Morgunblaðið - 04.11.1967, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.11.1967, Blaðsíða 28
\ HJARTA BORGARINNAR ALMENNAR TRYGGINGAR £ LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 1967 Wolsoy KVENNYLON SOKKAR 12, 20 og 30 denier. Porísorbúðin Austurstræti 8. innflutning matvæla Hagkaup hefur milliliöalausan Þessi mynd sýnir betur en orð fá lýst þær stórfelldu skemmdir, bryggju. sem orðið hafa á Hríseyjar- Ljósm. Sv. P. Allir flutningar að og frá Hrísey í smábátum Alvarlegt tjón á bryggjunni og bátalœginu Akureyri, 3. nóvember. — Skemmdir þær, sem urðu á hafskipabryggjunni í Hrísey, þegar Goðafoss var að fara þaðan á dögunum, hafa nú verið kannaðar með aðstoð kafara. Einnig hafa verið í eynni verkfræðingur Vita- og hafnarmálaskrifstofunnar, og Olía frá Rússlandi — fyrir um 400 milljónir króna I gær var undirritaður við- skiptasamningur um olíukaup milii íslands og Rússlands. Samkvæmt honum kaupa Is- lendingar oliu frá Rússlandi á næsta ári fyrir u.þ.b. 400 millj- ónir íslenzkra króna. Er undirritun þessa samnings í samræmi við gildandi við- skiptasamninga á milli Islands og Sovétrikjanna. Gildir samn- ingurinn fyrir næsta ár. fulltrúi frá Sjóvátryggingafé- lagi íslands. Goðafoss hafði komið við í Hrísey til að taka freðfisk. Þegar skipið ætlaði að leggja frá bryggju, um hádegi á þriðju- dag, var komin háfjara svo að skipið stóð fast í hinum sendna botni. í stað þess að bíða flóðs- ins voru aflvélar látnar vinna tffl að losa skipið þrátt fyrir aðvaranir hafnarvarðar og tók það allangan tíma. Lá skipið vestan á bryggjuhauisnum og sneri skut að hafnarmynninu. Við iðuna frá skrúfunni komst mikil hreyfing á sjóinn svo að mikill sandur sogaðist inn í kvína, sem er bátalægi þeirra Hríseyinga. Var þó varla á bæt- andi sandburðinn inn á leguna, sem hafði verið til stórvand- ræða fyrir. Fyrst eftir að skipið fór bar ekki á neinum skemmdum á bryggjunni, en síðdegis fóru að heyrast brestir í gólfinu, sprungur tóku að myndast og igiólfið að síga. Undir kvöld brast svo gólfið í bryggjuhausn- um niður fremst og féll þar niður um þriðjungur gólfsins, 12C fermetrar. Liggja nú brot- in á stálböndum, sem halda stál þili bryggjunnar saman. Einnig Fulltrúar H-nefnd- car á Dalvílc er stálþilið nokkuð sigið á norðvesturhorni bryggjunnar. Talið er nú, að um 1000 rúm- metrar af sandi hafi runnið und- Framhald á bls. 27 Framkvæmdastjóri HAG- KAUPS, Pálmi Jónsson og Valdi1 mair Kristinsson, viðskiptafræð- ingur kölluðu blaðamenn á fund í gær og slkýrðu þeim frá því, að Hagkaiup hefði nú í hyggju að hefja milliliðalausnn innflutn ing matvæla o.fl. með nýjum hætti, er miðaði að lækkun vöruverðs. Stefnt er að því að gera fyrir- tækið að a.lm.enningshlutafélagi. Sögðu þeir, að Hagkaup hefði gert nokkrar tilraunir með sölu á matvælum við lágu verði að undanfömu, en nú væri svo komið, að kaupmenn og kaup- félög hefðu þvingað heildsala tiil að hætta viðskiptum við þá. Fyrir þá sök hefði Hag.kaup ákveðið milliliðalausan innflutn ing matvæla o.fl. Hagkaup hugsar sér að bjóða almenningi þau kjör, að hver sá, sem leggur peninga inn hjá fyrirtækinu, fái rétt til að kaupa vörur með lága verðinu fyrir tífalda peningaupphæðina sem hann leggur inn árlega. Ef menn leggja þannig fram t.d. 1000 kr., öðlast þeir rétt til að verzla fyrir 10.000 kr. á hverju ári og er upphæðin því lögð fram í eitt skipti fyrir öll og fæst endurgreidd eftir ákveðn- um reglum. Byrjað verður á að verzla með fáar vöruteg- Framhald