Morgunblaðið - 07.11.1967, Side 31

Morgunblaðið - 07.11.1967, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. NOV. 1967 31 Arabar berjast í Aden — 100 faflnir og 300 særðir Aden, 6. nóv. (AP-NTB) AÐ minnsta kosti 100 Arabar hafa fallið og 300 særzt í átök- um ferlsishreyfinganna tveggja í Aden, FLOSY og NLF, um helgina. Á sunnudag kom til harðra bardaga milU fulltrúa beggja flokka, og lauk þeim ekki fyrr en um tvö þús. kon- ur og börn fóru í hópgöngu inn á vígvöllinn og kröfðust þess að stríðsaðilar leggðu niður vopn. Vopnahléið var þó skaanmf vinnt, og skiptust aðilar enn á skotum í dag, mánudag. Hafa Arabarnir beitt hríðskotabyss- um, sprengjuvörpum og hand- sprengjum í bardögunum. Átök frelsishreyfinganna hafa nú staðið í fjóra daga, og hafa þau verið mest í Sheik Otíhman hverfinu í Aden. Þar féllu a.m.k. 15 Arabar í gær og 4)2 særðust. Svo börð voru átökin, að lög- regla borgarinnar þorði ekki að skerast í leikinn og fjarlægja lí'k hinna föllnu né helduT koma særðum til aðstoðar. Leiðtogar beggja samtakanna fyrirskipuðu liðsmönnum sínum að hætta bardögum í gær, en þær fyrirskipanir voru að engu haifðar og héldu báðir aðilar áfram skothríð aí húsþökum og á götuim. Átök þessi hófust fljótlega eft- ir að tiikynnt var í brezka þing- inu að ákveðið hafði vérið að veita Suður-Arabíu sjálfstæði fyrir næstu mánaðamót í stað 9. janúar, eins og heitið hafði ver- ið. Verið er að flytja torezka her- menn á brott frá Adem, en þó hefur komið til nokkurra árekstra mi'lli þeirra og fulltrúa úr frelsishreyfingunum Einnig hefur suður-aratoíski stjórnar- herinn í fyrsta skipti verið send- Viðskiptamála- ráðkerrar IViorðurlanda þinga í Osló Osló, 6. nóvemebr, NTB Efnahagsrruálanefnd Norður- land'aráðis og viðskiptamálaráð- bierrar Norðurlanda munu sitja ♦fund í Osló á fimmtudag og tföstudag. Á fimmtudag munu ‘fastafulltrúar í efnahagsmála- >n'efndinni ræða ýmis mái sem >ræða á síðan á fiundi nefnd'ar- 'innar í Osiló í febrúar nk. ten á 'föstudag munu sitja ftfnddnn full >trúar þeirra landa sem ekki eiga þar fastafulltrúa. Einnig munu >sitja þann fiund viðskiptamálaráð ■herrar Finnlands, íslandis, Nor- egs og Svíþjóðar og viðskipta *og markiaðsmálaráðherrar Dana. ’Aðalmél'ið á dagskrá þetss fund ■ar enu horfur í mark'aðsmálum. ur gegn sveitum úr frelsishreyf- ingunum, sem áður höfðu skotið á hermenn í varðstöð í Aden. Jafnhliða bardögunum stunda Arabar mannrán. Reynir hvor aðilinn fyrir sig að ræna leið- togum andstæðinganna, Hefur átta háttsettum lögregluforingj- um verið rænt, og nokkrir hafa flúið yfir til Yemen. Aðrir mæta ekki til starfa vegna „veikinda". Fulltrúar FLOSY og NLF hafa setið að samningum í Kaíró undanfarinn hálían mánuð og rætt hugsanlegar leiðir til sam- starfs eftir að Suður-Arabía fær sjálfstæði. Fyrir síðustu helgi var sagt í frétt frá Kaíró að fuil trúarnir hefðu komizt að sam- komulagi um meginatriðin, og að viðræðum yrði haldið áfram. Eftir bardagana á suinnudag sendi stjórn NLF-samtakanna í Aden hinsvegar skeyti til full- trúa sinna í Kaíró og óskaði etftir því að þeir hættu viðræðum við FLOSY. Meðal hinna föllnu eru bæði konur og börn, og hetfur einn af trúarleiðtogum Aratoa, Mohamm ed al Beihani ,skorað á deilu- aðila að leggja niður vopn í einn sólarhring svo unnt verði að flytja konur og börn á brott