Morgunblaðið - 19.01.1968, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.01.1968, Blaðsíða 14
14 MOR-'ÍUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1968 GunnmLdur Ingiríður G rímsdóttir - M inning Fædd 7. júní 1900. Dáin 11. janúar 1968. I DAG verðux til moldair borin frá Vopnafjarðarkirkju Gunn- hildur Ingiríður Grímsdóttir, en hún lézt á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri hinn 11. þ.m. Inga — en það var hún venju lega köliuð af þeim, sem henni vor,u. kunnugastir — var fædd á Hellisfjörubökkum í Vopna- firði 7. júní árið 1900. Voru for- eldrar hennar Grímur Grímsson bóndi' þar og Margrét Sæmunds- dóttir kona hans. Inga var sjötta barn þeirra hjóna, en alls varð þe;m átta barna auðið. t Eiginma’ður minn og faðir okakr, Tómas G. Magnússon, Skeiðarvogi 77, andaðist miðvikudaginn 17. janúar. Sigríður Sigurðardóttir og börn. t Maðurinn minn og faðir okk- ar, Lárus Lárusson, trésmíðameistari, lézt að heimili sínu Bárugötu 32 þann 17. þessa mánaðar. Jarðarförin auglýst síðar. Jónína Leví, Þórdís Lárusdóttir, Kristín Lárusdóttir, Lárus Lárusson. t Móðir mín og systir, Jóhanna Jónasdóttir, frá Efri-Holtum, andaðist að Landakotsspítala 17. janúar. Þuríður Jóna Árnadóttir, Jón Jónasson. t Útför móður okkar, tengda- móður og ömmu, Filippíu Margrétar Þorsteinsdóttur, fyrrum húsfreyju að Ölduhrygg í Svarfaðardal, fer fram frá Fossvogskirkju laugardaginn 20. janúar kl. 10,30. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okk- ar, tengdafaðir, afi og lang- afi, Magnús Kristinn Sigurðsson, Geirlandi í Sandgerði, verður jarðsunginn laugar- daginn 20. janúar. Athöfnin hefst með húskveðju að heimili hins látn a kl. 2 e. h. Jarðsett verður frá Hvalnes- kirkju. Blóm eru vinsamlega afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hans er bent á Slysa- varnafélag Islands. Rósa Einarsdóttir, böm, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Skömmu eftir að Inga fæddist fluttust þau Grímuir og Mar- grét búferlum að Áslaugarstöð- um í Selárdal og síðar að Hvammsgerði í sömu sveit, en þar bjuggu þau, meðan bæði lifðu. Þar ólst Inga upp við leik og starf í hópi glaðværra syst- kina. Á þeim árum var mest áherzla á það lögð, að börnin gætu sem fyrst farið að létta undir við hln ýmsu störf utan bæjar og innan, en varla um annan lærdóm að ræða en þann, sem talizt gat nauðsynlegur til fermingar. Inga var snemma rösk til allra verka, og hefur það komið sér vel, því að oft var í mörgu að snúast auk hinna venjulegu starfa. Var oft mikill gestagangur í Hvammsgerði, sem er næsti bær við Sandvík- urheiiði. Allir, sem yffc heiðina fóru á þeim árum, komu við í Hvammsgerði og þágu góðgjörð- ir, og þeir sem af heiðinni komu á vetrum í misjöfnum veðrum, beiiddust oft gistingar. Reyndi þá ekki hvað sízt á Margréti húsfreyju, en hún reyndist vand anum vaxin, enda geatrisnin í blóð borin og glaðlyndið. Þessa eiginleika tók Inga að erfðum í ríkum mæli. t Alúðarþakkir til allra þeirra er sýndu samúð við andlát og jarðarför Valgerðar Jónsdóttur Ökrum við Nesveg. Anna G. Bjarnadóttir, Steinar