Morgunblaðið - 19.01.1968, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.01.1968, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1968 Hverfisgötn 103. Símj eftir lokun 31160. LITLA BÍLALEIGAN Ingólfsstræti 11. Hagstætt leigugjald Simi 14970 Eftir lokun 14970 eða 81748 Sigurður Jónsson BÍLALEIGAIM - VAKUR - Sundlaugavegi 12. Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. LPÆtLgfí/3lf RAUÐARARSTlG 31 SÍMI 22022 Nýr sími 23-222 SENDIBÍLAR HF. Einholti 6. BEZT að auglýsa í Morgunblaðinu AU-ÐVITAÐ ALLTAF 'k Létt verk og löður- mannlegt Af Suðurnesjum hefur Velvakanda borizt eftirfarandi bréf: „Hr. Velvakandi. Sem alþjóð er kunnugt, var á sínum tíma lagður breiður vegur, fagurlega og traustlega gerður, suður á Rosmhvalanes. Okkur Rosmhvelingum er gert að aka þennan veg, ef við hyggjumst halda heim lir höf- uðstaðnum, og ekki gefinn kostur á öðrum þrengri. Við vegbrúnina sitja tollheimtu- menn og krefjast gjalds af hverri bifreið, sem um veginn fer. Þetta er öllum orðið kunn- ugt af miklum deilum, sem risu við upphaf þessa leiðinda- máls, og verður skattskyldan ekki rædd hér, þótt efni mundi í svo sem sjötíu Velvakendur á ári, unz umferðartakmörkun þessari yrði aflétt. Auglýsíng í Lögbirtingarblaði er tilefni þessara skrifa. Þar er auglýst laus til umsóknar staða innheimtumanns í gjaldskýli við ofangreindan veg. Menn þeir, sem sinnt hafa þessum störfum frá upphafi, hafa að mínum dómi undantekningar- laust verið prúðir og liprir við þennan vanþakkláta starfa og innt hann af hendi með sóma í hvívetna. Á hinn bóginn hefur mig og fleiri hér syðra furðað á, hvers vegna ungir, sterkir og hraustlega byggðir menn eru látnir gegna svo léttum starfa. Ég held, að aðeins einn þeirra sé yfir fertugt að aldri, og a.m.k. einn gegnir ábyrgðar- stöðu sem „útkastari" í veit- ingáhúsi í Reykjavík í hjáverk- um. Mér hefur því dottið í hug, V iðskiptaf ræðingur óskar eftir atvinnu. Tilboð merkt: á afgr. Mbl. fyrir 25. þ.m. ,5251“ sendist Gluggatjaldaefni fyrirliggjandi ÖNDVECI hf. Garðahr. s. 52374 Til sölu fokhelt raðhús á bezta stað í Fossvogshverfi. Tilbúið til afhending- ar strax. Tiiboð sendist Mbl. merkt: „Raðhús 2909“. Afgreiðslustúlka Reikningsglögg stúlka óskast til afgreiðslu í vefnaðarvörubúð, aðallega sem gjaldkeri. Tilboð ásamt upplýsingum og meðmœlum sendist Mbl. merkt: „Sumar 5472 fyrir 21. janúar hvort hér geti eikki „Sjálfs- björg“ fundið hæfiilegar stöður fyrir meðlimi. Ef til vill mundi okkur Rosmhveiingum þá ekki þykja jafn súrt í broti að reiða af hendi vegarskildinginn? „Kosmhvelingur“. 'k Einn dagur á ári ætti að nægja „Kæri Velvakandi! Ég las í blaði þínu bréf frá „fimm alvarlega þenkjandi“. Þær segja m.a., að stúikur ættu að fá að bjóða upp á böll- um. Mér finnst þetta ágætt að vissu leyti. Þá kæmi fram smekkur þeirra á karlmönnum. En ekki mundi ég vilja dansa við einhverja hlussu, sem mundi bjóða mér upp. Þær segja það ókuxteisi að neita pilti um dans. Þá hafa þær æði oft verið ókurteisar. En annars er þetta réttur, sem karlmenn vilja helzt halda. feað mætti vera einn dagur á ári, sem gæfi þeim tækifæri tii að komast á „séns“. Það ætti að vera nóg handa þeim. Einn íhaldssamur". ★ Missir kjarkinn „Kæri Velvakandi! Ég las það, sem „Fimm alvar- Jega þenkjandi" skrifa þér. Mér finnst þetta vera alveg rétt, ekki vegna þess að ég sé svo latur, að ég nenni ekki að bjóða upp stúlku (ég er sko, strákur), heldur hitt, að ef mig langar að bjóða upp stúlku, mussd ég bara allan kjark. Ég segi með sjálfum mér, eftir dans, og svona gengur það, oft út allt ballið. Jú, það væri ósköp notalegt að geta látið stúlkumar brjóta Isinn. Ef það væri þá ekki eins á hinn veg- inn, þetta með kjarkinn meina ég. Þær segja þessar fy.rrnefndu stúlkur, að þdð sé ókurteisi að neita dansi. Nei, síður en svo, en það er ekki sama hvernig það er gert. Vertu bless, Árni P.“. 'jf Breytum til „Kæri Velvakandi! Dömurnar fimm, sem skrif- uðu þér um daginn, kvörtuðu sáran undan einkarétti herr- anna á að bjóða upp í dans og vildu fá álit okkar á þessu. Kæru, ungu meyjar! Við er- um ykkur svo innilega sam- mála, að okkur liggur við að tárast af gleði. Svo sannarlega viljum við, að kvenfólkið „hjóði upp“, rétt eins og við. En þetta virðist vera gamall siður, og enginn þorir að breyta tn. Unga fólk, því ekki að kippa þessu í lag, og það í snatri? Þetta tilheyrir afa gamla og ömmu, en ekki okkar tíðar- anda! Þrír hjartanlega sammála". ■k Hver fann úrið? „Heill og sæll, Velvak- andi! Dálka þína lesa svo margir, og því sný ég mér til þín. Dóttir mín, ellefu ára, varð í dag, fimmtudaginn 11. janúar, fyrir því óhappi að týna úrinu SÍnu og kom heim hágrátandi og nærri óhuggandi; er henni þó alls ekki grátgjarnt. Lofaði ég henni að skrifa þér og biðja þig að minnast á úrið í dálk- um þínum; lét hún þá huggast og hélt vonglöð í skólann. Leiðin, sem hún fór, er úrið tapaðist, er þessi: lagt af stað frá Engihlíð númer 7, gengið sund milli hússins núrner 7 og 9 við Engihlíð. Eftir Reykja- hlíð að húsi númer 12, þar yfir götu og upp Drápuhlíð að húsi númer 25. Þar veitti hún hvarfi úrsins fyrst eftirtekt, sneri við og leitaði lengi, en fann ekki. Ég vona, að þú viljir hjálpa henni og vii nota tækifœrið og þakka dálka þína á undamförn- um árum. Hrafnhildur Bergsveinsdóttir, Engihlíð 7, Reykjavík. HADEGISVERBAR- FUNDUR Laugardagur 20. jan. kl. 12.30 Hannibal Valdimarsson, forseti A.S.Í. ræðir um: Islenzka verkalýðshreyfingu HOTEL FUNDARSTAÐUR: Verzlunar- og skrifstofufólk, fjölmennið og takið með ykkur gesti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.