Morgunblaðið - 10.01.1968, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.01.1968, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 1988 Bjarni Brandsson Minning í DAG fer fram frá Fossvogs- kapellunni útför Bjarna Brands- sonar, sjómanns og afgreiðslu- manns hjá Fiskveiðihlutafélag- inu ALLIANCE, sem andaðist þann 3. jan. 1968. Bjarni var faeddur á Snæfells- n«si vestanverðu þann 10. sept. 1880, og voru foreldrar hans hjónin Ólína Bjarnadóttir frá Kverná og Brandnr Bjarnason frá Lág í Eyrarsveit. Hann var með foreldrum sínum í 7 ár í Keflavík í Ytri-Nedhreppi á Snæ fellsnesi, 8 ár að Hallbjarnar- eyri og síðan í Stykkishólmi til ársins 1009. 12 ára gamall byrj- aði hann fyrst að róa með föður sínum, en hann var mikill sjó- sóknari og búmaður, og smíðaði auk þess nokkra báta fyrir bændur í nágrenni Hallbjarnar- eyrar. Bjarni réri með honum dl ársins 1909 og síðustu ö árin á vélbáti frá Stykkishólmi. Árið 1900 réðist Bjarni á es. Sterling og var þar í 2 ár og síðan önnur 2 ár í strandsiglingum. En 5. janúar árið 1913, skráð- ist hann háseti á togarann Skúla fógeta, eign Alliance-félagsins, og þar með hófst hans togarasjó- mannsferill. Var hann á togur- t Maðurinn minn Bjarni Magnússon skipstjóri, andaðist á Landspítalanum 9. þ. m. Stefanía Stefánsdóttir. um nær óslitið til ársins 1930, og oftast bátsmaður sem kallað er, en það er eitthvert ábyrgðar- mesta starf „á dekkinu" um borð í togara, því hann sér um veið- arfærin og að vel sé farið með alla hluti. Innti hann það starf eins og öll önnur störf, prýði- lega af hendi. Á þessu togara sjómannstímabili var hann lengst á togurum Fiskveiðahluta félagsins ALLIANCE, og lenti þá tvisvar í miklum lífsháska. í fyrra skiptið árið 1914, í byrjun fyrri heimsstyrjaldarinnar, er togarinn Skúli fógeti rakst á tundurdufl í Norðursjónum og sökk. Slasaðist Bjarni þá á höfði og var meðvitundarlaus svo að skipsfélagar hans álitu hann dauðan, en tóku hann samt með í skipsbátinn. Fjórir menn fór- ust sem allir voru í lúkarnum, fremst í skipinu, en þar var Bjarni líka. Hann náði sér þó að mestu eftir þetta o gfór aftur á togara árið 1915. í síðara skiptið var hann á togaranum Jóni for- seta, er hann strandaði á Staf- nestöngum 23. febrúar 1928. Bjargaðist hann þá í landi ásamt 9 skipsfélögum sínum, en 15 fór- ust. Bjarni kunni mjög vel til allra verka um borð í togara, en sér- staklega til alls er laut að veið- t Sonur okkar og bróðir, Jón Ágúst Ólafsson lézt 7. þ. m. Ólafur J. Ólafsson, Stefania Ólafsson, Anna M. Ólafsson. t Eiginkona mín og móðir Viktoría M. Jónsdóttir andaðist 8. janúar í sjúkra- húsinu Selfossi. Ambjörn Sigurgeirsson. Sigrún Arnbjarnardóttir. t Móðir okkar Guðrún Jónsdóttir, andaðist á heimili sínu Eyri Ingólfsfirði 8. þ. m. Börain. