Morgunblaðið - 10.01.1968, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.01.1968, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 196« MARY ROBERTS RINEHART: SKYSSAN MIKLA Tony. Kannski hefur hún náð í hana, eftir að skotið var á Bessie, eða þá Hilda hefur náð í hana fyrir hana. Hún faldi hana að minnsta kos.ti. Nú er hún að fara út að tala við ein- hvern, sem hún treystir ekki. Hún fer með hana með sér og svo verður rifrildi. Hin konan nær í byssuna og....... Ég greip höndum fyrir eyrun. — Segðu þetta ekki, Jim, sagði ég. — Ég þoli það ekki. — Maður verður að horfast í augu við það, Pat. Annað hvort þetta eða þá hún hefiur framið sjálfsmorð. Gettu tvisvar og þú trúir því ekki, að það hafi ver- ið sjálfismorð. — Ég veit ekki, svaraði ég hálfringluð. — Ég get ekki einu sinni hug.sað, Jim. Hún var orð- in breytt í seinnd tíð. Aðeins klukkustundu áður en þetta skeði, sömdum við skrá yfir skartgripina hennar. Ég hiélt, að hún ætlaði að fara að selja þá. Og hún talaði líka um að losa sig við húsið. Þú getur spurt Margery Stoddiard um þetta. Hún veit það. — Hún var mikil vinkona hennar, var ekki svo? Hún kunni vel við Margery. En innileg var hún ekki við neinn. — Höfðu þær nokkra ástæðu til að rífast? — Guð minn góður. Nei! Hann tók aftur að ganga um gólf. Hann var viss um, að þetta stæði allt í innbyrðis sambandi og hefði hafizt með morðinu á Don. — Slepptu Evans, sagði hann, — og hugsaðu um þetta. Mórg- an er myrtur og einmitt hérna í leikhúsinu. Kannski hefur Bessie séð eitthvað þarna um Allar gerdir ' Myndamóta •Fyrir auglýsingar •Bœkur ogtimarit •Litprentun Minnkum og Stcekkum OPÍÐ frá kl. 8-22 MYJVDAMÓT hf. simi 17152 MQRGUNBLADSHUSINU nóttina, og seinna er henni sjálfri sýnt banatilræði. Síðan kemur að frú Wainwright. Hún er fullhress eftir morðið á Don, en svo eitthvað tveimur dögum seinna, kemur eitthvað fyrir 'hana. Hún kemst að einlhverju og fær fyrir hjartað. Ef við vit- um að hverju hún hefur kornizt og hvernig, mundum við kannski vita, hversvegna hún dó, en fyrst verðum við að finna, hversvegna Don Morgan var myrtur. Það er lykillinn að öllu málinu. Hann hélt áfram, Hann hafði verið að rekja allan feril Dons, síðan hann var myrtur. Hann vissi, að hann hafði komið til Ameríku um vorið. Hann hafði komið á fynsta farrými á góðu skipi, og hafi hann verið veikur, tók að minnsta kosti enginn um borð eftir því. Hann hafði eign- azt kunningja á leiðinni, og einn þeirra útvegaði honum atvinnu þegar vestur kom. Að undan- teknum fáum dögum í júní, hafði hann unnið við þetta þang- að til 1. ágúst. En þá hafði hann snögglega gefið frá sér at- vinnuna og farið úr borginni. — Hann kom ekki hingað fyrr en í miðjum september. Ég vildi gefa mikið til að vita, hvað hafðist að þessar sex vik- ur, annað en að reyna að brjót- ast hérna inn. Ef bann þá hef- ur gert það, bætti ihann við. — En enn sem komið er, þá er það ekki annað en getgáta. Hann leit í minnisbókina sína. — Sjáðu til, Pat, hvað er um þetta umslag, sem saknað er? Hefurðu nokkra hugmynd um, hvað í því var? — Það átti að aflhendast hon- um Tony. Meira