Morgunblaðið - 06.01.1968, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1968
11
aðeths riiska 698. Ég get enn-
fremur aefnt, að í EUiðaánum í
sumar voru tölu'vert á sjötta
þúsund laxar, en það eæ álit
fróðra mana, sem gert hafa at-
huganir á aðstæðum og vatns-
magni, að árnar þoli aðeins um
tvö þúsund laxa yfir veturinn.
Ég álít, að meiri veiðimögu-
íeikar séu fyrir stangveiðimenn
í Elliðaánum, ef í hana ganga 6
þúsund laxar, þótt af þeim væri
drepnir 1000 fiskar, heldur en
að takmarka seiðamagji sem
sleppt er í ána aðeins við 200
laxa stofn.
Væri hins vegar sett í ána
sama seiðamagn og undanfarin
ár myndu nokkur hundruð laxar
drepast í ánni þegar haustaði og
árnar legði í írostum. Ennfrem-
ur hafa Elliðaárnar ekki mögu-
leika á að klekja út hrognum
svo margra fiska og síðast en
ekki sízt hafa þær ekki eldis-
möguleika fyrir þau seiði er út
myndu klekjast. Tekjur af sölu
sláturiaxins rennur allur í
rekstur eldistöðvarinnar og ger-
ir henni kleift að láta fyirr frá
sér fara meira magn af aliseið-
um. Eftir ræktun fiska í ár fé-
lagsins kemur þetta síðar tii
fbaka til veiðimanna í meiri veiði
og lækkun veiðileyfa.
En það sem verst er, er sú ráð-
stöfun, er hinn nýkjörni formað-
ur félagsins beitti sér fyrir, og
aðalfundurinn sarruþykki, sem
gerir möguleikana á því að stofn
irækta fisk að engu, þar sem ekki
er hægt að ná þeim fiski, er úr
sjó gengur, ef kistan verður lögð
niður. Einnig finnst mér tillögur
þess efnis, að ekki megi nota
klak úr Elliðaánum fyrir aðrar
ár, ákaflega óraunhæfar.
— Hve lengi hefur þú unnið
að þessum klakmálum á vegum
féiagsins?
— Ég hef fengizt við þetta
undanfarin 5-6 ár. Og þessir dag-
ar rúna eru sennilega raínir síð
ustu hér við eldistöðina, þar sem
get ekki fellt mig við þá skoðun,
að ekki megi reka eldistöðina
með þeim möguieikum sem fyr-
ir hendi eru og veiðimönnum
og áreigendum eru fyrir beztu.
Að lokum vildi ég þakka sér-
staklega þeim félagsmönnum,
sem með mér hafa unnið að
klakmá'ium fyrir félagið. Ég
veit að þeir taka það jafn nærri
sér og ég að sjá draum okkar um
glæsilega eldistöð og ár félags-
ins fullar af laxi fyrir ti'lverknað
stöðvarinnar, verða að engu.
Félaginu óska ég alls góðs og er
það mín von, að hinir nýkjörnu
stjórnarmenn sjái sig un hönd
o£ leggi fyrir næsta aðalfund
tillögu, sem heimilar þeim aftár
kistuveiði í BHiðaánum. Þeir
yrðu meiri menn á eftir.
Athugasemd
Með samþykki Guðmundar
toauð Mtol. Axel Aspelund, nú-
verandi formanni Stangveiði-
félagsins, að gera athugasemdir
við viðtal þetta, þar sem fjallað
er um kistuveiðarnar, svo að
sjónarmið núverandi stjórnar í
þessu máli kæmu fram. Fer at-
'hugasemd hans toér á eftir:
Ég þakka Morgunblaðinu þann
á'huga, sem það sýnir nú málefn-
um Stangaveiffiféiags Reykja-
víkur. Vona ég, að hann eigi eft-
ir að reynast félaginu happa-
drjúgur, og einskorðist ekki við
viðtöl við fyrrverandi stjórnar-
meðlimi þess.
Reyndar veit ég, að svo verð-
ur ekki, enda hefur með góðfús-
lega verið boðið að gera stuttar
athugasemdir við ofanritað við-
tal við Guðmund Hjaltason, sem
náði ekki endurkosningu á síð-
asta aðalfundi félagsins, 10. des.
S'l.