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma Jónína Ásbjörnsdóttir Urðarstíg 13, verður jarðsungin frá kirkju Óhá'ða safnaðarins fimmtudag inn 11. janúar kl. 1.30. Blóm eru afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Óháða söfn- uðinn. Böm, tengdabörn barnaböra. t Útför mannsins míns Jens Margeirs Jenssonar frá Bolungarvík, fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 11. janúar kl. 13.30. Blóm og kransar vin- samlegast afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast hans er bent á líknarstofnanir. Ingibjörg Þórðardóttir. t Hjartans þakkir fyrir auð- sýnda hjálpfýsi og samúð við andlát og jarðarför Guðleifar Guðmundsdóttur, Stóru-Mörk. Böm og tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn t Alúðarþakkir flytjum við öll- um þeim, sem auðsýndu okk- ur samúð og vinarhug við and lát og jarðarför Árna Ólafssonar Framnesveg 55. Sérstakar þakkir viljum við flytja læknum og hjúkrunar- liði lyfjadeildar Landsspítal- ans fyrir alúð og umhyggju honum veitta. Guðný Guðjónsdóttir, Hlynur Arnason. arfærum og viðgerð þeirra. í hans togarasjómannsitíð voru öll net sett saman um borð, og allir vírar splæstir og netin sem rifn- uðu voru bætt eins og frekast var unnt. Þegar Bjarni hætti störfum um borð í togara, var ’hann ráð- inn árið 1930 til starfa í landi hjá Alliance, og sá um undirbún- ing neta og víra og afgreiðsdu þeirra um borð í togarana sem þá voru sex á vegum félagsins, 4 sem félagið átti sjálft og 2 er félagið sá um útgerð á. Auk þess saumaði hann allar lúgu-yfir- breiðslur og leit eftir öllum út- búnaði í björgunarbátum togar- anna og öUum björgunarbeltum og bjarghringjum. Ennfremur saumaði hann mikiá af yfir- breiðalum yfir saltfiskstakka á fiskreitum, eins og var í þá tíð, enda var hann útlærður segla- saumari. Nokkur ferðatjöld saumaði hann einnig. Öll þessi störf leysti hann af hendi með pfýði. Bjarni vann hjá Alliance til ársloka 1965, er hann varð að hætta vegna veikinda, og hafði þá starfað hjá félaginu í landi í 35 ár, auk þess tíma sem hann var á togurum félagsins, en það munu hafa verið nálægt 10 ár. Var Bjarni lagtækur og gerði margt annað en það sem bein- línis var í hans verkahring, enda var hann óvenju duglegur og áValLt reiðubúinn til hvers þess, er hann taldi sig munu geta leyst af hendi. Hvað snerti afgreiðslu togaranna var ávallt hægt að leita til hans, hvort sem var á nóttu eða degi. Bjarni kvæntist árið 1917 Elínu Jónasdóittur, en hún and- aðist 19. nóv. 1965. Hún var fríð kona og fönguleg, með afbrigð- um dugleg og fór vel með það er hún hafði handa í milli. Þeim auðnaðist að eignast 4 börn og eru 3 þeirra á lífi, Brandur, Ingibjörg og Matthías, en elzta son sinn, Jónas, misstu þau árið 1942. Fyrir hönd Alliance þakka ég Bjarna Brands fyrir öll hans ágætu störf, bæði til sjós og lands. Persónulega þakka ég honum fyrir samveruna og sam- starfið í 35 ár, og kona mín og synir okkar þakka honum alla hans góðvild og tryggð og öll vottum við aðsitandendum hans innilega samúð okkar. Blessuð sé minning Bjarna Brandssonar. Ólafur H. Jónsson. Jósafat Sigurðsson JÓSAFAT Sigurðsson var fædd- ur 6. maí 1876 að Mið'húsum í Álftaneshreppi Mýrasýslu. For- eldrar hans voru Sigurður Brandsson og kona hans Hall- dóra