Morgunblaðið - 19.01.1968, Síða 1
24 SIÐLR
15. tbl. 55. árg-
FÖSTUDAGUR 19- JANUAR 1968.
Prentsmiðja Morgxmblaðsins.
Þorpið Gibelina á Sikiley hrundi til grunna í jarðskjálftunu m á mánudaginn og íbúarnir
flúðu heimili sín. Samkvæmt síðustu tölum virðast 400 manns hafa farizt í jarðskjálftunum,
en talið er að hættan sé liðin hjá og fieiri jarðhræringar g ;ri ekki vart við sig.
Samkomulag um bann við
útbreiðslu kjarnavopna
N-Vietnamar setja
skilyrði fyrir friði
Vilja tryggingu fyrir brottflutningi
alls herliðs USA frá Suður-Vietnam
Rangoon og New Yoik, 18. jan.
(NTB-AP)
BANDARÍKJAMENN verða að
gefa tryggingu fyrir því að þeir
fiytji á brott allt herlið sitt frá
Suður-Víetnam ef hugsanlegar
samningaviðræður Bandaríkja-
manna og Norður-Víetnam-
manna eiga að bera árangur,
sagði aðalræðismaður Norður-
Víetnam í Rangoon í dag.
Þetta eru fyrstu viðbrögð
Norður-Víetnammanna við ræðu
þeirri er Johnson hélt í banda-
ríska þjóðþinginu í gærkvöldi
um ástand og horfur í málefnum
ríkisins, en þar sagði hann, að
Bandaríkjamenn mundu hætta
loftárásum á Norður-Víetnam ef
friðarviðræður gætu hafizt án
tafar og ef góðar horfur væru
á því að þær bæru árangur. í
ræðunni sagði Johnson, að Norð
ur-Víetnammenn mættu ekki
notfæra sér stillingu Bandaríkja
manna ef loftárásunum væri
hætt, en hét því að tilraunum
til að koma á friði yrði haldið
áfram og yrði reynt að ganga
úr skugga um hvað byggi á bak
við yfirlýsingar Norður-Víet-
nammanna um að viðræður
„mundu hefjast“ ef loftárásum
yrði hætt.
Á blaðamannafundi í Rangoon
sagði Le Tung Song aðalræðis-
maður að ef friðarviðræður
ættu að bera árangur væri nauð
synlegt, að Bandaríkjamenn
hættu skilyrðislaust loftárásun-
um á Norður-Víetnam og enn
fremur væri nauðsynlegt, að
þeir ábyrgðust að hersveitir
þeirra yrðu fluttar á brott frá
Suður-Vietnam ef þeir vildu að
viðræðurnar bæru árangur eins
og þeir hefðu krafizt.
Le Tung Song sagði, að ekki
byggi heilindi á bak við friðar-
yfirlýsingar Bandaríkjamanna
og vísaði á bug áskorun John-
sons um að Norður-Víetnam-
menn notfærðu sér stillingu
Bandaríkjamanna ef þeir hættu
loftárásum á þeirri forsendu að
Bandaríkjamenn hefðu gert árás
á Norður-Víetnam án þess að
Norður-Víetnammenn hefðu sagt
Bandaríkjunum stríð á hendur.
Það er því réttur okkar að krefj
ast þess, að loftárásunum verði
hætt, sem skilyrði fyrir því, að
viðræður geti hafizt, sagði Song,
Framhald á bls. 11.
Rússar og Bandaríkjamenn leggja fram
sameiginlegt samningsuppkast í Cenf
Genf, 18. janúar — NTB-AP
SOVÉTRÍKIN og Bandaríkin
hafa náð samkomulagi um
bann við útbreiðslu kjarn-
orkuvopna og lögðu í dag
fram uppkast að slíkum samn
ingi á afvopnunarráðstefn-
unni í Genf. I uppkastinu er
ákvæði um eftirlit með
hvernig slíkur samningur
skuli haldinn, en ágreiningur
um þetta atriði hefur komið
í veg fyrir samkomulag síðan
viðræður um útbreiðslubann
hófust.
í Washington fagnaði
Johnson forseti samkomulag-
inu í dag og kvað það sýna,
að tvö voldugustu riki heims
geti með nógu mikilli þolin-
mæði og festu færzt nær því
takmarki að draga úr víg-
búnaðarkapphlaupinu og
trygg3a öruggan frið. John-
son kvaðst telja. að í sögunni
yrði litið á samninginn sem
mikilvægan áfanga í tilraun-
um mannkynsins til að koma
í veg fyrir kjarnorkustyrjöld,
en tryggja um leið, að allar
þjóðir heims geti notið góðs
af friðsamlegri hagnýtingu
kjarnorkunnar.
Málamiðlun
I samningsuppkastinu eru lönd
þau sem undirrita samninginn
hvött til að hefja samningavið-
ræður i því skyni, að binda enda
Framhald á bls. 11.
Papandreou hvetur til
stuðnings við Grikki
París, 18. jan. — NTB-AP
ANDREAS Papandreou, gríski
stjórnmálamaðurinn, sem ný-
lega var sleppt úr haldi, skor-
aði í dag á allar lýðræðisþjóðir
að veita grísku þjóðinni stuðn-
ing í baráttu hennar fyrir end-
urheimt réttinda sinna. Hann
sagði á blaðamannafundi, að
hann væri fulltrúi Miðflokksins,
Hreinsanir
boðaðar
Hong Kong, 18. janúar. NTB.
tltvarpsfréttir frá Kína í
kvöld benda til þess að
fjöldahreinsanir af hálfu kín-
verska kommúnistaflokksins
verði næsta stig menningar-
byltingarinnar.
