Morgunblaðið - 21.11.1967, Síða 32
Þekktustu ^buð.n
vðrumerkln,
mesta f jölbreytnln
ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 1967
1968
KÍDAÍRINN
Milljónatjón í óveðri um helgina
- Bátar slitnuðu upp ocj sukku,
bryggjur skemmdust, kjallarar
fylltust af vatni og hús fuku
MIKIÐ óveður gekk yfir Vestur- og Norðurland á laugar-
dagskvöld og aðfaranótt sunnudagsins og nemur tjón af
þess völdum milljónum króna. Á Isafirði slitnuðu upp bát-
ar, bryggjur skemmdust, kjallarar fylltust af vatni og rúð-
ur brotnuðu. Á Árskógsströnd hrundu um fiskhjallar og
heil hús fuku út í veður og vind. í Hrísey sukku þrjár trill-
ur, fiskhjallar og vinnupallar hrundu, og nýi bryggjuhaus-
inn seig um eina 30 sentimetra. Og á Ólafsfirði fuku þak-
plötur af húsum. Slys á mönnum munu þó ekki hafa orðið
í þessu ofviðri.
Morgunblaðið hafði samband
við nokkra fréttaritara sína á
þessum slóðum og fara frásagn-
ir þeirra hér á eftir:
Milljónatjón
á ísafirði
ísafirði, 20. nóv.
Á LAUGARDAGSKVÖLDIÐ
gerði aftakaveður hér á Isiafirði
með miklum sjógangi og varð
tjón verulega mikið. Margir
bátar ákeimmdust og einn rak á
land. Víða fylltust kjallarax af
sjó og eitthvað var um að járn-
plötu fykju af þökum. Er talið
að tjónið nemi milljónum króna.
Mtol. ræddi við Sturla Hall-
dórsson og sagðist honum þannig
frá:
„Um átta-leytið á laugardags-
kvöld gerði afspyrnu vestan
rok og tel ég að á milli kl. 9 og
11 um kvöldið hafi veðurhæðin
verið 12—14 vindstig. Er þetta
eitthvert versta veður sem hér
Hannibal Vaidimarsson
hefur gert í fjölda ára.
Þá voru í bátahöfninni yfir
fjörut'íiu bátar og við gömlu
bæjarbryggjuna voru olíuskipið
Dagstjarnan og varðskipið Al-
bert. Um háflóðið sem var rúm-
lega 8, gerði geysilega hreyf-
ingu í höfninni og þá byrjuðu
mestu erfiðleikarnir við að
verja bátana, því að þeir slógust
harkalega saman.
Við tókum það ráð að láta
stærstu bátana halda út úr höfn
inni, eftir því sem mannskap-
urinn kom til að fjarlægja þá
og fóru sjö bátar út á fjörðinn,
út fyrir Eyrina og héldu þar
sjó.
Á níunda tímanum siltnuðu
vb. Svanur og Víkingur II frá
bryggju og einnig minni bátur,
vb. Mummi rak upp að Edin-
borgarbryggjunni, en þar voru
menn til taks sem stukku um
borð í hann og gátu bjargað
honum frá.
Víking II rak þarna frá og
mér skilst að Svanur hafi eitt-
hvað reynt að hamla á móti og
koma í veg fyrir að bátinn ræki
á land, en það tókst ekki og
rak hann upp í garðinn hj'á vöru
skemmu kaupfélagsins.
Eftir það var reynt að verja
bátana sem eftir voru, en þó
nokkrir þeirra voru ekki gang-
færir því að þeir voru í véla-
viðgerð og komust þvi ekki frá.
Var reynt að verja þá etftir beztu
getu og aliir hjálpuðust að við
það.
Ekki fór að róast í höfninni
fyrr en um kl. 1 um nóttina,
þegar farið var að falla dálítið
út. Á öðrum tímanum um nótt-
ina kallaði ég upp bátana sem
voru fyrir utan og taldi, að þeim
Framhald á bls. 31.
Draug á strandstaðnum.
ingaskipið Store Knut.
Við hlið eftirlitsskipsins eru Arnfirðingur RE og norska síldarflutn-
Ljósm.: Steingr. Kristinsson)
Islenzkir útgeröarmenn krefja
norska ríkið um björgunarlaun
EIGENDUR þriggja íslenzkra I krefjast björgunarlauna og
skipa og tveggja norskra hafa, skaðabóta að upphæð 400.000
samkvæmt frétt frá NTB, höfð- norskar krónur. Skip þessi að-
að mál gegn norska rikinu og ! stoðuðu við að ná norska eftir-
' litsskipinu DRAUG af strand-
stað í mynni Siglufjarðar í
júnimánuði 1964. Málið verður
tekið fyrir í borgardómi Björg-
vinjar í þessari viku.
Norska eftirlitsskipið Draug
strandaði á svokallaðri Hellu í
mynni Siglufjarðar kl. 23:15 að
kvöldi þess 20. júní 1964. Veð-
ur var hið bezta og sjór ládauð-
ur, þegar Draug tók niðri á Hell-
unni, en skipið sigldi grynnra
fyrir klappirnar en jafnvel trillu
bátar gera.