Sigurðardóttir. Sigurður var ættaður af Mýrunum, en Halldóra var ættuð úr Hvítár- síðu. Hjón þessi áttu mörg börn, en bjuggu við lítil efni, sem al- titt var á þeim árum. Af börn- um þeirra komust 7 til fullorð- insára, og má því geta nærri, að oft hefur þurft að leggja hart að sér með vinnu og spara til að geta ha-ft i sig og á. Þá var út- ræði á Mýrum og allir bændur við sjávarsíðuna stunduðu sjó- róðra og var þangað að saekja aðallífsbjörgina fyrir fátækt fólk, enda sjórinn fyrir Mýrum í þá daga auðugur af fiski. Sig- urður Brandsson var einn af þeim, sem sótti björg í bú til Ægis. Var hann háseti hjá öðr- um, því að bát átti hann aldrei. Enda lá ekki bújörð hans þannig við sjó, að hægt væri að róa þaðan. Kona hans annaðist bú- skapinn heima eins og altítt var í þá daga um konur, þegar bóndinn var við sjóróðra. Snemma urðu því drengirnir í Miðhúsum að taka þátt í heim- ilisstörfum og ungir að árum voru þeir sendir til að vinna hjá vandalausum. Jósafat var þá meðal annars komið fyrir á heim ili foreldra minna. Hann var þá aðeins 11 ára gamall. Foreldrar minir voru þá ung hjón með eina dóttur barna. Þar að auki voru þar þrjú vinnuhjú. Var þetta fólk allt ungt og lífsglatt, og hefur það hjálpað drengn- um til að yfirvinna leiðindi, sem flesta vilja ásækja, er þeir yfirgefa foreldra og systkini. En hann hændist fljótt að heimilis- fólkinu og mætti segja, að hann yrði strax hvers manns hugljúfi. Þarna var hann samfleytt í 9 ár og vorum við systur þá orðnar fjórar, þegar hann fór. Var hann okkur sem bróðir, sem við leit- uðum til í ýmsum vanda og eins tók hann þátt í leikjum okkar, þegar hann hafði tíma til. Við foreldra mína var hann sem ástríkur son- ur og þau unnu honum sem slíkum. Frá okkur fór hann vor- ið 1896. Næstu 4 ár var hann í vinnumennsku þar í sveitinni, en vorið 1900 fór hann í Straum- fjörð til bróður síns, Guðjóns, sem þá var byrjaður að búa þar og kvæntist þetta ár. Systkini hans voru þá öll uppkomin og hin mannvænlegustu. Voru þau þessi: Guðjón bóndi í Straum- firði, kvæntur Þórdísi Jónas- dóttur; Guðbrandur á Hrafnkels- stöðum bóndi þar og lengi odd- viti sveitar sinnar, kvæntur Ólöfu Gilsdóttur; Jónína, gift Kristni Pálssyni verkamanna í Reykjavík; Júlíus, kvæntur Guð rúnu Skúladóttur, bjó í Fagur- ey á Breiðafirði og síðast á Reykhólum í Barðastrandasýslu; Salóme, gift Kjartani Kristjáns- syni, 'bónda á Víðihóli á Fjöllum og Ingiríður, gift og búandi í Ameríku. Jósaft var í hærra meðallagi á vöxt, hnellinn, beinvaxinn og andlitsfríður. Var hann hinn vörpulegasti ásýndum. Hann var háttprúður í fasi, glaðlyndur og ljúfur í viðmóti. Kom hann sér því alls staðar vel. Haustið 1904 flutti Jósafat svo til Reykjavíkur og settist þar að. Hinn 22. september það ár gekk hann að eiga Sigríði Jónsdóttur frá Galtarholti. Sigríður var systir Jóns bónda þar, sem var alkunur höfðingsmaður og ann- aðist póstferðir frá Borgarnesi til Borðeyrar um langan tíma. Foreldrar Sigríðar voru Jón bóndi Jónsson í Galtarholti og kona hans Þórunn, dóttir