Morgunblaðið - 15.12.1967, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 15.12.1967, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. DES. 1967 31 GRIKKLAND Fram'hald af bls. 1 skyldu sinni í einkaflugvél sinni. Hann hélt til gríska sendiráðs- ins, svaf í nokkrar klukkustund- ir og ræddi síðan við fjölskyldu sína og dygga stuðningsmenn. Öflugur vörður var við sendi- ráðið og fyrir utan stóðu hundr- uð blaðamanna og mikill mann- fjöldi, þeirra á meðal Grikkir búsettir í Róm. Konstantín Kolias, forsætisráð- herra, sem kom til Rómar ásamt konunginum, tók þátt í viðræð- unum í sendiráðinu. Skömmu eftir komu konungs til Rómar lenti flugvél yfixmanns gríska flughersins, I. Frag- istas, flugmarskálks, á flug- velli skammt frá Róm og voru fimm stuðningsmenn hans með honum í flugvélinni, og auk þess mikill farangur. Samkvæmt heimildum í gríska sendiráðinu símuðu konungshjónin til Kaup- mannahafnar skömmu eftir kom- una og stóð samtalið í 20 mínút- ur. — í Róm veit enginn hvort um- gangast á konung sem þjóðhöfð- ingja, venjulegan borgara eða pólitískan flóttamann. Konungur vildi ekkert láta uppi um fyrir- ætlanir sínar, en fólk í mann- fjöldanum fyrir utan sendiráðið lét skoðanir sínar óspart í ljós. Grikki í hópnum sagði blaða- monnum að hann mundi brenna vegabréf sitt ef konUngur sneri aftur til Aþenu. Ljósmyndarar mynduðu í gríð og erg þegar dóttir konungs, Alexia prinsessa, •birtist á svölum sendiráðsins. Samkvæmt heimildum í sendi- ráðinu bað konungurinn Poum- ouras sendiherra um að fá að hvílast í bústað hans ásamt fjöl- skyldu sinni. Læknir kom til sendiráðsins klukkán 9,30 og fór éinni klukkustund síðar. Starfs- menn senöiráðsins gátu hvorki stáðfest né hrakið að Friðrika ekkjudrottning dveldist í sendi- ráðinu. Á meðan þessu fór fram var flugvél konungs höfð tilbúin til brottfarar á herflugvellinum Ciampino skammt frá Róm. Barátta konungs Fréttaritari AFP hefur eftir sjónarvotti, að Konstantín kon- ungur hafi komið til borgarinn- ar Kavalla i Austur-Makedóniu kl. 10.45 að staðartíma í gær. Mikill mannfjöldi fagnaði kon- unginum innilega og elti hann til hótels í borginni. Konungur- inn gekk út á svalirnar og hróp- aði: — Stöndum saman og þá skulum við sigra. Hann hélt síð- an til útvarpsstöðvarinnar í fylgd með tveimur skriðdrekum og flutti ræðu sína þar sem hann kvaðst mundu koma á lýðræði í landinu. Sjónarvottar segja, að íbúar Kavalla hafi allir trúað því að konungurinn hefði vald á ástand- inu og hlegið var að tilkynning- um Aþenuútvarpsins. Borgar- starfsmenn dreifðu 250.000 flug- miðum þar sem sagði að herfor- ingjar í ríkisstjórninni hefðu ver ið settir af og konungurinn hefði tekið öll völd í sínar hendur. í ausandi rigningu flaug konungur frá Kavalla í þyrlu um hádegis- bil til Alexandropolis og kvöddu Anna María drottning og Frið- rika ekkjudrottning hann grát- andi. Ekki er ljóst hvað gerzt hefur í Alexandropolis, en um eftir- miðdaginn sneri Konstantín aft- ur til Kavalla og fór þaðan skömmu síðar. til Saloniki. I>ang- að komst hann ekki því að á- standið hafði breytzt gersamlega og hersveitir hollar stjórninni höfðu Saloniki og nágrenni á sínu valdi. En íbúar Kavalla stóðu enn í þeirri trú að