Morgunblaðið - 19.01.1968, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.01.1968, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1968 Norræn mótmæli —vegna illrar meðferðar á júgóslavneska rithöfundinum Mihajlov Erlend blaðaskrif um rit- hcfundadómana í Moskvu ERLEND stótrblöð skrifa enn um dómana yfir rithöfundun- um sovézku og fordæma bæði réttarhöldin og niðurstöður. Brezka blaðið „Herald Tri- bune“ segir í forystugrein fyrir fáum dögum, að réttar- höldin hafi verið sviðsettur skxípaleikur. Blaðið bætir við: Jafnvel þótt öllum strengilegustu réttarreglum hefði verið fylgt, sé hryggi- legt að slíkt skuli geta gerzt á okkar tímum. Blaðið rekur forsögu málsins, sem lesend- um Mbl. er orðin vol kunn, svo og framkvæmd réttar- haldanna og fer hörðum orð- um um þá menn, sem að baki þessara atburða standa. Síðan er tekið undir lofsamleg um- mæli manna um Pavel Litvin ov og frú Daniel og sagt, að þessi réttarhöld geri að engu þæir staðhæfingar ýmissa manna, að ástandið hafi skán- að í Sovétríkjunum síðan á valdatíma Stalíns. „Daily Telegraph" segir: „Niðurstaðan ber vissulega vott um veikleika og heimsku. Réttarhöldin voru hvorki fugl né fiskur, hinir ákærðu hvorki þvingaðir til að játa sekt sí-na né heldur fengu þeir tækifæri til að halda fram sakleysi sinu. Land sem leyfir sér að halda slík rétt- arhöld hlýtur að eiga kvíð- vænlega fram.tíð“. ítalska blaðið „Corriere Della Sera“ bendir á, að sov- ézkir borgarar hljóti nú að skilja, að það veiki þjóðfélag- ið, — að leyfa sér aðra eins frelsisskerðingu. Blaðið legg- ur áherzlu á, að frelsi og lýð- Ginburg — einn hinna fjögurra dæmdu. ræði sé ekki munaður, held- ur lífsnauðsyn. Að lokum eru ítaiskir kommúnistar hvattir til að fordæma réttarhöldin og dómana. í Bern í Sviss skrifar „Der Bund“: „Réttarhöldin sýna, að mikið djúp er staðfest milli sovézks réttarfairs og lögmála lýðræðis. Hinir ákærðu hafi verið í varðhaldi í eitt ár án þess að vera leiddir fyrir rétt, þó að sovézk lög mæli svo fyrir um, að hálft ár megi í lengsta lagi líða, frá því sak- borningur er hnepptur í vairð- thald oig þar til mál hans er tekið fyrir“. Bandaríska blaðið „Was- hington Post“ segir: „Atburð- irnir í Moskvu sýna okkur svart á hvitu, hvers vegna yf- irvöld í Sovétríkjunum urðu skelfingu lostin, þegar Svetl- ana, dóttir Stalíns, forðaði sér til Bandaríkjanna, svo að hún gæti hvenær og hvar sem væri talað málstað frelsisins. Valdhafar.nir i Kreml hafi haft beyg af yngri kynslóð- inni, sem, sýni nú stöðugt fleiri merki þess, að hún sætt ir sig ekki við annað en að hafa frelsi til að tjá hug sinn og segja skoðanir sínar — jafnvél þótt þær brjóti í bága við yfirlýsta stefnu valdhaf- anna — Kremlherrarnir hafi ekki kært sig um að rödd Svetlönu fengi að hljóma, hún vekti óróa hjá ungum menntamön.num. Þó þurfi ekki Svetlönu til, ungir rithöf undar og menntamenn hafi án hennar valdið yfirvöldun- um mestu vandræðum, er þeir setja fram kröfur, sem í aug- um vestrænna manna séu svo sjálfsagðar, að þær þurfi ekki að ræða. Blaðið segir, að ekki sé með valdi hægt að bæla niður þá frelsisöldu sem fari nú yfir Sovétríkin meðal listamanna. Dæmi um að það geti orðið þeim erfitt eru meðal annars viðbrögð margra sovézkra listamanna við dómunum. Þeir ætli ekki að láta kúga sig, þrátt fyrir það sem gerzt hefur og þrátt fyrir þá hættu, sem þeir s.tofna sér í með mótmælum sínum á opinberum vettvangi Kaupmannahöfn, 18. jan. RITHÖFUNDASAMTÖKIN á Norðurlöndum munu ein- hvern næstu daga senda Tito Júgóslavíuforseta sameigin- leg mótmæli vegna meðferð- ar yfirvalda þar í landi á rit- höfundinum Mihajlo