Morgunblaðið - 10.01.1968, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.01.1968, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 1063 15 Valtfíitaka kommúnistaflokksins í Tékkóslóvakíu árið 1948: „Ljús ykkar er slokknað að eilífu“ Jan Masaryk utanríkisráðherr a á líkbörunum. Myndin var tekin 12. marz 1948. • Það var þriðjudagsikvöldið, 25. febrúar 1948, við Wances- las-torgið í hjarta Prag, höfuð- borgar Tékkóslóvakíu. Neon- Ijósin í byggingu eins stærsta dagblaðs landsins „Slobodne Slovo“ — aðalmálgagn Jafn- aðarmannaflokksins, slokknuðu eitt af öðru, unz aðeins var eftir Ijós á skiltinu á þaki bygg ingarinnar, þar sem nafn blaðs- ins skartaði stórum, björtum stöfum. Það merkti: „Frjálst orð“. • Eftir andartak var einnig nafnið horfið og byggingin al- myrkvuð, starf hennar stöðvað, rödd blaðsins þögnuð. Frá gjall arhornum hinum megin torgs- ins heyrðist: „Starfsmenn blaðs ins „Frjálst orð‘, ljós ykkar er slokknað að eilífu“. Orðin komu frá áróðursmið- stöð kommúnista, sem höfðu á skömmum tíma hrifsað völdin í landinu í sínar hendur með að- ferðum, sem nú eru or'ðnar gamalkunnar en vöktu þá enn furðu manna. Markvisst höfðu þeir unnið að því frá styrjaldar lokum að grafa undan lýðræði og frelsi Tékkóslóvakíu, unz þáð riðaði við og féll. Síðan eru liðin tuttugu ár. Nætur- myrkur kommúnismans hefur grúft yfir Tékkóslóvakíu sem öðrum ríkjum Austur-Evrópu, en síðustu árin er sem örla’ð hafi á örlítilli morgunskímu og vonir hafa kviknað um upprisu nýs dags. Þróun heimsmálanna hefur knúið fram breytingar á framkvæmd kommúnismans. Þótt forvígismenn kommúnism- ans komizt auðveldlega af án frjálsrar hugsunar og frjálsra orða eru efnaleg þægindi og veraldleg gæði eftirsóknarverð í þeirra augum. Því hefur það nú gerzt, að þeir menn í for- ystuliði tékkneskra kommún- ista, sem telja sig þekkja fljót- virkari leiðir til efnahagslegra framfara en þær, sem til þessa hafa verið farnar, hafa nú ýtt til hliðar þeim manni, sem við stjórnvöl skútu þeirra hefur staðið og sagt: „Nú viljum við“. JÞetta hefur gerzt í hverju kommúnistaríkinu í Austur- Evrópu á fætur öðru og hvar- vetna leitt til betra ástands en áður var. Er jafnvel svo komið, að frá Austur-Evrópu berst öðru hverju ómur frjálsra radda, — að vísu undur veikur en þó sýnir hann, að þær eru þarna einhvers staðar, — að tuttugu ára kommúnismi hefur ekki nægt til að þagga niður í þeim að eilífu, eins og áróðurs- tæki kommúnista boðuðu í Prag, — og hann hefur vakið með mönnum þá von, að ein- hvern tíma muni ljós hins frjálsa orðs lýsa á ný upp göt- ur og torg í Prag og öðrum aust ur-evrópskum borgum. ★ ★ ★ Valdarán kommúnista í Tékkóslóvakíu var framhald atburða, sem áður höfðu gerzt í Ungverjalandi, Búlga- ríu, Rúmeníu og víðar. Lengi framan af vonuðu menn, að lýðræðið í Tékkóslóvakíu stæði þáð föstum fótum, að kommún- isminn fengi ekki gleypt þjóð- ina, auk þess sem forseti lands- ins og stjórn höfðu svo vinsam- leg samskipti við Sovétstjórn- ina, að talið var, að hún mundi láta þar við sitja. Stofnun lýðveldisins Tékkó- slóvakíu hafði verið lýst yfir 28. október 1918 eftir uppgjöf Austurríkis og Ungverjalands í heimsstyrjöldinni fyrri. Þá tóku við æðstu embættum þeir menn, sem árum saman höfðu barizt fyrir sjálfstæði og sam- einingu Tékka og