Morgunblaðið - 15.12.1967, Side 7

Morgunblaðið - 15.12.1967, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. DES. 1967 7 Selja sælgæti fyrir lílcnarsjóð I)m þessar mundir ganga félagar úr Kiwanisklúbbnum Kötlu í hús í Reykjavík og bjóða fólki til kaups smekklega brjóstsykurs- poka, sem eru af tveim gerðum, annar kostar 100 krónur, en hinn 150 krónur. Allt það fé, framyfir nauðsynlegan kostnað, sem inn kemur af pokasölu þessari, rennur til líknarsjóðs félagsins. Kiwanisklúbburinn Katla var stofnaður fyrir tveimur árum, en þetta eru alheimssamtök, sem hófust í Bandaríkjunum árið 1915. Katla gaf í fyrra Borgarspitaianum magaljósmyndatæki, og einnig gaf klúbburinn 20.000 krónur til Blóðbankans, og útvegaði honum jafnframt 2000 dollara erlendis frá. Félagar í Kötlu eru nú 40 talsins, og hafa þeir fyrir utan það, sem áður er nefnt, stutt lítillega barnaheimilið í Kópavogi, gefið börnum þar jólagjafir og fleira. Og áfram munu þeir starfa i likum anda, og til þess að gera klúbbnum þetta kleift, ganga þeir um þessar mundir í hús og selja sælgætispoka sína. Telja þeir, að fólk fái sannvirði fyrir andvirðið. Hér er um brýnt líknarmál að ræða, og vonandi bregðast Reyk- víkingar vel við, þegar þessir fórnfúsu menn kveðja dyra hjá þeim, og kaupa poka af þeim. Kannski eiga gjafir þeirra til sjúkra- húsa í framtíðinni eflir að koma einhverjum þeirra að notum. (Ól. K. M. tók mynd af sælgætispokum þeirra í fyrradag). Keflavík Til sölu eldhúsborð og stól- ar. Selst ódýrt. Uppl. í sima 1327. íslendingasögurnar 27 bindi, til sölu. Uppl. í síma 24650. Smiðir Vantar þrjá smiði. Uppl. í símum 50902 og 51400. Sendiferðabifreið Commer 1965, ekin 39 þús. km í mjög góðu lagi, til sölu. Skipti á 4ra—5 manna bíl möguleg. Sími 41162 í dag og næstu daga. Kápur með skinnum og skinnlaus- ar og einnig skinnkragar til sölu á hagstæðu verði. — Diana, sími 18481, Miðtúni 78. Einbýlishús Vil skipta á einbýlishúsi, en hef 3ja herb. íbúðir við Miðborgina, nýstandsettar. Sími 31224. Jólatrén koma með Gullfossi um næstu helgi. Eðalgrenitré, sígræn og sáldfrí, einnig rauð- grenitré. Pantanasími 17129 Jólatréssalan, Drápuhlíð 1. Tvítug stúlka með barn á fyrsta ári óskar eftir ráðskonustöðu á fá- mennu heimili í Reykjavík eða nágrenni. Tilb. sendist Mbl. merkt: „5711“. Lán óskast 100—150 þús. kr. í 2—2% ár. Góðir vextir og trygg- ing. Tilboð merkt: „Ábyggi legur 5713“ sendist Mlb. Keflavík — Suðurnes * Kvöld. og sunnoidagsafgr. alla daga til jóla. Gerið jólakaupin tímanlega. Allar vörubirgðir með gamla verðinu. Jakob, Smáratúni. Fatnaður — seljum sumt notað, sumt nýtt, allt ódýrt. LINDIN, Skúlagötu 51 - Sími 18825. Smárakjör, Keflavík Norðlenzka hangikjötið komið. Drottningafæða, — vítamínsvörur. Nýir ávext- ir. Rauðar kartöflur. Jakob, Smárat., sími 1777 Athugið Ford Prefekt til sölu í varahluti. Einnig svalavagn og barnakerra. Ódýrt. Sími 42342. BEZT að auglýsa í Morgunblaðinu Ryksuguslöngur fyrir flestar tegundir af ryksugum fyrirliggjandi. Rafröst INGLFSSTRÆTI. Til jólagjafa ofnfastar skálar og föt úr gleri og leir. á unœent REYKJAVÍK Hafnarstræti 21 sími 1-33-36 Suðurlandsbraut 32 sími 3-87-75. EIIMAIMGRUIMARGLER FRETTIR Frá Systrafélagi Keflavíkur- kirkju. Mánudaginn 11. des. var dregið í leikfangahappdrætti félagsins. Eftirtalin númer hlutu vinninga: 32, 63, 85, 242, 400, 438, 445, 632, 737, 810, 920, 969, 1093, 1151, 1217, 1310, 1648, 1926, 2226, 2255, 2335, 