Morgunblaðið - 19.01.1968, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.01.1968, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1968 11 Bretaofsóknir i Biafra Port Harcourt, Biafra, 18. jan. (NTB) jVIIKILI., mannfjöldi safnaðist saman í borginni Port Harcourt í Biafra, eða Austur-Nigeríu í dag til að mótmæla meintum afskiptum Breta af borgara- styrjöldinni í Nígeríu. Hélt mann fjöldinn að stöðvum tveggja brezkra fyrirtækja í borginni, United Afrisa Company og út- gerðarfélagsins Elder Dempster Shipping Lines, bar eld að hús- unum og brenndi þau til grunna. Stjórn uppreisnarmanna í Bi- afra hélt því fram fyrir tveim- ur dögum, að eitt þúsund manna brezkt herlið yrði sent til Ní- geríu til að berjast með her stjórnarinnar í Lagos gegn sveit um Biafrastjórnar. Hafa þessar upplýsingar verið bornar til baka bæði í London og Lagos. Sjónarvottar segja. að um 10 þúsund manns hafi tekið þátt í mótmælaaðgerðunum í Port Harcourt. Réðust nokkrir úr hópnum inn £ stöðvar brezku fyrirtækjanna og höfðu með sér benzínbrúsa til að tryggja að vel logaði. Breiddist eldurinn mjög fljótt út, og stóðu bæði húsin fljótlega í björtu báli. Hópur lögreglu- og hermanna kom skjótt á vettvang til að reyna að tvístra mannfjöldanum, en urðu sjálfir að hverfa und- an grjót- flösku- og múrsteina- regni frá mannfjöddanum. Slökkvilið borgarinnar komst ekki að húsunum fyrr en eftir Á FUNDI borgarstjórnar í gær var samþykkt að ráða Teit Finn bogason eftirlitsmann barna- heimila, en það starf er nýtt á vegum borgarinnar og höfðu tvær umsóknir borizt um það. Sigurðurjón Björnsson (K) Sigurjón Björnsson (K) taldi þó, að réttara hefði verið að ráða menntaðan mann á sviði uppeldismála, en viðurkenndi, að það hefði verið of mikil bjartsýni að búast við því, að til starfsins fengist maður, er byggi í senn yfir þekkingu á hinni uppeldislegu sem hinni f.iármálalegu hlið barnaheimila. Lagði hann til, að staðan yrði auglýst á ný, þar sem uppeldis- lega hliðin skipti meira máli en sú fjármálalega. nokkrar klukkustundir, og voru húsin þá fallin og margir bílar, sem staðið höfðu á götunni fyr- ir framan þau, eyðilagðir. Einn af leiðtogum mannfjöld- ans sagði við fréttamenn á bruna staðnum í dag: ,,Þann dag sem brezkir hermenn stíga fæti á landsvæði okkar verður Port Harcourt jöfnuð við jörðu“. Hferk kona látin HINN 31. f.m. lézt í Wilming- ton í Bandaríkjunum hjúkrunar konan Ragnheiður Sigfúsdóttir frá Vestri-Löndum í Vestmanna eyjum. Ragnheiður heitin var dóttir hjónanna frú Jónínu N. Brynj- ólfsdóttur prests Jónssonar að Ofanleiti í Eyjum og Sigfúsar Árnasonar meðhjálpara Einars- sonar að Vilborgarstöðum í Eyj- um. Kona hans og amma Ragn- heiðar var Guðfinna Jónsdóttir prests Austmanns að Ofanleiti. Ragnheiður Sigfúsdóttir fór til Danmerkur árið 1907 og stundaði þar m.a. hjúkrunar- nám. Þaðan fór hún 1914 til Bandaríkjanna og bjó þar æ síð- an eða 53 ár. Um skeið var hún yfirhjúkrunarkona við sjúkra- hús þar. Ragnheiður Sigfúsdóttir var gáfuð kona eins og hún átti ætt- ir til og mesta heiðurs- og mynd arkona í alla staði. eldiismálum hefði sótt. Hins vegar