Morgunblaðið - 10.01.1968, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.01.1968, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 1968 17 - VALDATAKA Framhald af bls. 15 Þessi íhlutun Sovétstjórnar- innar vakti óskaplega reiði og ólgu innan stjórnarinnar, og smám saman opnuðust augu andkommúnisku ráðherranna í stjórninni fyrir því, sem var að gerast og þeir höfðu ekki hugsað um. Þeir gerðu sér nú allt í einu grein fyrir því, sem Nosek innanríkisráðherra hafði verið að gera með því að setja kommúnista í embætti í lög- reglunni. Þeir skildu .nú að vin samleg samskipti við Rússa og sósíalistísk stefna ríkisstjórn- arinnar í landsmálum, voru ekki nægilegar tryggingar fyrir því að Sovétstjórnin hlífði Tékkóslóvakíu við sömu örlög um og Ungverjar og fleiri ná- grannaþjóðir þeirra höfðu þeg ar hlotið. í janúar 1948 bar dómsmála- ráðherra landsins, Dartina, fram kæru á hendur innanrík- isráðuneytinu fyrir að hafa notað leppa sína til þess að ljúga upp sökum gegn Þjóð- lega Jafnaðarmannaflokknum og bar fram margvíslegar sann- anir. Hinn 17. febrúar var svo haldinn stjórnarfundur þar sem dró til úrslita. Meirihluti stjórnarinnar krafðizt þess, að átta lögreglustjórar í Prag, sem höfðu verið látnir víkja fyrir kommúnistum, fengju embætti sín aftur í hendur. Þetta voru mikilvægustu em- bætti lögreglunnar og mennirn ir höfðu vald til þess að fyrir- skipa vopnabeitingu í landinu. Nosek innanríkisráðherra mætti ekki á fundiunm, bar við veikindum og kröfum and- kommúnista var ekki sinnt. Hinsvegar gaf kommún- istaflokkurinn út yfirlýsingu daginn eftir, þar sem sagði, að andkommúnísku flokk- arnir ynnu að því að taka völd í landinu, áður en næstu kosningar færu fram og ráðherr ar þeirra í stjórninni hefðu gert sig seka um að tefja fyrir framkvæmdum stjórnarinnar. Flokkurinn skoraði á öll lýð- ræðisleg og framfarasinnuð öfl í landinu að fylkja sér til bar- áttu gegn afturhaldssinnum til þess að verja hagsmuni lands og þjó'ðar. Andkommúnísku flokkarnir gáfu yfirlýsingu á móti, þar sem sagði, að komm- únistar miðuðu að því að koma á kommúnísku einræði og ætl- uðu að ná völdum fyrir kosn- ingar. Þegar kommúnistar neituðu að skipta um menn í lögreglu stjóraembættunum og héldu áfram að sölsa undir sig völd- in í mikilvægustu stöðum, sögðu andkommúnísku ráðherr arnir tólf af sér. Það gerðist 20. febrúar, en Benes, forseti neitaði að taka lausnarbeiðni þeirra til greina, kvaðst ekki mundi leyfa neinum einum flokki að eyðileggja stjórnar- starfið. Næsta dag sendi Gottwald forsætisráðherra bréf til for- setans og krafðist þess, að hann tæki lausnarbeiðnirnar til greina. Þegar hann neitaði enn svöruðu kommiílnistar með ein földu og nú gamalkunnu ráði: þeir kölluðu til Prag lögreglu- hersveitir, sem höfðu verið stað settar víða um landið og þjálf- aðar undir stjórn kommúnista. Jafnframt hófu þeir nú að koma á fót „framkvæmdanefnd um“ — sem raunafr voru löngu skipaðar og voru reiðubúnar að taka völd í hverjum bæ, hverju héraði og hverri borg, öllum samtökum, allt frá háskólum til verkalýðsfélaga. Jafnframt skipulögðu kommún- istar geysilegar. hópgöngur verkamanna er kröfðust auk- innar þjóðnýtingar og valda- töku kommúnista. Stúdentar hinsvegar þyrptust út á stræt- in til að mótmæla hinu aug- ljósa valdaráni kommúnista en höfðu ekki upp úr því annað en handtökur. Bæði lögreglu og her var beitt í iþágu komm- únista enda menn þeirra komn- ir í allar lykilstöður. Dagana 23.