Peking-útvarpið skýrði frá
„hreinsunar-herferðum" í
Shanghai, Hangchow, Kwan-
tung-héraði, Innri-Mongolíu
og Peking í kvöld. Sagt var
að byltingarmenn og flokks-
starfsmenn í öllu Kína væru
staðráðnir í að breyta flokks-
skipulaginu til betri vegar.
Síðustu fyrirmælum Mao Tse
tungs hefur verið dreift og
er þar hvatt til nýrra aðgerða
gegn endursko'ðunarsinnum.
Njósnarar, en ekki rithöfundar
— Æskulýðsfylkingin í Moskvu reynir
að réttlœta rithöfundadómana
Moskvu, 18. jan. (AP-NTB)
MÁLGAGN æskulýðsfylkingar-
innar í Moskvu, Komsomolskaya
Pravda, birtir í dag grein um
réttarhöldin þar í borg í fyrri
viku yfir rithöfundunum fjórum,
sem dæmdir voru í eins til sjö
ára þrælkunarvinnu fyrir and-
sovézka starfsemi. Heldur blaðið
því meðal annars fram, að þeir
Galanskov, Ginsburg og Dobrov-
olsky hafi verið að undirbúa
reglubundnar njósnir á vegum
rússnesku flóttamannasamtak-
anna N.T.S., en þau samtök
þiggi Iaun hjá bandarísku leyni-
þjónustunni C.I.A.
Einn helzti sovézki gagnrýn-
andi réttarhaldanna hefur verið
dr. Pavei Litvinov. Honum hefur
nú verið sagt upp starfi sem
kennara við efnafræðistofnun í
Moskvu. Hefur hann lýst því yf-
ir að uppsögnin sé lögbrot, og
að hann muni visa máli sínu til
doms.
Komsomolskaya Pravda fer
hörðum orðum um þá sem staðið
hafa fyrir mótmælum í vestræn-
um löndum gegn réttarhöldun-
um. Frásagnir af rétitairhöldun-
um í vestrænum blöðum telur
blaðið hafa verið mjög rangar,
því hér hafi ekki verið um það
að ræða, að hefta málfirelsi eða
listræna túlkun í Sovétríkjunum.
Sendiboðar hafi verið í ferðum
frá rithöfundunum þremur með
and-sovézkan áróður til Stokk-
hólms, Parísar, Heidelberg og
fleiri borga í Vestur-Evrópu.
Mótmælahróp hafa verið há-
vær í vestrænum löndum vegna
réttarhaldanna, segir Komso-
molskaya Pravda, tárvekjandi
orðsendingar hafa verið samdar
og nefndir skipaðar til að veita
rithöfundunum efnalegan og sið
ferðilegan stuðning. Staðreyndin
er hinsvegar sú, segir blaðið, að
þremenningarniir eru alls ekki
rithöfundar. Ekki hefur verið
birtur sitafur eftir þá í Sovéitríkj-
unum, o,g sovézkir lesendur
þekkja ekki nöfn þeirra. Réttar-
höldin fela þessvegna ekki í sér
skerðingu á málfirelsi lista-
manna.
Blaðið segir, að húsleit hafi
verið gerð hjá þeim Ginsburg,
Galanskov og Dobrovolsky, og
að þar hafi fundizt tugir er-
lendra áróðursrita, fjandsamleg
Sovétríkjunum, og einnig stefnu-
skrá og samþykktir rússnesku
flóttamannasamtakanna N.T.S.
Flóttamannasamtök þessi „eru á
launaskrá hjá Central Intelli-
gence Agency (C.I.A.) í Banda-
ríkjunum", segir blaðið, en í
heimsstyrjöldinni síðari voru
N.T.S. samtökin „í þjónustu
Hitlers".
Blaðið segir, að þremenning-
arnir hafi fengið sendar háar
fjárupphæðir eriendis frá, bæði
í bandarískum dollurum og sov-
ézkum rúblum, og hlotið dóma
fyrir aðgerðir, sem alls ekki
koma bókmenntum við.
Þremenningarnir fengu oft
Framhald á bls. 11.
sem faðir hans Georg Papan-
dreou stjórnaði, heima og erlend
is, opinberlega og með fullu um-
boði.
Andreas Papandreou var þá
spurður að því hvort þessi yfir-
lýsiing táknaði að hann væri
leiðtogi grískrar útlagastjórnar.
Framhald á bls. 11.
Stjórn Wilsons j
hélt velli
London, 18. janúar — NTB
BREZKA stjórnin hlaut 105
atkvæða meirihluta í at-
kvæðagreiðslu Neðri málstof-
unnar í kvöld um vantrausts-
tillögu íhaldsmanna á stjórn
Wilsons, vegna þeirrar á-
kvörðunar hennar um að
flytja brezkar hersveitir frá
Suðaustur-Asíu og Persa-
flóa á brott fyrir árslok 1971.
TiIIagan var felld með 334
atkvæðum gegn 229.
Sparnaðarráðstafanir stjórn
arinnar voru samþykktar í
heild með 304 atkvæðum þing
manna Verkamannaflokksins
gegn 9 atkvæðum Frjálslynda
flokksins, en þingmenn íhalds
flokksins og 25 þingmenn
Verkamannaflokksins sátu
hjá.
f umræðunum sagði leið-
togi íhaldsmanna, Edward
Ileath, að stjórninni hefði
ekki tekizt að endurheimta
traust erlendis og krafðist
þess að efnt yrði til nýrra
kosninga.