hefði a.m.k. annar um- sækjenda sérliega gott orð sem góður starfsmaður og ætti rekst- urinn að vera í góðum höndum hjá honum, enda hefði það ein- mitt komið mjög á dagskrá, að nauðsyniegt væri að athuga um, hvernig unnt yrði að lækka rekstrarkostnað barnaheilmilia. Páll Sigurðsson (A) sagði, að auglýst hefði verið eftir manni, er fyrst og fremst tæki að sér rekstrarhlið barnaheimilanna, og hér væri um að ræða mann, sem að allra dómi væri hægt að treysta til þeirra hluta, enda hefð: fé.agsmálastjóri eindregið m.ælt m.eð ráðningu hans. - RAFMAGNSVERÐ greina að greiða bætur í þeim slysatilfellum, þar sem sjúkra- samlög taka ekki þátt í kostn- aði, ein.s og við tannviðgerðir. Kvaðst borgarfulltrúinn hafa ástæðu til að ætla að kostnað- ur' við slíkar slysatryggingar væri ekki mjög mikill og mætti raunnar líta á hann sem hluta af eðlilegum náms- og skóla- kostnaði. Loks veik hann að því, að svo yrði að búa um slíkar trygging- ar, að þær kæmu þeim til góða, er fyrir örorkunni yrði og á þeim tíma, sem honum yrði að gagni. Að sjálfsögðu yrði að setja ákvæði um þá hlið máls- ins og sagði hann, að það hefði verið af þeim sökum, hvernig um það yrði bezt búið, og til þess að kanna, hvaða trygging- arform hentaði bezt, sem hann legði til, að tillögunni yrði vís- að til borgarráðs. Kristjón Benediktsson (F) lét þá skoðun í ljós, að hér væri hreyft athyglisverðu máli, og kvaðst mundu styðja áð fram- gangi þess. Páll Sigurðsson (A) benti á, að skólamenn væru uggandi um, hvort þeir gætu orðið ábyrgir vegna slysa nemendanna, en lítið hefði reynt á þá hlið máls- ins fram til þessa. Þá upplýsti hann, að hann hefði athugað þessi mál 1966 og þá hefði ekkert dæmi verið til þess, að ábyrgðartrygging hefði verið tekin upp við skóla hér á landi, en hins vegar hefði fræðsluskrifstofan komizt að þeirri niðurstöðu, að hagkvæm- ara væri fyrir Reykjavík að taka á sig ábyrgðina en stofna til slíkra trygginga vegna hins mikla fjölda nemenda á skóla- skyldualdri. Hann sagði, að farið yrði inn á nýtt svi'ð, ef teknar væru upp slysatryggingar eins og þær. sem í tillögunni fælust. Þótt slíkar tryggingar væru æskilegar, væru þær sennilega kostnaðarsamar, en við því væri ekkert að segja, ef um væri að ræða slysatíðni, sem réttlætti að hefja slíkar tryggingar. En á því þyrfti að fara fram athugun. Benti hann og á, að slys í skólum, sem hefðu í för með sér varanlega örorku, væru mjög fá. Jón Snorri Þorleifsson (K) taldi að athugunin ætti að vera víðtækari en í tillögunni fælist og sagði, að hér væri sfður en svo um smámál að ræða. Þórir Kr. Þórðarson (S) taldi bér hreyft merku máli. Varp- aði hann fram þeirri spurningu, að það væri mikil spurning, hvort ábyrgðartrygging nægði ekki, enda virtisit sér bótaiskylda aívinnurekenda og skóla all víð- tæk eftir þeim dómum, sem þar um hefðu fallið. Allt yrði það b ■ að athugast. Þá benti hann á, að mjög mik- il spurning væri, hve víðtæk slík trygging ætti að vera og í hvaðia formi. í því sambandi rifjaði hann upp dæmi þess, að leiitað hefði verið til tryggingastofnunarinn- ar vegna varanlegrar örorku út af slysi