konung- urinn hefði sigrað. Konungholl- ar hersveitir fóru jafnvel frá bænum og ætluðu að „hertaka" Saloniki. Það var ekki fyrr en í morgun sem Kavallabúar fréttu að konungur hefði haldið til „ó- þekkts ákvörðunarstaðar". Fyrir dögun í morgun heyrði stjórnturninn á flugvellinum í Bari á Suður-Ítalíu kall frá flug- vél konungsins. Boð voru þegar send til Ciampino-flugvallar við Róm og lögreglulið var sent þangað. Kl. 4.15 að staðartíma lenti hvítmáluð flugvél konungs- ins, blaðamönnum, sem biðu eft- ir leiguflugvél frá Grikklandi, til mikillar furðu. Hinn 27 ára gamli konungur var með tárin í augunum. Aðspurður hvort hann vildi gef-a yfirlýsingu sagði hann aðeins: — Ekki að svo stöddu. Á flugvellinum var sagt, að allt benti til þess að flugvélin hefði komið frá flugvelli við Larissa. Ennþá konungdæmi Eitt alvarlegasta vandamálið af mörgum, sem herforingja- stjórnin stendur andspænis, er að afla sér viðurkenningar er- lendra ríkja. Hinn nýi forsætis- ráðherra, Georg Papadopoulos, ofursti, kvaddi í dag á sinn fund sendiherra Bandaríkjanna, Bret- lands, Frakklands og Vestur- Þýzkalands, en sendiherrarnir sögðu að þeir gætu ekki tekið afstöðu til nýju stjórnarinnar og sögðu að þeir yrðu að bíða fyrir- mæla frá ríkisstjórnum sínum. í kvöld var sá orðrómur á kreiki í Aþenu að herforingja- stjórnin hefði í hyggju að bjóða frænda Konstantíns konungs, Pétri prins, konungstignina. Pét- ur prins hefur gert tilkall til konungsdóms í Grikklandi og grunnt er á því góða með hon- um og konungi og móður kon- ungsins, Friðriku drottningu. Á blaðamannafundi sínum í Aþenu í dag sagði Papadopoulos ofursti, að Grikkland væri enn- þá konungdæmi. Hann forðaðist að ráðast á konunginn og sagði að slæmir ráðgjafar hefðu leitt hann á villigötur. Aðspurður hvers vegna konungur hefði reynt að gera gagnbyltingu sagði hann að ekki væri unnt að gefa rökrétta skýringu á jafn- óskiljanlegri framkomu, en hann forðaðist að svara þeirri spurn- ingu hvað stjórnin mundi að- hafast ef konungurinn sneri aft- ur til Aþenu. Papadopoulos sagði að herfor- ingjastjórnin hefði komizt á snoðir um áform konungsins um kl. 10 í gærmorgun þegar her- foringjaráðinu barst bréf frá hon um þar sem hann sagði að hann hefði tekið við yfirstjórn herafl- ans og landsins. Konungurinn kvaðst áskilja sér rétt til þess að gera þær ráðstafanir sem hann teldi nauðsynlegar. Stjórnin kom þegar í stað sam an til fundar, sagði Papadopoul- os, og hafði samband við allar herstöðvar víðs vegar um landið. Stjórnin reyndi einnig að hafa samband við Kolias forsætisráð- herra. Síðan hófst leit að kon- unginum, en hann fannst hvergi, en seinna barst frétt um að hann hefði flutt ræðu í útvarps- stöðinni í Larissa, sem er sjald- an notuð. Seinna var haft sam- band við herdeildir í Kavalla í Norður-Grikklandi og fréttir þaðan bentu til þess að konung- urinn væri þar. Papadopoulos sagði, að yfirmenn 3. stórfylkis- ins og vélaherfylkis í Norður- Grikklandi hefðu verið settir af og það væri allt og sumt. Skömmu eftir miðnætti lýstu yfirmenn herdeildanna í Larissa og Kavalla yfir stuðningi við Stjórnina í Aþenu, hélt Papadop- oulos áfram, og um sama leyti barst sú frétt að tvær flugvélar með konunginum og fjölskyldu