Morgunblaðið - 06.01.1968, Side 14
14
MORGUNBIiAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1968
Guðríðiir Ágústa Jó-
h.annsdóttir - Kveðja
1 DAG, 6. þ. m., er til moldar
borin í Fossvogskirkjugarði, Guð-
ríður Ágústa Jóhannsdóttir, sem
lézt 28. des. í Borgarsjúkrahús-
inu.
Guðríður var fædd í Hafnar-
firði 26. ágúst 1887 og var því
áttræð og fjórum mánuðum bet-
ur er hún lézt. Foreldrar Guðríð-
ar voru hjónin Guðrún Þorbjörns
dóttir og Jóhann Björnsson, bæði
ættuð úr Ölfusi, hún frá Auðs-
holti, hann frá Þúfu, voru þau
systkinabörn, bæði af hinni
kunnu Bergsætt. Guðríður var
næst elzt 6 systkina sem upp
komust og er nú aðeins eitt eftir,
Guðbergur búsettur í Hafnar-
firði.
Foreldrar Guðríðar voru mynd-
arhjón, og talin betur efnum bú-
in en almennt var í Firðinum í
þá daga. Guðríður ólst upp við
svipuð skilyrði og aðrir ungling-
ar, hún fór snemma að vinna, var
í vistum á góðum heimilum, sem
þá þótti bezti skóli fyrir ungar
stúlkur, meðal annars var Guð-
ríður 2 ár í Vestmannaeyjum á
heimili séra Oddgeirs og hans
ágætu konu. Fiskvinna og svo
síldarvinna á sumrum var aðal-
atvinna fólksins, og vann Guð-
t
Hjartkær systir mín og
frænka
Guðrún Þorleifsdóttir
Þórukoti, Ytri Njarðvík
lézt að heimili sínu 4. jan.
Björn Þorleifsson,
Þorleifur Björnsson
og aðstandendur.
t
Margrét Arndís Jónsdóttir
Nóatúni 25. (áður Lauga-
veg 71).
anda'ðist 4. janúar 1968.
Jarðarförin auglýst síðar.
Börn, tengdabörn og
barnabörn.
t
Móðir okkar
Þóra Björnsdóttir
Miklaholtsseli
lézt að heimili sínu 2. janúar
1968.
t
Móðir okkar, tengdamóðir og
amma
Valgerður Jónsdóttir
Ökrum, Seltjarnarnesi.
lézt, 2. janúar, að hjúkrun-
arheimilinu Sólvangi í Hafn-
arfirði.
Jarðarför hennar er ákveð-
in, fimmtudaginn 11. janúar
kl. 10:30 f.h. frá Fossvogs-
kírkju.
Anna G. Bjamadóttir,
Steinar Bjarnason,
tengdabörn, barnabörn,
og aðrir aðstandendur.
ríður eins og aðrir við slík störf.
Árið 1912 flytur hún til Reykja
víkur og fer að búa með unn-
usta sínum Þórði Markússyni frá
Austmannsdal í Arnarfirði. Þau
giftust ekki og áttu engin börn,
en Þórður átti eirnn son, Markús,
reyndis Guðríður horaum vel.
Þórður var sjómaður lengstan
hluta ævin sinnar, en síðustu ár-
in vann hann í Fiskhöllinni, hann
lézt 17. júní 1953 74ra ára gam-
all.
Guðríður var snemma félags-
lynd, hún gekk í bamastúkuraa
Kærleiksbandið, sem stofnuð var
nokkru fyrir aldamótin í Hafnar-
firði, og þegar hún hafði aldur
til fór hún í stúkuna Daníelsher
nr, 4, í þeirri stúku var hún
lengi. Mörg síðusbu ár ævi sinnar
var hún félagi í st. Framtiðin nr.