skólanemanda, og hefði hún veitt viðkomandi styrk til að mennta sig á því svið'i, þar sem örorkan háði honum ekki. Úlfar Þórðarson (S) þakkaði vinsamlegar ábendingar ræðu- manna og sagði m.a., að með til- löguflutningi sínum hefði fyrst og fremsit vakað fyrir sér ábyrgð artrygging fyrir stóru tjónunum, sem varanJegri öorku yllu. Hins vegar hefði hann flutt tilllöguna í þessu formi til þess að málið yrði allt athugað nánar í borgar- ráði. - N-VIETNAMAR Framhald af bls. 1. sem sagði, að skilyrði Banda- ríkjamanna fyrir friðarviðræð- um sýndi að allur áróður þeirra væri fals. Aðspurður hvort Hanoi-sitjórn- ínin gæti fallizt á að einhver þriðji aðili reyndi að miðla mál- um, sagði Song, að sérhver til- raun til að koma á friði í Viet- nam yrði að byggjast á rétti Norður-Vietnam til sjálfstæðis Þórir Kr. Þórðarson (S) mælti gengn því og benti á, að enginn maður með sérþekkingu á upp- Blaiberg miðar vel áfram Höfðaborg, 18. jan. (AP—NTB). í TILKYNNINGU Groote Schuur sjúkrahússins í Höfðaborg í dag segir, að hjartasjúklingurinn Philip Blaiberg sé á mjög góð- um batavegi. Verður því hætt að gefa út daglegar tilkynning- ar um ástand hans nema snögg breyting verði þar á. Frú Eileen, kona Blaibergs og Jill dóttir þeirra hjóna heim- sóttu sjúklinginn í dag. Hafa þær ekki fengið að fara inn til Blaibergs, en sitja við glugga á herbergi hanis og geta rætt við hann. Þegar þær komu þangað í dag gekk sjúklingurinn um herbergið til að sýna þeim hve miklum framiförum hann hefði tekið, og sagði þeim að honum liði betur með hverjum degi sem liði. Þær mæð'gur heimsóttu í dag frú Dorothy Haupt, ekkju mannsins siem hjartað var teikið úr 2. janúar s.l. og grætt í Blaiberg. Frú Eileen hafði áður hitt ekkj'una við útför Clive Hauipts 6. janúar, en dóttiriin ekki hitt hana, þar sem hún er nýkomin til Suiður-Afríku frá námd í ísraeL Framh. af bls. 2 sagði að fyrirtæki eins og Raf- magnsveitan gæti ekki búizt við að fá allar óskir sínar uppfyllt- ar, þegar öðrum væri ætlað að minnka við sig. Mótmælti Geir Hallgrímsson að hér væri rétt með farið, þvert á móti hefði hækkunin verið skorin niður í borgarráði, svo að anoaðhvort yrði að draga úr framkvæmdum eða auka hagkvæmni, eins og stöðugt bæri að gera. Kristján Benedikt.sson (F) taldi, að borgarstjórnarmeirihlut inn sýndi ábyrgðarleysi með því að leggja til hækkun, en hins vegar sýndu Alþbl. og Frfil. á- byrgðartilfinningu með því að snúast gegn henni. - NEMENDUR Framhald af bls. 2l ur reynslan orðið sú, að um bæt ur fyrir varanlega örorku hefur yfirleitt ekki verið að ræða, enda mun það oftast vera svo, að ekki er vitað, hver slysi olli. eftir- grennslan um slíkt er erfið. Sagði borgarfulltrúi, að óneit anlega væri í senn leitt til þess að vita og ekki réttlátt, að þess ir aðilar fengju slík skakkaföll ek’ki bætt, þar sem þeir hafa í mörgum tilvikum enga sök átt á slysinu. Sú spurning hlýtur því að vakna, sagði hann, hvort ekki skuli bæta það slysatjón, er veldur varanlegri og ó>bætan- legri örorku. Einnig kæmi til Eftirlitsmnður burnuheimiiu og fullveldis. Þeir sem taka slíkt frumkvæði verða að gera grein- armun