Morgunblaðið - 07.11.1967, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓV. 1967
7
Hann þekkir veginn út úr kvölinni
ÁKE Wallin veit, að það er til
vegur út úr kvölinni. Hann
hefur nefnilega gengið þenn-
an veg sjálfur. í tiu ár var
hann frjáls maður í aðeins 7
mánuði. Og þó var hann í
rauninni aldrei frjáls, því að
áfengið og eiturlyfin bundu
hann alltaf. Slíkur bakgrunn-
ur í lífi manns lætur alltaf
merki etfir sig. Þannig er það
einnig með Áke Wallin. Þess
vegna vill hann heldur tala
um VEGINN út úr kvala-vit-
inu, en vítið sjálft. Fyrir hann
heitir sá vegur endurfæðing
— hjálpræði. Hann er sann-
færður um, að þetta er hinn
rétti vegur fyrir alla hina, sem
enn eru á bak við múrana.
Það var kvöld eitt 1958. Þá
hafði Áke Wallin verið aðeins
nokkra mánuði fyrir utan
fangelsismúrana. Þetta kvöld
studdu óþekkt atvik að því,
að hann gekk inn á kristi-
lega samkomu. Það var þarna
sem undrið skeði, er um-
breytti lífi hans.
Hann talar lágt og yfirveg-
ar hvert orð við fréttamann-
inn, sem þessi litla grein leit-
ar til með heimildir. Það
leynir sér ekki, að hann vill
vera varkár. Hann vill ekki
nota sterka liti, vill hvergi
auka við. En þó vill hann í
engu afneita því, hvílíka þýð
ingu þetta kvöld hafði fyrir
líf hans.
— Ég beygði mig, segir
hann. — Ég nota málvenju
hinna trúuðu, því að nú hef
ég verið svo mörg ár á með-
al þeirra. Það er ávallt mjög
erfitt fyrir manninn að
beygja sig, að viðurkenna að
maður geti hvorki axlað
byrðarnar né kringumstæð-
urnar sjálfur, hvað þá afleið-
ingarnar. Ekki get ég sagt, að
á þessari kvöldstund hafi öll
vandamál mín verið leyst.
Hitt væri sannara, að þá hafi
bætzt við ný vandamál. Ég
var kominn að þeim mörk-
um, að ég sá, að ég varð að
gera upp við meðbræður
mína, mennina, sem ég hafði
svikið og táldregið. Mér
skildist, að þetta yrðu þung
skref að ganga.
Eftir þetta kvöld freistað-
ist ég margsinnis af þeirri
hugsun, að gefa allt upp á
bátinn. Æ ofan í æ stóð ég
á þeim mörkum að hverfa aft
ur til baka, til hins ábyrgð-
arlausa lífs, er ég hafði lif-
að áður. Hann segir þetta
blátt áfram, með einföldum
orðum, auðmjúkur. Hann ját
ar, að hann hafi átt margar
erfiðar stundir eftir „þetta
kvöld".
— En þeir báðu fyrir mér.
Hann segir þessi orð með
meiri reisn en áður, og lyftir
sér eilítið í sætinu. Hann
veit, að þetta hreif. Þessir
nýju vinir hans báðu fyrir
honum, gáfu honum ný tæki-
færi. Það leynir sér ekki, að
hann stórvirðir þá einmitt
fyrir þetta. Vegna þess hreina
andrúmslofts, eðlilegu og
ljúfu gleði, auðmjúku trúar-
sannfæringar, sem alltaf um-
vafði hann, vermandi og
styðjandi, þá missti hann
aldrei kjarkinn.
Áke Wallin veit, að það er
til vegur út úr kvala-vítinu.
í dag ferðast hann um
landið þvert og endilangt
(Svíþjóð) með konu sinni.
Hún heitir Barbro og er
sænsk eins og hann. Hún er
alin upp í andrúmslofti trú-
ar, hreinleika og kærleika.
Barbro er dóttir þekkts for-
stöðumanns í frjálsum söfn-
uði. Hún hafði stefnt að lang-
skólanámi, en þegar hún
hafði lokið stúdentsprófi
snéri hún sínu kvæði í kross.