Stálu
40.000
kr. verð-
mætum
VÖRUM fyrir um það bil 40
þúsund krónum var stolið úr I
útsölu Gunnars Ásgeirssonar (
hf. að Laugavegi 33, aðfara-
nótt mánudagsins. Þjófarnir1
gátu brotið upp hurð, og
höfðu á brott með sér nýja |
saumavél, segulbandstæki,
þrjú útvarpstæki, riffil og raf-
magnssteikarpönnu.
Við strandið kom gat á botn
skipsins og olíugeymi og flaut
talsverð olía frá skipinu. Þegar
í stað var kallað á aðstoð og
komu síldarskipið Arnfirðingur
RE og olíubáturinn Skeljungur
fyrst á vettvang, en seinna
komu einnig Æskan SI og Ólaf-
ur Friðbertsson ÍS. Þessi skip
reyndu svo að ná Draug á flot
á flóðinu um nóttina, en án
árangurs. Nokkuð af áhöfn
Draug var flutt til Siglufjarðar
og höfðust skipverjar við á
norska sjómannaheimilinu.
Tvö norsk síldarflutninga-
skip: Sigmund og Store Knut
komu einnig á vettvang og eftir
ítrekaðar tilraunir tókst öllum
skipunum að ná Draug á flot
kl. 20 é sunnudagskvöld. Draug
var síðan dregið inn til Siglu-
fjarðar og var Arnfirðingur RE
bundinn við síðu þess, þar eð
báðar skrúfurnar voru brotnar
og stýrið laskað.
Norskur dráttarbátur sótti svo
Draug til Siglufjarðar og dró
skipið til Noregs og fóru sjó-
liðarnir allir með.
Eigendur björgunarskipanna
Framhald á bls. 31.
Ekki hjá því komizt að
krónan fylgi pundinu
— Aðalatrið að varðveita sem bezt
raungildi launanna segir Hannibal
Valdimarsson forseti ASÍ
Mbl. sneri sér í gær til
Ivjartans Thors, formanns
Vinnuveitendasambands ís-
lands og Hannibals Valdi-
marssonar, forseta Alþýðu-
sambands fslands og spurðist
fyrir um afstöðu þeirra til
hinna nýju viðhorfa, sem
skapazt hafa vegna gengis-
fellingarinnar í Bretlandi.
Kjartan Thors kvaðst ekk-
ert geta um þetta sagt að svo
stöddu, þar sem Vinnuveit-
endasambandið hefði boðað
til ráðstefnu n. k. miðviku-
dag. Ummæli Hannibals
Valdimarssonar fara hins veg
ar hér á eftir:
„Sj'álfsagt verður ekki hjá því
komizt að láta íslenzku krón-
uma fylgja pundinu. Það er aug-
ljóst, að sú ráðstöfun mun færa
verulegum hluta útflutningsat-
vinnuvega okkar talsvert bætt-
an hag, þó að það komi misjafnt
á hinar ýmsu greinar útflutn-
ingsins.
Hins er ekki að dyljast, að
gengislækkun sk'apar áVallt
fjölda vandamála, sem verkalýðs
samtökin hljóta að hafa nánar
gætur á, hvernig ieyst verði.
Ber þar sérstaklega að nefna
verðlag'smálin.
Reynslan af gengisfellingum
hefur jafnan sannað það, að
launastéttunum hefur gengið erf
iðlega að varðveita raungildi
launa sinna, þegar gengislækk-
anir og aðrar slíkar kollsteypur
í efnahagsmálum hafa átt sér
stað. Framkvæmdin skiptir oft-
ast mestu máli. Nú sem fyrr er
það aðalatriðið, hvernig það
megi takast að varðveita sem
bezt raungildi launanna".
Ymis heildsölufirmu
hætta vöruafgreiöslu
ÝMIS heildsölufyrirtæki hættu í
gær afgreiðslu á vörum til við-
skiptavina sinna, af ótta við geng
isfellingu. Morgunblaðið spurðist
fyrir um þetta og fékk þau svör
að sérstaklega væri um að ræða
vörur sem fengnar væru með er-
lendum lánum, svo sem hveiti,
sykur komvörur, te, kakó, kaffi
og aðrar matvörur sem leyft hef-
ur verið að kaupa með 90 daga
gjaldfresti.
Álagning á þessar vörur er
mjög lítil og því hafa kaup-
menn freistast til að kaupa þær
með gjaldfresti. Ger,a þeir ráð fyr
ir að ef gengisfelling verður fái
Framhald á bls. 31.
Múrarar ielldu
lillöffu uan verkioU
— í allsherjaratkvæðagreiðslu
MÚRARAFÉLAG Reykjavíkux
efndi til ai Isher jaratkv æ ða-
greiðslu um það, hvort boða
skyidi vinnustöðvun frá 1. des.
nk. eins og ráðstefna ASÍ mælti
með við m'eðiimafélög sín. í at-
kvæðagreiðslunni tóku þátt 76
félagsmenn og var feilt með 41
atkv. gegn 36 að efna til verk-
fails.