Morgunblaðið - 15.12.1967, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. DES. 1967
María Maack ávarpaSi fundarkonur nokkrum orðum er hún
hafði tekið við heiðurssikjalinu.
María Maack heiðurs-
félagi „Hvatar"
Á JÓLAFUNDI Sjálfstæðis-
kvennafélagsing „Hvöt“ á mið-
vikudaggkvöldið tilkynnti for-
maður félagsins, Auður Auðuns
alþingissnaður, að stjórnin hefði
samþykkt að kjósa fröken Maríu
Maack, heiðursfélaga Hvatar.
Auður Auðung þakkaði Maríu
ómetanleg störf í þágu félagsins
frá fyrstu tíð og afhenti henni
síðan heiðursfélagaskjalið. Frök
en María Maack þakkaði með
nokkrum vel völdum orðum
þann heiður, sem sér væri með
þessu sýndur.
Þá flutti Lárus Siguirbjörnsson
skjalavörður ræðu um Reykja-
vík, k'om viða við og var gerður
góður rómur að máli hans. Ragn
ar Michelsen og Þórdís Jónsdótt-
ir sýndu skireytingar frá Blóima-
verzlun Michelsen, og auk þess
höfðu þau annazt borðskreyting-
ar og var á öðru borðinu ís-
lenzkur matur, hangikjöt, súr-
matur og kandíssykur. Að
skreytingasýningunni lokinni
var happdrætti og vinningar
vioru jólaskreytinigarnar og ís-
lenzki maturinn.
Ég náði andartak tali af frök-
en Maríu Maack eftir fundinn,
en þá stuttu stund var þó
straumur kvenna, sem v.ildi ná
fundi hennar, óska henni til
hamingju með þann sóma, sem
henni hafði verið sýndur og óska
henni gleðilegra jóla.
— Uppbafið að stofnun H'vatar
var að Helga Marteinsdóttir kom
að máli við mig og Guðrúnu Guð
laugsdóttur og spurði, hvort við
vildum ekki stofna sjálfstæðis-
kvennafélag. Svo töluðum við
við frú Guðrúnu Jónasson og
hún féllst á að taka að sér for-
miennesku ef úr því yrði. Síðan
var félagið formlega stofnað í
Oddfellowhúsinu í desember
1936 og voru stofnfélagar 301
kona. Það varð strax mikill
áhugi meðal kvenna að efla
þetta félag og við höfum reynt
að vinna í anda Sjálfstæðis-
flokksins og vera honum og því
sem hann berst fyrir, til styrkt-
ar, og ég vona, að það hafi tek-
izt.
— Hafið þér alltaf setið í
stjórninni?
— Já, fyrstu átján árin sem
gjaldkeri, síðan tók ég við for-
mennsku af frú Guðrúnu Jónas-
son, og gegndi henni í 13 ár.
— Og þið hafið haldið fundi
reglulega?
— Já, við 'höfum fengið þing-
menn okkar til að flytja ræður
hjá okkur, við höfum haft
fræðslufundi, síðustu vetur fönd-
urnámskeið, og alltaf jólafund
rétt fyrir hátíðar. Á suimrin höf-
um við farið í skemtiferðir, á
síðasta sumri fórum við í þriggja
daga skemmtiferð í Skaftafells-
sýslu, það var Ijómandi góð ferð
og mikil þátttaka, við vorum
einn dag um kyrrt á Kirkjubæj-
arklaustri og héldum síðan aust-
ur að Núpsvötnum.
— Ég hef alltaf nóg hugðar-
efni, þó að ég sé hætt störfum á
Farsóttarhúsinu — þá hafði ég
reyndar verið 55 ár við hjúkrun-
arstörf. Mér þykir vænt um fé-
lagið okkar og reyni að vinna
því gagn meðan ég má.
Fleiri og fleiri konur koma
og þurfa að heilsa upp á Maríu.
Hún kallar til einnar í kveðju-
skyni:
— Þú kemur nú með mér í
Grunnavík næsta sumar.
— Já, ég er alltaf þar á sumr-
in síðustu árin, ég er fædd og
uppalin að Stað í Grunnavík,
og mér finnst dásamlegt þarna
fyrir vestan. En gallinn er sá, að
mig vantar bíl'veg yfir Snæ-
fjallaheiði. Ég er alltaf að vona,
að hann verði lagður, en ekki
lízt mér á að svo verði. En ef ég
vinn í happdrættinu þá læt ég
sjálf gera þennan veg, fœ mér
tvo jeppa og svo skal ég sannar-
lega bruna.