hans innanborðs hefðu flogið frá flugvelli við Kavalla. Þar sem konungur hefði flúið frá skyldu- störfum hefði herforingjastjórn- in í Aþenu tekið nýja ríkisstjórn í eið og skipað riki'sstjóra. Með guðs hjálp og eigin skapstyrk gátum við sigrast á erfiðleikun- um án þess að blóði væri útihellt, sagði hann. Rólegt í Grikklandi f Aþenu benti allt til þess í kvöld, að herforingjastjórnin væri traust í sessi og að hún hefði unnið algeran sigur í við- ureigninni við Konstantín kon- ung og stuðningsmenn hans. — Ástandið virðist vera rólegt í Aþenu og víðast hvar annars staðar í landinu, en fréttir eru hins vegar af skornum skammti. Stjórnin virðist þó hafa fullkom- in tök á ástandinu. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum er allt með kyrrum kjörum í Saloniki, helzta virki konungssinna, og ekki hefur fengizt staðfesting á útvarpsfrétt um frá Belgrad þess efnis að götubardagar hafi átt sér stað í bæjum nyrzt í landinu. Óstað- festar fréttir í kvöld benda hins vegar til þess, að gagnbylting konungs hafi ekki verið bæld niður án blóðsúthellinga og herma fréttir að yfirmaður hinn- ar konunghollu herdeildar í Ka- valla, Keravias hershöfðingi, hafi verið myrtur þegar liðsfor- ingjar ætluðu að handtaka hann. Samkvæmt öðrum óstaðfest- um fréttum hefur herforingja- stjórnin látið handtaka um það bil 20 háttsetta foringja úr flug- hernum, aðallega í Norður- Grikklandi. f Aþenu er sagt að uppreisnarmönnum úr heraflan- um verði veitt sakaruppgjöf til þess að komast hjá frekari blóðs- úthellingum, og boðar þetta trú- lega stórfellda hreinsun í herafl- anum, sem sennilega hefst eftir nokkra daga samkvæmt áreiðan- legum heimildum,- Meðal hinna handteknu her- foringja er Georg Perides hers- höfðingi, yfirmaður 3. stórfylkis- ins, sem studdi konunginn í bylt- ingartilrauninni. Undir hann heyrði eina skriðdrekaherfylki Grikklands og hefðu liðsforingj- ar ekki brugðizt hinum konung- hollu hershöfðingjum og stutt herforingjastjórnina, hefðu kon- ungurinn og stuðningsmenn hans sennilega verið nægilega öflugir til þess að sækja til Aþenu. Samkvæmt opinberum heim- ildum hefur ekki slegið í bar- daga á Krít eða í Norður-Grikk- landi, en stjórnarandstæðingar herma að andspyrnuhópar séu virkir á báðum stöðum. Þannig er sagt að flugstöðin Tanagra, úm 70 km fyrir norðan Aþenu, sé á valdi konunghollra her- manna, en þá skortir foringja, því að yfirmaður flughersins, I. Frangistas hershöfðingi og fimm aðrir herforingjar flúðu til Rómar. í Aþenu voru myndir af Kon- stantin konungi og Önnu Maríu drottningu fjarlægðar úr öllum opinberum byggingum í dag og fáni konungs var dreginn niður við konungshöllina og dyrum konungshallarinnar í Aþenu og Tatoi-hallarinnar skammt frá höfuðborginni var lokað. Lífvörð ur konungs sást ekki á gang- stéttinni fyrir framan konungs- höllina. Skriðdrekar og hermenn voru á verði við þinghúsið, en lífið gekk sinn vanagang í höf- uðborginni. Bretar styðja konunginn Harold Wilson, forsætisráð- herra Breta, sagði í Neðri mál- stofunni í dag að Bretar hefðu ekki lengur stjórnmálasamband við herforingjastjórnina í Grikk- landi þar sem konungurinn væri flúinn úr landi. Hann lauk miklu lofsorði á Konstantín konung og