Kristó- fers Finnbogasonar frá Stóra- Fjalli og Helgu Pétursdóttur sýslumanns Ottesen. Sigríður og Jósafat eignuðust 10 börn. Misstu þau þrjú af þeim á unga aldri. Heimili þeirra hjóna var alla tíma mjög snyrti- legt. Sigríður var þeim kostum búin, að allt sem hún lagði hönd að var vel og smekklega gert. Var hún auk þess hagsýn og sparsöm, en þó gestrisin. Og prúðmennska var henni svo í blóð borin, að út af því brá aldrei. Má geta nærri, að oft hef- ur verið þröngt í búi á þeim tímum og erfitt að koma upp svo stórum barnahóp fyrir dag- launamann. Vann Jósafat eink- um við húsabyggingar og múr- aravinnu. Var hann einn af þeim, sem stofnuðu Múrara- félagið hér í Reykjavík og þeg- ar félagið var 50 ára á síðast- liðnu ári, heiðruðu forráðamenn þess Jósafat með gullpeningi félagsins. Heilsa Jósafats bilaði um tima. Pékk hann nokkurn bata, en þó ekki svo, að hann hefði þol til erfiðisvinnu. Eftir það fékkst hann við innheimtustörf meðan heilsan entist. Konu sína missti Jósafat 25. janúar 1936 eftir nokkurra mán- aða legu. Eftir það bjó Jósafat með börnum sínum, sem voru sex í föðurgarði. En tíminn leið og börnin giftust og hvert þeirra myndaði sitt eigið heimili. Eftir það var hann til skiptis hjá börnunum, því öll vildu þau Innilegar þakkir færi ég sóknarnefnd, söfnuði, kirkju- kór og Lionsklúbb Grindavík- ur, starfsbræðrum mínum og bekkjarsystkinum, vanda- mönnum og vinum fyir heim- sóknir, höfðinglegar gjafir og árnaðaróskir á fimmtugsaf- mæli mínu, 30. des. s.l. Jón Árni Sigurðsson. hafa hann. Svo komu barnabörn in og nutu þau umönnunar afa. Þyrftu foreldrarnir að víkja frá eina kvöldstund var afi þar til að sinna þeim og svæfa, leið- beina þeim og lagfæra misfell- ur. Börn Jósafats og Sigríðar eru; Stefanía, gift Oddi Kristinssyni fyrrverandi togaraskipstjóra; Ragnhildur, gift Sigurði Ágústs- syni verkstjóra; Sigríður, gift Arthur 0‘Brien, umsjónarmanni í Keflavík: Sesselja, ekkja eftir Kristján Torfason bankamann; Dóra, gift Haraldi Jónssyni gjald kera; Pétur, bókari, kvæntur Ágústu Ágústsdóttur; Haukur, bílstjóri, kvænbur Valgerði Júlí- usdóttur. Siðustu 17 árin bjó hann hjá dóttur sinni Sigríði og manni hennar. Þessi útlendi tengdasonur reyndist honum sem ástríkasti sonur og dóttir- in annaðist föður sinn með svó mikilli prýði, að það varð ekki betur gert. Jósafat lézt að morgni 31. des- emfoer og hafði þá dvalið á Hrafnistu í tæpan mánuð. Ég, sem þetta rita minnist Jósafats með þakklæti og sendi börnum hans og öllum foans nánustu mína innilegustu samúð. Hildur Valfells. Hjartanlega þakka ég vinum og vandamönnum fyrir gjaf- ir, heimsóknir og árnaðarósk- ir á áttræðisafmæli mínu 5. þ.m. Lifið heil. Guð blessi ykkur ÖIL Gísli Guðmundsson, Bárugötu 29. Hjartans þakklæti rpitt til allra þeirra, er glöddu mig með heimsóknum, gjöfum, blómum og heillaóskum á 80 ára afmæli mínu 21. des. s.L Beztu óskir mínar um far- sælt komandi ár til ykkar allra. Sigríður Finnbogadóttir, Þórsgötu 15, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.