á árásaraðilanum og fórn ariömbum þeirra, sa'gði hann. Hann bætti því við, að fagna bæri sliku frumkvæði. „Óbreytt stefna“ Norður-vietnamska fréttastof- an hermdi í dag, að ummæli Nguyen Duy Tranhs, utanríkis- raðherra Norður-Vietnam, þess efinis að friðarviðræður „muni hefjast" ef Bandaríkjamenn hætti loftárásunum, fæli ekki í sér breytingu á stefnu Norðúr- Vietnam-stjórnar. Lausn Viet- nam-deilunnar yrði .að byggjast á „hinum fjórum punktum" NorðurVietnam-stjórnar o.g stefnuskrá Vietcong. í New York ítrekaði U Thant, framkvæmdastjóri SÞ, þá skoð- un sína í dag, að friðarviðræður gætu hafizt ef Bandaríkjamenn hættu loftárásum sínum. Hins vegar væri ekki við því að bú- ast að bardagar mundu hætta um leið og viðræður hæfust. í sérstakri yfirlýsingu skoraði U Thant á öll ríki heims að virða hlutleysi Kambódíu og er yfir- lýsingin talin fela í sér að hann telji ekki að Bandaríkjamenn hafi rétt til að veita hermönnum Vietcong eftirför inn fyrir landa- mæri Kambódíu. - PAPANDREOU Framhald af bls. 1. Fyrst játaði hann því, en síðan kom í ljós að hann hafði mis- skilið spurninguna, og seinna staðfesti hann, að hann hefði ekkert slíkt í hyggju. Ég sagði aðeins, að ég hefði umboð til þess að vera fulltrúi Miðflokks- ins og mér hefur aldrei dottið í hug að mynda stjórn, sagði Andreas Papandreou. Andreas Papandreou kom til Parísar í dag ásamt konu sinni og þremur börnum. Hann gegndi embætti efnahagsmálaráðherra í stjórn föður síns og var varpað í fangelsi þegar herinn brauzt til valda í apríl í fyrra, en var látinn laus fyrir jól og leyft að fara úr landi. - NJÓSNARAR Framhald af bls. 1. heinasókniir erlendra erindreka N.T.S. samtakanna ,segir Komso molskaya Pravda, og nefnir þar meðal annarra Bretann Gerald Brooke og Vestur-Þjóðverjann Volker Schaffhaus.er, sem báðir sitja í fangelsi í Sovétríkjunum sakaðir um að vera erindrekar N.T..S. Auk þess er nefnd í blað- inu „ungfrú Mikulinskaja“, dóttir ofursita úr keistairahernum rúss- neska. Útsendarar þessir og fleiri, segir blaðið, að hafi flutt þremenningunum and-sovézkan áróður og fyrirmæli, en haft heim með sér upplýsingar í stað- inn um ástandið í Sovétríkjun- um o.fl. Blaðið segir, að þremenning- arnir hafi gefið út tímaritið „Fönix“ í trássi við lögin, en minnist ekkert á „hvítu bókina“ um róttarhöldin yfir rithöfund- unum Yuri Daniel og Andrei Sinyavsky. Þessi tilraun blaðsins til að réttlæta dómana yfir rithöfund- unum birtist daginn eftir að dr. Pavel Litvinov skýrði frétta- mönnum í Moskvu firá brott- rekstri sínum úr embætti, sem kennari við efnafiræðistofnunina. Dr. Litvinov sagði, að uppsögn- in væri byggð á þeirri forsendu, að hann hefði spillt vinnuaga með framkomu sinni, en raunin væri sú, að honum hefði verið sagt upp vinnu vegna þess, að hann hefði látið vesitrænum blöð um í té til birtingar ýms skjöl varðandi réttarhöldin í septem- be.r yfir rithöfundinum Vladi- mir Bukovsky. Segir hann að sér hafi verið sagt, að uppsagn- arbréfið væri dagsett 3. janúar, þ.e. áður en réttarhöldin hófust í máli fjórmenninganna, en eft- ir að frásagnir birtus.t erlendis af