173 og í embætti útvarðar er hún
lézt. Guðríður var félagi Hvíta-
bandsins og í félagj kvenfélags
Alþýðuflokksins og fulltrúi þess
í Áfengisvarnanefnd kvenna með
an heilsa og kraftar leyfðu. Alls
staðar var Guðríður starfsfús, og
vildi mikið á sig leggja til að
koma hverju máli sem þessi fé-
lög unnu að til sigurs.
Ég man Guðríði unglingsstúlku
í Hafnarfirði, hún kom stundum
heim til okkar að hitta móður
mína, þær unnu eitthvað saman
í stúkumálum. Guðríður var glað
lynd og tápmikil og vissi hvað
hún vildi. Jóhann faðir hennar
var kunningi föður míns og kom
stundum heim. Hann var ræðinn
t
Þökkum auðsýnda samúð við
andlát og útför eiginmanns
mins föður okkar tengdaföð-
ur og afa
Gunnars Jónssonar
Svinafelli.
Sólveig Pálsdóttir
börn tengdabörn og
barnabörn.
t
Innilegar þakkir færum við
öllum þeim sem sýndu okkur
samú'ð og vináttu við andlát
og jarðarför
Mabel E. Guðmundsson
Júlíus Geirsson
Margrét H. Pétursdóttir
Hannes G. Helgason
Kolbrún Gunnarsdóttir
Róbert P. Pétursson
Guðmunda Nielsen
Halldór P. Pétursson.
t
Þökkum innilega hlýhug og
samúð við andlát og jarðar-
för
Brynjólfs Gautasonar
Elín Guðjónsdóttir,
Gauti Hannesson,
Margrét Þorsteinsdóttir,
Nína Gautadóttir,
Skúli Gautason.
t
Þökkum auðsýnda samú'ð við
andlát og jarðarför eigin-
manns míns, föður og tengda-
Eöður,
Runólfs S. Runólfssonar
Guðlaug Ólafsdóttir,
Erla Runólfsdóttir,
Sverrir Runólfsson,
Ágústa Ágústsdóttir.
og margfróður, mér þótti gaman
að hlusta á hann segja frá, haran
var mikill búmaður, átti vænt
og arðsamt fé, pabbi átti einu
sirani eina eða tvær ær, sem Jó-
hann fóðraði fyrir hann. Guð-
bergur bróðir Guðríðar var lengi
til sjós með föður míraum og
þótti pabba vænt um hann. Við
Guð-ríður vorum því gamalkunn-
ugar þegar við hittumst í félags-
lífirau hér í Reykjavík.
Þegar ég heimsótti Guðríði dag
inn fyrir Þorláksmessu var hún
furðu hress. Hún var þakklát því
fólki sem reynzt hafði henni vel
eftir að heilsan fór að bila, og
bað mig fyrir kveðju til félaga
sinna. Sérstaklega var hún þakk.
lát Guðbergi bróður sínum og
Maríu konu hans hve annt þau
létu sér um hana. Eraginn vanda-
laus maður hefur verið eins nær-
gætinn og góður við mig eins og
Ingþór Sigurbjörnsson, æt. stúk-
unnar okkar. Skilaðu kveðju
minni til þeirra hjóna og a'llra
vina minraa. Þetta voru síðustu
orð Guðríðar við mig.
Við félagar hennar kveðjum
hana með þakklátum huga, fyrir
hennar góða framlag til bindind-
isniála, og Áfengisvarnanefnd
kveraraa þakkar henni margra ára
störf, eflaust taka önnur félög
sem hún starfaði fyrir undir það
þakklæti.
Far þú í friði, friður guðs þig
blessi, hafðu þökk fyrir allt og
allt.
Guðlaug Narfadóttir.
Telpa ung gekkst þú í templara-
sveit.
Trygg varstu þar eins og lífs þíns
var háttur.
í líknsemd og mannbót var hug-
sjón þín heit,
að heill þar til framgangs, var
samtakamáttur.
í félagsstarfi þó bugsjón sé hrein
og hugardjarfir þar sæki að
marki,
er leiðin að fjöldasýn, örsjald-
an ein,
svo átökin verða þar stundum að
harki.
