Morgunblaðið - 21.11.1967, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.11.1967, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, f-RIÐJ UDAGUR 21. NÓV. 1967 19 - BREZKA PUNDIÐ Framihald aí bls. 14. EFTA Fastanefnd Fríverzlunarbanda lagsins, EFTA, kom saman til fundar í Genf í dag, og lýsti þar yfir stuðningi við ákvörð- un brezku stjórnarinnar um að fella gengi pundsins og óskaði að þessar aðgerðir mættu bera tilætlaðan árangur. Bretland, er eitt sjö aðildar- ríkja EFTA, en hin sex eru Noregur, Svíþjóð, Danmörk, Austurríki, Portúgal og Sviss, auk þess sem Finniánd á auka- aðild að bandalaginu. Nú hafa öll ofangreind ríki nema Dah- mörk lýst því yfir, að þau muni ekki fella gengi gjaldeyris síns, og voru þær yfirlýsingar ítrek- aðar á fundinum í dag. Segir í yfirlýsingunum að fulltrúar landanna sex líti svo á, að ef þau fylgdu fordæmi Breta- um gengislækkun, leiddi það aðeins til keðjuverkana, sem gerðu að engu bætta aðstöðu Breta til aukins útflutnings. Þakkaði full trúi brezku stjórnarinnar EFTA ríkjunum fyrir þennan skilning og velvilja. EBE Fjármálaráðherrar ríkja Efna- hagsbandalags Evrópu. EBE, komu saman til fundar í Briiss- el í gær, og lýstu þá yfir fullum skilningi á aðgerðum brezku stjórnarinnar, og kváðust vona að þær bæru tilætlaðan árang- ur. Mic'hel Debre, fjármálaráð- herra Frakklands, benti á það á fundinum, að þessi ákvörðun Breta um að fella gengið hefði engin áhrif á stöðu Bretlands gagnvart EBE. Fjármálaráð- herrarnir staðfestu ákvarðanir ríkisstjórna sinna um að fylgja ekk fordæmi Breta um gengisfellingu, og hafa öll aðild- arríkin sex lýst því yfir, að þau muni halda gengi gjaldeyris síns óbreyttu. Norðurlönd Viðbrögð Norðurlanda við gengisfellingu steriingspundsins hafa verið misjöfn. Sænska ríkisstjórnin ákvað þegar síðla laugardagskvölds að fella ekki gengi sænsku krón- unnar og tilkynnti það þá for- stjóri sænska ríkisibankans. Gunnar Stræng, fjármálaráð- herra Svía staðfesti svo ákvörð- unina á sunnudagsmorgun að loknum aukafundi sænsku rík- isstjórnarinnar um málið. Færði ráðherrann m.a. þær ástæður fyrir ákvörðuninni, að sam- keppnisaðstaða Svía á heims- markaðnum myndi sízt batna við gengisfellingu þar sem hún myndi óhjákvæmilega hafa í för með sér verðhækkanir inn- anlands, sem svo myndu aftur bitna á útflutningsvörum Svía en sagði, að fyrst og fremst væri það brýn nauðsyn að styrkja samkeppnisaðstöðu Bret lands gagnvart öðrum iðnaðar- löndum og ef fordæmi þeirra væri almennt fylgt og mörg lönd önnur felldu gengi sitt til sam- ræmis, myndi gengisfelling sterl ingspundsins ekki ná tilætluðu marki. Ráðherrann taldi að áhrifa gengisfellingarinnar myndi eflaust gæta ,að hokkru á vinnumarkaðnum í Svíþjóð, en kvað ósennilegt að það yrði að því marki að nokkurri grein efnahagslífsins stafaði bein hætta af. Dansika krónan felld Jens Otto Krag, forsætisráð- herra Dana, gerði í dag, mánu- dag, grein fyrir ákvörðun ríkis- stjórnarinnar um að lækka gengi dönsku krónunnar um 7.9% gagnvart Bandaríkjadaln- um vegna gengisfellingar sterl- ingspundsins. Sagði Krag ákvörðunina tekna með það fyrir augum að fyrir- byggja atvinnuleysi í landinu en sagði, að því hefði gengið ekki verið fellt um meira en 7.9% að danska stjórnin hefði viljað reyna að koma í veg fyrir að gengisfellingin yrði til þess að auka eftirspurn og hækka verð- lag í landinu. Krag lagði áherzlu á að