veit ég ekki. — Ef hún hefur brennt það, gæti einhverjar leifar af því ver- ið í arninum. Við skulum fara og gá að því. Það var ekki auðvelt að kom- ast út úr húsinu óséður. Bílar voru sífellt að koma og fara, fólk var að koma og skilja eftir nafnspjöld og viðhöfn og virðu- leiki dauðans Var allt kringum okkur. En við sluppum, þegar ofurlítið hlé varð á. Jim tók upp lykil að leikhúsinu og við geng- um inn. Þarna var kalt og rakt og ég þoldi ekki einu sinni að líta á sundlaugina. Við fórum inn í setustofuna og Jim lagðist á hné við arininn. Hann þreifaði var- lega gegn um öskuna með fingr- unum, en þarria var ekkert að finna. Ég settist niður. Ég var of máttlaus í hnjánum til þess að standa. Ég sat í stólnum, sem hafði verið dreginn að arninum, og reyndi að kveikja mér í vind lingi. Hendurnar á mér skulfu, svo að ég missti eldspýtuna, og ihún datt niður í stólinn, undir bakið. En þegar ég seildist eftir henni, rak ég höndina í pappírs- blað. Ég dró það upp. Jim var stað- inn upp og var að dusta rykið af hnjánum á sér. — Hvað er þetta? spurði hann. — Það er skráin yfir skart- gripina hennar, sagði ég. Hann tók hana af mér og leit á hana. Hann virtist steinhissa. — Nú, þarna kemur það, sagði hann. — Hún hefur farið hingað til þess að selja skartgripina, eða ræða um sölu á þeim, og af einhverri ástæðu hefur hún verið myrt. En hver í ósköpun- um hefði getað keypt svona skartgripi? 25. kafli. Jarðarförin fór fram daginn eftir. Dwight Elliott gisti þarna nóttina á undan, og sá um allt. Húskveðjan var haldin í Klaustr inu, en Maud lá kyrr uppi í herberginu sínu og Tony sat þar yfir henni, þangað til henni var lokið. 54 ÖUum til mikillar furðu, komu ýmsir af Wainwright-ættinni úr borginni. Þeir voru einir sex, að meðtöldum eiginkonum þeirra, en ég held ekki, að Tony hafi nokkurn tíma vitað, að þeir voru þarna. Eftir húskveðjuna var ekið langa leið til kirkju- garðsins, og Bessie var í bílnum hjá mér, taugaóstyrk og keðju- reykti alla leiðina. Að því ég get bezt munað, tal- aði hún lítið. — Það er þá svona, sagði hún. — Maður lifir stundar korn en deyr síðan. Hún fleygði vindlingsstubbnum út um glugg- ann. — Eins og þessi, bætti hún við. Þetta var einkennilegt ferða- lag, með Maud svona í broddi fylkingar, og hjartanlegi hlátur- inn hennar þagnaður fyrir fullt og allt og nú átti hún að liggja um aldur og ævi bj'á John Wain- wright í stóra grafhýsinu í Fair- view. Langa líkfylgdin sniglað- ist eftir veginum og loks var dr. Lela.nd rétt mold, til að dreifa yfir kistuna. „Þú þekkir, Herra, leyndardóm hjartna vorra — lokaðu ekki eyrum þínum fyr- ir bænum vorum“. Og Tony stóð þarna berhöfðaður, án þess að hlusta á það, sem fram fór, en horfði bara á. Rétt eins og hann tryði þessu ekki enn — rétt eins og föst jörðin hefði sigið undan fótum honum. Ég var orðin máttlaus, undir lok afhafnarinnar og einhver tók í handlegginn á mér og studdi mig, en ég sá ekki, hver það var fyrr en öllu var lokið. Það var Hopper leynilögreglumaður. Þetta var á sunnudegi, en á mánudag kom Blliott úr borg- inni, með ungan lögfræðing með sér, til þess