--24. febrúar tókst Gotlwald, forsætisráðherra, að fá þrjá sósíalistiska ráðherra til sbuðnings kommúnísku ráð- herrunum. Og þegar Benes, for seti, sagðist einungis viður- kenna þá menn í stjórn, er þar hefðu áður setið, neitaði Gott- wald að sitja áfram í stjórn með þeim sem höfðu sagt af sér, að fyrrgreindum þremur mönnum undanteknum. Spennan jókst stöðugt og brátt varð augljóst, að Sov- étstjórnin hafði ekki einung- is fyrirskipað valdatökuna, heldur sendi hún fulltrúa sinn til þess að sjá um að allt gengi samkvæmt áætlun. Það var Valerian Zorin, þá aðstoðar-ut- anríkisráðherra Rússa, sem kom til Prag undir því yfir- skyni, að hann væri formaður viðskiptanefnd-w, en hann fór ekki úr landinu í'yrr en allt vald var tryggilega í höndum kommúnista. Þá bárust fregnir um liðsflutninga sovéz'ka hers- ins við landamærin. Að iþví kom í Prag, að vopn- uð lögregla réðst inn í skrif- stofu Jafnaðarmanna og hand- ■tók starfsmenn flokksins á þeirri forsendu, að fundizt hefðu skjöl sem sönnuðu, að flokkurinn undir'byggi stjórnar byltingu. Jafnframt tók Nosek innanríkisráðherra fyrir öll ferðalög úr landi, án leyfis stjórnarinanr. Þegar svo komm únistar hótuðu meiriháttar blóðsúthellingum gafst Benes, forseti upp. 25. fe'brúar viður- kenndi hann skipan nýrrar stjórnar undir forsæti Gott- walds, þar sem sæti áttu 12 kommúnískir ráðherrar af 24. Sama dag lét margeflt lögreglu lið greipar sópa í þjóðMfinu. Andstöðublöð kommúnista voru bönnuð og ritstjórar þeirra ’handteknir, geysilegar hreinsanir voru gerðar í öllum ráðuneytum, hverjum grun- samlegum starfsmanni sagt upp og kommúnisitar settir í staðinn, fjöldi kennara í öllum skólum var handtekinn, allt frá barnaskólum upp í háskóla, svo og leiðtogar stúdentasamtaka, blaðamannasamibandið var þeg ar algerlega í höndum kommún ista og voru allir andstæðingar þeirra reknir úr því og fyrir- skipuð var ströng ritskoðun á allar tímaritsgreinar. Erlend 'blöð voru flest 'bönnuð. Næsitu daga var þessari starfsemi haldið áfram og 27. febrúar fyrirskipaði menntamálaráð- herra landsins að í öllum skól- um landsins skyldu hengdar upp myndir af Stalín, einræðis- herra Sovétríkjanna. Nosek, innanríkisráðiherra fyrirskipaði síðan 2-3 daga almenn hátíða- höld til þess að fagna því að þjóðin hefði öðlazt „frelsi“. Dómstólar landsins fóru ekki varhluta af hreinsun- fónu ekki varhluta af hreinsun- unum. Lögfræðingar voru siviptir réttindum unnvörpum og dómarar reknir frá embætt- um, en kommúnistar settir í stöður þeirra. Samtímis var haldið áfram þjóðnýtingunni, sem hafði ver- ið vel á veg komin. Öll fyrir- tæki, sem 'höfðu fleiri en fimm tíu manns í sinni þjónustu voru þjóðnýtt og jörðum var skipt upp. Fylgjendur lýðræðisins í Tékkósló'vakíu höfðu verið gerðir gersamlega óvirkir. Þeir fengu ekki rönd við reist og flestir gáfust upp við að reyna að malda í móinn. Jan Masa- ryk, sem allan t'ímann hafði gegnt embætti utanríkisrá'ð- herra og leitt flokkspólitísk- ar deilur hjá sér, lézt 10. marz. Af opinberri hálfu var skýrt frá því, að lík hans hefði fundizt, áverkalaust, á gangstéttinni við byggingu utanríkisráðuneytisins og hefði hann framið sjálfsmorð með því að stökkva út um glugga á skrifstofu sinni. Fallið var þrettán metrar. Svipuð urðu örlög Dartina, er sviptur hafði verið embætti dómsmálaráðherra. HVort þeir raunverulega frömdu sjálfs- morð eða voru myrtir vissi enginn, en með tilliti til undan- genginna atburða var hvorug skýringin ólíkleg. Báðum sveið sárt að sjá hvað gerzt hafði og kommúnistar vissu sem var, a'ð þeir yrðu ekki þægilegir við- skiptis, en erfitt að losna við þá vegna persónulegra vin- sælda þeirra. Masaryk vau- grafinn með viðhöfn á kostnað ríkisins en við emlbætti hans t'ók aðstoðarutanríkisráðherr- ann, kommúnistinn Vladimir Clementis . Eitt fyrsta verk kommún- istaflokksins eftir valdatökuna var að ta'ka gersamlega yfir flokk Sósíaldemokrata og í kosningum, sem voru haldnar 30. maí 1948 áttu kjósendur ekki um nema tvennt að velja, að kjósa „þjóðfylkinguna" eða skila auðu. Stjórnin tilkynnti, að 6,5 milljónir manna hefðu greitt þjóðfylkingunni atkvæði en 1,5 milljón skilað auðu. Áð- ur en þingmenn tóku sæti á þinginu voru þeir látnir skrifa undir hollustueiða við stjórn- ina. Jafnframt var l'ögð fram ný stjórnarskrá og reynt að neyða Benes forseta til að skrifa undir hana. Hann neit- aði og sagði af sér 