Jólatónieikar í
Réttarholtsskóla
KIRKJUKÓR Bústaðasóknar
heldur jólatónleika í samkomusal
Réttarholtsskóla sunnudaginn 17.
desember klukkan 14:00. Kórinn
flytur þar kirkjuleg tónverk und
ir stjórn Jóns G. Þórarinssonar,
sem einnig leikur á orgel.
Aðalverkið, sem kórinn flyt-
ur á þessum jólatónleikum, er
jólakantata eftir Buxtehude: „In
dulci jubilo“ um sálminn. Sjá
himins opnast hlið. Undirleik
annast Helga Haufcsdóttir og
Unnur Sveinbjarnandóttir. fiðlur,
Gunnar Björnsson, cello, og Dan-
íel Jónsson, orgel.
Auk þess flytur kórinn m.a.
fjögur lög úr nýútkominni
söngvabók: ..Tuttugu og tveir
helgisöngvar“, sem dr. Róbert A
Ottósson, söngmálastjóri Þjóð-
kirkjunnar, bjó til útgáfu.
Jón G. Þórarinsson leikur á
orgel verk eftir: Lixbeck, Buxte
hude og J. S. Bach.
Aðgangur að jólatónleikunnm
er ókeypis og öllum heimill.
ALLT MEÐ
IVIeiraprófs-
námskeið á
Egilsstöðum
Egilsstöðum, 14. desember.
MEIRAPRÓFSNÁMSKEIÐ fyrir
bílstjóra lauk hér í gærkvöldi. í
námskeiðinu tóku þátt 33 bíl-
stjórar af Héraði og frá fjörðun-
um í kring. Kennarar á nám-
skeiðinu voru: Páll Kristjánsson
Reykjavík, sem kenndi vélfræði.
Jón Oddgeir Jónsson, sem kenndi
hjálp í viðlögum og Sigurður
Emil Ágústssson, en hann kenndi
umferðarlög og umferðarreglur.
’ —. ha.
Buxnubelti
Mjaðmabelti
Brjóstahöld
London
dömudeild.
Dönsk skrifborð
danskar kommóður
sœnskar forstofukommóður, með veggspeglum
Komið og skoðið
húsgagnaúrval á íslandi
rycx
□
Sími-22900 Laugaveg 26
EIMSKIP
A næstunni ferma skip vor a
til íslands, sem hér segir:fi
4NTWERPEN:
Skógafoss 20. des.
Goðafoss 2. janúar
Skógafoss 11. janúar
HAMBURG:
Askja 15. des.
Gunnfoss 29. des.
Goðafoss 5. janúar **
Skógafoss 17. j anúar
Reykjafoss 26. janúar
ROTTERDAM:
Skógafoss 22, des.
Goðafoss 3. janúar **
Skógafoss 13. janúar
Reykjafoss 23. janúar
LEITH:
Gullfoss 15. des.
Mánafoss 9. janúar
HULL:
Skip 19. des.
Mánafoss 5. janúar
Askja 16. janúar **
LONDON:
Skógafoss 19. des.
Mánafoss 2. janúar
Askja 12. janúar **
NEW YORK:
Fjallfoss 18. des. *
Brúarfoss 22. des.
Selfoss 5. jan.
GAUTABORG:
Tungufoss 29. des. **
Bakkafoss 9. janúar
K AUPM ANNAHÖFN:
Tungufoss 27. des. **
Gullfoss 3. jan.
Bakkafoss 11. janúar
KRISTIANSAND:
Gullfoss 4. jan.
Tungufoss 20. janúar
KOTKA:
Dettifoss um 10. janúar
GDYNIA:
Dettifoss um 12. janúar
* Skipið losar á öllum að-
alhöfnum Reykjavík
ísafirði, Akureyri og j
Reyðarfirði.
** Skipið losar á öllum að-
alhöfnum, auk þess i
Vestmannaeyjum, Siglu
firði, Húsavík, Seyðis-
firði og Norðfirði.
Skip sem ekki eru
merkt með stjörnu losa
í Reykjavík.
Jóla- og nýársferð ms. Gull
foss frá Reykjavík 22. des.
til Amsterdam, Hamborgar,
Kaupmannahafnar og Krist
iansand.
Reglubundnar áætlunar-
ferðir ms. Gullfoss til Fær-
eyja verða teknar upp í
janúar 1968.
ALLT MEÐ
EIMSKIP