réttarhöldum í máli Bukov- skys. Dr. Litvinov skýrði frá því,. að sér hafi ekki enn borizt sím- skeyti það, sem skýrt var frá að ýmsir lista-og menntamenn í London hafi sent honum 14.; janúar sl. Samkvæmt fréttumi frá London sendu menn þessir samúðarskeyti til dr. Litvinovs sunnudaginn 14. janúar og lýstu yfir stuðningi við mótmæli hans gegn róttarhöldununi yfir rit- höfundunum fjórum. Undir skeytið rituðu meðal annarra Igor Stravinsky, brezka lárviðar skáldið Cecil Day-Lewis og heim spekingurinn Bertrand Russel. Frétti dr. Litvinov af skeytinu er hann var að hlusta á erlenda útvarpsstöð, en hefur ekkert um það heyrt frá símayfirvöldum í Moskvu. Kvaðist hann ætla að kanna málið nánar ef símskeyt- ið kæmi ekki til skila í dag. - SAMKOMULAG Framhald af bls. 1. á vígbúnaðarkapphlaupið og koma á algerri afvopnun. Á það er lögð áherzla, að þau lönd, sem. ekki hafa umráð yfir kjafn- orkuvopnum, verði ekki beitt misrétti samkvæmt samningum, og lagt er til að kjarnorkuvopn verði látin í té gegn hæfilegu gjaidi ef þessi lönd þurfi á þeim að halda í þágu iðnaðar, en þó með því skilyrði, að löndin séu aðilar að samningum. Samkvæmt drögunum að samn ingnum er gert ráð fyrir, að skipzt verði eins mikið og mögu- legt sé á tæknilegum og vísinda- legum upplýsingum á sviði kjarn orkuvísinda. Ekkert þessara atriða, sem upp hafa verið talin, var í samningsuppkasiti því sem fulltrúar Bandaríkjanna og Sov- étríkjanna lögðu fram í Genf í ágúst í fyrxa. Gert er ráð fyrir, að samningurinn gildi í 25 ár, en slíkt tímamark hefur ekki verið nefnt áður. Mikilvægasta ákvæði samn- inigsuppkastsins fjallar um efitir- lit og þar segir, að lönd þau er gerist aðilar að samningum skuli hver.t í sínu lagi, eða öll í sam- einingu, semja við Alþjóðakjarn- orkusítofnunina í Vín (IAEA) um framkvæmd alþjóðlegs efitir- lits. Samningaviðræður um slíka samninga skuli hefjast 180 dög- um eftir að samningurinn um út breiðslubann taki gildi. Lönd þau er undirrita samn- inginn skuldbinda sig til, að selja ekki kjarnakleyf efni eða efni sem nota má til framleiðslu á kjarnakleyfu efni nema því að- eins að það brjóti ekki í bága við samninginn. Þetta orðalag sýnir að samræmdar hafa verið kröfur Rússa um samræmit alþjóðaeftir- lit og kröfur Vestur-Þjóðverja um að viðhaldið verði núgild- andi ákvæðum Euratom-samn- ingsins um eftirlit. Formaður bandarísku sendi- nefndarinnar, Andrian Fisher, sagði í dag, að tími væri kominn til að gera úrslitaátak til að koma í veg fyrir útbreiðslu kjarn orkuvopna. 17 ríki taka þátt í afvopnunarviðræðunum í Genf, þeirra á meðal Bandaríkin, Sov- étríkin, Pólland, Rúmenía, Búlga ría ,Tékkóslóvakía, Indland, Sví- þjóð, Burma, Eþíópía, Nígería, Arabíska sambandslýðveldið, Brasilía og Mexíkó. Frakkar hafa frá upphafi neitað að taka þátit í viðræðunum. r Utsala - útsala Telpnablússur kr. 150.—, telpnabuxur kr. 150.—, barnapeysur kr. 195.—, Stretchbuxur kr. 195.—, sundhettur kr. 100.—, brjóstahöld kr. 75.—, sokka- buxur fyrir börn kr. 75.—, dömupeysur og m.fl. Fatamarkaðurinn, Álfhólsvegi 7, Kópavogi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.