Morgunblaðið - 06.01.1968, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 06.01.1968, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1968 Guðmundur dregur pattaralega hrygnu upp úr kistu. á í Grænugróf og Hofuðhyl og fengum iþar um 80 hrygnur. Vak- Væri hægt að velja úr stofnin- um stóra fiska til undaneldis með því að fylgjast með öllum fiskigöngum um kistuirnar, og ennfremur er a'lltaf æskilegt að ná og rækta fisk, sem snemma gengur. — Eru þessar áætlanir nú úr sögunni? — Já, allt útlit er fyrir það. Þeir sorglegu atburðir gerðust á síðasta aðalfundi félagsins, að nokkrir menn notuðu sér van- þekkingu velðimanna á þessum málum og viðkvæmni þeirra til að koma af stað sundrung innan félagsins, sem aðrir notfærðu sér síðar við stjórnarkjör á aðalfund inum. Fengu menn þessir því til le.ðar komið, þrátt fyrir aðvar- anir ritara félagsins, að sam- þykkt 'var á aðalfundinum, að stjórninni væ.ri óheimilt að nota kistur til veiða á laxi á göngu- tíma hans. Það hefur verið steína stjórnarinnar fram að þessu, að sleppa umframseiðum, sem fé- lagið kann að. eiga, í Elliðaárn- ar, og taka síðan eftir ákveðnam reglum hluta af þeim fiski, sem í kisturnar gekk, til sölu á mörk uðum innanlands og utan. Hefur Rafveitan gert þetta allt frá 1047, að örfáum árum undan- skyldum. — Þessir menn, sem ég gat um áðan, vilja halda því fram, að við tökum laxinn úr ánni, þegar veiðitími stendur sem hæst og því sié enginn fiskuir á efri svæð- um árinnair. En ég get á hinn bóginn bent á það, að sl. sumar voru 3 þúsund laxar kom'nir í gegnum teljarann áður en við tokum fyrsta laxinn. Samkvæmt reglum, sem um iþetta hafa gilt í EHiðaánum m<örg undanfarin ár, eða allt frá 1947, hefðum við rnátt byxja að taka laxinn eftir að 1000 laxar voru gengnir í gegnum teljarann, og máttum I við sam'.als taka rúma 1200 laxa til sölu úr kistunni, en tókum Hrygna kreiat við eina þróna inn við Elliðaár. á í Grænugmf og Hafuðhyl og fengum þar um 80 hryggnur.Vak- ir það fyrst og fremst fyrir okk- ur með því að fá klatofisk þar uppfrá, og þar er helzt að leita eftir laxi, sem gengið hefur snemma. Nú víkjum við talinu að rekstri eldistöðvarinnar við Elliðaár, og við spurðum Guð- mund, hvenær Stangaveiðifélag- ið hafi tekið við rekstri stöðvar- innar. — Félagið tók við eldistöðinni í júlí í sumar af Rafveitunni, samkvæmt samningi sem gerður var í maí í vor. Stöðin er elzta starfrækta klakeldistöð lands- ins og það var Rafveitan, sem kom henni á laggirnar, undir forystu Steingríms Jónssonar þáverandi rafveitustjóra. Mjög eðlilegt var, að SVFR, stærsta S'tangaveiðifélag landsins, bæki við rekstri hennar, þar sem hún hefur mikið gildi, bæði fyrir Eli iðaárnar sjálfar, sv'o og spáði hún mjög góðu um framtíð þeirra áa, sem flélagið hefur á leigu, vegna ræktunarmöguleikanna. Þarna var því merkum áfanga náð í sögu íélagsins, og gerðum við í upphafi ráð fyrir að tolekja út hrognum, taka að okkur eldi seiða, ala þau upp í göngustærð og sleppa þeim í félagsárnar. Ennfremur var hugmyndin og á prjónum áætlanir um að stækka þeissa stöð. Eru í dag eldismögu- leikar í stöðinni fyrir um 85-40 þúsund gönguseiði, en möguleik- ar eru á að tvöfalda þau afköst miðað við þau mamwirki, sem fyrir hendi eru. Var ætlunin að stofnrækta ákveðna laxastofna, þ.e. fá fram n/okkrar kynslóðir, en til að það sé hægt þarf eldistöðin að Ihafa giönguveg fyrir fiskinn til sjáv- ar, þegar búið er að raerkja seið- in eftir ákveðnum xeglum, þ.e.a.s. merkja sér systkinalhóp og sérstaka árstefnu. Náttúran sér fyrir því, að fiskurinn geng- ur aftur í ána eftir eitt til tvö áir, og var það þá hugmynd okk- „HÆGT AD TVÖFALDA ELDIAFKÖST KLAK- STÖÐVAHIMMAR VIÐ ELUDAÁR" Rætt við Guðmund Hjaltason um kreistingu á laxi og starfrækslu klakstöðvarinnar ELLIÐAÁRNAR eru um margt harla merkilegar. Sennilega þekk ist það óvíða í heiminum að ein veiðisselasita og vinsælasta lax- veiðiá landsins renni svo að segja inn í miðjum höfuðstaðnum, né heldur að