að lesa erfðaskrána, og tók það fram, að þar sem sín væri lítillega minnzt í henni, hefði hann ekki samið hana sjálf ur. Erfðaskráin hafði verið sam- in fyrir fjórum árum og var hér um bil eins og við mátti búast. Þarna voru talsverðar up'phæðir sem ráðstafað var til góðgerðar- starfsemi, og sín upphæðin handa hverjum af þjónustulið- inu, mismunandi eftir starfstíma og svo voru tuttugu þúsund dal- ir „handa vini mínum og frænda, Dwiglht Elliott, í þakklætisskyni fyrir greiðaisemi mér auðsýnda", og svo var viðbótargrein, nýleg, þar sem mér var ætluð fimm þúsund dala dánargjöf, ásamt demantaarmbandi, sem ég hafði alltaf dáðzt mjög að. Bessie var þarna aðeins einu sinni nefnd á nafn. Henni var eftirlátinn einn dalur, með þeirri athugasemd, að „búið væri að sjá ríflega fyrir henni“. Svo gekk afgangurinn óskiptur til Tony. Ég hafði ekki grátið síðan Maud dó. Áfallið hafði verið svo þungt, en ég grét þarna um kvöldið út af þessari dánargjöf hennar til mín. Hilda, sem sjáif var rauðeygð og útgrátin, fann mig grátandi þegar hún kom inn til mín, eftir að ég var háttuð. 'Hún stóð rétt innan við dyrn- ar, í snotra svarta kjólnum sín- um og með svuntu. — Hvað á ég að gera við fötin hennar, ungfrú Pat? spurði hún. — Ég veit það ekki, Hilda, sagði ég. — Líklega verður að meta þau. Bezt að láta þau eiga sig, þangað ti'l við vitum um þetta. En segðu mér, hvernig þetta var, þarna um kvöldið, Hilda. Var allt í lagi með hana, þegar þú fórst frá henni? — Hún var komin í rúmið. Hún virtist vera eins og hún átti að sér, nema kannski eins og ofurlítið æst. Ég spurði hana, hvort hún vildi fá svefntöflurn- ar sínar, en hún sagði, ekki strax. Hún mundi taka þær seinna. En hún slökkti ljósið áð- ur en ég gæti lagað til í rúminu hjá henni. Mig grunar, að hún hafi þegar verið klædd að ein- hverju leyti. Það var einis og hún vildi ekki, að ég kæmi of nærri henni. — Fannstu nokkuð athuga- vert við herbergið? — Ja.......sagði hún hikandi, — það var stórt brúnt umslag á borðinu hjá henni. Það var op- ið. Mér fannst eins og hún væri nýbúin að leggja það frá sér. Og ég hef ekki séð það síðan. Svona var þá myndin, sem við höfðum af ástandinu, fjórum dögum eftir andlát Maud. Hún hafði farið út í leikhúsið og lík- lega haft skammibyssu Tonys með sér. Hún hafði tekið með sér umslagið úr skápnum og svo skartgripaskrána. Og hún hafði hitt eirihvern þarna, hugsan'lega konu. Hvað síðan hafði gerzt, var ósvöruð spurning, eins og Jim orðaði það. En svo á þriðjudag, 3d. októ- ber, gerðist nokkuð, sem koil- varpaði öllum kenningum, sem lögreglan hafði þangað til sett fram. Þetta var þegar Hilda kom til mín, alveg frá sér, og aflhenti mér bréf til Tony, áritað með stórkarilalegu rithöndinni henn- ar Maud. Bessie var þarna við- stödd, gröm í geði yfir að hafa Siðustu foryöð i dag oð kaupa miba edo endurnýja. Umboðin loka á hádegi, og eftir bað fer fram dráttur i 1. flokki. Athugið vel að umboðsmenn geyma ekki miða fram yfir drátt, og þvi þurfa allir að greiða pantaða miða fyrir hádegi i dag. Happdrætti SlBS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.