Slóvaka; Thomas Masaryk, Slóvaki, er lengi hafði búið me'ðal Tékka, varð forseti; Karel Kramer, Tékki, varð forsætisráðherra, Edvard Benes varð utanríkisráð herra, Mila Stefánik varð her- málaráðherra. Landfræðileg lega ríkisins skapaði frá upphafi ótal vanda- mál. í Bæheimi og Moravíu, sem áður höfðu lotið yfirráð- um Austurríkis, voru átök milli Tékka, er töldu 6.5 milljónir og Þjóðverja, er voru rúmar þrjár milljónir og neitúðu frá upphafi að viðurkenna stofnun hins nýja ríkis. Og í Slóvakíu og Rutheniu, sem áður höfðu lotið yfirráðum Ungverja, neit- aði ungverski minnihlutinn að viðurkenna ríkisstofnunina. Fór svo, að mestur hluti þeirra flutt ist brott en eftir urðu innan landamæra Tékkóslóvakíu um 700.000 Ungverjar. Þar við bætt ist, að aðalþjóðirnar tvær, Sló- vakar og Tékkar, voru á harla ólíku framfara- og menntunar- stigi; Slóvakar að mestu ómennta’ðir bændur, er um alda raðir höfðu búið við frumstæð skilyrði, en Tékkar mun lengra komnir. Slóvakar voru strang- trúaðir kaþólikkar en Tékkar lítt trúaðir. Brýnustu verkefni stjórnar- innar voru að leysa þessi mál, jafnframt því að koma efnahag landsins á réttan kjöl eftir öng þveiti styrjaldarinnar. Landinu var sett stranglýð- ræðisleg stjórnarskrá, þar sem gert var ráð fyrir þingi í tveim ur deildum, er kjósa skyldi al- mennum frjálsum kosningum. í fulltrúadeild áttu sæti 300 þing- menn 30 ára og eldri, kjörnir af borgurum 21 árs og eldri og til sex ára í mesta lagi. En í öldungadeildinni voru 150 þingmenn 45 ára og eldri, sem kjörnir skyldu af borgurum, er voru 26 ára og eldri, í mesta lagi til átta ára. Stjórn landsins skyldi ábyrg gagnvart fulltrúa- deildinni, sem hafði vald til að ógilda ákvarðanir öldungadeild arinnar. Hinsvegar höföu % hlutar öldungadeildarþing- manna vald til að ógilda sam- þykktir, sem minna en % hlut- ar þingmanna fulltrúadeildar- innar höfðu gert. Forseti var valinn af þinginu til sjö ára. Þá voru sett ýmis ákvæði til að tryggja réttindi minnihluta þjóðflokkanna. Þótt tékkneska væri aðalmál ríkisins skyldi þjóðflokkum, sem næðu 20% af þjóðinni allri, heimilt að nota sína eigin tungu m.a. vi’ð rétt- arhöld og hafa sérskóla. Masaryk var forseti landsins til ársins 1935, en þá tók Benes við embættinu. Fram til þess tíma hafði hann óslitið gegnt embætti utanríkisráðherra og var óvenjuleg staðfesta í utan- ríkisstefnu Tékkóslóvakíu mfð- að við það, sem þá gerðist. Rík ið var hlynnt Vesturlöndunum, sérstaklega Frökkum og Benes var ákafur talsmaður þess að efla Þjóðabandalagið. Helztu andstæðingar hins nýja ríkis voru Ungverjar og sambúðin við Pólland var heldur stirð. Hins vegar voru góð samskipti við Júgóslavíu og Rúmeníu og einnig allsæmileg vfð Weimar- lýðveldið þýzka. Það var fyrst með tilkomu nazismans, sem snerist á ógæfuhliðina. Benes hafði gert ýmislegt til að vinna bug á þrjózku Súdeta-Þjóðverj- anna og varð nokkuð ágengt, en sú viðleitni varð að engu með tilkomu nazismans, sem festi fljótlega rætur meðal Sú- deta-Þjóðverjanna, ekki sízt vegna þess hve kreppan hafði leikið iðnaðarhéruðin þar að mörgu leyti verr en önnur landssvæði Tékkóslóvakíu. Óþarft er að rekja þá atburði, sem gerðust á valdaárum naz- ista — þau eru öllum minnis- stæð. En það átti eftir að hafa mikilvæg áhrif á þróun mála í Tékkóslóvakíu