Morgunblaðið - 21.11.1967, Síða 1
32 SÍÐIiR
54. árg. 265. tbl.
ÞRIÐJXJDAGUR 21. NÓVEMBER 1967
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Nokkur
æmi Bre
Tveggja daga umrœður í brezka þinginu
um gengisfellingu pundsins — Danska
krónan lœkkuð um 7,9 °/o, en flest mestu
viðskiptalönd Breta með óbreytt gengi
Brezka þingið ræðir á morgun þær ákvarðanir stjórn-
arinnar að lækka gengi sterlingspundsins um 14.3%, og er
þá búizt við að stjórnarnndstaðan beri fram vantraust á
stjórnina.
Stjórnin tilkynnti gengislækkunina á laugardagskvöld,
og þá jafnframt að forvextir Englandsbanka hefðu verið
hækkaðir í 8%, en svo báir hafa þeir ekki verið síðan 1918.
Er það gert til að draga úr fjárfestingu.
-jt Wilson forsætisráðherra flutti útvarps- og sjónvarps-
ávarp á sunnudag, og sagði m.a. að með þessum aðgerðum
vildi stjórnin leysa þjóðina úr efnahags-spennitreyju undan-
farinna 15 ára, og skapa nýjan grundvöll fyrir efnahags-
þróun í Bretlandi.
Callaghan fjármálaráðherra skýrði brezka þinginu frá
efnahagsaðgerðunum í dag. Voru gerð hróp að ráðherranum,
og kröfðust þingmenn andstöðunnar þess að stjórnin segði
af sér.
-jf Erlendis hafa aðgerðir brezku stjórnarinnar yfirleitt
mætt miklum velvilja, og hafa flestar helztu viðskiptaþjóð-
ir Breta lýst því yfir að þær styðji aðgerðirnar og muni ekki
lækka gengi eigin gjaldeyris.
for
deilum innan brezku stjórnar-
innar, því það fylgdi yfirlýsing-
unni um lækkunina að stjórnin
hafi öll verið á einu máli um
nauðsyn þessara aðgerða. Auk
gengislækkunar úr 2,80 dollurum
í 2,40 dollara, var ákveðið að
hækka forvexti Englandsbanka
úr 614% í 8%, og eru það hæstu
vextir, sem teknir hafa verið
frá því í lok fyrri heimsstyrj-
aldarinnar árið 1918. Þá ákvað
stjórnin að draga mjög úr út-
gjöldum ríkisins, m. a. með lækk
uðum fjárveitingum til varnar-
mála og þjóðnýttra fyrirtækja,
og nemur áætluð útgjaldalækk-
un um 400 milljónum punda.
Hinsvegar er svo reiknað með
því að lækkað útflutningsverð
á brezkum vörum leiði til veru-
Framhald á bls. 10.
Sovézk
ÁKVÖRÐUN brezku stjórnarinn
ar, sem birt var á laugardags-
kvöld, kom mjög á óvænt, því
stjórnin hafði marg ítrekað yfir-
lýsingu sína um að gengislækkun
væri ekki í undirbúningi. Ekki
höfðu þó allir tekið þessar yfir-
lýsingar alvarlega, og var mik-
ið um að vera í gjaldeyriskaup-
höllinni í London fram undir
helgi. Mikið var þar selt af sterl-
ingspundum, og er talið að Eng-
landsbanki hafi varið um 100
milljónum í erlendum gjaldeyri,
aðallega dollurum, til að halda
gengi pundsins sem næst skrán-
ingu.
Gengislækkunin olli engum
Verðum að endurskoða efnahags
vandamál okkar í heild
-limmæli Bjarvia Benediktssona r, forsætisráðh.
Morgunhlaðið sneri sér í
gær til Bjarna Benediktsson-
ar, forsætisráðherra og leit-
aði álits hans á áhrifum geng-
isfellingarinnar í Bretlandi á
íslenzkt efnahagslíf. Forsæt-
isráðherra komst að orði á
þessa leið:
að. ErfiðJeikar útflutnin'gsfram-
leiðslunnar mundu aukast enn,
ef við lá'tum gengið haldast
óbreytt eftir lækkun pundsins.
En ef gengisbreyting verður á
annað borð metin óhjákvæmi-
leg, er engan veginn einsýnt
hversu mikil hún skuli vera.