sagði að hann hefði verið í mjög erfiðri aðstöðu. Hann hefði verið neyddur til að sætta sig við margt, sem væri honum ógeð- fellt. í Washington var sagt opinber- lega að bandaríska stjórnin mundi neita grísku herforingja- stjórninni um viðurkenningu, en ráðfærzt yrði við stjórnir NATO landa áður en ákvörðun yrði tek- in. Talsmaður utanríkisráðuneyt- isins sagði að ástandið í Grikk- landi væri rólegt, en það væri óljóst og yrði að athuga það gaumgæfilega. í Briissel ræddi Dean Rusk utanríkisráðherra við Panayiotis Pipinelis, utanríkisráðherra Grikkja, um ástandið, en þeir sitja báðir ráðherrafund NATO. Talsmenn bandarísku sendi- nefndarinnar vörðust allra frétta um afstöðu Bandaríkj- anna til gagnbyltingar konungs, og sömu sögu var að segja um Pipinelis. Hins vegar tjáði Pipin- elis tyrkneska utanríkisráðherr- anum að stjórnin í Aþenu hefði staðfest skipun hans í utanrikis- ráðherraembættið. Utanríkisráðherra Vestur- Þjóðverja, Willy Brandt, for- dæmdi atburði þá sem gerzt hafa í Grikklandi í hvassyrtri ræðu á ráðherrafundinum í Brússel og sömu sögu var að segja um danska utanríkisráðherrann, Hans Tabor. Manlio Brosio, framkvæmda- stjóri NATO, sagði á blaða- mannafundi er ráðherrafundin- um lauk i dag að ástandið í Grikklandi væri aðalumræðu- efni ráðherranna, en lagði á það áherzlu að atburðirnir væru inn- anríkismál en ekki mál NATO svo framarlega sem þeir snertu ekki bandalagið beint. Stjórn- málamenn telja, að ef gríska stjórnin steiidur ekki við samn- inginn við Tyrki um brottflutn- ing grísku hersveitanna frá Kýp- ur, muni ný deila rísa upp með Grikkjum og Tyrkjum og þá kynni svo að fara að NATO yrði að láta málið til sín taka. Willy Brandt sagði blaðamönn um að hann gerði sér grein fyr- ir því að ástandið í Grikklandi væri ekki mál NATO. Á Kýpur hefur byltingartil- raun Konstantíns konungs verið ákaft fagnað, enda hefur herfor- ingjastjórnin alltaf verið óvin- sæl á eynni, ekki sízt eftir sam- komulagið við Tyrki. Samkvæmt áreiðanlegum heim ildum áttu sér stað fjörugar um- ræður á ráðherrafundi NATO í dag um viðurkenningu á nýju stjórninni í Grikklandi, enda hef ur ástandið breytzt þar sem kon- ungurinn hefur sagt skilið við hana, en talið er nauðsynlegt að sjá hverju fram vindur. — Til dæmis er ekki útilokað að Kon- stantín konungur leggi formlega niður völd. Bandaríska stjórnin hefur ■ margoft látið í ljós fjandskap sinn við herforingjastjórnina og beint og óbeint hvatt konunginn til að gera allt sem í hans valdi stendur til þess að endurreisa lýðræði í landinu. NATO-fundur Framhald af bls. 32 stöðvunum þar. Á hinn bóg- inn skiptast aðildarríkin á um að sjá um vorfund ráð- herranna. Um 45 ráðherrar hafa rétt á að sitja á þessum fundi, þ. e. utanríkis-. varnar-, og fjár málaráðherrar allra fimmtán bandalagsríkjanna, enda þótt yfirleitt mæti miklu færri. Þó munu flestir eða allir ut- anríkisráðherrar sitja fundi þessa. Mikill viðbúnaður er eðli- lega hér heima fyrir fund þennan, og er gert ráð fyr- ir, að til fundar komi 300- 400 manns, þar sem með ráð- herrum kemur væntanlega nokkurt föruneyti, ýmsar al- þjóða starfsnefndir, auk fjöl- menns hóps fréttamanna. Þegar er búið að fá Há- skóla íslands til fundarhald- anna, en