Morgunblaðið - 19.01.1968, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.01.1968, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, F'ÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1968 Nótt skriödrekanna í Aþenu EFTIR HELEIM VLACHOU GRÍSKI blaðaútgefandinn Helen Vlachou fordæmdi her stjórnina grísku eftir valda- rán hersins í apríl á síðasta ári og neitaði að halda á- fram útgáfu blaða sinna tveggja, Kathimerini og Messimvrini, undir ritskoðun stjórnarinnar. í september var hún handtekin og ákærð fyrir að hafa móðgað yfir- völdin, og í október var hún sett í stofufangelsi. — Síðla kvölds 15. desember þegar hún varð vör við, að varð- maðurinn við hús hennar hafði vikið sér frá, kvaddi hún í flýti eiginmann sinn og gekk út úr húsinu. Hún hafði litað hár sitt og tekið ofan stór gleraugu, sem hún bar alla jafnan. 21. desember skaut henni upp í London. Þar hefur hún fengið hæli sem pólitískur flóttamaður og hún virðist staðráðin í að vinna af öllum kröftum gegn herforingja- klíkunni, sem rázkar nú með líf grískra horgara. Helen Vlachou hefur ritað tvær greinar fyrir brezka blaðið OBSERVER. Sú grein sem hér fer á eftir í þýðingu er hin fyrri af tveimur. AÐ KVÖLDI hins 21. apríl trufl- aði enginn dularfullur fyrirlboði hinn hversdiagslega ys og þys á skrifstofum dagblaðsins KAT- HIMERINI. Fjarritararnir tifuðu og spýttu úr sér metrum af fréttalengjum, til þess að við færum ekki á mis við neitt, sem var að gerast hvar sem var á hnettinum — og meira að segja úti í geimnum Hka: Surveyor 3 var byrjaður að senda myndir frá tunglinu til jarðar. Við viss- þegar svefnherbergisdyrnar opn- uðust og maðurinn minn sagði svefndrukkinni röddu — en stilli legri og fágaðri eins og sæmir herþjálfuðum manni (hann var í sjóhernum fram til ársins 1954): „Farðu strax á fætur“. „Hvað hefur komið fyrir?“ „Ég veit það ekki. Skriðdrek- ar og brynvagnar þyrpast inn í borgina. Herflokkar eru að um- kringja ráðuneytin. I>að lítur út fyrir að vera einhvers konar bylting“. Aður en tíu mínútur voru liðn- ar ókum við hratt í áttina að Omonia torginu og til skrifstofu KATHIMERINI. Þá þegar hafði borgin fengið á sig annarlegan martraðarblæ, glamur í vopnum, skellir í brynvögnum, hörkuleg- ar skipunarraddir hljómuðu og blönduðust saman við skammar- yrði reiðra ökumanna, sem skildu ekki, hvers vegna þeim voru skyndilega allar götur lokaðar, rifrildi og þras milli óbreyttra borgara, sem héldu sig vera frjiálsar mannverur og kröfðust skýringa, og taugaóstyrkra en þjálfaðra hermanna sem gáfu skipanir — skipanir sem ekki var unnt að útskýra. en varð að hlíta. Og það sem var áhrifa- mest af öllu og jafnframt óraun- voru frekar til að rugla okkur en skelfa, svo mótsagnakenndar og óljósar voru þær. „Já, herinn er að taka völdin. Nei, lögreglan er ekki með þeim. Enginn veit, hver stjórnar . . . eða hvers vegna þetta gerðist einmitt núna. Kanellopolos (for- sætisráðherrann) hefur verið handtekinn og Papandreu-feðg- arnir (fyrrverandi forsætisráð- herrann og Andreas, sonur hans, sem nú hefur verið sleppt úr I. CREIN fangelsi) . . . Það er símasam- bandslaust. . . . Við náðum í Rallis, en svo rofnaði samband- ið. . . Það var um hálf þrjú leytið. Þeir eru í óða önn að handtaka bæði stjórnarþingmenn og stjórnarandstöðuna. Hægri og vinstri menn. Kóngurinn? Enginn veit, hvað hann er að gera né hvar hann er“. Við breyttum í flýti forsíðu blaðsins, en við eygðum þessa stundina enga möguleika á því að koma blaðinu út til dreifing- samþykkir það eða ekki. „Við verðum samt að játa, að þeir eru stórkostlegir skipuleggjarar“, „sagði ungur blaðamaður í að- dáunarrómi. „Þeir tóku okkur öll bókstaflega í rúmunum". „Munið þið eftir samræðum, sem við áttum hérna við Kanel- lopolos fáum dögum áður en hann varð forsætisnáðherra? Mun ið þið, að hann talaði af mikilli hrifningu um Spandidakis hers- höfðingja og kallaði hann hinn sterka mann hersins — hann héldi hernum í járngreip sinni? Hvar er sá hershöfðingi niður- kominn núna?. . . .