7. júní, aldr- aður maður, vonsvikinn og far- inn að kröftum. Allt hans bar- áttustarf fyrir frelsi, sjálfstæði og lýðræði Tékkóslóvak'íu hafði á örskömmum tíma verið að engu gert.. Klemens Goittwald tók við forsetaemtoættinu og lýsti því yfir á þingi, að vanda- mál Tékkóslóvakíu hefðu verið „leyst og frelsið tryggt sam- kvæmt ströngustu kröfum lýð- ræðis, stjórnarskrár- og þing- - „FJOLMÆLI" Framhald af bls. 14. ærumeiðinga og sögutourð. Greint er frá refsingum, órnerk- in.gu ummæla og öðrum viður- lögum. Loks er stuttur kafli um siðareglur blaðamanna. Þriðji þáttur ritsins heitir: „Yfirlit um erlendan rétt“. Er þar rakinn gildandi réttur um ærumeiðihgar í Danmörku, Eng- landi, Frakklandi, Noregi, Svl- þjóð og Þýzkalandi og birt helztu lagaákvæði, sem gilda í þeim löndum um þau efni. í ritinu kemur glöggt fram, að íslenzkir dómstólar hafa frá önd'verðu og fram á síðustu áf orðið að fjalla mjög mikið um meintar ærumeiðingar í hinum fjöltoreytilegustu myndum. Æru- meiðandi ummæli geta komið fram bæði í rituðu og mæltu má'li, og ærumeiðandi athafnir geta verið á ýmsan hátt. Þó að ritið sé fyrst og fremst fræði- legs efnis og gildi þess sé mest fyrir lögfræðinga, varðar efni þess að einhverju leyti hvern mann og samskipti hans við aðra menn í orðum og gerðum. Ritið Fjölmæli er 471 bls. að stærð, prentað í Prentsmiðjunni Odda. ræðis“. Tilboð óskast í Moskowitch árgerð ’65 í núverandi ástandi eftir veltu. Bifreiðin er til sýnis hjá Vélverk h.f. Bílds- höfða 8 sími 82452. Tilboðum sé skilað til Trausta Þorlákssonar fyrir 20. þ.m. Samkomuhús - vcitingahús Verðið er ekki aðalatriðið heldur endingin. Leitið tilboða. Gólfteppi frá Álafoss, umboð um allt land. ÁLAFOSS. Miðstöðvarketill 7 ferm. miðstöðvarketill óskast til kaups. Upplýsingar í síma 30200 og 34235. (Fréttatilkynning). V élst jóranámskeið Námskeið verður haldið í Vélskóla íslands fyrir vélstjóra sem verið hafa í starfi að minnsta kosti 10 undanfarin ár. Námskeiðið veitir 2. stigs réttindi og stendur frá 1/3 til 31/5. Umsóknum skal skila fyrir 10. febrúar og þeim skal fylgja skýrsla um starfsferil og nám. GUNNAR BJARNASON, skólastjóri Vélskóla íslands. Alliance Francaise Kennt í Frönskunámskeiðin hefjast bráðlega. mörgum flokkum. Innritun og upplýsingar í Bókaverzlun Snæbjarn- ar Jónssonar & Co, Hafnarstræti 9, símar 1-19-36 og 1-31-33. Væntanlegir nemendur komi til viðtals í háskól- ann (3. kennslustofu á 2. hæð) föstudaginn 12. janúar kl. 6.15. Alliance Frangaise. Bændur - bókhald Bændur og aðrir sem atvinnurekstur stunda í Árnes- og Rangárvallasýslu. Tek að mér að annast bókhald fyrir bændur og aðra sem atvinnurekstur stunda, og sjá síðan um skattaframtöl viðkomandi. Vinsam- legast hafið samband við mig hið fyrsta annað hvort símleiðis eða bréflega. Guðni Einarsson, Hjarðarbóli, Ölfusi. Sími um Hveragerði. Nauðungaruppboð Efir kröfu tollstjórans í Reykjavík og ýmissa lög- manna verða neðangreindar bi'freiðr og vélknúin öku- tæki seld á nauðungaruppboð s til lúkningar lögtaks- og fjárnámskröfuim, mánudag 15. janúar n.k. kl. 10 árdegils að Síðumúla 20 (Vöku h.f.). Greiðsla fa-ri fram við hamarshögg, R-22, R-123, R-1'609, R-3557, R-4047. R-4162, R-4180, R-4919, R-5370, R-5371, R-6345, R-6619, R-6688, R-6918, R-7090, R-7424, R-7620, R-9007, R-10200. R-10362, R-10823, R-10924, R-11281, R11393, R-11554, R-11605, R-11860, R-13243, R-13279. R-13410, R-13468, R-14523, R-14933, R-15278, R-15524, R-15575, R-15610, R-15736, R-16051, R-1638^, R-16490, R-17026, R-17089, R-17315, R-17928, R-17955, R-18174, R-18278, R-18395, R-19016, R-19318, R-19363, R-19428, R-19451, R-19643, R-19914, R-20044, R-20295, R-20372, R-20380, R-20425, R-20499, R-20521, R-20602, R-20728, R-22125, R-22136, G-2789, G-2869, L-944, Volkswagen Picp-up bifreið, árg. 1963, jarðýta International D.T. 9. árg. 1957. Borgarfógetaembættið í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.