geng- isfelling Dana væri bein afleið- ing af gengisfellingu sterlings- pundsins og sagði, að fá lönd utan sterlingssvæðisins hefðu breytt gengi myntar sinnar en sagði, að Danir yrðu að taka til- lit til þess að Bretar keyptu meira en helming allra landlbún aðarafurða þeirrá. „Hefðum við haldið óbreyttu géngi miðað við Bandaríkjadal hefði það orðið dönskum landbúnaði mikið áfall og hann á í nógu miklum erfið- leikum fyrir“. Einnig sagði Krag að gengisfelling pundsins hefði haft í för með sér mikla erfið- leika fyrir fiskveiðar og fisk- iðnað Dana og til þess yrði danska stjórnin einnig að taka fullt tillit. Norðmenn breyta ekki Per Borten, forsætisráðherra Norðmanna, sagði á sunnudags- kvöld, að það hefði vegið einna þyngst á metunum er norska stjórnin afréð að lækka ekki gengi norsku krónunnar, að við- halda traustum verðlagsgrund- velli innanlands. „Stjötíu og fimm prósent innflutningsvöru okkar fáum við frá löndum sem ekki fella gengi sitt vegna geng- isfellingar pundsins“, sagði Bort en, „og ef við hefðum fellt norsku krónuna hefði það haft í för með sér samsvarandi verð- hækkanir, sem bitnað hefðu á norskum neytendum.“ Einnig sagði Borten að gengis- felling norsku krónunnar hefði bitnað á iðnaðarfyrirtækjum sem flyttu inn hráefni frá lönd- um sem ekki felldu gengið og allt myndi þetta hafa hafit í för með sér keðjuáhrif sem síðan hefði óhjákvæmilega farið að gæta í atvinnulífinu og leitt til krafa um bætur fyrir verðhækk- anirnar. Ákvörðun norsku stjórnarinn- ar og ríkisbankans norska að fella ekki gengið kom nokkuð flatt upp á marga í Noregi. Sögðu ýmsir talsmenn atvinnu- fyrirtækja, að þessi ákvörðun myndi hafa margvíslega erfið- leika í för með sér og Norð- menn yrðu að vera viðbúnir harðari samkeppni bæði erlend- is og innanlands. Útvegs- mannasamtökin norsku telja að tap norskrar skipaútgerðar vegna gengisfellingar sterlings- pundsins muni nema allt að milljarði nörskra króna. Fjármálaráðherra Finnlands tilkynnti þegar á laugardags- kvöld, að finnska stjórnin myndi ekki gera neinar ráðstafanir í sambandi við gengisfellingu sterlingspundsins. Gengi finnska marksins var fellt 11. október sl. og þá tekið tillit til hugsan- legrar gengisfellingar sterlings- pundsins, sagði fjárm'álaráðherr- ann. S-Afríka og Rhódesía fella ekki gengið Stjórn Suður-Afríku ákvað að kvöldi sunnudags að fiella ekki gengi myntar landsins og klukkustundu síðar var frá því skýrt í Salisbury, höfuðborg Rhódesíu, að Rhódesía myndi heldur ekki fylgja fordæmi Breta. Hafa ákvarðanir þessar komið nokkuð flatt upp á menn, því meiri líkur voru taldar áþví að bæði þessi lönd, sem lengst af hafa átt mjög mikil viðs'kipti við Breta, myndu feila gengi sitt til samræmis við sterlingspund- ið. Indland og Pakistan Indlandsstjórn hefur ákveðið að fella ekki gengi rúpíunnar nú þrátt fyrir gengisfellingu sterl- ingspundsins enda hafi rúpían verið felld fyrir einu og hálfu ári. Ekki er talið að gengisfell- ing púndsins muni hafa mikil áhrif á viðskipti Indverja við Breta, Pakistan ákvað i dag, mánu- dag, að fella ekki gengi gjald- miðils síns, rúpíunnar. Var ákvörðunin tekin á fundi ríkis- stjórnarinnar í Rawalpindi í dag. ísraelska pundið fellt um 16.6% í AusturLöndum nær hefur að eins fsraelsríki fellt gengi gjaid miðils síns, ísraelska pundsins, vegna gengisfellingar sterlings- pundsins. Ákvað ísraelsstjórn á aukafundi snemma sunnudags