eftir styrjöldina, að Vesturveldin, þ.e. Bretar og Frakkar, skyldu fórna landinu svo orðalaust með Múnchenar- samkomulaginu og það án þess áð hafa nðkkurt samband við stjórn landsins. Það gátu Tékk- ar ekki fyrirgefið. Þegar nazistar tóku Tékkósló- vakíu, flýðu margir forystu- menn ríkisins úr landi og sum- arið 1941 setti Benes, forseti, á laggirnar útlagastjórn með að- setri í London. Meðal þeirra, sem áttu sæti í þeirri stjórn, var Jan Masaryk, sonur Thom- astar Masaryk, forseta, einlæg- ur lýðræðissinni, eins og faðir hans, og gerðist aldrei flokks- bundinn. Eftir að þýzku herirnir höfðu verið hraktir úr Tékkóslóvakíu, sneri útlaga- stjórnin heim. Benes kom til Prag 16. maí 1945. í fyrstu eftirstríðsstjórninni, sem taldi tuttugu ráðherra áttu sæti sjö kommúnistar en flestir hinna voru vinstrisinn- aðir lýðræðissinnar. Jan Masa- ryk var utanríkisráðherra, utan flokka og landvarnaráðherra Ludvik Svoboda, hershöfðingi, einnig utan flokka en hlynnt- ur kommúnistum. Það, sem réð úrslitum um gang málanna á næstu árum, var að látið var undan kröfu kommúnista um, að maður úr þeirra flokki, Cac lav Nosek, skyldi skipaður inn anríkisráðherra, því að undir það embætti heyrði lögregla landsins og hann hófst þegar handa við að „hreinsa“ til inn- an hennar og koma kommúnist- um í mikilvægustu stöður um landið allt. Einnig heyrði und- ir innanríkisráðherra ríkisút- varpið og opinberar fréttastofn anir og leið ekki á löngu áður en þær urðu að áróðurstækj- um kommúnista. Stefna stjórnarinnar í efna- hagsmálum var mjög vinstri sinnuð og kommúnistar lögðu alla áherzlu á að auka þjóð- nýtingu. Þegar voru helztu iðn fyrirtæki þjóðnýtt, svo og bank ar námur og tryggingafélög og ýmsar aðrar ráðstafan- ir gerða til þess að auðvelda ríkinu íhlutun í atvinnulífið. Andkommúnistar, þar á meðal sósialdemokratar reyndu að halda aftur af kröfum komm- únista, þeir vildu fallast á þjóð nýtingu upp að vissu marki en töldu hana ekki einhlíta og visst frelsi nauðsynlegt í öll- um greinum þjóðlífsins. Við kosningarnar árið 1946 fengu kommúnistar flest at- kvæði. Með samvinnu við sosí- aldemókrata náðu þeir 52% at- kvæðamagns á þinginu og ný stjórn var mynduð undir for- ystu Klements Gottvalds, úr flokki kommúnista. Fyrsta meiri háttar verkefni stjórnarinnar var að fram- kvæma tveggja ára efnahags- áætlun, einskonar viðreisnar- áætlun, sem miðaði að því að koma fótum undir efnahag landsins eftir styrjöldina. Fram kvæmd þessarar áætlunar hófst 1. janúar 1947. En þetta ár urðu geysilegir þurrkar í Tékkó slóvakíu og uppskerubrestur mjög alvarlegur. Stjórn lands- ins vildi fegin taka boði um efnahagsaðstoð samkvæmt bandarísku áætluninni um end urreisn Evrópu (Marshall áætl uninni). En þá sýndi Sovét- stjórnin vináttu sína í raun og tilkynnti stjórninni í Prag, að það væri ósamrýmanlegt banda lagssáttmála Tékkóslóvakíu og Sovétríkjanna ef tékkneska stjórnin færi til Parísar að ræða um efnahagsaðsto'ð frá Vesturveldunum. Framhald á bls. 17 Beneis forseti til hægri við eiðtöku kommúnistastjórnarinnar eftir valdatökuna í febrúar 1948. Antonín Zapotocký leiðtogi veraklýðssamtakanna skrifar undir eiðstafinn sem vara-forsætis- ráðherra. Til hægri er Klement Gottwald forsætisiráðherra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.