Mihaj- lov. Mihajlov er 33 ára, og situr í fangelsi í Júgóslaviu, dæmdur fyrir dreifingu á áróðri „fjand- samlegum" stjórninni þar. Formaður dönsku rithöfunda- samtakanna, Jörgen Vibe, segir að Milhajlov hafi lengi orðið að SKAGASTRÖND, 17. janúar — Kl. 12.10 í morgun strandaði bátur við höfðann, sem Höfða- kaupstaður dregur nafn af. Það er Stígandi HU 9 frá -Skaga- iströnd. Þetta er 21 tonna bótur, eign skipstjörans, Bjarna Helga- sonar. Báturinn var að koma úr róðri. Á leið inn lenti hann inn í vík við Höfðann, þar sem klettar eru í fjörunni á alla vegu. Ágætt veður er og bátur- inn talinn óskemmdur, þar sem hann stendur. Á Stíganda voru 3 menn. Þeir eru allir komnir í land. Reynt verður að draga Stíganda á flot á flóðinu kl. um 11 í kvöld. Er verið að undirbúa björgun- sæta mjög illri meðferð í fang- elsinu. Kemur þetta meðal ann- ars fram í bréfi móður Miihaj- lovs til danska ritlhöfundarins Jens Jörgen Lembourn, þar sem hún segir, að fimm stiga frost hafi verið í fangaklefa sonar síns. Þegar hefur verið gengið frá orðalagi .mótmælaorðsendingar- innar og það samþýkfct í ritíhöf- undasamtökum flestra Norður- landanna. Eftir or að bera orða- lagið undir rit'höfundaisamtökin á Íslandi og í Færeyjum, en í báðum þeim löndum eru rithöf- undasamtökin samþykk mót- mælunum í grundvallaratriðum. iina með' því að setja unidir hann tunnur, svo hann fljóti betur upp. Það verður heima- bátur sem reynir að draga hann. Ef það tekst ekki, mun varðskip reyna í fyrramálið. — S. I. Nafn féll niður NAFN féll niður í upptalningu á stjórn íslandsdeildar Norræna byggingardagsins í frétt í Mbl. Tómas Vigfússon, byggingar- meistari á sæti í stjórninni, auk þeirra sem þegar eru taldir. Bátur strandaði við Skagaströnd í gær Nýtt verð á rafmagni — Felur í sér 73,6% hœkkun á töxtum Tillaga Úlfars Þórðarssonar í borgarsfjórn: Nemendur á skyldunámsstigi slysa tryggðir gegn varanlegri örorku? Borgarráði falið að atlvuga, hvort slík trygging sé ráðleg Á FUNDI borgarstjórnar í gær var samþykkt við síðari um- A FUNDI borgarstjórnar í gær ræðu ný gjaldskrá fyrir Raf- magnsveitu Reykjavíkur, er ger- ir ráð fyrir 13,6% hækkun, með 8 atkv. gegn 7 að viðhöfðu nafna kalli. Upplýsti borgarstjóri við um- ræðurnar, að hér væri um Iág- markshækkun að ræða til þess að rafmagnsveitan gæti látið í té þá þjónustu, sem af henni væri krafizt. Guðmundur Vigfússon (K) sagði m. a., að við fyrri umræðu máls- ins hefði hann talið sig hafa flutt nægilega gild rök til þess, að ekki ætti að hækka taxta rafveitunnar eins og nú stæðu sakir, auk þess sem nú hefði bætzt við enn ein ástæða, sú, að á 3. hundrað manns væru skráð- ir atvinnulausir í borginni. Ásamt Kristjáni Benediktssyni hefði hann því lagt til, að hækk uninni yrði frestað eða til vara að hún næði ekki til heimilis- notkunar. Geir Hallgrímsson borgarstjóri upplýsti, að í stjórn veitustofn- ana borgarinnar hefðu fulltrúar Alþýðubandaiagsins og Fram sóknarflokksins greitt atkvæði með þessari hækkun, enda ve- fengdu G.V. og Kr. B. ekki þörf fyrirtækisins á hækkuninni tii þess að sinna ætlunarverki sínu. Beniti hann og á, að þessi af- staða borgarfulltrúa Albl. og Frfl. væri í ósamræmi við af- stöðu flokksbræðra þeirra í þeim sveitarfélögum, þar sem þeir bæru ábyrgðina og færu með stjórn bæjarmála. Þar frestuðu þeir ekki óhjákvæmilegum hækk unum eins og þessir borgarfull- trúar legðu til í skjóli þesfi, að þeir bæru ekki sjálfir ábyrgðina á framkvæmd mála, — eða vildu ekki bera hana. ftrekaði borgarstjóri, að hækk uninni væri eins í hóf stillt og mögulegt væri. Sagði hann enn- fremur, að þótt fólk ætti í erfið- leikum með að