að fella gengi ísraelska pundsins um 16.6 af hundraði þannig, að gengið yrði ó'breytt gagnvart steriingspundinu, 3.40 ísraelsk pund fyrir hvert sterlingspund, en Bandaríkjadalur, sem áður var jafnvirði þriggja ísraelskra punda, yrði nú jafnvirði 3.50. Þetta er í annað skipti á fimm árum sem ísraelska pundið hef- ur verið fellt og fimmta skiptið sem gengisfelling hefur orðið þar síðan 1948. Samtök atvinnu- rekenda og verkalýðsleiðtogar komu saman til fundar síðdeg- is sunnudags að ræða ákvörðun ríkisstjórnarinnar, sem einnig ákvað á fundi sínum um morg- uninn að gera skyldi ýmsar ráð stafanir til þess að gera láglauna fólki gengisfellinguna léttbær- ari. í Jórdan tilkynnti forsætis- ráðherra landsins, Bajhat Tai- houni, að loknum fundi með fjármálaráðherrum og banka- stjóra Ríkisbankans að jór- danska myntin, dinarinn, yrði ekki felld sterlingspundinu til samræmis. Dinarinn jafngilti einu sterlingspundi fyrir geng- isfellinguna. Líbanon hefur tilkynnt, að líbanska pundið verði ekki lækk að. f íran stöðvaðist allur inn- og útflutningur vegna gengisfell- ingar sterlingspundsins og telja menn að útflutningur írans til Bretlands muni enn minnka í ár vegna gengisfellingarinnar. í Evrópu höfðu fjögur lönd lækkað gengið er síðast fréttist, Danmörk, Irland, Spánn og Malta og viðbúið var að hið fimmta bættist í hópinn, Portú- gal. Austurríki tilkynnti að þar yrði gengið óbreytt. í Afríku hafði eitt ríki lækka'ð gengið er síðast var til vitað, Malawi, sem er mjög háð Bret- um og efnahagsaðstoð þeirra. Allt er í óvissu um það hvort Nígería fellir gengið, en talið að gengisfelling sterlingspunds- ins hafi valdið Nígeríumönnum stórtjóni þar sem hún hafi skert varasjóði þeirra í erlendum gjald eyri um 15%. í A-Afríku stöðvaði Kenya öll gjaldeyrisvfðskipti vegna gengis fellingar pundsins og kvaðst mundu hafa samráð við Tanza- níu og Uganda áður en ákveðið yrði hvort mynt landsins yrði felld pundinu til samræmis. Fjár málaráðherra Libýu tilkynnti á sunnudag að þar í landi yrði ekki gengisfelling, Gengisfelling sterlingspundsins hefur engin áhrif á gjaldmiðil Ethíópíu- manna að því er. yfirvöld þar sögðu í dag, því varasjóðir lands manna í erlendum gjaldeyri eru annaðhvort í bandarískri, v- þýzkri e'ða ítalskri mynt. í brezku nýlendunni Hong Kong var tilkynnt í dag að gengi Hong Kong-dalsins yrði lækkað til samræmis við sterlingspund- ið. Brezku blöðin gagnrýnin BREZK blöð ræddu gengisfell- inguna í dag og spáðu flest harð- æri bæði kjósenduim og Verka- mannaflokksstjórn Wilsons. Blað ið „Financial Tirnes" sagði stutt og laggott „ballið er búið“. Óháða blaðið „The Tirnes" sagði að erfiðleikar Breta vegna óhagstæðs greiðslujöfnuðar við útlönd sýndu að Bretland hefði lifað um efni fram, ekki aðeins er varðaði einkaeyðslu lands- manna heldur hefðu ríkisútgjöld einnig verið úr hófi. Blaðið spáði mjög skertum lífskjörum brezku þjóðarinnar, og bætti því við að það væri hreint ekkert til að miklast af, en sagði að ef Bretum tækist að þræða rétta leið næsta eitt og hálfa órið ón þess að verðbólga gerði vart við sig en útflutningur ykist að því marki sem menn vonuðu stæði Bretland betur að vígi en það hefði gert um árabil. Blaðið minnti á að sterlingispundið hefði notið almenns trausts allt síðan á þriðja áratug aldarinnar að und- anteknum nokkrum árum á fjórða áratugnum og sagði að nú byðist Bretum raunveruliegt tæki færi þar sem væri gjaldmiðill sem ekki væri. of há-tt skráður miðað við raunverulegt verð- gildi. Taldi blaðið þetta bæta samkeppnisaðlstöðu þeirra að minnsta kosti svo að þeir stæðu Bandaríkjunum og Frakklandi fyllilega á sporði. Önnur blöð voru mörg hvass- yrtari. íhaldsblaðið „Daily Ex- press sagði að krefjast yrði nýrra kosninga í Bretlandi. „Daily Telegraph" sem einnig fylgir íhaldsflokknum að málum sagði: „Sannleikurinn er sá, að en-n. liggja ekki fyrir neinar sannanir fyrir því að ráðstafanir stjórnar- innar muni stemma stigu við ósköpunum sem yfir okkur dynja. í sjálfu sér eru þær engin endanleg lækning". „Daily Sketch" sagði stjórnmálastefnu Wilsons hafa orðið eins sikip- reika og landið sjálft og sagði marga furða sig-á því að Wilison skyldi hafa kjark til þess að halda ófram. Frjálslynda blaðið „The Gu- ardian" spurði hvort satt væri það sem Wilson hefði sagt í sjón- varpsræðu sinni á sunnudags- kvöld að með gengisfellingu sterlingspundisins væri ráðist að rót vandamála Breta. Blaðið bætti því við að nú yrði að gera landsmönnum ljóst að allir yrðu að leggjast á eitt, bæði atvinnu- -rekendur, verkamenn og allar stofnanir sem afskipti hefðu af efnahagsiífi Breta ef ráðistafan- ir stjórnarinnar ætt-u að koma að gagni. , „Brezkt efnahagtelíf ætti nu að vera óháðara kauphallarbraski en áður sagði „The Guardian" „þar sem búið er að setja sterl- ingspundinu nýtt gengi og tryggja það gengi með aðstoð al- þjóðlega gj aldeyriss jóðsins og fleiri aðila. En það er ekki nóg. Stjórnin verður að gera ráðstaf- anir til þess að binda enda á vafasöm fjáirmólavið- skipti og ólögmætt braisk. Þetta er kleift, en ekkert bendir til þess að Wilson og Callaghan ætli sér neitt slíkt. „Daily Mail“ segir um gengis- fellingu pundsins. Gengiisfell- ingu, sem fyrir svo stuttu var talið svo fyrirlitlegt úrræði er nú lýst sem svo að rBetar hafi losn- að úr spennitreyju efnahags- vandamála sinna. Ef Wilson sýndi landsmönnum sínum meira landsmönnum sínum meira traust en hann hefur gert hingað til myndu landar hans bera meira traust til hans sem for- sætiisráðherra." „Daily Mail“ segir það nú komið í ljós sem sjá hefði mátt fyrir er Wilison og stjórn hans komu til valda fyrir þremur ár- um, nú hafi hringlandaháittur og óheiðarleiiki stjórnar ha-ns náð hámarki. Málgagn kommúnista, „Morn- ing Star“, sagði að Bretar ættu að gefa upp á bátinn gömlu heimsveldistefnuna, hætta að taka sér heimsveldisinna og ein- okunarsinna til fyrirmyndar en setja þarfir brezku þjóðarinnar ofar öllu öðru. „Sunday Express“, sem er óháð blað en fylgir Íhalds- fknkknum oftast að máluim krefst þess að stjórnin segi af sér og segir: „Wilson hefur gert kraftaverk — það kraftaverk að taka við landi sem var í sjálfu sér öflugt land og auðugt og steypa efnahagsmálum þess i algjört öngþveiti á einum sam- an þremur árum. Brezka þjóðin hefur misst allt traust á stjórn Wilsons og sama er að segja uim önnur lönd heims.