Morgunblaðið - 19.01.1968, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.01.1968, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1908 jmKttnfrlðfrifr Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri: Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar: Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. í lausasölu: Kr. 7.00 eintakið. Áskriftargjald kr. 120.00 á mánuði innanlands. NA UÐSYNLEG UR UPPSKURÐÚR Drezka ríkisstjórnin hefur ** nú gripið til róttækra aðgerða í kjölfar gengislækk unar sterlingspundsins til þess að koma efnahagsmál- um landsins á réttan kjöl, en segja má að Bretar hafi búið við vítahring stöðugra efna- hagsvandamála allt frá stríðslokum. Kjarni þeirra vandamála hefur verið sá, að Bretar hafa reynt að leika hlutverk stórveldis með her- afla víðs vegar um heim, án þess að hafa efni á því. Annað höfuðatriði vanda- málsins hefur verið úrelt vinnubrögð í brezkum iðnaði, lítil framleiðni og takmark- aður samkeppnisandi. Verka- mannaflokksstjórnin hefur nú ráðizt að kjarna vanda- málsins. Eftir er að sjá hvern ig til tekst um endursköpun brezkra atvinnuvega. Heimsveldissaga eyþjóðar- innar úti fyrir ströndum meginlands Evrópu mun vafa laust skipa merkan sess í sögu mannkynsins síðar meir. Hvernig tókst tiltölu- lega fámennri eyþjóð að komast til svo mikilla áhrifa í öllum heimsálfum og drottna yfir þjóðum, sem voru margfallt fjölmennari en hún? Þeirri spurningu munu sagnfræðingar svara en nú er þessi saga að verða öll, — og endalokin hafa ver- ið Bretum erfið. Með því að kalla heim her- sveitir sínar austan Súez- skurðar hafa Bretar stigið mjög stórt skref í átt til þess að sníða sér stakk eftir vexti, næsta skrefið verður vafa- laust að draga saman seglin í Austurlöndum nær- Heim- sókn forsætisráðherra Singa- pore til Lundúna sýnir að þessi ákvörðun Breta skapar ýmis vandamál og hefði það þótt saga til næsta bæjar fram á allra síðustu tíma, að yfir því væri kvartað af fram andi þjóðum, að Bretar hyrfu á brott með herlið sitt og annan viðbúnað. En vera þeirra í Austurlöndum hefur skapað visst jafnvægi og brotthvarf þeirra skapar tómarúm, sem einhver verð- ur að fylla. Innanlands hefur brezka ríkisstjórnin ákveðið að grípa til mjög róttækra sparnaðaraðgerða, ekki sízt á sviði félags- og menntamála, en segja má að öll þjónustu- starfsemi hins opinbera verði fyrir barðinu á sparnaðar- ráðstöfunum stjórnarinnar. Ljóst er að Verkamannaflokk urinn stígur hér mjög erfitt spor og ekki að vita hverjar afleiðingar þess verða innan flokksins. Hins vegar er Ijóst að stjórnin átti ekki margra kosta völ og í pólitískum skilningi er hér líklega um að ræða síðasta tækifæri Verkamannaflokksins eða að minnsta kosti Wilsons til þess að sýna, að hann sé fær um að takast á við vandamál Breta. Hvert verður hlutverk Bretlands í breyttum heimi eftir þann uppskurð sem nú er verið að framkvæma? Ljóst er að smám saman munu Bretar draga úr af- skiptum sínum utan Evrópu. Þeir hafa gert ítrekaðar til- raunir til þess að komast í Efnahagsbandalag Evrópu, en án árangurs. Sjálfum mun þeim falla illa sú tilhugsun að verða einskonar ný Sví- þjóð þ.e. auðugt velferðar- ríki en áhrifalítið. Það verð- ur því fróðlegt að fylgjast með því hvernig Bretum tekst að aðlaga sig hinum nýju viðhorfum og því smækkaða hlutverki, sem þessi fyrrum volduga þjóð verður nú að sætta sig við. En ef til vill verður raunin sú að Bretar verði hamingju- samari eftir en áður þegar þeir gegndu hlutverki lög- reglumannsins á vettvangi alheimsst j órnmálanna. UNDIRBÚNING- UR AÐ HÆGRI UD/IFERÐ ú eru aðeins rúmir fjórir mánuðir þar til breyting- in yfir í hægri umferð tekur gildi og mönnum er smátt og smátt að verða ljóst hversu gagnger þessi breyting er. Ýmis tæknilegur undirbún- ingur er vel á veg kominn og öflug áróðursherferð hef- ur væntanlega orðið til þess að öllum landsmönnum er nú kunnugt að 26. maí er dagur- inn sem breytingin tekur gildi. Reynslan í Svíþjóð var sú, að fræðslu- og upplýsinga- starfsemi var ef til vill veiga- mestur þátturinn í að tryggja að þessi gagngera umferðar- breyting færi fram með skap- legum hætti. Umferðamefnd Reykjavíkur hefur nú tekið að sér ákveðna þætti slíks starfs að því er Reykjavík Christine ásamt foreldrum frænku og frænda og flestum systkinunum. Rakari, ungfrú Frakkland „SAUTJÁN ára stúlka í Saint Etienne í Frakklandi, Christ- ine að nafni, rakari að iðn og ein fjórtán systkina var um áramótin kjörin fegurð- ardrottning Frakklands og kom víst engum meira á 6- vart en henni sjálfri, ef trúa má af því, sem stendur í frönskum blöðum. Forsaga málsins er &ú, að fyrir hálfu ári var haldin feg urðarsamikeppni í Saint Et- ienne, þar sem Christine á heima. Þar er sá háttur á hafður, að stútkurnar, sem til greina kemur að keppi, vita ekkert um það fyrr en dag- inn, sem keppnin fer fram. Þannig var um Ghristine. Nágrannakona ein skaut því að forráðamönnuim keppn- inar, að Christine væri imdur fögur stúlka, sem bæri að taka þátt í þessari keppni. Hún sjálf vissi ekkert, hvað til stóð fyrr en að morgni hins mikla dags — og að kvöldi var hún orðin fegurð- ardrottning Saint-Eitienne. Eitthvert stáss var nú gert af henni eftrr það — þó ekki mjög m'kið og hún hélt áfram að raka karlmennina í Saint Etienne eins og áð- ur. Sex mánuðum síðar barst henni sú fregn — hún var að koma fná messu á nýáremorg un — að hún hefði verið kjör in fegurðardrottning Frakk- lands. „Eiginlega langar mig ekkert burt frá Saint Etiienne ,seg ir hún — hér er avo fall- egt. Og ég er hrædd við París. En það getur auðvit- að orðið gaman þar . . . ef allt gengur vel.“ Christine á rakarastofunni í Saint-Etienne. varðar og sett upp sérstaka skrifstofu til þess að annast slíkt starf. Hins vegar er því ekki að leyna að mörgum finnst enn fara býsna lítið fyrir almennu upplýsinga- og fræðslustarfi gagnvart öll um almenningi og er þó tím- inn naumur til stefnu. Þess verður að vænta að fram- kvæmdanefnd hægri um- ferðar taki verkefni sitt föstum tökum og gangi rösk- lega til verks það sem eftir er til H-dagsins- Skákþing Reykjavíkur ÖNNUR umferð á skákþmgi Reykjav .var tefld sl. þriðjudags kvölid í húsakynnuim TR við G.rensásveg. Úrisli't í meistaraf.lokki (A-rið- ill): Björgvin Víglundsson og Guðmundur SigUTjónsson gierðu jafmtefli í aðeirus 6 leikjum. Bið- skákir ei'ga: Andrés Fjeldsted og Hermann Ragnarsson, Jón Þorvalötason og Bragi Halldórs- son, og Jón FáLsson og Benóný Benediktsson. Stígur Herlufisen sat yfir þessa uimferð. I þessuim riðli er Gunnar efst'ur með 2 vinninga, Guð- mundur og Björgvin hafa 1 Va vinning hvor og Stígur 1 vinn- ing, en hann hefur beflit eina skák. í B-rilðl'. urðu úrslit þessi: Jóhann Þ. Jónsson vann Si'giurð Kristjánsson, Björn Þorsteinsson vann Bjarna Magnússon og Frank Herlufsen vann Júlíus Friðjónsson. Jafntefli gerðu Gylfi Magnússon og Bragi Krist- jánsson., Jón Kristinsson og Leif- ur Jó'steinsson eiga böskáik. Haukur Kristjánsson sat yfir í 2. umferð. Efstir í B-riðli eru Björn með 2 vinninga, Bragi Wz vinning og Frank og Jóhann Þónir með 1 vinn.ng hivor af 1 teflldr. skák.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.