Ánægjulegt er, að fram skuli
hafa komið, á hvern hátt Guð-
mundur hefur styrkt félagsstarf-
ið með óeigingjörnu framlagi
sínu, sem margþætt hefur verið,
jafnt á nóttu sem degi. Mætti
mikið um það rita, mun meira
en við verður komið í stuttu við-
tali. Þvi miður virðist áhugi
Guðmundar á klak- og e'ldismál-
um bundinn við stjórnsetu í fé-
laginu, því að hann hefur sjálf-
u.r lýst yfir því nýlega, að hann
muni nú leggja áhugamanns-
störfin á hilluna.
Leitt þykir mér þó ti'l þess að
vita, á hvern hátt Guðmundur
segir lokaorð sín i þessu máli.
Er ekki annað að sjá af orðum
Ihans en allar framtíðaráætlanir
SVFR um stofnrækt séu nú því
sem næst úr sögunni.
Það var aldrei ætlun mín að
vekja á því athygli utan félags-
ins, að stjórn þess he-fði stundað
sláturveiði í talningakistur við
rafstöðina í Elliðaánum á liðnu
sumri. Nú hefur Guðmundur
fyrstur manna orðið til að ræða
þessar veiðar opintoerlega.
Er þau tíðindi spurðust meðal
félagsmanna í haust, að kistu-
veiðin hefði farið fram, gætti
Heldur var hún óhrjáleig eftir kreistinguna
skreið (Ljósm. Mibl. Ól. K. M.).
minnti helzt á
gremju hjá miÞgum, því að veið-
ar stjó.rnarinnar voru stundaðar
án vitundar alls þorra félags-
manna. Því var það, að nokkru
fyrir aðalfund var tooðað tii
á'hugamannafundar um Elliðaár
í félaginu, þar sem stjórnin var
harðlega gagnrýnd fyrir að hafa
farið svo að, því að flest bendir
til að kistuveiði í fjáröflunar-
skyni samrýmist ekki lögum
SVFR.
Framhald þessa fundar v^r
hörð gagnrýni á fyrrvepandi
stjórn á aðalfundi l<i. des. s'l.,
með þeim afleiðingum m.a., Sð
Guðmundur fljaltason náði ekki
endurkjöri. Guðmundur sat
bæði á'hugamannafundinn og að-
alfundinn, en lét þó aldrei til
sín heyra. Staðreyndin er sú, að
allur meginþorri félagsmanna
SVF'R, sem stofnaður var um
stangveiðar í Elliðaánum, hefur
alla tíð lagzt gegn annarri veiði
en stangveiði. Stjórn sú, er Guð-
mundur sat í, tilkynnti félags-
mönnum aldrei, að hún hygðist
afla fjár, m.a. til klak- og eldis-
starfsemi, með kistuveiði. Veið-
in fór fram án þess, að þorra
félagsmanna væri kunnugt um,
en var stöðvuð, þegar um hana
fréttist, og hún var rædd.
Það hefur aldrei verið stefna
Stangaveiðifélags Reykjavíkur
að slátra sölulaxi í kistu í El'liða-
ám eða öðrum veiðivötnum, og
kom sú afstaða greinilega fram
á síðasta aðalfundi, þar sem
samþykkt var að banna um alla
framííð kistu- eða netaveiði í
fjáröflunarskyni.
Vildi ég í því samfbandi, við-
skiptamönnum félagsins, og öðr-
um, sem þessar línur kunna að
lesa, mega kynna tilgang félags-
ins. í 2. grein laga þess segir svo:
Tilgangur félagsins er:
1) Að gæta hagsmuna félags-
manna og toæta aðstöðu
þeirra til stangaveiði, fyrst
og fremst með því að taka á
leigu veiðivötn, til afnota fyr-
ir félagsmenn, eða taka að
sér útleigu á veiði í umtooði
veiðieigenda.
2) Að vinna á móti því að notað-
ar séu veiðiaðferðir, sem eru
ólöglegar eða líklegar til að
spilla veiði.
3) Að stuðla að félagslyndi og
góðri samvinnu meðal stanga
veiðimanna, svo og góðri
samvinnu við veiðiréttareig-
endur.