“ Þegar hér var komið þessu tilgangslausa slitrótta tali okkar birtist ungur blaðamaður, með öndina í hálsinum, og var að koma úr gönguferð um miðborg- ina, þar sem skriðdrekarnir bjuggu sem óðast um sig. Hann færði okkur hina nöturlegu frá- sögn af handtöku Kanellopolos- ar, en íbúð fonsætisráðherrans var í miðri Aþenu, ekki stein- snar frá Kolonaki-torgi. „Fyrst lokuðu þeir Xenokratus götu með brynvögnunum. Slðan héldu tveir herforingjar og hóp- ur hermanna framhjá lögreglu- manni, sem stóð vörð við dyrnar og upp á þriðju hæð og hringdu dyrabjöllunni. Þegar ekki var opnað, brutu þeir upp dyrnar og höfðum við aldrei getað gert ók!k_ ur í hugarlund, að þeir myndu eyðileggja líf átta milljón manna, nota herinn sem vernda átti þjóð ina, handtaka hægrisinnaða stjórn landsins, vegna þess eins að þeir óttuðust um eigin hag. Við skildum, að þeir vildu koma í veg fyrir væntanlegar kosn- ingar af því, að þeir hræddust hvað mundi verða um þá að þeim loknum. Hvað nú ef Aspida- mennirnir ættu eftir að losna úr fangaklefum sínum og setja þá inn í staðinn? ,,Þeir komu og skipuðu okkur að stöðva útgáfu blaðsins". „Hverjir eru þeir?“ „Einhver herforingi. Hann sagði bara við fengjum ekki að Skriðdrekar í Aþenu um allt — eða því sem næst. Við visisum um síðustu atburði í Vietnam, nýjustu verðhækkan- ir í kauplhöllunum, um veður- horfur í öllum löndum næsta sólarhringinn. En við vissum ekki það, sem var að gerast í Aþenuborg. Við gátum ekki gert okkur í hugar- lund, að fámennur her var í þann veginn að slá hring um höfuðborg lands okkar, um Kon- ungshöllina, Útvarpsstöðina, sím- stöðvar, ráðuneytin — við viss- um ekki, að senn var borgin á valdi þessa fiámenna hers. Vegna þess hve kvöldið var kyrrt fór ég af skrifstofunni og áleiðis heim skömmu eftir mið- nætti. Klukkan var ekki þrjú, verulegast voru grútdrullugir skriðdrekarnir, sem þokuðust þyngslalega eftir götunum og skipuðu sér í árásarstöðu. Ég man. að ég spurði eins og flón: „Eru þetta okkar skriðdrekar"? Auðvitað var mér svarað. Hvað annað? AUÐVITAÐ? Grískir skriðdrek- ar með grískum hermönnum voru að loka götunum, reka lög- regluna í burtu, skelfa samborg- arana ,taka Aþenuborg. Með erfiðsmunum tókst okkur að komast til skrifstofunnar og þar mættum við starfsfélögum okkar, ráðvilltum og furðu lostn- um. Allir voru óðamála og frétt- irnar, sem steyptust yfir okkur Apríl: Pattakos innanrikisráðherra fylgdi kónginum eins og skuggi. ar, ef svo feeri fram, sem nú horfði: Síðustu fréttir klukkan 3. Vopnaðir herflokkar taka Aþenu borg: Meðlimir ríkisstjórnarinn- ar handteknir. Kvöldfréttaritarar, sem filestir voru á lögregluvakt, voru horfn- ir. Við virtumst einangr-uð frá umheiminum, þarna sátum við drukkum svart, sterkt kaififi úr litlum bollum, reyktum og reyndum að koma einhverju skipulagi á hugsanir okkar, ang- ist okkar, þessi snöggu vanda- mál. Hvað var til dæmis að ger ast í úthverfum Aþenu, — og úti á landsbyg'gðinni? Var verið að berjast? „Hvað er klukkan". „Fjögur.“ „Hvað haldið þið, að hafi gerzt?