Trúnaðarmenn ríkisstjórnarinn-
ar hafa undanfarið pnnið dag
og nótt að nauðsynlegum athug-
unum, og hefur stjórnin tjáð
formönnum stjórnarandstöðu-
fiokkanna, að þeim muni gefið
yfirlit um hin nýju viðhorf jafn-
skjótt og þau sfeýrast, vonandi
síðari hluta þriðjudags. Enn-
fremur hef ég látið uppi óskir
við Alþýðusamlban'd fslands og
Vinnuveitendás'amband íslands
um samráð við þessa aðila um
nauðsynlegar aðgerðir", sagði
forsætisráðherra að lokum.
þota
fórst
Moskvu, 20. nóv. — (AP-NTB)
SOVÉZKA fréttastofan Tass *
skýrði frá því í dag, að sovézk
skrúfuþota af gerðinni IL-18,
hefði hrapað með 100 farþegum
skammt frá Sverdlovsk í Úral-
fjöllum. Fréttastofan gat ekki
um hversu margir farþeganna
hefðu farizt, eða særzt í flugslys
inu, sem varð fyrir nokkrum
dögum. í Moskvu gengu hins
vegar þær sögusagnir, að 70-r-
100 manns hefðu týnt lífinu.
Tass skýrði einnig frá því, að
skipuð hefði verið nefnd til að
rannsaka flugslysið. í stuttri
fréttatilkynningu sagði frétta-
stofan, að flugvélin hefði rekizt
á fjallshlíð skömmu eftir flugtak
í slæmu veðri. Talsmaður flug-
félagsins Aeroflot, sem átti
skrúfuþotuna, kvað sér ekki
kunnugt um nánari tildrög slyss- >
ins.
Tilefni til athugunar á
gengi ásl. kr. almennt
Rœtt við Jóhannes Nordal, Seðlabanka-
stjóra um gengisfellinguna í Bretlandi
Bjarni Benediktsson
„Við verðum nú að endur-
sk’oða efnahagsvandamál okkar
í heild. Gengisfelling sterlings-
pundsins skapar mörgum þjóð-
um vandamál, en okkur alveg
sérstiaklega vegna þeirra miklu
erfiðleika, sem verðfali, afla-
brestur og sölutregða hafa skap-
„ÍSLENDINGAR eru tvímæla
laust ein þeirra þjóða, sem
gengisbreyting pundsins hefur
einna beinust áhrif á“, sagði
dr. Jóhannes Nordai Seðla-
bankastjóri, er Morgumblaðið
ræddi við hann í gær um á-
hrif gengisbreytingarinnar í
Bretlandi, og hann bætti því
við, að breytingin á gengi
pundsins hlyti að verða til-
efni tU athugunar á gengi
íslemzku krónunnar almennt.
Slík athugun fer nú fram og
vinna að henni auk Seðla-
bankans Efnahagsstofnunin,
Hagstofan, Viðskiptamálaráðu
neytið og Fjármálaráðumeytið,
og fylgist ríkisstjórnin náið
með þessu starfi.
Viðtalið við dr. Jófhannes
Nordal fer hér á eftir:
Fréttamaður Morgunblaðs-
ins spurði fyrst hvað banka-
stjórinn vildi almennt segja
um gengisbreytingu Breta.
„Þessi breyting á gengi
sterlingspundsins er einhver
örlagaríkasti atburður í efna-
hagsmálium Vesturlanda nú
um langt skeið. Eins og kunn-
ugt er, er gjaldeyriskerfi
heimsins byggt upp á þeirri
meginreglu að reynt sé að
halda stöðugu gengi og leysa
grei ð slu j af na ð a r erf iðleik a
með öðrum ráðum en gengis-
breytinigu. Sérstaklega gildir
þetta um helztu gjaldeyris-
tegundir sem notaðir eru í
alþjóðaviðskiptum í ríkum
mæli. Breyting á verðmæti
þeima hefur viðtæk áhrif,
bæði á gjaldeyri anmarra
þjóða, og eins á samninga
milli þjóða og einstaklinga.
Með tilliti til þessarar meg-
instefnu, 'hefur markmið
brezku stjórnarinnar verið að
reyna að leysa efnahagserfið-
leika Breta á undanförnum
árum með almennum efna-
hagsráðstöfunum, og hefur
hún notið til þess stuðnings
margra annarra landa, sem
talið hafa æskilegast að kom-
izt yrði hjá gengisbreytingu
á sterlingspundinu. Eins og nú
er komið í ljós, hefur þetta
ekki tekizt og eru til þess
margar ástæður, bæði að því
Framhald á bls. 3.
>