og jarðsetja hina föllnu. Sagði hann í ávarpi, sem hann flutti í Asqa- lani-bænahúsinu síðdegis í dag m.a.: „Finnið þið ekki til neinn- ar meðaumkvunar? Við höfum aídrei fyrr lifað slíkan dag. í nafni Allah, Ehættið þessum morðum“. Seint í kvöld tilkynnti yfir- herstjórn Suður-Arabíu, að hún hefði viðurkennt NLF samtök- in sem eina rétta fulltrúa þjóð- arinnar. Biður herstjórnin brezku stjórnina um að snúa sér til fulltrúa NLF og semja við þá mn að yfirtaka völdin í Aden. Einnig er skorað á fulltrúa NLF að snúa sér til sir Humphreys Trevleyans, landsstjóra Breta, og hefja samningaviðræður við hann um valdayfirfærsluna. Suður-arabíska herstjórnin lýsir fullum stuðningi við NLF, og segir, að hún muni snúast gegn sérhverri tilraun FLOSY til að skipta sér af málefnum NLF. Mannfjoldi safnaðist fljotlega saman við Listamannaskálann. Söguleg hlutavelta RKÍ HLUTAVELTA kvenadeildar RKÍ, sem haldin var í Lista- mannaskálanum á sunnúdag- inn varð býsna söguleg. Vegna mistaka hafði verfð auglýst í Útvarpinu, að hluta- veltan hæfist kl. 1 í stað kl. 2, eins og ákveðið var. Um eittleitið fór fólk að safnast saman við skálann og bættust sífellt fleiri í hópinn, þar sem ekki var unnf að opna fyrr en kl. 2. Þeir sem snemma komu hvikuðu ekki af verð- inum og endaði þetta með pústrum, og ruðningi. Þegar opnað var komst ekki nema lítill hluti viðstaddra inn til a'ð byja með. Lögreglan var á staðnum og átti um skeið fullt í fangi með að hafa hemil á mannfjöldanum, sem beið í ofyæni eftir að kom- ast inn í skálann. Allmargir lögreglumenn voru við eftir- litsstörf þarna fram til kl. 5 að miðar allir, tíu þúsund, voru uppseldir. Lögreglan seg ir, að fullorðna fólkið hafi verið erfiðast og sýnt tals- verða ófyrirleitni. Þó greidd- ist sæmilega úr málunum sagði frú Björg Eílingsen, for- maður fjáröflunarnefndarinn- ar, að fólkið hefði sýnt kurt- eisi og þolinmæði, þegar inn í skálann kom, er, oft þurftu menn að bíða langtímum sam an eftir afgreiðslu og var þó 70 manna starfslið önnum kaf- ið allan tímann. Opnaður var neyðarútgangur á skálanum, einkum til að hleypa inn lofti, þar sem hiti varð fljótlega mikill og er óvenjulegt, að kvartað sé yfir hlýju í Lista- - POLVERJAR Framhald af bls. 32. stærð og fullnægir ekki þeim stærðarákvæðum, sem gert er ráð fyrir í sumarsíldarsamning- um. Aftur á móti hefir megin- hluti Jökuldjúpssíldarinnar und anfarið verið af þeim stærðum, sem gert er ráð fyrir í hinum nýgerða sölusaminingi við Pól- land. Á sl. ári keyptu Pólrverjar 20.000 tunnur af saltaðri síld frá íslandi. Byllingaralmælisins minnst í Moskvu — Hsrsýning og hópganga á Rauða torginu í dag Moskvu, 6. nóv. (AP-NTB) Á M O R G U N, þriðjudag, er fimmtíu ára afmæli rússnesku byltingarinnar, og lýkur sá sex daga hátíð, sem haldin hefur verið í Sovétríkjunum í tilefni þessara tímamóta. Verið er að Ijúka undirbún- ingi undir hátíðahöldin á morg- un, sem ná hámarki með her- sýningu mikilli og hópgöngu á Rauða torginu í Moskvu. Hefur torgið verið skreytt rauðum fán- I gær var kveikt í brennu, sem byrjað var að safna í, rétt við Laugalækjarskólann. Varð af mikið bál og reykjarsúla, sem sást víða að því mörg dekk voru í brennunni. Slökkviliðið slökkti fljótt, en að dró mikinn hóp skólabarna. (Ljósm.: Mbl. Sv. Þorm.) um, og segja fréttamenn það helzt líkjast