeiðsla". Hann mun síð- an heimsækja söfnuðina í Kefla- vik og AkureyrL Vattar Jehóva bjóða alla vel- komna, til að hlusta á ræðu Abrahamsonar á laugardaginn og eins að hlusta á opinberan fyrirlestur, sem verður fluttur kL 17. á sunnudaginn (Frá Vottum Jehova). Ofangreindur árangur er mið- aður við frávik frá meðalskor, sem er 352 eftir kvöldið. Næsta umferð í keppninni verður nk. þriðjudagskvöld og hefst kl. 20. — Minning Framhald af bls. 18 neina tæpitungu um það, sem honum fannst órétt eða miður fara. Ég hygg að hann hafi átt erfitt með að þola réttu máli hallað og fjarri skapi hans, að láta múgsefjun nútímans rugla dómgreind sína eða mat á einu né neinu. Steindór Eiríksson er nú all«ur, en minning hans lifir. „Að þræða sinn einstíg á alfarabraut að eilífu er listanna göfuga þraut, að aka seglum á eigin sjó, einn, meðal þúsunda fylgdar“. E.B. Sigurður Sigurmundsson, Hvítárholti. Umm INGOLFS-CAFE Gömlu dansarnir í kvöld kl, 9 Hljómsveit JÓHANNESAR EGGERTSSONAR. Söngvari: GRÉTAR GUÐMUNDSSON. Aðgöngumiðasala frá kl. 5. — Sími 12826. C3LAUMBÆR SÓLÓ leika og syngja. GLAUMBÆR smnm KLUBBURIN í BLÓMASAL TRÍÓ ELFAR8 BTRG SÖNGKONA: MJÖLL HÓLM ÍTALSKI SALURINN RONDÓ TRÍOIR Borðpantanir i sima 35355. — OPIÐ TIL KL. 1 Matur framreiddur frá kl. 7 e.h. CATEBPILLAR D9. G. 66A. 1000 Series 1963. Útbúin með vökva- knúinni, skekkjanlegri tönn og vökva ripper. Vél í góðu ásig- komulagi .Gírnotkun 40%. Verð ............ £ 15.000 C.I.F. CATERPILLiAB D8. H. .46A. 6000 Series 1963. Útbúin með vökva- knúinni skjekkanlegri tönn og vökva ripper.. Vél í góðu ásig- komulagi. Gírnotkun 50%. Verð ............. £ 11.500 C.I.F. CATERPILLAR D7. E. 48A. 1962 Series 1000. Útbúin með vökva- knúinni skekkjanlegri tönn. Vél í góðu ásigkomulagi. Gírnotkun 75%. Verð ............. £ 6.000 C.I.F. MICHIGAN 55A. Series 1. 1960. 4ra hjóla drif. Knúin með Ford dieselvél, 1% cu. yd. (3/4 cu. meter) blokk. Ný dekk, vél yfir- farin. f mjög góðu ásigkomulagi. Verð ............. £ 2.150 C.I.F. MICHIGAN 75A. Series 2. 1964. 4ra hjóla drif. Með General Motors dieselvél, 1% cu. yd. (11/4 cu. meter) blokk. Vagndekk 50%, vél yfirfarin. Nýásettur lyftiútbúnað- ur. Öll í mjög góðu og vinnuhæfu ástandi. Verð .............. £ 3.500 C.I.F. MICHIGAN 75A. Series 1. 1961. 4ra hjóla drif. Með Leyland diesel vél, 1% cu. yd. (11/4 cu. meter) blokk. Ný dekk. Vél yfirfarin. Vagninn í mjög góðu ásigkomu- lagi. Verð ............ £ 2.700 C.I.F. CATERPILLAR 977H. 53A. 1000 Series. 1961. Girnotkun 60% góð. Vél nýlega yfirfarin. Að öllu leyti í góðu ásigkomulagi. Verð ............:. £ 5.395 C.I.F. COLES RANGER vagnkrani 25 tonna lyftiafli. Grunnhalli 30 yd. (10 metrar), mesti grunnhalli 120 yd. (40 metrar). Lyftitæki knú- in með Ford 4D vél. Vagninn knú- inn með A.E.C. 11,3 dieselvél. Verð ............. £ 12.500 C.I.F. Varahlutir fást í: CATERPILLAR, EUCLID, ALLIS CHALMERS, JOHN DEERE, FIAT o.fl. FYRIR FREKARI UPPLYSINGER VINSAMLEGAST HAFID SAMBAND VID: MOORE'S PLANT LIMITED, OVERSEAS DIVISION, MARKFIELD RD„ LONDON N.15, ENGLAND. 01-808 3070 Greiðsluskilmálar eftir samkomu- lagi Venjulegir skilmálar eru gegn greiðsluviðurkenningu .Afborgun- arskilmálar koma einnig til greina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.