Morgunblaðið - 19.01.1968, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.01.1968, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1968 Annast um skattframtöl að venju. Tími eftir sam- komulagi. Friðrik Sigurbjörnss., lögf. Harrastöðum v/Baugsveg. Sími 16941 og 10100. Bifreiðastjórar Gerum við allar tegundir bifreiða. — Sérgrein hemla viðgerðir, hemlavarahlutir. HEMLASTILLING H.F. Súðavogi 14 . Sími 30135. Skattaframtöl Sigfinnur Sigurðsson, hag- fræðingur, Malhaga 15. — Sími 21826 eftir kl. 18. Gólfteppi Okkar teppi eru ekki ódýr. ust, en ... kaupir þú góðan hlut þá mundu, hvar þú fékkst hann. Álafoss. Skattaframtöl Komið strax, því tíminn er naumur. Fyrirgreiðsluskrif stofan, Austurstræti 14, sími 16223. Þorleifur Guð- mundsson, heima 12469. Fatnaður — seljum Ullarúlpur bama, nankins- buxur, allar stærðir, odelon kjólar o. fl. Allt ódýrt. — Lindin, söludeild, Skúlag. 51, sími 18825. Klæði og geri við bólstr- uð húsgögn Strandgötu 50. Hafnar- firði, sími 50020. Útsala í Hrannar- búðunum Skipholt 70 S: 83277. Hafnarstr. 3 S: 11260. Grensásv. 48. S: 36999. Geri við og klæði bólstr. húsg. Kem heirn með áklæðissýnish. Geri kostn.áætluun. Baldur Snæland Sími 24060 og 32635. Keflavík — skattaframtöl Aðstoða einstaklinga við skattaframtöl Þórður Kristjánsson, Suðurgötu 27 - Sími 2441. Húsbyggjendur athugið G’etum bætt við okkur smíði á innréttingum. Vönd uð vinna, valið efni. Leitið tilboða. Innbú sf., Skipholti 35, sími 36938. Fótsnyrting handsnyrting og augna- brúnalitun. Guðrún Þor- valdsdóttir.. Snyrtistofan IRIS, Skólavörðustíg 3 A. Sími 10415. Kjölheftari óskast Óska eftir að kaupa notað- an kjölheftara. Tilb. send- ist Mbl. fyrir 25. þá m. merkt: ,,Kjölheftari 5219“. Ró — reglusemi Góð 3ja—4ra herb. íbúð tii leigu. Uppl. í síma 35990 í dag og á morgun kl. 5—8. íbúð til leigu 3ja herb. íbúð til leigu við Rauðalæk. Laus 1. febrúar. Tilb. merkt: ,,Góð um- gengni 5ðð8“ sendist afgr. MbL 21. þ. m. óa^i að þá var það leysingin og hálk- an, sem blasti við manni snemma morguns í gær. Það er ekkert of- sagt um þessa umhleypinga á Suðumesjum, og sjálfsagt má maður að sumu leyti þakka fyrir þá. Sízt væri betra að hafa langa illviðrakafla eða langar blíður. Hætt er nú við, að maður fengi leið á öllu góðgætinu. Svo ég tók það ráð að renna mér fótskriðu niður i bæ, og neðst við Uppsalahomið á Suðurgötu rakst ég á mann með mikla papp- íra innanborðs. Við urðum báðir klumsa til að byrja með, en smám saman rákust úr okkur gamimar. Storkurinn: Hvað ertu eiginlega að flækjast fyrir með alla þessa pappíra, góðurinn? Maðurinn með pappirana: Og það kemur nú ekki til af góðu, storkur sæll, og mér sýnist engu likara en þeir ætli að innbyrða Parkinsonslögmálið, bæði hrátt og soðið hér á landi. Ég hafði nokkra fúskara í vinnu sl. ár, leigði mér nokkra vömbila, og auðvitað tók ég af þeim kvittanir. En viti menn, á fæstum þeirra er lesandi nafnið, hvað þá heldur meira. Nú heimta þeir visu skattfeður okkar lands, að ég segi þeim fæð- ingardag þessara manna, að auki nafnnúmer þeirra, sem er nú satt að segja ein nýmóðins vitleysan til, til þess að gera fólki erfiðara fyrir að lifa. Ég spyr I örvæntingu: Hvernig er svona nokkuð hægt? Hver ætl- ar að borga vinnutapið hjá mér að ganga á milli Péturs og Páls i leit að þessum fánýtu hlutum? Af hverju tilkynna þeir þetta ekki kyrfilega í ársbyrjun, svo að þetta sé tekið niður jafnóðum? Ekki get ég svarað þér, sagði storkur, en