taka á sig slíka hækkun, mundi það þó eiga enn þá erfiðara með að taka afleið- ingum þess að fyrirtæki eins og Rafnmagnsveita Reykjavíkur innti ekki af hendi nauðsynlega þjónustu. Guðmundur Vigfússon (K) Á FUNDI Borgarstjórnar í gær- kvöldi var samþykkt við fyrri umræðu, að fella niður bráða- birgðaákvæði, sem felur í sér að borgarráð geti heimilað verzl unum, er hafa til sölu sæmilegt úrval helztu nauðsynjavara, að hafa opið til kl. 22 alla daga. Uuulýsti Geir Hallgrimsson borgarstjóri, að þetta fæli ekki Flugstöðin hi. ÞAU mistök urðu í blaðinu í gær, að Flugstöðin h.f. var köll- uð Flugþjónustan í sambandi við Hveravallaflug Elíesers Jónssonar, en hann er flugmað- ur hjá Flugstöðinni h.f. Á FUNDI borgarstjórnar í gær var svohljóðandi tillaga Úlfars Þórðarsonar samþykkt sam- hljóða: Borgarstjóm felur borgaráði að kanna, hvort ráðlegt sé að í sér efnisbreytingu, þar sem heimildin í bráðabirgðaákvæð- inu hefði ekki verið notuð, þótt verzlanir hafi haft opið í óleyfi. Lagði hann áherzlu á, að regl- urnar yrðu að vera með þeim hætti, að viðkomandi aðilar, kaupmenn, verzlunarfólfc og hinn almenni borgari gæti vel við unað og að samþyfcktum væri fylgt. Kvað hann þetta mál verða athugað nánar á milli um ræðnanna. Björgtvin Guðmundsson (A) taldi, að kaupmönnum ætti að vera í sjálfsvald sett, sve lengi þeir hefðu opið og Böðvar Pét- ursson (K) kvað nauðsynlegt að hafa reglur um lokunartíma sölu búða þannig. að hægt væri að fara og farið væri eftir þeim. borgarsjóður kaupi sérsitaka tryggingu fyrir nemendur á skyldunámsstigi vegna slysa, er þeir kunna að verða fyrir í skólatima, á skólalóð eða í skólahúsi, enda sé um að ræða slys, er valda varanlegri meiri- háttar örorku. Úlfar Þórðarson (S) sagði m.a., er hann mælti fyrir tillög- unni, að allar horfur væru á því, að dvöl nemenda í skyldunáms- geinum yrði í framtíðinni lengri nú innan skólaisvæðisins þar sem allt benti til, að ekki aðeins kennslan, heldur einnig undir- búningurinn fyrir kennslustund- irnar færi að verulegu leyti fram á skólasvæðinu. Ábyrgð skólanna á nemend- um vex þess vegna sennilega frekar en minnkar, þar sem margir unglingar eru saman- komnir, oft á gáskafullum aldri og tíma óyfirvegaðra og skyndi- legra athafna. Fyrir þá sök er ekki unnt að koma í veg fyrir ýmis óhöpp eða slys, bæði innan húss og utan, þrátt fyrir góða og vakandi aðgæzlu kennara og annarra ábyrgra ðil. Nefndi borgarfulltrúinn þar sérstaklega til syls á hönduim, andliiti, einkum tönnum og aug- um, auk slysa í skíðaferðuim, sem farnar eru á vegum skól- anna, Sem betur fer eru þó alvarleg slys mjög sjaldgæf, þótt þau komi fyrir endrum og eins. Þá vaknar sú eðlilega spuirning, hvort slíkt tjón fáist bætt. Nú er það svo, að sjúkrasamlög greiða að langmestu leyti þann læknis- og sjúkrahúskostnað, sem af slysi kann að hljótast. Hins vegar hef Framh. á bls. 11 !Ungur mnður I funnst lútinn ÞRÍTUGUR maður fannst j látinn í herbergl sínn í / Herðubreið í Ytri-Njarðvík \ í gær. Hann hafði orðið fyr- í ir því óhappi daginn áður að i falla afturyfir sig á bryggj- / unni í Keflavík, en hlaut ekki i neinn sjáanlegan áverka við 1 það, og var leyft að fara t heim að lokinni læknisrann- / sókn. Líkið hefur verið tekið l til krufningar. Nafn mannsins i verður-birtjúðar^ ^ ^t f GÆR seldi togarinn Narfi í Þýzkalandi 148 lestir fyrir um 167 þúsund mörk. Og Þormóð- ur goði seldi í Bretlandi 167 lest ir fyrir 12555 sterlingspund. Á þriðjudag seldi Uranus 97 lestir í Þýzkalandi fyrir 89 þúsund mörk. Framh. á bls. 11 Rætt um agreiðslutíma sölubúða í borgarstjórn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.