Morgunblaðið - 06.01.1968, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JANUAR 1968
Fram gegn bezta
liði Pdllands í dag
íslandsmeisfararnir eiga á brattann
oð sækja og verja heiður sinn
í DAG kl. 4 er fyrri leikurinn
í heimsókn pólska liðsins Spjón
ia hér í Reykjavík. Það má íil
vissu teljast að þarna er um gott
lið að ræða og frægð Fram eykst
vinni þeir þetta lið, en það eru
íslandsmeistararnir sem eiga að
mæta þeim í fyrsta leik þeirra
hér.
Góður Ieikur?
Pólskur handknattleikur
sten-dur hátt — og má minna á
viðureignina í undankeppni síð
ustu HM-keppni er ísland, Dan
mörk og Pólland voru í sama
riðli. Pólverjar unnu bæði lands
liðin á sínum heimavelli, Is-
lendinga og Dani, en töpuðu
fyrir þeim báðum á útivelli pó
með mjög litlum mun hér á
landi. Útslagið í riðlúm gerði
tvöfaldur sigur Dana yfir ís-
lendingum — og sá hinn sögu-
iegi leikur er ísland hafði for-
ystu í hálfleik 14—9 en tapaði
20—23.
Okkar beztu lið ættu því að
hafa jafna möguleika á hezta
lið Póliands, siem Spjónia er,
hérlendis að minnsta kosti. En
slíkum sigri verður ekki fagn-
að með hangandi hendi eða tal-
Islandsmet
innanhúss
ÍR GEKKST fyrir innanfélags-
móti 16. desember 1967 í íþrótta
höllinni í Laugardal.
Keppt var í þessum greinum
og með þessum úrslitum:
Kúluvarp:
Guðmundur Hermannsson, KR
17.14 m
Erlendur Valdimarsson, ÍR
(unglingamet) 15,74 m
Jón Pétursson, KR 14,91 m
Valbjörn Þorláíksson. KR 13,02 m
Jón Þ. Ólafsson, ÍR 12,38 m |
Stangarstökk:
Val'björn Þorláksson, KR 4,32 m
Hreiðar Júlíusson. KR 3,80 m |
Guðmundur Jóhannesson, HSH
3,50 m
Framhald á bls. 5
inn auðunninn fyrirfram.
Þarna eru liðsmenn sem 3enni-
lega geta allt eins mikið og okk
ar menn —og að venju ræður
heppni og gangur leiksins miklu
um úrsjlitin — okki sízt áhorf-
endur, s«m geta breytt ósigri í
sigur með sínum aðferðum.
En alla vega er víst að leik-
ur Fram og bezta liðs Póllands
í dag er viðburður í sögu hand-
knattleiks og af honum má eftir
á ýmislegt ráða.
Á morgun sunnudag leika Pól
verjarnir við lið FH. Skal á það
mínnst að aðgöngumiðasala að
báðum leikjunum er hafin.
Guðmundur Hermannsson kúluvarp-
ari kjörinn „Iþrót tamaður ársins"
Kjörinn einróma af
ölium íþróttafréttamönnum
GUÐMUNDUR Hermannsson,
kúluvarpari, var kjörinn íþrótta
maður ársins 1966“. Hlaut Guð-
mundur 77 stig af jafnmörgum
mögulegum í kosningu félaga í
1. Guðmundur Hermannsson
2. Geir Halkteinsson
3. Þorsteinn Þorsteinsson
4. Eriendur Valdimarsson
5. Guðmundur Gíslason
6. Sigrún Siggeirsdóttir•
7. Þórix Ma^nússon
8. Jón Þ. Ólafsson
9. Ásdís Þórðardóttir
10. Örn Hallsteinsson
Samtökum íþróttafréttamanna.
en kjörinu var lýst í gær. Þetta
er , 12. sinn sem samtökin gang
ast fyrir slíkri atkvæðagreiðslu
og á þesaum 12 árum hafa 5
menn hlotið nafnbótina og hina
glæsilegu styttu sem er farand-
gripur skoðanakönnunarinnar.
Listinn yfir „10 beztu“ 1966
var þannig:
Alls hlutu 29 menn og konur
atkvæði í kosningunni, sem fer
þannig fram, að aðalfélagar sam
takanna, 7 að tölu, skrifa 10
KR frjálsfþróttir 77 stig
FH handknattl. 49 —
KR frjálsilþróttir 47 —
ÍR frjálsíþróttir 36 —
Á sund 33 —
— sund 24 —
KFR körfuknattl. 19 —
ÍR frjálsílþrótir 14 —
Sigluf. skíðaíþróttir 10 —
FH handknattl. 9 —
nöfn á lista. Efsta nafnið hlýt-
ur 11 stig, næsta 9, þriðja 8
o.s.frv., 10. nafnið 1 stig. Þeir
19 sem atkvæði hlutu en kom-
ust ekki á listann eru:
Eftirtalið íþróttafólk hlaut
sinnig stig: j
Óskar Sigurpálsson, Á, lyfting
ar, Guðjón Jónsson, Fram, hand
knattleikur, Guðmunda Guð-
mundsdóttir, Selfossi, sund,
Gunnar Gunnarsson KR, körfu-
knattleikur, Kristinn Benediks-
son, Hnífsdal, skíðaílþróttir,
Hrafnhildur Kristjánsdóttir, Á,
sund, Hermann Gunnarsson,
Vai, knattspyrna, Þorsteinn
Björnsson, Fram, handknattleik
ur, Kristín Jónsdóttir, Breiða-
bliki, Kópavogi, frjálsíþróttir,
Kolbeinn Pálsson, KR, körfu-
knattleikur, Helgi Númason,
Fram, knattspyrna, Sigurður
Dagsson, Val, knattspyrna.