Hvort Reglan gekk upp, eða í
öldudal hneig,
þú æðraðist hvergi und trúnaðar.
merki,
en allshugar fegin þá aftur hún
steig
svo árangur sæist af bræðralags-
verki,
Ef stúkurnar ættu til félaga fjöld
og fórnlund og trygglyndi marga
slíka,
þá mundi að siðferði eflaust vor
öld,
gera andlega fátæka: glaða og
ríka.
Siöunda og áttunda ævinnar tug,
þú enn fylgdir störfum á van-
heilum fótum.
í Reglunni allir þann undruðust
dug.
Slíka alúðar trúmennsku þökkum
er njótum.
Þú verðug ert hvrldar, sem orðin
varst ein,
þig umvefji Ijósið á hækkandi
degi.
f Trú, Von og Kærleika þín hug-
sjón var hrein
og hreinn er því varðinn á Regl-
unnar vegi.
Ingþór Sigurbjörnsson.
SVAR MITT
EFTIR BILLY GRAHAM
ÉG LES í Biblíunni, að Páll talar um, að hann sé
„þræll“ Jesú Krists. Ég hef nú aldrei séð neitt að-
laðandi við þrældóm, og ég er alls ekki viss um,
að þessi orð Páls auðveldi fólki að fylgja Kristi.
Hver er skoðun yðar?
ÉG býst við, að þér eigið við ritningarstaði eins og
1. Kor. 7,22: „Því að sá þræll, sem kallaður er í
Drottni, er frelsingi Drottins; á sama hátt er sá, sem
kallaður er sem frjáls, þræll Krists“. Hér hefur Páll
kærleiks-þræl í huga, mann, sem innir ekki þjónustu
af hendi af skyldukvöð, heldur er knúinn af kær-
leika. Slíkir menn voru til á dögum Páls. Þeir voru
frjálsir, en þjónuðu öðrum, af því að þeir elskuðu
þá, virtu og dáðu. Þannig er kristnum manni farið.
Við erum frjálsir að því að gera það, sem okkur sýn-
ist. En við finnum gleði í því að vera þjónar Jesú
Krists. Þjónusta okkar við hann er ekki reist á laga-
kvöð eða skyldu, né fólgin í þrælavinnu. Við þráum
einfaldlega að lifa honum, sem dó fyrir .okkur.
Lík Abraham Lincolns var á sínum tíma flutt aft-
ur til Springfield í Illinois. Kistan var sveipuð fán-
um. Kona nokkur var nálæg, Hún var leysingi. Hún
lyfti upp barni sínu, svo að það gæti séð kistuna, sem
geymdi lík hinnar miklu frelsishetju þrælanna. Hún
mælti við barn sitt: „Horfðu nú vel og lengi, barnið
mitt. Þetta er maðurinn, sem veitti okkur frelsi“.
„Vél elskum, af því að hann elskaði oss að fyrra
bragði“. Við festum sjónir okkar á honum. Hendur
okkar vinna fyrir hann. Fætur okkar fara erinda
hans, af því að hann dó til þess að veita okkur
frelsi. Við erum kærleiks-þrælar.
i
—íslendingafagnaður
Framhald af bls. 8
nýta meira af þeirri stórkostlegu
orku, sem nú bókstaflega reran-
ur til sjávar eða giufar upp í loft
ið og út í biáinn. í þeasu efm
geturn við mikið lært af vinum
okkar Norðmönnum. Mikill
hilutd þeirrar stóriðju, sem hér
er rekinn, á rætur sínar að rekja
til erlends fjárm a.gns, og um
margra ára skeið hafði Trygve
Lie, fyrrverandi aðalritari Sam
einuðu þjóðannai, það að aðal-
starfi fyrir norska ríkið að út-
vega erlerat fjármagn til atvinnu
reksturs í Noregi.
