Morgunblaðið - 07.11.1967, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓV. 19«7
Bækjan stæiri
en í fyrrn
RÆKJUVEIÐI hófst 21. októbcr
og varð aflinn yfir mánuðinn
•iiyxSv aiJÍJ Mpaí ‘uaoj gx uiru
Rækjan er góð og mun stærri en
í fyrra. Aflinn er frystur og soð-
inn niður á innanlandsmarkað í
1/8, 1/4 og 1/2 dósir.
Söluihorfur á fyrstu rækjunni
eru óvissar, en sæmileg.a hefur
gengið að selja þá niðursoðnu.
Verksmiðjan hér borgar 8.50 kr.
til bátanna fyrir hvert kíló.
Tvær nýjungar í niiðursuðu
eru að koma á markaðinn hjá
Matvælaiðjunni þessa dagana,
kjötbúðingur og svið. Þá er og
að koma blandað grænmeti, sem
ekki hefuir verið fáanleigt um
tíma. — Hannes.
Bílstjóranóm-
skeið
í DAG var sett hér í Hólmavík
námskeið til undirbúnings meira-
prófs bifreiðastjóra. Þátttakend-
ur eru 21 að tölu, flestir úr
Hólmavík og nágrenni. Aðal-
kennarar á námskeiðinu eru bif-
reiðaeftirlitsmennirnir Geir
Bachmann og Sigurður Guð-
jónsson. Þetta er í fyrsta sinn,
sem slíkt námskeið er haldið í
Strandasýslu. — Andrés.
Söltunarstúlkur í Röst eru að slódraga síldina áður en lagt er í tunnu.
MIKIL síld barst til Kefla-
víkur *sl. laugardag og var
unnið kappsamlega að því að
vinna síldina. Við brugðum
okkur til Keflavikur og litum
á dýrðina.
Miklar annir voru við höfn
ina, því skip voru að koma
og fara og allir létu hendur
standa fram úr ermum. Ágæt
is veður var á miðunum og
„silfrið" vaðandi í hafinu.
Aflahæsta skipið í höfn þann
morgun var Örn RE með 190
tonn, en Örn er með eina af
stærstu nótum bátaflotans. í
flestum fiskvinnsluhúsum
bæjarins var unnið að sölt-
un og var talið að um 50—
60% af aflanum væri söJtun-
arhæft. Við litum inn í Röst
h.f., en þar voru 30 konur að
salta af kappi. Röst hafði
fengið um 600 tunnur af síld
um morguninn og áætlað var
að söltun yrði lokið laust eft-
ir miðnætti.
Kristbjörg VE var að
landa 65 tonnum og við lögð-
um nokkrar spurningar fyr-
ir stýrimanninn, Árna Óla
Ólafsson frá Vestmannaeyj-
um:
Arni Óli Ólafsson, stýrimað-
ur á Kristbjörgu frá Vest-
mannaeyjum.
Landað úr Erninum, en hann var með 190 tonn á laugardaginn,
„Aflamagn fer mikið eftir stærð nóta
— Voruð þið ekki vestur
undir Jökli?
— Jú, við vorum að koma
þaðan og erum að fara strax
aftur.
— Eru veiðihorfur góðar?
— Það eru nú skiptar skoð
anir á því. Eins og er þá
reytizt þarna eitthvað, eil ég
held að það byggist á því að
allur síldarflotinn hrúgist
ekki á veiðisvæðið, en auð-
vitað verður það að ráðaist.
Svo fer þetta mikið eftir því
hvað síldarnæturnar eru stór
ar, en þeir sem eru með
stærstu næturnar fá al'ltaf
mesta aflann, því að þær ná
yifir stærra og dýpra svæði.
— Er þetta góð síld í sölt-
un, sem þið eruð með núná?
— Það er ekki gott að
segja, það á eftir að meta
síldina og ekki gott að segja
um hvað mikið af henni fer
í söltun og hvað í frystingu.
Köstin eru mjög breytileg
hvað gæði síldarinnar snertir.
Þrjár nýjar bæk-
ur frá Helgafelli
f DAG koma út hjá Helgafelli
3 nýjar bækur eftir unga ís-
lenzka höfunda, sem allir hafa
áður sent frá sér bækur.
„Suðaustan fjórtán" heitir
myndarleg bók þeirra félaga
Jökuls Jakobssonar og Baltasar,
um lífið í Vestmannaeyjum fyrr
og nú. Jökull skrifar textann,
en Baltasar teiknar myndirnar,
en þeir félagar hafa unnið að
bók þessari í meira en tvö ár.
Vegna stærðar myndanna, er
bókin höfð í sama broti og mál-
verkabækur Helgafells.
„Þetta er ekki bók fyrst og
fremst fyrir Vestmannaeyinga“,
sagði Ragnar Jónsson, þegar
hann boðaðí blaðamenn á sinn
fund í gær, „en ég rwyndi segja,
að érfitt væri fyrir þá að neita
sér um að eignast hana, en bók-
in er upphafinn skáldskapur í
máli og myndum, jafnskemmti-
leg fyrir alla, hvar sem þeir eiga
heima á landinu.
Önnur bókin er ný skáldsaga
eftir Ingimar Erlend Sigurðsson,
sem hann kallar „Íslandsvísu“.
Þetta er að rnínu viti falleg
skáldsaga, og lýsir viðbrögðum
unga fólksins við dofnandi þjóð-
ernisvitnnd á hærri stöðurn og
þverrandi ást á landi og lýð.
Ég held mér sé óhætt að segja,
að höfundurinn hefur löngum
verið umdeildur rithöfundur.
Þriðja bó'kin heitir „Ástir sam
lyndra hjóna“ eftir Guðberg
Bergsson, en mér finnst hann
kjörinn fulltrúi yngstu lesend-
anna, sem á þessu aldursskeiði
leita einungis þess r.ýja og hroll
vekjandi
„Mér finnst“, sagði Ragnar,
„að síðan Halldór Laxness kom
fram í Vefaranum, hafi enginn
höfundur íslenzkur fengið aðrar
eins viðtökur. Bók hans í fyrra
var svo gjörsamlega sópuð út, að
ekki hefur um tíma tekizt að
ná í eintak af henni, hvar sem
leitað er, hvort sem er á Rauf-
arhöfn, Hafnarfirði eða á Eyr-
arbakka“.
Blaðamenn spurðu Ragnar um
fleiri bækur, sem væntanlegar
væru á næstunni frá Helgafelli.
Hann sagði að niæst kæmu bæk-
ur eftir Njörð Njarðvík, Odd
Björnsson og Þorstein Antons-
son og væru þær væntanlegar
um mánaðamótin. En fyrir jól
myndu koma út ljóðahækur
eftir Erlend Jónsson og Halldóru
B. Björnsson. Einnig yrði endur-
prentuð 1. ljóðabók Hannesar
Péturssonar. Jónas Svafár væri
JökuII Jakobsson
Guðbergur Bergsson
Ingimar Erlendur Sigurðsson