Leiknir Jónsson, Á, sund, Sig-
rún Guðmundsdóttir, Val, hand
knattleikur, Gunnlaugur Hjálm
arsson, Fram, handknattleikur,
Reynir Brynjólfsson, Akureyn,
skíðafþróttir, Ingólfur Óskars-
s_on, Fram, handknattleikur, Jón
Árnason, TBR, badminton, Ein-
ar Bollason, KR/Þór, körfuknatt
leikur.
Frækilegur ferill.
Guð-nundur og þeir aðrir á
Ar mikilla sorga og mikilfar gleöi
- sagði íþróttamaður ársins við áramót
— Það ár, sem nýliðið er,
héfur verið mér minnisstætt á
margan hátt og bæði til sorgar
og gleði. Ég missti föður minn
á árinu. Ég varð að baki að
sjá þjálfara mínum í KR.
Báða mat ég mjög. Gleði-
stundir voru líka margar. Það
var fermt hjá mér og ég eign-
aðist" stúdent. Síðast en ekki
sízt er mér þessi heiður sýnd-
ur, að ég er sæmdur þessum
heiðurstitli íþróttafrétta-
manna. Fyrir allt þetta, allar
minningarnar, allar samveru-
stundirnar, er ég þakklátur
og vil lýsa því þakklæti mínu.
Á þessa leið fórust Guð-
mundi Hermannssyni aðstoð-
aryfirlögr.þjóni orð er hann
þakkaði í hófi íþróttafrétta-
manna sér sýndan heiður með
því að hann var kjörinn
„íþróttamaður ársins“ og eins
er við ræddum við hann eftirá
Guðmundur sagðist alls
ekki myndi slá „slöku við
íþróttaæfingar. „Það er eng-
inn kominn á toppinn, fyrr
en hann er farinn að dala“,
sagði hann. Ég vona bara að
mér endist heilsa til að halda
áfram og ég gleðst sannarlega
yfir því að þeir yngri í minni
grein virðast hafa tekið stökk
fram á við þá er mér tókst
loks að ná framförum. Því
f leðst ég sannarlega yfir.
Guðmundur talaði lítillega
um slíka kosningu sem hann
hafði nú hlotið æðsta sess í
og taldi hana jákvæða. „Við
erum aldrei meira en við er-
um álitin vera“ sagði hann.
„Ég er þakklátur íþróttafrétta
riturum fyrir að þeir tóku
kosninguna upp fyrir mörgum
árum á sama hátt og gert er
víða erlendis. I því er upp-
örfun, hvatning og þakklæti.“
listanum voru sæmdir merki
Samtaka ilþrótafréttamanna.
Guðmundur hlaut auk þess gjöf
frá Almenna bókafélaginu hið
glæsilega rit „Víkingarnir“.
Sigurður Sigurðsson form. SÍ.
vék í ræðu sinnr að merkilegum
ferli Guðmundar á íþróttasvið-
inu og sagði m.a:
Guðmundur er enginn nýgræð
ingur á sviði Sþrótta, hann hef-
ur verið virkur íþróttamaður í
aldarfjórðung, og sannast á
honum, það sem Benedikt
Waage hafði oft við orð, að eng
inn er eldri en honum finnst
hann vera. Það er sem sé Guð-
mundur Hermannsson, kúlu-
varpari, sem sæmdur er titlin-
um „íþróttamaður ársins 1967“,
en hann er 42ja ára, Vestfirðing
ur að ætt, og fyrsta afrek hans
í kúluvarpi, sem skráð er í bók
um, er 10.88, sem nægði til sig-
urs á Vestfjarðamóti árið 1943.
Ári síðar varpar hann kúiu
metra lengra, og árið 1946 setur
hann Vestfjarðamet í kúluvarpi,
og margir bjuggust við að hann
myndi íeggja stund á fjöliþrótt
ir, en hann tók snemma ást-
fóstri við kúluna, og árið 1949
er hann sjöundi í röðdnni á af-
rekaskrá í kúluvarpi, kastaði þá
13,78 metra. Árið 1951 er hann
orðinn þriðji bezti kúluvarpari
landsins, og síðan hefur hann
ekki farið neðar á skránni,
nema hvað hann keppti ekki ár
ið 1958, vegna uppskurðár við
meiðslum í baki, og hugðu þá
margir, að keppnisferli hans
væri lokið. En Guðmundur var
ekki af baki dottinn, og árin
1901, og 1963 og síðan, hefur
Guðmundur átt bezta afrek árs
ins í kúiuvarpi, en áður hafði
hann fjórum sinnum náð þeim
áfanga, eða 1952, 54 og 56. Guð
mundur var búsettur á ísafirði
þar til 1954, en þá fluttist hann
til Reykja'VÍkur. Árið 1966 nær
Guðmundur fyrst að varpa kúl-
unni lengra en 16 metra, kastaði
þá 16.15 metra, en 16 metra
markinu nær hann svo ekki aft-
ur fyrr en 1963, er hann hafði
að fullu náð sér eftir meiðslin.
Framlh-ald á bls. 5
I