Morgunblaðið - 19.01.1968, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.01.1968, Blaðsíða 24
LEIGLBÍLSTJÓRI SKOTININI TIL BANA í REYKJAVÍK: LÍKUR Á AÐ UM RÁNMORÐ HAFI VERIÐ AÐ RÆÐA Þeir sem urðu varir mannaferða í Laugarneshverfi kl. 4—7,15 í gærmorgun eru beðnir að hafa samband við Rannsóknar- lögregluna strax LEIGUBÍLSTJÓRI frá Hreyfli var skotinn til bana í bifreið sinni í fyrrinótt og benda líkur til að um ránmorð sé að ræða. Hinn látni var Gunnar Sig- urður Tryggvason, til heimilis að Kambsvegi 8, hann var 43 ára að aldri. Morðinginn mun hafa notað sjálfvirka skammbyssu, hlaupvídd 32, og skaut hann Gunnar neðarlega í hnakkann hægra megin. Mun Gunnar hafa látizt nær samstundis. Bíllinn stóð við Laugalæk, á móts við hús númer 10, og þar befur morðinginn yfirgefið hann einhvern- tíma á tímabilinu frá kl. 4 til 6.15 um morguninn. Á fundi með fréttamönnum í gær sagði Ingólfur Þorsteinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn rannsókn- arlögreglunnar: „Við erum að reyna að komast að því hvort ein- hverjir hafi orðið varir mannaferða í hverfinu á þessu tímabili, og eins hvort leigubílar eða aðrir hafi tekið upp farþega. Við mælumst eindregið til þess að fólk hafi samband við okkur hið bráðasta ef það telur sig geta gefið einhverjar upplýsingar, hvað litlar sem þær kunna að virðast. Lögreglan fékk tilkynningu um atburðinn klukkan 7,15 í gær morgun, en þá hafði Magnús Jó- hannsson, stud. med. sem var á ferð með föður sínum tekið eftir að ökumaðurinn var lífvana. Leigubifreið Gunnars. 263 otvinnulousir í borginni í GÆRKVÖLDI voru 263 skráð ir atvinnulausir hjá Ráðningar- stofu Reykjavíkurborgar. Á skrá voru 234 karlmenn og 29 konur. Eftir stéttum skiptast atvinnu- lausir karlmenn þannig: 162 verkamenn, 20 sjómenn, 6 verzl- stjórar, 6 matreiðslumenn, 6 tré- smiðir, 2 fólksbifreiðastjórar, 3 Gunnar S. Tryggvason því í skyndi fluttur í Slysavarð- stofuna, en þegar þangað kom úrskurðuðu læknar hann látinn. Lögreglumennirnir tóku eftir því að vinstri afturhurð bifreiðarinn ar féll að stöfum, en var ekki lokuð. Gjaldmælir bifreiðarinn- ar var í gangi og sýndi 87 krón- ur, sem jafngildir 560 króna ökugjaldi. Rannsóknarlögreglan var þeg- ar kvödd á staðinn og rannsókn hafin, en mikil rigning hafði ver ið um nóttina og vatnsflóð og glerhart svell kringum leigubif- reiðina þannig að þar var engin ummerki að finna. Hinsvegar fannst í framsæti hennar 32 cal. skothylki úr byssu morðingjans. Bendir það ótvírætt til þess að byssan hafi verið sjálfvirk, því að þær spýta úr sér skothylkj- unum þegar þau hafa verið not- uð. Bifreiðin var tekin í hús og þurrkuð þar, en svo tók tækni- deild rannsóknarlögreglunnar til starfa við að leita að fingra- förum og öðru er að gagni mætti koma. Niðurstöður þeirra rann- sókna lágu ekki fyrir í gær- kvöldi þegar blaðið fór í prent- un. Ingólfur Þorsteinsson sagði Morgunblaðinu að stöð Hreyfils við Hlemmtorg hefði síðast haft samband við Gunnar milli kl. 3.15 og 3.30 um nóttina. Af- greiðslustúlka þar, Ásta L. Jó- hannsdóttir, hafði móttekið beiðni um bil að Skálholtsstíg, og fór Gunnar þangað. Rann- sóknarlögreglan hafði upp á manninum sem ók með honum í það skipti og kvaðst hann hafa haldið