að sjálfsögðu þarf meira húsnæði fyrir svo fjöl- mennan fund. f Ankara sagði Suleyman Dem irel forsætisráðherra að enn væri of snemmt að taka afstöðu til at- burðanna í Grikklandi. Vinstrisinnar í Vestur-Evrópu- löndum fordæmdu í dag grísku herforingjastjórnina harðlega. — Málgagn sovézka kommúnista- flokksins, Pravda, tók hins vegar mjög varfærnislega afstöðu til atburðanna og birti aðeins frétt- ir frá vestrænum fréttastofum án umsagnar. Stjórnarmálgagnið Izvestia sagði hins vegar að á- standið mundi valda nýjum erfið leikum innan NATO. Rithöfundarnir Framhald af bls. 17 lendis og víðar, enda hafði ég góða aðstöðu til þess, frjálsan tíma, mikinn aðgang að bóka- kosti, blöðum og sjónvarpi. Flest af því, sem gerðist á þessum vettvangi, varð mér til nokkurs gagns og óbland- innar gleði. Einn atburður olli mér þó sárum vonbrigðum. Það var fréttin um fangelsun rúss- nesku rithöfundanna Daniels Sinjavskis í febrúax 1966. Ég hef alltaf haft mikla sam- úð með þeirri þjóðfélagsbreyt- ingu. sem orðið hefur í Ráð- stjórnarríkjunum síðustu hálfa öld og verið þeirra skoðunar, að þjóðir þeirra og ráðamenn hafi í stórum dráttum gengið til góðs götuna fram eftir veg þann tíma. En þetta gerræði stjórnar- valda austur þar fannst mér vera reiðarslag vinum Rúss- lands. Ég reyndi að fylgjast með öllu, sem réttlætt gat um- rædda ráðstöfun af hálfu þeirra, sem báru ábyrgð á henni, svo og túlkun og út- skýringar blaðanna í Dan- mörku og sjónvarpsstöðva á Norðurlöndum, sem mér virt- ust lúta mjög frjálsri stjórn. En 'hvert sem ég sneri mér, fór ég í geibarhús að leita ull- ar. Hvergi gat ég séð, að rúss- nesku rithöfundarnir hefðu gerzt brotlegir við sanngjörn lög eða rétt. Síðan hef ég beð- ið þess í ofvæni, að þelr yrðu náðaðir, en án þess að von mín rættist. Og mér hefur allt- af skilizt. að hér væri um að ræða misskilning eða þá eitt af þeim slysum, sem ekki væru mikilhæfum forráðamönnum þessara merku þjóða samboðin. Marjun Gray brezkur ríkisborgari EINS og menn muna kom upp sú spurning við upphaf „Bjargs málsins11, hvort Marjun Gray teldist færeyskur ríkisborgari og samkvæmt þeim lögum, er í gildi voru við giftingu foreldra Marjun, hlaut eiginkonan sama ríkisborgararétt og maðurinn. — Ber móðir Marjun og brezkt vegabréf. Nú hefur fengizt úr málinu skorið og varð niður- staðan sú, að Marjun Gray teld- ist brezkur þegn og var henni afhent brezkt vegabréf sl. þriðju dag. Saltað dag og nótt - afli línubáta óvenju góður Akranesi, 1. desember SÍÐUSTU nótt komu enn þrjú skip til Akraness með sild úr Faxaflóa, Höfrungur H AK var með 200 lestir, Höfrungur III AK með 200 lestir og Ólafur Sig- urðsson AK með 50. Síldin var söltuð og fryst og nýtist hún sæmilega vel. Siðasta sólarhring voru 2440 tunnur salt aðar og frystar á Akranesi. Salt að er á þremur söltunarstöðum: Haraldur Böðvarsson & Co, Sig- urður Hallbjarnarson hf. og Þórður Óskarsson hf. Afli línubáta hefur verið góð- ur að undanfömu og er fiskur- inn unninn í frystihúsunum. Mörg ár eru síðan afli línubáta hefur verið jafn góður og fall- egur að hausti til og nú í ár, og spáir það góðu um línuveið- ar á komandi vetrarvertíð. — HJÞ.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.