ég er sammála þér í því, að þessi skriffinnska er að verða óþolandi, svo óþolandi, að það hljóta að vera tímatkmörk þangað til þjóðin rís upp og mót- mælir slikri ósvinnu. Ég held við myndum meta meir skattfeður okkar kæra lands, ef þeir reyndu nú í alvöra að hafa hemil á sinni skriffinnskugleði. Hún þjónar eng- um tilgangi, raglar fólkið og skap- ar því erfiðleika, og hélt maður nú, að nóg væri um þá hjá sjávar- útveginum, þótt heimilin yrðu „stikkfrí" að svona löguðu. Og vertu svo blessaður, manni minn, og týndu ekki launamiðunum þín- um,m inn kæri. FRÉTTIR Boðun fagnaðarerindisins Almenn samkoma að Hörgshlíð 12 sunnudagskvöldið 21. janúar klukkan 8. KFUM og K, Hafnarflrði Almenn samkoma sunnudags- kvöld kl. 8.30. Jónas Þ. Þórisson talar- Allir velkomnir. Á mánu- dagskvöld er fundur fyrir unga pilta, 13—17 ára. Fundurinn byrjar klukkan 8. Lokaúthiutun á fatnaði verður mánudaginn 22. janúar og þriðjudaginn 23. janúar kl. 2—6 að Laufásvegi 41. — Vetrarhjálpin í Reykjavík. Kristileg samkoma verður í samkomusalnum Mjóu- hiíð 16 sunnudagskvöldið 21. janú- ar kl. 8. Verið hjartanlega vei- komin. Kvenfélagskonur, Keflavik Munið þorrablótið 27. jan. kl. 8, stundvíslega. Miðar eru hjá Stein- unni Þorsteinsdóttur, Vatnsnesvegi 21. — Geðverndarfélag íslands Ráðgjafa- og upplýsingaþjón- ustan alla mánudaga kl. 4—6 síð- degis að Veltustundi 3, sími 12139. Þjónustan ókeypis og öllum heimil. Æskulýðsráð Dagskrá 19.—23. janúar. Opið hús fyrir 15 ára og eldri: Föstudagskvöld kl. 20—23. Laugardagskvöld kl. 20—23.30. Sunnudagskvöld kl. 20—23. Þriðjudagskvöld kl. 20—23. Opið hús fyrir 13—15 ára: Sunnudag kl. 16—19. Borðtennis: Föstudagskvöld kl. 20—30. Dansleikur fyrir 13—15 ára: Sunnudag kl. 16—19. Fjarkar leika. Kvikmyndasýning: Þriðjudagskvöld kl. 21. Sýnd breiðtjaldsmyndin: „Davíð og Golíat". Náttúrulækningafélag Reykjavíkur heldur félagsfund I matstofu fé- lagsins, Kirkjustræti 8, mánudag- inn 22. janúar kl. 9. Björn L. Jóns- son læknir flytur erindi. Allir vel- komnir. Hrannarkonur — Skipstjórnarmenn Munið árshátíðina 1 Domus Medica laugardaginn 20. jan. — Hefst með félagsvist kl. 9 stund- víslega. Dansað til kl. 2. Fíladelfía, Reykjavík Vakningasamkoma hvert kvöld vikunnar kl. 8.30. — Ræðumaður: Victor Greisen, trúboði frá Banda- ríkjunum. Allir velkomnir. Kvenfélag Frlkirkjusafnaðarins heldur skemmtifund fimmtudag- inn 25. janúar í Sigtúni. Spiluð verður félagsvist og fleira. Takið með ykkur gesti. Stúdentar frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1958 Fundur verður í Leikhús- kjallaranum fimmtudaginn 25. janúar kl. 20.30. Fundar- efni: 10 ára jubileum. Mæt- um öll. — Bekkjarráð. Kristniboðsvika á Akranesi í þér birtist kærleikur Guðs meðal vor, að Guð hefir sent son sinn eingetinn i heiminn til þess að vér skyldum lifa fyrir hann- (1. Jóh., 4,9). I DAG er föstudagur 19. janúar og er það 19. dagur ársins 1968. Eftir lifa 347 dagar- Árdegisháflæði kl. 7.48. — Upplýsingar um læknaþjónustu i borginni eru gefnar í síma 18888, símsvara Læknafclags Reykjavík- ur. Slysavarðstofan í Heilsuverndar- ■töðinni. Opin alian sólarhringinn — aðeins móttaka slasaðra — sími: 2-12-30. Læknavarðstofan. Opin frá kl. 5 síðdegis til 8 að morgni. Auk þessa alla helgidaga. — Simi 2-12-30. Neyðarvaktin tfrarar aðeins á virkum dögum frá kl. 8 til kl. 5, ■imi 1-15-10 og laugard. kl. 8—L Kvöldvarzla í lyfjabúðum 1 Reykjavik til kl. 9, sunnudags- og helgidaga- varlza frá kl. 10—21 vikuna 13. jan. — 20. jan. er í Vesturbæjar- apóteki og AusturbæjarapótekL Næturlæknir í Hafnarfirði aðfaranótt 20. janúar er Eirikur Björnsson, sími 50523. Næturlæknir í Keflavik 19/1 Arnbjöm Ólafsson. 