Hún vildi heldur velja sér
það hlutverk, fyrir stutt ævi
skeið, að vinna mennina fyr-
ir Krist.
— Við kynntumst fyrir 5
árum, segir Wallin, — gegn-
um fjölþætt vakningarstarf,
sem söfnuður hennar rekur.
Ég hefði aldrei leyft mér að
hugsa það, að þessi unga
stúlka ætti eftir að verða kon-
an mín. En við uppgötvuðum
það bæði að áhugi okkar og
markmið féllu að sömu unn.
Eftir nokkurn tíma vorum við
tvö orðin eitt. Annars erum
við svo ólík, sem hugsazt get-
ur. Barbro hefur alizt upp í
þróttmiklum, kristnum söfn-
uði. Hún þekkir það líf frá
blautu barnsbeini, út og inn,
viðfangsefni þess og vanda-
miál. Bakgrunnur minn og
hennar eru því eins ólík-
ir og myrkur og ljós.
En ef til vi'll er það
einmitt þess vegna, sem
við ‘fyllum hvort annað svo
vel upp, sem raun ber vitni.
Wallin hefur boðskap að
flytja. Það hrærir huga hinna
ungu að heyra hann flytja
þennan boðskap. Það brýnir
metnað margra, að heyra
hann lýsa því, hvernig honum
tókst að brjóta innsta hring
bölvald lífs síns og loka fang-
elsisdyrunum fyrir fullt og
allt að baki sér. Auk þess að
ná með Guðsorð til allra, og
syngja fyrir alla, hafa þau
brennandi áhuga á því að ná
til samkvæmishúsa þeirra
sem æskufólkið safnazt sam-
an. f sumum borgum tala þau
og syngja til 4—500 æsku-
fólks á þessum óheillavæn-
legu stöðum, þar sem synd
og lestir eru í hávegum hafð-
ir. Unga fólkið hlustar, því
að Wallin getur talað við
þetta fólk eins og enginn ann-
ar. Það finnur að hann skil-
ur neyð þeirra, því að hún
var einu sinni neyð hans
sjálfs. Þess vegna hrærist það
margoft til tára, er hann
bendir þeim á veginn út úr
kvölinni.
Þessi hjón sem hér hefur
verið minnzt á, eru einhverj-
ir eftirsóttustu boðberar fagn
aðarerindisins í Svíþjóð ein-
mitt nú. Geta þau ekki nánd-
arnærri fullnægt öllum þeim
beiðnum, er berast þeim úr
öllum áttum. Þau koma til ís-
lands aðfaranótt miðvikudags
8. nóvember, ef Guð lofar.
Með og frá sama degi og til
sunnudagsins 12. sama mán-
aðar, tala þau og syngja í
Fíladelfíu í Reykjavík, hvert
kvöld kl. 8.30. Eftir það fara
þau til Vestmannaeyja og síð
an til Keflavíkur og tala og
syngja hjá Hvítasunnumönn-
um (Betel í Vestmannaeyjum
og Fíladelfíu í Keflavík),
jafnlangan tíma á hverjum
stað.
Ásmundur Eiríksson.
GENGISSKRANING
»r. 82 - 23. október 1967.
Binin Kaup Sola
1 Sterllngspund 119,55 119,85
1 Bandar. dollar 42,95 43,06
1 Knnadadollar 40,00 40,11
100 Danskar krónur •10,85 620,45
100 Jíorskar krónur 600,46 602,00
100 Sænskar krónur •30,05 832,20
100 Flnnsk mörk 1.028,12 1.030,76
100 Fr. frankar 875,76 078,00
ioo Belg. frankar 86,53 86,75
100 Svlssn. frankar 989,35 991,90
100 Cyllini 1.194,50 1.197,56
100 Tókkn. kr. 596,40 598,00
100 V.-Þýik nörk 1.072,84 1.075,60
100 Lírur 6,90 6,92
100 Austurr. sch. 166,18 166,60
100 Pesetar 71,60 71,80
100 Reikningskrónur- Vöruskiptalönd 99,86 100,14
1 Reikningspund- Vöruskiptalönd 120,25 120,55
ýf. Breyting frá síðustu skráningu
S Ö F IM
Þjóðminjasafnið, opið þriðjudaga,
fimmtudaga, laugardaga og sunnu-
daga kl. 1,30—4.