beint heim til sin. Gat kona hans staðfest að hann hefði verið kominn heim fyrir klukk- an fjögur. Annar bifreiðastjóri frá Hreyfli sagði rannsó'knarlögregl- unni að hann hefði séð bíl Gunn- ars standa við „Hreyfils-staur- inn“ á mótum Sundlaugavegar og Hrísajteigs um fjögur leytið. Um það bil fimm minútum síðar var hann horfinn þaðan. Það næsta sem vitað er um bílinn var, að leigubílstjóri sá hann standa kyrran við Laugalæk, þar sem svo lögreglan kom á vett- vang. Það var kl. 6.15 og morð- ið því að öl.lum líkindum framið á tímabilinu frá 1 ’. 4 um nótt- ina til kl. 6.15 um morguninn. Ingólfur sagði: „f rassvasa Gunnars var veski með um 1500 krónum í peningum og ýmsum skilríkjum. Hins vegar segja all- ir kunningjar hans, að hann hafi jafnan borið á sér tvö veski við akstur. Það veski sem hann not- aði þegar hann tók á móti Framh. á bls. 23 Rússneskt sklp skemmir nót SAMKVÆMT upplýsingum Arge, fréttaritara Morgunblaðs- ins í Færeyjum, sigldi rússneskt síldveiðiskip í gegnum nót vél- bátsins Kristjáns Valgeirs norð- austur af Færeyjum í fyrrinótt. Skemmdi skipið nótina stórlega og þurfti Krdstján Valgeir að fara inn til Fuglafjarðar, þar sem verið er að gera við nótina. Símasamband við Fuglafjörð var í gærkvöldi rofið og ekki tókst að hafa uppi á útgerð skipsins á Vopnafirði. Tveir lögreglumenn voru sendir á vettvang og þegar þeir komu á staðinn var bifreiðin í gangi, biðljósin tendruð og Gunnar sat undir stýri með skotsár á hnakk anum. Þeir töldu sig finna lífs- mark með honum og var hann málarar, 14 múrarar, 1 húsgagna smiður, 2 rafvirkjar, 1 pípulagn ingarmaður, 1 prentari, 1 prent- myndasmiður, 3 vélvirkjar, 2 iðnverkamenn. Á skrá hjá Ráðningarstofunni eru 20 verkakonur, 3 verzlunar- konur, 1 ráðskona, 1 matreiðslu kona og 4 iðnverkakonur. Ungur læknastúdent kom fyrstur að hinum myrta Samtal við Magnús Jóhanns^ son, um aðkomuna MAGNÚS JÓHANNS- SON læknanemi kom að hinum myrta leigu- bifreiðastjóra um sjö- leytið í gærmorgun. Var hann þá í fylgd með föður sínum Jó- hanni. Morgunblaðið hitti Magnús að máli í gærkvöldi og sagðist honum svo frá: — Ég var að fara til vinnu minnar í Borgar- sjúkrahúsinu og ætlaði fað ir minn að sækja mig og aka mér suður eftir um leið og hann færi til vinnu sinnar, en hann vinnur í Kópavogi. Faðir minn fór að heiman frá Laugarnes- vegi og ók einmitt Lauga- teiginn. Tók hann þá eftir leigubifreiðinni og þá sér- Magnús Jóhannsson staklega vegna þess, að hún stóð fremur skakkt á götunni með parkljós tendruð. Faðir minn sá að undir stýri í bifreiðinni sat mað- ur og hallaði höfði aftur á bak. Hélt hann manninn sofa. Á leiðinni til mín fór hann að hugsa frekar um þetta og fannst þeim mun lengur sem hann íhugaði málið eitthvað undarlegt við manninn. Því sagði hann mér strax frá þessu, er hann kom til þess að sækja mig. Við ákváðum, er hann hafði tjáð mér þetta, að huga að manninum, ef hann reyndist enn vera á þessum stað, er við ækjum framhjá. Það reyndist svo, en þá mun klukkan hafa verið um 07.10. Við litum inn í bílinn og sat maðurinn undir stýri og hallaðist höfuð hans aftur á stólbakið- Heldur lá maðurinn í und arlegri stellingu, svo að Framh. á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.