risastóru altari. í tilefni dagsáns hefur því verið gefið nýtt nafn, og ber á morg- un nafnið „Torg októberbylting- arinnar“. Aðalræðuna á morgun flytur Andrei Gretshko, vamar- málaráðherra, og að henni lok- inni hefst hergangan, sem mun taka fjórar klukkustundir. Fulltrúar Kína verða ekki á meðal gesta á heiðurspaHi við hersýnmguna á morgun, Haft er eftir áreiðan'legum heimildum, að sendiráðsstarfsmenn þeir, sem boðið var, séu nú heima í Kína í fríi. Hinsvegar mun Llewellyn Thomson, sendilherra Bandaríkjanna, verða viðstadd- ur, og þar með brjóta reglu sem fyrirrennari hans og hann sjálf- ur hafa haldið til þessa. Hann hefur ákveðið að mæta á heið- urspalli, og getux átt á hættu að þurfa að fara þaðan á brott í mótmælaskyni, ef ræðumenn nota tækifærið til árása á stefnu Bandaríkjanna. Ekki ber fréttamönnum sam- an um það hvort mikið verði um nýj-ungar í hersýningunni á morgun. Franska fféttastofan AFP hefur það eftir fréttaritara sínum, að þarna verði fátt sýnt sem komi á óvart, en í Reuters- fréttum segir, að sennilega verði sýndar nokkrar nýjar eld flaugagerðir. í sama streng tek- ur Henry Bradsher, fréttaritari Associated Press. Segir hann að sýnd verði ein risa-eldflaug og þrjár minni, allar nýjar af nál- inni. mannaskálanum. Eitt hundr- að þúsund krónur komu inn, en tíu þúsund af því greiðist í leigu fyrir Listamannaskál- ann í þrjá daga. Frú Björg sagði, að þær konurnar hefðu reynt áð skipuleggja þetta og undirbúa, eftir megni,' en hins vegar hefðu þær ekki búizt við öðrum eins mann- fjölda og raun varð á. Hún kvaðst vona, að fólk skildi það og gagnrýndi þær ekki, þó að fólk hefði orðið að bíða eftir að komast inn og síðan eftir afgreiðslu. Hún sagði, áð deildin væri að kanna tilboð, sem þær hefðu fengið erlend- is frá , vegna kaupa á sjúkra- rúmum af fullkomnustu gerð, og yrðu þau afhent á sjúkra- hús þegar þar að kæmi. f tilefni afmælisins var í dag úfchlutað sérstökum heiðurslaun- um tU 44 vísinda- og listamanna í Sovétríkjunum. Fyrirfram var talið víst að óratorían „Aftaka Stenu Rasin“ eftir tónskáldið Dmitri Shostakovich og ‘ljóð- skáldið Yevgeny Yevtushenko fengi1 verðlaun í þessari úthlut- un, en svo varð ekki. Eru þeix, sem verðlaunin hlutu flestir lítt þekktir utan Sovétríkjanna, en þeirra á meðal má nefna tón- skáldin Tikhon Khrennikov og Andrei Petrov, skáldkonuna Mirdza Tempe frá Lettlandi, myndhöggvarann Yekaterina Belashóva og eistneska leikstjór- ann Kaarel Ird. Byltingarafmælisins var í dag minnst í Peking, bæði í blöðum, útvarpi og á fundi, þar sem um sex þúsund manns voru saman komnir til að hlýða á Lin Piao, varnarmálaráðherra, minnast dagsins. Ekki var Mao Tse-tung viðstaddur. Lin Piao, sem talinn er vænt- an'legur eftirmaður Maos, sagði í ræðu sinni, að núverandi leið- togar Sovétríkjanna væru svik- arar við málstað byltingarinnar, sem gerð var fyiir 50 árum. Sagði hann, að sovézkir leiðtog- ar, með Leonid Brezhnev flokks- foringja og Alexei Kosygin, for- sætiráðherra í broddi fylkingar, he'fðu óhikað endurreist auð- valdsstefnuna' í Sovétríkjunum. Með þessu hefðu þeir svikið toylt inguna, svikið Marxisma og Len- inisma, og svikið alþýðu heims- ins. Bætti hann því við, að nú væri Kína höfuðvígi alþjóða kommúnismans. AUGLÝSINGAR SIIV1I SS«4>80

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.