“ Óháða blaðið „Observer" sagði gengisfellingu pundsins mikið í fang færzt en taldi hana líklega til þess að reynast Bretum betur en nokkur leið önnur út úr ógöngunum. íhaldsblaðið „Sunday Tele- graph“ sagði: „Afleiðingar geng- isfellingarinnar verða mjög óþægilegar en framtíðin er ekki vonlaus. Ef Bretar taka þesisum þrengingum sem framundan eru með sömu karlmennskunni og jafnaðargeðinu og þeir hafa svo oft gert áður við erfiðar að- stæður eru allar horfur á aS upp af vandamálum okkar nú rísi jöfn og stöðug framleiðslu- aukning og meiri velmegun en landið hefur átt við að búa um árabil. Ummœli í Austri og Vestri Bandarísk blöð hafa einnig rætt gengisfellingu sterlings- pundsins í dag og stórblaðið „New York Times“ segir að Bandaríkin verði nú að taka til gagngerrar endurskoðunar stefnu sína í tollamálum. í ritstjórnargrein blaðsins segir að gengisfelling sterlings- pundsins veki mönnum óhjá- k/væmilega spurn um hver verði framtíð Bandaríkjadalsins og um hlutverk alþjóðlegrar gjald- eyrissamvinnu sem talið hafi verið að ætti að koma í veg fyrir áföll á borð við gengisfellingu pundsins sem verið hafi ásamt Bandaríkjadalnum helzti alþjóð- legi gjaldmiðillinn. Blaðið telur of snemmt að spá nokkru um það hvort þessi ákvörðun Breta muni hafa i för með sér keðjuáhrif úti um heiim en varar við óvissu þeirri sem óhjákvæmilega muni ríkja um nokkurt skeið í alþjóðafjármál- um vegna gengisfellingarinnar. „Bandaríkin verða nú að endurskoða afistöðu sína með til- iiti ti'l þess að Bandaríkjadalur- inn stendur nú einn sem mikil- vægasti viðskiptagjaldeyrir heimsins eftir gengiisfellingu pundsins," segir „New York Times“ og bætir því við að nú ríði meira á en nokikru sinni fyrr að Bandaríkjastjórn verji gjaldmiðil sinn ekki aðeins í orði heldur Mka á borði. „Stjórnin hefur tekið fyrsta sporið í þá átt að tryggja sig gegn öngþveiti í kauphölhnni með því að hækka fiorvexti í 4.5 af hundraði en betur má ef duga skal og hún verður að gera ráð- stafanir til þesis að verja sig gegn hugsanlegum áföllum nú þegar ljóst er að alþjóðlegt sam- starf á sviði gjaldeyrismála er ekki alls megnugt" segir New York Times að lokum. Frá Moskvu hermir frétta- maður norsku fréttastofunnar NTB að 9Dvézkir fréttamenn telji staðreyndir sýna að geng- isfelling sterlingispundsins feli ekki í sér leið út úr ógöngum þeim sem Bretland hafi nú ratað í. Þá segir fréttamaður- inn áherzlu lagða á það í f.rétta- flutningi af gengisfellingu sterlingspundsins að hún sé stóru iðnhringunum ávinningur en verkamönnum byrði. Sovézk blöð og Tass-fréttastofan hafa sagt ítarlega fpá efnahagismála- örðugleikum Breta undanfarið og fréttaskýrendur verið á einu máli um gengisfelling hlyti að vera á næsta leyti. Stjórnmálaskopteiknari „Prav- da“ lýisti ástandinu í efnahags- málum Breta í sunnudagsútgáfu blaðsins með teikningu af þreyttu brezku ljóni sem komið er á kné en er haldið uppi á afturfótunum af blindum manni í svörtum frakka og með spelk- ur að styðja við ljónið. Bláðið hefur það einnig eftir málgagni franskra 'kommúnista „L’Hum- anité“, að brezka stjórnin geri jafnvel enn meir úr erfiðleik- unum en ástæða sé til með það fyrir augum augum að búa brezka verkamenn undir nýjar fórnir. Tass-fréttasbofan kallar geng- iisfellingu pundsins ávinning fyrir iðnfyrirtækjasamsteyp- urnar stóru og auðhringana en segir að hún leggi brezkum verkamönnum þungar byrðar á herðar. Fréttaskýrandi Tass lagði á það áherzlu að meðal annarra afleiðing gengisfelling- arinnar væri hækkað verð á innfluttum nýlenduvarningi og hráefnum. Fréttaskýrandinn ræddi einnig fyrri gengisfelling- ar Breta síðan 1931 og lauk máli sínu með því að segja: „Stað- reyndirnar sýna að gengisfel.1- ingin felur ekki í sér leið út úr ógöngum þeim sem viðskipta- jöfnuður Breta hefur nú ratað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.