Listasafn íslands er opið þriðju-
daga, fimmtudaga, laugardaga og
sunnudaga frá kl. 1,30—4.
Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74,
er opið sunnudaga, þriðjudaga óg
fimmtudaga frá kl. 1,30—4.
Listasafn Einars Jónssonar er
opið á sunnudögum og miðvikudög
um frá kl. 1,30—4.
Náttúrugripasafnið, Hverfisgötu
115, 3. hæð opið þriðjudaga, fimmtu
daga, laugardaga og sunnudaga frá
kl. 1,30—4.
Héraðsbókasafn Kjósarsýslu, Hlé
garði. Útlán eru þriðjudaga, kl. 8
til 10 e.h., föstudaga kl. 5—7 e.h.
Bókasafn Kópavogs í Félagsheim
ilinu. Útlán á þriðjud., miðvikud.,
fimmtud. og föstud. Fyrir börn kl.
4.30—6. Fyrir fullorðna kl. 8,15—
10. Barnaútlán í Kársnesskóla og
Digranesskóla auglýst þar.
Tæknibókasafn IMSÍ —
Opið alla virka daga frá kl.
13—19, nema laugard. frá 13—
15. (15. maí — 1. okt. lokað á
laugardögum).
VÍ8LKORM
Þegar loks er lagst í var
og leystur jarðar vandinn.
Eftirtiminn úrskurðar
hver ort hefur ljóð í snndinn.
Þórarinn frá Steintúni.
sá NÆST bezti
Stúdentinn: Alveg er fundvísi póstmanna dæmalaus. Fæ ég
nú ekki bréfspjald frá klæðskeranum, sem ég skulda, þar sem
hann segist stefna mér, ef ég borgi ekki skuldina innan þriggja
daga, en þó hefur hann gleymt að skrifa nafn sitt og heimili.
Samt skilar bæjarpósturinn því á réttan stað.
Til sölu 3ja—4ra herb.
Söltunartæki fyrir 18 stúlk ur til söliu ódýrt. Sími 1.6684. íbúð ósbast nú þegar eða fyrir jól. Fullorðið, rólegt fólk. Uppl. í síma 24608 í dag og á morgun.
19 ára piltur Geymið auglýsinguna!
í 4. ifoekk Verzlunarskól'ans óskar eftir vinnu eftir há- degi. Uppl. í síma 17118. Sníð og sauma telpu- og dömufatnað. Uppl. í síma 52532.
Kaupandi! Opel Record ’64
Vill komast í samband við þann, sem vill selja 2ja- •3ja herþ. íbúð í sanngjörnu verði, (ekki kjallara). Uppl. í síma 14663. til sölu með hagstæðum kjörum, ef samið er strax. Skipti koma til greina, á eldri bíl. Sími 82313 eftir kl. 17,30.
Trésmíði Vinn alls konar innanhúss trésmíði í húsum og á verkstæði. Hefi vélar á Akranes Vélhreingerning, gólfteppi og húsgagnahreinsun, vönd uð vinna. Pantið í síma 91-37434.
vinnustað. Get útvegað efni. Sími 16805.
Stúlka óskar Húsbyggjendur
eftir atvinnu fyrir hádegi. Uppl. í síma 23385. Rífum og hreinsum steypu mót. V'anir menn. Uppl. í síma 21058.
Bedford ’64 vörubíll með benzínvél, palli og sturtu. Mjög ódýr, kr. 50 þús. Aðal Bílasalan Ingólfsstræti 11, sími 15014 Atvinna óskast Stúlka óskar eftir vinnu. Margt kemur til greina. Uppl. í síma 60212 eða 15733.
Til leigu er í giamla Austurbænum mjög góð 4ra herb. íbúð. Gólfteppi, gluggatjöld og fleira fylgir. Fyrirfram- greiðslla. Tilboð sendist Mbl. rnerkt „485“. Bezt að auglýsa í Morgunblaðinu
Iðnaðarhíisnæði óskast
70—100 ferm. Uppl. í síma 19358.
Eftir kl. 7, 10862.
Bezt ú auglýsa í Morgunblaðinii