Eirbt dæmi um möguleikana á
íslandi mundi vera bygging
stórra heilsuverndarstöðva, þar
sem sameina mætti það tvennt,
að einnig útlendingar gætu feng
ið aðhlynningu þar aillt árið og
þjóðin hefði af þvi stöðugar
gjaldeyristekjur. Virðist það
þýðingarmeira en að byggja á
venjulegum ferðamannastraumi
Htinn hluta ársins. Ótal önnur
dæmi eru nærtæk ....
Mesta auðlindin sem ísland á
er fólkið sem í landinu býr. Is-
lenzka þjóðin hefur þegar með
ótrúlegum dugnaði áunnið sér
álit og virðingu víðsrvegar um
heim. Hún er e.t.v. bezta dæmi
nútíma sögu um að manngildi
og tilveruréttur þjóðar fer ekki
eftir mannfjölda eða stærð henn
ar, heldur eftir persónulegum
eiginleikum einstaklinganna,
eins og kiom fram 1 þjóðarheild-
inni. Þess vegna er það mkils
um vert, að íslendingar hafi
góða samvinnu við aðrar þjóð-
ir, en verði fyrst og fremst ís-
lendingar og leggi þannig fram
skerf sinn til alþjóða sa/mvinnu.
Ég vil í þessu sambandi sér-
staklega minnast á ísienzka
námsmenn — heima og erlendis
— sem í vaxandi rraæli afla
þeirrar þekkingar, sem eykur
mátt íslenzku þjóðarinnar. Vís-
indin efla alla dáð, kvað skáld-
ið, og þau orð eru letruð yfir
dyrum hátíðarsalar Háskóla ís-
lands. Margir námsmenn, sem
nám stunda erfendis hafa sýnt
afburða dugnað í námi sínu, þ.
á.m. við merkar stofnanir hér
í Noregi. (Þar sem svo margir
ísfenzkir námsmenn eru hér
staddir í kvöld vil ég upplýsa.
að framlag til námsmanna mun
verða hækkað, til að mæta geng
islækkuninni). — Sem betur
fer, snúa flestir ísl. námsmenn
erlendis heim að námi loknu.
Enda þótt oft bjóðist betri efna
hagsleg kjör erlendis, fyrir sér-
menntað fólk, koma þar ffeiri
sjónarmið til greina, sem þyngri
eru á metaskálunum hjá þjóð-
ræknu fólki. Og rétt er það sem
Stephan G. sagði:
Þó þú langföruill legðir
sérhvert land undir fót
bera hugur og hjarta
sarnt þíns heimalandis mót . ..
Við trúum á landið okkar og
þjóðina sem það byggir, og við
vitum að hún mun sigrast á öll-
um erfiðfeikum. Það hefur sag-
an sýnt og í þeim anda viljum
við minnast dagsins 1 .desem-
ber . . .“
— Öfliugt ferfallt húrra svar-
aði íslandsminni sendiherrans.
— Fyrir minni Noregs mælti
Sigurður Sigurðsson dýralækn-
ir, og sagðist honu-m líka veL
— Að loknu borðhaldinu var
stiginn dans og sungið, og
skemmtu gestir sér mæta vel til
kkikkan 2, en þá var „fundi slit
ið.“
íslendingafélagið getur litið
ánægjuaugum yfir árið sem nú
er að Mða, ekki sízt vegna heim-
ilisins, sem það hefur eignazt
við Norefell. Þar hefur í sumar
og haust, undir forustu Skarp-
héðins fonmanras, sem eyðir
flestum sínum frístundum í að
breyta hinu gamla skólahúsi í
viistlegan samastað þeirra, sem
vilja njóta útiviistar og náttúru-
fegurðar. Núna um jólin munu
tugir gesta njóta ánægjulegs
jólaleyfis þarna í íslendingahús-
inu við Norefell.
ESSKá.
Börnum mínum og öllum
þeim sem sendu mér hlýjar
kveðjur og árnaðaróskir á
sjötugsafmæli mínu 19. des. sl.
færi ég innilegar þakkir og
óska þeim gæfu og gengis á
nýja árinu.
Helga Kristmundsdóttir.