20/1 og 21/1 Guðjón Klemenzson. 22/1 og 23/1 Kjartan Ólafsson. 24/1 og 25/1 Arnbjörn Ólafsson. Keflavíkurapótek er opið virka daga kl. 9—19, laugardaga kl. 9—2 og sunnudaga frá kl. 1—3. Framvegis verður tekið á mótt þeim, sem gefa vilja blóð í Blóð- bankann, sem hér segir: mánud., þriðjud., fimmtud. og föstud. frá kl. 9—11 Lh. og 2—4 e.h. Miðviku- daga frá kl. 2—8 e.h. og laugardaga frá kl. 9—11 f.h. Sérstök athygli skal vakin á miðvikudögum vegna kvöldtímans. Bilanasimi Rafmagnsveitu Rvík- ur á skrifstofutima er 18-222. Næt- ur- og helgidagavarzla, 18-230. Skolphrelnsun hjá borginni. — Kvöid- og næturvakt, símar 8-16-17 A.A.-samtökin Fundir eru sem hér segir: í fé- lagsheimilinu Tjarnargötu 3c: Miðvikudaga kl. 21. Föstud. kl. 21. Langholtsdeild, i Safnaðarheimili Langholtskirkju, laugardaga kl. 14. Orð lifsins svarar í síma 10-000. 0 Heigafell 59681197. VI. 2. D Gimli 59681227 — FrL m/skm. vœng.juÉ J?rœcj.tf af gráum stali göngulúins dags rís gleðivana svipur hljóðrar nætur og daufur ómur dulins vængjataks svo dauðaþungt í eyrum mínum lætur mín augu stara út í húmsins tóm og óræð spurn í hjarta mínu fæðist þá heyrist sagt í hryglukenndum róm: hæ, hver ert þú er nálægð mína hræðist? en veizt ei að þín veröld er sem strá er vindar feykja yfir ásýnd mína og allt þitt líf þú lýtur mér í þrá um logið mat á hæfileika þína og hvaða fur'ðu hugsun veldur því að hjarta þitt í angist biðst nú vægðar? er gegnum dimm og gráleit þokuský þú greinir loksins komu þinnar frægðar Arthúr Björgvin. Samkoma I kirkjunni í kvöld kl. 8,30. Kvikmynd frá kristnistarfi í Afriku. Konráð Þorsteinsson flytur hugleiðingu. Allir velkomnir. — Æskulýðsráð Reykjavíkur Tilkynning til sóknarfóiks Simanúmer mitt er 16337 og heimilisfang Auðarstræti 19. Séra Ragnar Fjalar Lárasson, sóknar- prestur i Hallgrímsprestakalli. Vísukorn Stutt pils skapa feita fætur heitir grein í Alþýðublaðinu og er frá húsnæðismálastjórn Banda- ríkjanna. Efni hennar er þetta: Ranglátt í raun og veru rukkar tízkan sitt gjald. Ganglimir ungmeyja eru allt undir pilsafald þrútnir sem þvottaklútar, sem þvæli liggja í, og aðeins örmjóir bútar upp frá því. Knunml. Á nýársdag opinberuðu trúlofun sína ungfrú Kristbjörg Einarsdótt- ir, Austurbrún 37, Rvík, og Snorri Kristinsson, rafvirki, Tjamarbraut 17, Hafnarfirði. 24. des. opinberuðu trúlofun sína ungfrú Jóhanna Haraldsdóttir, kennari, Tunguvegi 60 og Gunn- laugur Valtýsson, bifreiðastjóri, Geirmundastöðum, Skagafirði. Kristniboðssambandið. 31. des. opinberuðu trúlofun sína ungfrú Esther Sigurðardóttir, Álf- hólsvegi 48, Kópavogi, og Helgi Sigurðsson, Strandgötu 81, Hafnar- firði. sá NÆST bezti Bjöm gamli þótti fullósannsögull og dálítill klækjarefur, fef hann þurfti að verja sig. Einu sinni var Björn kallaður fyrir rétt, hjá sýslumanninum og var hreppstjórinn annað réttarvitnið. Þegar rétturinn hafði verið settur, stendur hreppstjórinn upp og segir: „Fyrirgefið þér, herra sýslumaður, ég ætla aðeins að leyfa mér að benda yður á það, að ég tel nauðsynlegt, að láta sökudólginn greina dálítið hratt og greiðlega frá málavöxtunum, svo að honum gefist síður tími til að ljúga í eyðumar". Almáttugur minn!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.