á bls. 27 Hetjudáð í Kópavogi SJÖ ára gamall drengur í Kópavogi vann í gær það af- rek að bjarga jafnaldra sín- um frá drukknun. Voru atvik þau, að drengirnir voru að leika sér á bæjarbryggjunni í Kópavogi, er annar þeirra féll skyndilega fram af henni og í sjóinn. Félagi hans var viðbragðssnar og rétti til hans spýtu, sem hann gat haldið í unz hjálp barst. Er full ástæða til að brýna alvarlega fyrir fólki að reyna að halda börnum sínum frá bryggjunni, því lífshættulegt getur verið fyrir þau að vera þar að leik. Dalvik, 3. október. í DAG komu til Dalvíkur á veg- um H.-nefndar Einar Pálsson, og Erik Hallen, forstöðumaður öryggisdeildar sænsku H-nefnd- innar. Með þeim í förinni er Gísli Ólafsson, yfirlögreglu- þjónn á Akureyri. TilgangUT þeirra er að kynna Hallen sjón- armið íbúa í byggðarlögum og kaupstöðum af mismunandi stærð, og varð Dalvík fyrir val- inu sem samnefnari kauptún- anna. Til fundar við þá komu Hilmar Daníelsson, sveitarstjóri, Kristján Jóhannesson hrepp- stjóri, fulltrúar slysavarnafé- lagsins, Helgi Þorsteinsson, skólastjóri og Þorsteinn Péturs- on, lögregluþjónn, en hann mun á vegum slysv.fél. annast H- starf á Dalvík. Á fundinum var rætt um ýmis framkvæmdarat- riði og vandamál hægri umferð- ar og bornar fram fyrirspumir á báða bóga. Einar var mjög ánægður með fundinn og taldi undirtektir heimamanna mjög jákvæðar. M.a. skýrði hann frá því, að um miðjan nóvember hæfust sérstakir umferðarþættir í útvarpinu, en um frekara skipulag fræðslustarfs H-nefnd- ar væri enn ekki fullráðið. Hins vegar eru væntanlegir til lands- ins bráðlega sænskir sérfræð- ingar, sem munu leiðbeina um fræðslustarf í skólutm og meðal almennings. Frá Dalvík halda þeir félagar til Akureyrar og ræða við ýmsa forystumenn þar. — Fréttaritari. Mynd þessi var tekin í á Krosssandi fyrir Landeyjum í gær þar sem vatnið, sem í framtíðinni á að renna til Vestmannaeyja um neðansjávarleiðslu, kemur út úr enda rörsins á sandinum, — skammt frá sjó. Á myndinni má kenna Ingólf Jónsson (á miðri myndinni) og honum á hægri hönd Magnús Magnússon, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum, en honum til vinstri (snýr hlið að ljós myndara), Erlend Árnason á Skrúðsbakka, oddvita A-Landeyinga. Á milli Erlends og frétta manns sjónvarpsins, sést Guðlaugur Gíslason alþingismaður, en nokkuð til vinstri á myndinni er Sigurgeir Kristjánsson, forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja (með Ijósan hatt). Ljósm. vig. Mesta vatnsveituf r a mkvæmd strjálbýlissveitarfélags — Miklum áfanga náð í vatnslögn til Vestmannaeyfa Austur-Landeyjum KLUKKAN RÚMLEGA TVÖ í DAG urðu þau merku tímamót í framkvæmdaxnál- um Ausitur-Landeyinga að sameiginleg vatnsveita var form lega opnuð. Liggur hún um alla sveitina, sem telur 40 býli á um 100 ferkílómetrum lands, en vatnslögnin um sveitina er sam- tals 53 km. á lengd. Mun þetta vera mesta vatnsveitufram- kvæmd, sem eitt strjálbýlis- sveitarfélag hefur lagt í hér á landi. Það var oddviti Austur-Land eyinga, Erlendur Árnason bóndi á Skíðbakka, sem opnaði hina nýju veitu, en hún er angi af hinni stóru vatnisveitu Vest- mannaeyinga, sem tekin er úr lind í Syðstu-Merkurlandi úr svonefndum Dölum og heitir Mörhlíð, þar seim lindin renn- ur. En vatnið er tekið í 220 metra hæð og fyrst leitt ofan i Dali, þar næst yfir 160 metra háan háls og síðan að Mark- anfljótsbrú neðanjarðar, en ligg Framhald á bls. 27 » I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.