2375, 2690, 3207, 3428, 3430, 3436, 3498, 3555, 3681, 3750. Vinninga sé vitjað til Þorbjarg- ar Pálsdóttur, Suðurgötu 5, Kefla- vík. KFXJK, Hafnarfirði. Jólafundur Aðaldeildarinnar verður í kvöld, föstudag 5. des. kl. 8.30. Jólagetraun, kaffi og fleira. Frú Sigríður Sandholt tal- ar. Allt kvenfólk velkomið. Kristlleg samkoma verður í samkomusalnum Mjóu- hlíð 16 sunnudagskvöldið 17. des. kl. 8. Verið hjartanlega velkom- in. Kristnlboðsfélagið Árgeisli og kristniboðsfél. kvenna halda kökubazar ásamt fleiru laugardag- inn 16. des. kl. 5 í Betaníu, Lauf- ásvegi 13. Allur ágóði rennur til kristniboðsins í Konsó. Kvenfélag Fríkirkjusafnaðarins Jólafundurinn verður haldinn í Frikirkjunni þriðjudaginn 19. des. kl. 8.30. Vetrarhjálpin í Reykjavík, Laufásveg 41 (Farfuglaheimili) sími 10785. Skrifstofan er opin frá kl. 10—12 og 13—17 fyrst um sinn. Styðjið og styrkið vetrar- hjálpina. Hallgrímskirkja Aðalsafnaðarfundur Hallgríms- safnaðar í Reykjavík verður hald- Inn í Hallgrímskirkju á Skóla- vörðuhæð sunnudaginn 17. des. nk. kl. 17.00. Venjuleg aðalfundar- störf. — Sóknarnefndin. Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar er tekin til starfa. Umsóknum veitt móttaka til 16. des. hjá Sig- urborgu Oddsdóttur, Álfaskeiði 54, sími 50597. — Nefndin. Hjálpræðisherinn Úthlntum fatnaði daglega til 22. des., frá kl. 13,00 tll 19,00. Ekknasjóður Reykjavíkur Styrkur til ekkna látinna félags- manna verður greiddur í skrif- stofu Kveldúlfs hf., Vesturgötu 3, alla virka daga nema laugardaga. Frá Mæðrastyrksnefnd Munið jólasöfnun Mæðra- styrksnefndar á Njálsgötu 3, simi 14349, opið virka daga frá kl. 10—6 og í fötunum frá kl. 2—6. Styrkið bágstaddar mæður, sjúklinga og gamalmenni. Jólagjafir blindra. Eins og að undanförnu tökum við á móti jólagjöfum til blindra, sem við munum koma til hinna blindu fyrir jólin. Blindravinafélag fslands, Ingólfsstræti 16. 22. okt. voru gefin saman í hjónaband af séra Jóni M. Guð- jónssyni, Akranesi, ungfrú Odd- björg Leifsdóttir, Vesturgötu 101, Akranesi og Gísli Jónsson, Innri- Skeljabrekku. Heimili þeirra verð ur að Ytri-Skeljabrekku. (Ljósm.: Ólafur Árnason, Akranesi). Nýlega hafa opinberað trúlofun sína Erna Sigurðardóttir, Bústaða- veg 69 og Jón ívarsson, Flóka- götu 69. Pennavinir Kona, sem starfar við dagblað i Ástralíu óskar eftir að komast í bréfasamband við íslending á aldr- inum 30—40 ára. Nafn hennar og heimilisfang er: Miss T. Maltam, Box 161, Home Hill, North Queensland, Australia 4806. Munið eftir smáfuglunum BOUSSOIS INSULATING GLASS u er heimsþekkt fyrir gæði. Verð mjög hagstætt. Stuttur afgreiðslutími. 10 ÁRA ÁBYRGÐ. Leitið tilboða. Fyrirliggjandi RÚÐUGLER 2-4-5-6 mm. Einkaumboð: HANNES ÞORSTEINSSON, heildverzlun, Sími 2-44-55. Fólki líkar vel við Sólveigu Sýning Sólveigar Eggerz Pétursdóttur á vatnslitamyndum frá Reykjavík hefur vakið mikla athygli, og margir eru þeir borgar- búar orðnir, sem hafa staðnæmzt við gluggann til að skoða mynd- irnar. Strax á fyrsta degi höfðu selzt nokkrar myndir, en eins og áður var frá skýrt, tekur auglýsingadeild Morgunblaðsins við pöntunum. Þá hefur margt fólk spurt, hvort ekki væru til sýnis hinar sér- kennilegu myndir Sólveigar málaðar á rekavið. Við beindum þeim fyrirspurnum til listakonunnar, og svaraði hún því til, að nokkrar rekaviðsmyndir væru til sýnis og sölu í verzlun Árna Jónssonar, Laugavegi 70.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.