Bjarnason og aðrir aðstandendur. t Innilegar þakkir fyrir auð- sýnda samúð og vinarhug við jarðarför móður okkar, tengdamó’ður og ömmu, Sigríðar Önnu Jensen. Bertha S. Bruvik, Jóhannes Hermannsson, Jóhanna K. Bruvik, Ólafur Jónsson og barnaböm. t Þökkum hjartanlega auð- sýnda samúð og vináttu við andlát og útför eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu, Viktoríu M. Jónsdóttur, Seifossi, Sérstakar þakkir færum við læknum þeim og hjúkr- unarkonum sem líknuðu henni og hjúkruðu í veikind- um hennar. Ambjörn Sigurgeirsson, Jóhanna Sigrún Ambjamardóttir, Kristján Ásgeirsson, Arna Viktoria Kristjánsdóttir, Asgeir tsak Kristjánsson. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför Sigríðar Árnadóttur, Laugavegi 70. Karen Sigurðardóttir, Ingi Ragnarsson, Guðmundur Þórðarson, Hrólfur Benediktsson, Sigurbjörn Benediktsson. Hinn 12. maí 1927 giftist Inga eftirlifandi eiginmanni sínum, Kristjáni Friðbirni Einarssyni frá Leifsstöðum í Vopnafirði. Mvnduðu þau he’mili í Vopna- fjarðarkauptúni og hafa átt heima þar í þorpinu síðan. Frið- björ|i hefur unnið alla algenga verkamannavinnu, en þó aðal- lega hjá Vegagerð ríkisins og munu þeir orðnir margir vega- kaíiárnir í Vopnafirði og ná- grenr.i, sem hann hefur unnið að. Nokkrar kindur áttu þau Friðbjörn og Inga jafnan og kú Lengi framan af. Veitti heldur ekki af, því að marga munna var að seðja og atvinna stund- um stopul. Þeim Ingu og Friðbirni varð þrettán barna auðið. Eru tólf þeirra á lífi, 5 synir og 7 dæf ur, og flest búsett í Vopnafirðj. Barnabörn þeirra hjóna munu vera orðin 24. Einn son sinn, Kristján, misstu þau uppkominn hinn mesta efnismann og hvers manns hugljúfi. Hann fórst með vitaskipinu Hermóði, sem sökk við Reykjanes aðfaranótt 18. febrúar 1959, Það er mikið og örðugf starf að ala önn fyrfc þrettán börn- um og sinna margvíslegum þörf um þeirra, að mestu án heimilis- aðstoðar, en jafnframt mikil gæfa. En einhvern veginn tókst Ingu þetta, rneð þrotlausri vinnu og eljusemt, og má nærri geta, að hún haifi oft gengið seint til náða, hvíldarstundirnar ekki ætíð verið langar né margar. En þótt ótal verkefni blöstu við á sama tíma, var æðruleysi Ingu jafntraust og lundin jafnlétt, og þótt margi-r munnar kölluðu í einu og vildu þá s 'ft, brást geð- prýðin ekki. En ekki vedt ég til, að Inga hefði nokkurn tíma svo mikið að gera, að hún tæki ekki brosandi á móti gesfi, sem að garði bar, og virtist hafa nægan tíma til að sinna honum á sinn sérstæða og viðfelldna hátt. Inga helgaði manni sínum og börnum líf sitt allt, lifði því fyrir þau í bókstaflegum skiln- ingi. Saga hennar er lík sögum annarra barnmargra kvenna, saga str’ti og starfa, sem aldrei eru að fuilu launuð, en bera ávöxt í börnunum sjálfum. Börn Ingu og Friðbjarnar voru elsk að foreldrum sínum og end urguldu þeim með því að létta undir með þeim, er þau höfðu aldur og getu tiL Söknuður þeirra er og sárastur nú. Ég hef þessi orð ekki flefcg en vil að lokum þakka Ingu, mágkonu minni, allt gott fyrr og síðar. Megi guð blessa henni störf hennar í öðrum heimi eins og hér á jörðu. Eiginmanni