“ Sama spurning var borin fram af allna vörum og hlaut ýmis svör. „Þetta er bylting herforingja, lengst til hægri“, . . . sagði C. Z. einn af eldri rifcstjórunum. „Það er langt síðan þeir ákváðu að takia völdin. Ég er illa svikinn, ef fjarskyldur frændi minn Styl- ianos Pattakos er ekki með í ráðum. Ég hef aldrei getað fellt mig við þann náunga. Meðan Aspida-réttarhöldin stóðu yfir, lagði hann í vana sinn að koma heim til mín og segja frá því, hvernig hann lék hina hand- teknu. Hann sagði frá því, að hann hefði sett Papaterpos 1 fangaklefia, sem var meter í þvermál, svo að hann gat ekki einu sinni setið almennilega. Ég man að hann sagði: Ég trúi ekki á lýðræði. . . Ég á bonu og tvær dætur. ég þarf líka að hugsa um öryggi mitt. Ef við sjláum fram á minnstu bættu munum við taka völdin, hvort sem konungurinn ruddust inn. Þeir þustu inn í svefnherbergið, þar sem frú Kan ellopolos lá enn í rúminu, og skipuðu Kanellopolos að klæða sig í snatri og koma með þeim, vegna þess hann væri í hættu staddur. Hann trúði þeirn ekki og reyndi að hringja til konungs- ins, en þeir skáru á símalinuna“. „Svo virðist að þá — eftir þ /í sem frúin sagði okkur grátand;, eftir að þeir höfðu flutt mann hennar brott með valdi — að þá hafi forsætisráðherrann náð í skammibyssu og hótað að skjóta sig. En þeim tókst að rífa af honum byssuna og reyndu að telja bonum trú um, að þeir væru að vernda öryggi harus. Þá sagði hann: „Allt í lagi. Ég skal koma, en ég vil aka í mínum eigin bíl“. Þeir létust samþykkja það, en jafnskjótt og hann steig feeti sínum á gangstéttina þrifu þeir hann upp og hrintu honum inn í einn brynvagnanna. Hundr uð manna fylgdust með handtök unni af svölum og úr gluggum nærliggjandi húsa og þeir heyrðu hiann hrópa af öllum kröftum: „Þið eruð svikarar. Þið eruð svikarar upp til hópa!‘. Enginn vafi ríkti lengur um, hvað var að geraist. Við vorum að falla í hendur ofstækismanna, „frelsara", sem þóttust eiga þær hugsjónir göf- ugastar að bjarga okkur. en hug sjónir þessara manna einskorð- uðust við metnað, hræðslu, fá- vizku. En okkur bafði orðið á. Misfcök okkar fólust í því að hafa dekrað við þá sannfæringu, að þeir mundu því aðeins hafast að, ef landið væri í raunverulegri hættu — ef þeir hefðu — með réttu eða röngu —haft einhverja ásfcæðu til að trúa því að al- varleg ógnun frá kommúnistum vofði yfir landi og þjóð. En það gefa út blaðið og hann lét reka blaðsölufólkið burt“. „Hvað er klukkan?“ „Rúmlega fimm“, Það er ekki margt hægt að gera, meðan við biðum. Við sáit- um bara þarna, endurtókum sömu setningarnar, sömu vonir, sama óttann. Ef byltingin heppn aðist, mundum við færast skref afitur á bak. við bærumst brofct frá „Evrópu“, þangað sem okk- ur hafði alla tíð dreymt um að komast. Engir aðrir en Grikkir skilja að orðið ,,Evrópa“ hefur meira en landifræðilega merk- ingu. Evrópa er samnefni ytfir framfarir, fegurð, velmegun. Við segjum: „Ég ætla til Evrópu'* ef áfangastaðurinn er Engl., Frakk- land, Sviss eða eitfchvert hinna ríku lnda Evrópu. En Spán, Pól- land, Tékkóslóvakíu mundum við nefna með nafni. Elkkert það land, sem býr við einhrvers kon- ar einræði er „Evrópa“. Og Grikkland fyrir fiáeinum klukkustundum, Grikkland í gær, það var að nálgast fyrir- heitna landið. Núna. . . . Klukkan var sex að morgni. bnátt myndu útvarpsisendin'gar hefjast. Við opnuðum tækið. Það var bjart af diegi og undir gluggum okkar blasti byltingin við. Brynvagnar voru við vega- mótin á Sókrates og Pireusgöbu. Af svölum sjúkrahúss í grenncl- inni horfðu bvítklædidar hjúkr- unarkonur á hermennina, á skrið drekana; á hótelinu, „Minos kon ungur“, hinum megin við götuna borifðu erlendir ferðamenn í morgunslappum og með stírur í augum á þá furðulegu sjón, sem fyrir augun 'bar. „Haldið þið, að konungurinn eigi einlhvern þátt í þesisu. . . .?“ „Nei“. Framh. á bls. 16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.