þar sé rekin ein stærsta og elzta laxeldistöð lands ins. Við heimsóttum laxeldisstöð ina við Elliðaár eitt kvöldið í miðjum desember og ræddum þá við Guðmund Hjaltason, sem unnið hefur að klakmálum á veg um Stangaveiðifélags Reykjavík ur í mörg ár, og átti einnig sæti í stjórn félagsins í mörg ár. Þegar okkur bar að var Guð- mundur staddur við laxaþrærn- ar niður við árbakkann, og var hann ásamt aðstoðarmönnum sínum í óðaönn að kreista all- marga laxa, sem voru í einni þrónni. Guðmundur stóð niðrj í sjálfri þrónni og háfaði upp lax- inn — hrygnur og hænga til skiptis — en á þróarbarminum tóku aðstoðarmenn hans við fiskn um, feitum og sællegum, og báru hann að íláti, sem þarna var. Þar var hann strokinn um kvið- inn og hrognin streymdu í ílát- ið. Var varla sjón að sjá fiskinn eftir þess meðferð — hann líkt- ist miklu fremur skreið á hjalli en hinum tignarlega konungi bergvatnsánna. Honum var að svo búnu sleppt lausum í ána, og sáum við síðast til, þar sem hann synti vesældarlega út í straum- inn. Þegar Guðmundur og félagar hans höfðu kreist laxana í þrónni fóru þeir með hrognin í eldis- stöðvarhúsið þarna skammt frá, og þar notuðum við tækifærið til að ræða við Guðmund. Við spurð um hann fyrst, hve marga laxa þeir hefðu kreist að þessu sinni. — Þetta voru rösklega 30 hrygnur, svaraði hann — sem við kreistum núna í kvöld, en auk þess merktum við um 25 fiska. Við tókum þessa fiska upp í þrærnar í lok veiðitímans í sumar — um mánaðamót ágúst og september — og ennfremur með ádrætti í ánni í október og nóvember. — Hvenær voru fyrstu laxarn- ir kreistir í haust? — Við kreistum fyrstu hrygn- urnar hinn 4. nóvember sl. en síðan höfum við gert það níu sinnum, að kvöldinu núna með- töldu. Eigum við þá aðeins eft- ir að kreista um 30 hrygnur, sem við eigum í kistum hér upp með ánni. — Hvað fáið þið mikið af hrognum úr þessum löxum, sem núna voru kreistir? — Ég býst við að það séu eitt hvað um 17—18 lítrar, en við áttum fyrir 260 lítra úr fyrri kreistingum. Nýtingin hefur ver ið með ágætum á hrognunum núna undanfarið, og dauði á þeim hefur verið með minsta móti. Við báðum Guðmund að lýsa því lítið eitt nánar hvernig kreisting fer fram. — Við byrjum á því að taka fiskinn upp í þrær og kistur þar sem við geymum hann þar til við finnum að hann er tilbúinn til hrygningar. Þá er hrygna tekin og hrognin strokin úr kviðnum í ílát. Er venjulega sá háttur hafð ur á hjá okkur, að þrjár hrygn ur eru stroknar en síðan strokn- ir tveir hængar og þessu blandað saman og sett í glös. Þessu næst blöndum við dálitlu vatni út í, og eru hrognin síðan látin standa í 1—2 klukkutíma, en þá eru þau þvegin, margskipt um vatn á glösunum, þar til það er alveg orðið tært. Síðan er þetta geymt í þar til gerðum stokkum með rennandi vatni unz poka- seiði fara að koma úr hrognun- um í apríl eða maí. — Hvernig hefur klakfiskur- inn núna verið? — Laxinn sem við höfum feng ið upp í kisturnar núna hefur verið óvenjulega stór, t.d. h'öf- um við fengið rnarg^r hrygnur um 10-12 pund og mjög marga hænga af stærðinni 16-24 pund. — En nú veiðist ekki mikið af stórum laxi í ánum? — Nei, það er alveg rétt. En mér finnst sennilegas'ta skýring in á því vera sú, að t.d. í Mó- hyljum efri og neðri svo að ein- h'vérjir veiðistaðir séu nefndir, er svo troðið af fiski, að hann liggur og hreyfir sig ákaflega lítið vegna þrengsla. Þessu til sönnunar vil ég geta þess, að úr Neðri-Móhyl einurn fengum við upp 250 klaklaxa með ádrætti hinn 6. október og úr Efri-Móhyl fengum við 290 fiska daginn eft- ir. í þessu sambandi vil ég einnig geta þass, að í haust drógum við ar að taka þann fiisk af stofnin- um, sem merktir' hafa verið, úr kistu, er væri staðsett í Elliða- ánum, og geyma hann í þar til gerðum þróm, unz fiskurinn væri tilibúinn til h*ygningar. Væri þá sá fiskur kreistur aft- ur, og önnur kynslóð væri kom in í klakhúsið. Mætti þannig rækta kynslóð eftir kynslóð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.