hinnar látnu, börnum, tengdabörnum og bairabörnum og öðrum nákomn- um, sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Helgi Einarsson. Hjartans þakkir til allra þeirra, sem minntust min á áttræðisafmælinu 12. þ. m. Hjörleifur Jónsson frá Giljum. Jóhann Straumfjörð Hafliðason - Minninq KYNSLÓÐIR koma og fara, það er hið óumbreytanlega lögmál lífsins og vinir og ástvinir ber- ast burt með tímans traumi og það oft áður en varir. Við lif- um í dauðans skugga og mætt- um ætíð vera minnugir á hin gömlu sannindi, að á milli lífs og dauða er aðeins eitt fótmál. í dag kveðjum vfð hinztu kveðju Jóhann Straumfjörð Haf- liðason, Bólstaðarhlíð 33, Reykjavík. Foreldrar hans voru Steinunn Kristjánsdóttir, Ytra- Légafeli, Miklaholtshreppi, og Hafliði Þorsteinsson, ættaður frá Grenjum, Álftaneshreppi, Borg- arfirði. Jóhann missti móður sína ungur að árum, en faðir hans lifir son sinn. Er Jóhann fjórða barn er hann verður að sjá af. Þau hjón, Steinunn og Hafliði, bjuggu lengsí af í Bergholts- koti í Stáðarsveit, þar sem Jó- hann fæddist 28. 2. 1914. 1. ágúst 1944 kvæntist Jóhann eftirlifandi konu sinni, Valgerði Sigurtryggvadóttur frá Litlu- Völlum í Bárðardal. Voru þau hjón samhent í öðru og einu að skapa sér skemmtilegt heimili og unnu að því í trú og kær- leika hvors til annars. Börn áttu þau fjögur, þrjá drengi og eina stúlku. Fyrsta barnið misstu þau ungt; hin eru: Sigríður Steinunn, gift Ólafi Ól- afssyni, við nám í viðskipta- fræði við Háskóla Islands, eiga þau einn son; Hafliði Sigur- tryggvi, 19 ára, í heimahúsum, og Birgir Straumfjörð, 9 ára, sem öll syrgja sárt sinn góða föður. En miningin lifir í hug- um þeirra. Aðeins fjórtán ára fór hann áð stunda sjóinn og var það hans starf þar til hann 1955 setti á stofn fiskbúð, og skapaði með því sjálfstæða atvinnu, sem hánn stundaði þar til árið 1967, að hann seldi fiskbúðina og fór að vinna hjá öðrum, síðast í Gufunesi. Nú er hinn góði drengur flutt- ur yfir móðuna miklu í sam- fundi við ástvini. sem á undan eru farin. En eiginkona, börnin, tengdasonur, barnabörn, aldrað- ur föður, tengdamóðir, systkin og aðrir ættingjar geyma ljúfar endurminningar um hann. Biðj- um góðan guð að strá ylgeislum sólar sinnar yfir heimili hans um styrk og blessun þeim til handa í harmi þeirra. Með inni- legri þökk fyrir allt sem hann var þeim í lífi og starfi. Far þú í friði, friður guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Hinzta kveðja. H. E. HESTHÍJS Höfum til sölu stórt og gott hesthús með hlöðu á einum bezta stað í borgarlandinu. Málflutnings- og fasteignastofa, Agnar Gústafsson, hrl. Björn Pétursson, fasteignaviðskipti. Austurstræti 14, símar 22870, 21750. Utan skrifstofutíma 33267. Skrifstofustúlka óskast Stórt fyrirtæki óskar eftir að ráða duglega skrif- stofustúlku nú þegar. Nauðsynlegt að umsækjendur hafi gott vald á ensku. Umsóknir, er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf, sendist afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir 24. þ.m., merktar: „Gott kaup 5220“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.