4) Að veita félagsmönnum
fræðslu um lax- og silungs-
veiðar eftir því, sem tök eru
á og stuðla að aukinni leikni
í ílþróttinni, m.a. með þvi að
gangast fyrir kennslu og
keppni í köstum.
5) Að stuðla að ræktun. fiski-
stofna á veiðisvæðum þeim,
er félagið fær til umráða.
Þetta er tilgangur félagsins,
annar ekki.
'Því var það von mín, og senni-
íega flestra félagsmanna, að
aldrei yrði opintoert, að kistu-
veiði tii sl'átrunar hefði verið
stunduð á vegum stjórnar félags-
ins á liðnu sumri. Þessa veiði
hefur Guðmundur Hjaltason þó
— eftir djúpa þögn á tveimur
fundum félagsmanna — nú kos-
ið að gera að blaðamáli.
Þá er það athygiisvert fyrir
félagsmenn að kynnast þeim
ummælum Guðmundar, að van-
þekking félagsmanna og við-
kvæmni þeirra hafi verið mis-
notuð á síðasta aðalfundi. Sýnir
það, hvert álit Guðmundur hef-
ur á dómgreind þeirra, sem hér
er átt við.
Sannleikurinn er sá, að mögu-
ieikar félagsins til stofnræktar
hafa á engan hátt minnkað, þótt
tekið hafi verið fyrir sláturveiði
í Elliðaám í kistu.
Það veit Guðmundur manna
bezt, og það vita vafalítið flestir
félagsmanna. Það er meginmál-
ið.
Axel Aspelund,
forna. SVFR
„Þú verður að einsetja þér fyrir fullt og allt, að hafa
aldrei áhyggjur af því, hvort þér tekst vel eða illa til.
Það er skylda þin að stunda vinnu þina af hógværð dag
hvern, sætta þig við óhjákvæmíleg mistök og láta aðra
um að meta, hve mikið lof á að klappa þér í lófa.“
Undanfarandi orð er að ,\nna í bréfi rússneska rithöfund-
arins Antons Tjekovs til bróður sins, sem var til skiptis
gripinn ofsalegum þunglyndisköstum eða yfirgengilegu
sjálfstrausti.
Ég tók þetta heilræði mér sjálfum til trausts og halds, —
og ykkur. Við eigum öll okkar erfiðu skeið, daga, þegar
allt gengur á afturfótunum, þegar verkefnin, sem við erum
a'ð vinna að og eru næstum komin í farsæla höfn, mis-
takast hvert af öðru, vegna einhverra ómerkilegra kring-
umstæðna, sem eru okkur algerlega ofviða. Fyrstu von-
brigðunum tökum við vel, þau næstu valda okkur áhyggj-
um, en hin þriðju steypa okkur stundum í hreina örvænt-
ingu. Stundum fellur okkur allur ketill í eld, og við segj-
um: „Ég er undir óheillastjörnu, ég er búinn að gefa upp
alla von.“
Svo lengi sem maður heldur uppi baráttunni, er ekki
öll von úti. Maður verður að læra að kæra sig kollóttan
um mistökin þegar í stað, eyða ekki tíma í að naga sig
í handabökin. Auðvitáð þó ekki án þess að draga nokkurn
lærdóm af þeim, til þess að notfæra sér í framtíðinni.
Hvað eigum við að gera, þegar áform okkar hrynja eins
og spilaborg og við sitjum á rústum vinnu okkar? Nú, við
eigum að reisa ný áform á rústunum. Hversu margir hafa
ekki byrjað með tvær hendur tómar og lyft grettistaki!
Umfram allt megum við ekki alltaf vera að horfa um
öxl, — stara á fortíðma með eftirsjá. Því, sem er lokið,
er lokið. Horfum yfir mistökin og höldum beint áfram.
Hugsi'ð ykkur, hver aðstaða Bandamanna var í júní
1940. Helmingur Evrópu á valdi herja Hitlers, og hinn
helmingurinn undir áhrifavaldi hans. Ámeríka virtist ætla
að láta þetta afskiptalaust. Þá var tilefni til að æðrast.
Fáein stórmenni létu þó ekki hugfallast, héldu áfram verki
sínu og sigruðu að lokum. Vandamál ykkar eru óendanlega
miklu léttvægari en þessi. Það er enn á ykkar valdi að
sigra í ieik lífsins. Þið verðið aðeins að vilja það, vilja
það dag hvern frá morgni til kvölds, — hafa raunsæjan
vilja til þess.
Með raunsæjum vilja á ég við það, áð þið verðið að horf-
ast í augu við aðstæðurnar eins og þær eru. Gerið könn-
un hjá ykkur. „Þessu hef ég á að skipa. Héðan legg ég af
stað. Hér er staðurinn, sem ég ætla að ná til. Leggjum
nú af stað, — og fari svo að einhver óyfirstíganlegur
vegartálmi verði á þessari leið, reyni ég aðra.“ Ef þi'ð
takið þessa afstöðu til lífsins, hafið þið mikla möguleika
til að ná takmarki ykkar. Og séuð þið svo óheppnir að ná
því aldrei, getið þið að minnsta kosti verið stoltir yfir að
hafa lifað me'ð glæsibrag.
Það, sem gildir um ósigur, á einnig við um sigur. Til
eru sjálfglaðir menn, sem eftir verðskuldaða eða tilviljana-
kennda velgengni sofna værum svefni við hól og skjall
annarra. Hætt er við að árangur sigursins færi þessum
mönnum ósigur við næstu átök. Ef þú hefur unnið spil,
þá er það gott og blessað. En gleymdu því, og búðu þig
undir næsta spil, — það er þegar farið áð gefa upp á nýtt.
Maðurinn, sem hefur unnið sigur, er maðurinn, sem þú
varst í gær, fyrir sigurinn. Slakaðu aldrei á, heldur vertu
viðbúinn næstu átökum. Lífið byrjar aftur á hverjum
morgni.
Hafið ætíð í huga, eins og Tjekov sagði, að láta hvorki
sigur né ósigur svæfa ykkur. Hegðið ykkur eins eftir
sigur og eftir ósigur, — vinnið.
SKÁK
MERKUR viðburður í sögu skák
bókaútgáfu okkar, átti sér stað
í desember. þegar ritstjóri Skák
Jóihann Þ. Jónsson, réðist í það
stórvirki að gefa út annan hluta
af „Miðtafli" eftir Sovétmeistar-
ann P. A. Romanovskij í þýðingu
Helga Jónssonar.
Bókin er 247 bls. og skiptist
í 13 'k'afla, en þeir eru allir helg-
aðir fléttum, sem eru þau fyrir-
bæri í skák er gleðja hvað mest
auga áhorfandans, og skapa hvað
mesta geðshræringu teflandans.
Höfundur tekur efnið föstum
tökum og krefur til mergjar
hvern þátt fyrir sig, en samt svo
gætlega að hvarvetna koma
fyrir kaflar þar sem miðlungs 2
flokks skákmaður getur haft not
af. í heild á þessi bók erindi til
allra skákunnenda, hvort sem
þeir teljast stutt eða langt á veg
komnir.
Ég vil að lokum vona að skák-
unnendur taki vel á móti Flétt-
unni, og geri Jóhanni á þann
hátt kleift að gefa út fyrri hluta
verksins ,.Áætlunni“, en þar
fjallar höfundur vafalaust um
fínustu þætti miðtaflsins, þ.e.s.
uppbyggingu stöðunnar.
Sá skákmaður sem nær góðu
valdi á uppbyggingu stöðunnar
gerir sér, fljótlega ljóst, að fléttu
tækni ávinnur hann sér fynst og
fremst til þess að varast fléttur
andstæðingsins og til þess að
brjóta niður illa uppbyggða
stöðu.
Hér fylgir svo dæmi úr bók-
inni.
Svart: D. Bronstein.
Hvítt, Szily.
Hvítur á að leika 24. leik.
Staðan er úr skákinni Szily—
Bronstein (Budapest 1949, keppn
! in Ungvejaland—Sovétríkin) og
kom upp eftir mjög hvassa byrj-
un -3 — f7-f5 í spönskum lei'k).
| Hvaða skákmaður sem væri
mundi heldur vilja hafa svarta
taflið af mörgum, ástæðum. Eink
1 um er það kóngsstaðan, sem
hvítum er mikið áihyggjuefni. Að
skilia hann eftir á miðjunni er
augljóslega slæmt. Hrókun á
’ langveginn sýnist lítt aðgengi-
leg því þar bíða kóngsins engin
i Framhald á bls. 17