Morgunblaðið - 19.01.1968, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 19.01.1968, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1908 MARY ROBERTS RINEHART: SKYSSAN MIKLA frú húsinu yðar, og þurftuð svo ekki annað en fara upp brekk- una, til þess að komast heim. Stoddard fölnaði, en hann hafði en,n ekki gefizt upp. — Ég er enginn andskotans bfjáni, sagði hann. — Ef ég hefði gert það, hefði ég þá skilið bílinn eftir þar sem hann fannst? Hopper hafði verið að líta á minnisblöðin sín. — Þér tókuð þrjú þúsund dali í reiðufé út úr bankanum í vikunni, sem leið. Vilduð þér segja okkur, hvað þér gerðuð við það fé? — Nei, það vaxðar engan um það nema mig sjálfan. — Sáuð þér, á fösitudagiskvöld- ið var, hana Patriciu Abbott, þegar hún hitti konuna yðar? Rétt hjá sundlauginni? — Ég hafði enga hugmynd um, að konan mín hefði hitt neinn það kvöld, fyrr en hún sagði mér það sjálf. Hann var orðinn þreyttur. Þreyttur og ringlaður. Hann sat þarna og braut heilann um, hvert þetta stefndi, en áfram dundu spurningarnar á honum. Hann hafði ekkert næði til að hugsa. En þá komu þeir með aðaltromp- ið sitt. — Hlustið þér nú á, Stoddard, sagði saksóknarinn. — Það er bezt að vera hreinskilinn. Við höfum yður í gildrunni og það vitið þér. Þér fóruð ekki beint heim, nóttina, sem Morgan var myrtur. Við vitum, hvenær þér komuð heim og hvernig. Við vit- um, að þér hafið verið að heim- sækja Evans á spítalanum, og voruð fyrir utan gluggann hjá honum, kvöldið, sem hann hvarf. Og við höfum rökistudda trú á því, að þér hafið reynt að myrða ungfrú Abbott, við búgarðinn, kvöldið, sem hún sagði konunni yðar það sem hún vissi. Það er bezt að viðurkenna það Stodd- ard. Við höfum öll trompin á hendinni. Stoddard leit kring um sig í stofunni, þreyttum augum. En þar var enga samúð að finna. Bara fáeinir menn og hraðrit- ari, sem skrifaði niðux, en úti fyrir dnmurnar í umferðinni í borginni. — Skilst mér það rétt, að ég sé tekinn fastur? — Já, það virðist svo, sagði Stewart vingjarnlega. 39. kafli. Þeir voru víst visisir í sinni sök. Tony flýtti sér á ráðstefnu með Dwight Elliott, og honum hnykkti við, þegar Hopper sagði þeim frá þessu. AUan laugardag- inn og fram eftir sunnudegi höfðu þeir ranrasakað málið frá þessari nýju hlið, spurt starfs- fólkið á búgarðinum spjörunum úr, og jafnvel hjúkrunarkon- urnar í sjúkrahúsinu. Það fyrsta sem þeir kollvörp- uðu var fjarverusönnun Julians, nóttina, sem Morgan var myrt- ur. Þar kom til skjalanna kona aðstoðargarðyrkjumannsins, Joe Smith, mannsins, sem hafði séð bílnum ekið niður í gilið. En hún var nú þögul samt. Hún var með ungbarn í fang- inu og leit kuldalega á þá. — Ég veit ekkert og ég þarf að gefa barninu, sagði hún. Eruð þið ekki búnir að gera nóga bölvun af ykkur hérna? Ef hann Joe hefði bara haldið sér sam- an, væruð þið ekki hérna núna. — Setjum svo, að þetta barn yðar væri mynt, munduð þér þá vilja hlífa morðingjanum? — Hr. Stoddard er enginn morðingi, sagði hún hneyksluð, en áttaði sig þá á því, sem hún hafði gert. Hún setti upp hræðslusvip, en þar kom, að þeir hótuðu að fara með hana til borgarinnax. Þá lét hún undan. Nóttina, sem Don var myrtur, sat hún uppi að bíða eftir mann- inum sínum. Hann var seinna á ferð en venjulega og hún hafði ásett sér að „láta hann fá orð að heyra“. Það var hedtt þessa nótt og hún sat í forskálanum við húsið sitt, sem var ekki langt frá gilbarminum, og fáum mín- útum efitir klukkan eitt, sá hún Julian Stoddard ganga fram hjá. Hann kom úr áttinni frá gil- inu, og hann gekk hægt, rétt einis og hann væri þreyttur. — Fannst yður það ekki óvenjulegt? — Hvers vegna það? Hann hafði verið úti í kvöldboði. Hann kom oft seint heim og hann vildi helzt fara gangandi . — Sá hann yður? — Það held ég ekki. Þarna skaut ýmislegu skakkt við. Til dæmis hélt hún því fram, að hún hefði heyrt til Julians á gangstígnum, áður en hún heyrði bíl stanza við gilið. Hvað bílinn snexti, þá hélt hún, að það væri einhver að aka Joe heim. En það leið nokkur stund áður en Joe birtist. 62 Og þá var framburður þjóns Julians honum ekki síður til for- áttu. Þegar gengið var á hann og honum sagður framburður konu Smiths, þá játaði hann, að smókingföt Julians hefðu verið illa farin næsta dag. — Ekki verri en þó að hann hefði farið út að ganga í myrkri! sagði hann þvermóðskulega. — Og það gerði hann oft. Buxurnar voru dálítið rakar. — En hvað um skóna? — Þeir voru líka óhreinir, játaði hann ólundarlega. — En hvað eruð þið að fara? Ef þið haldið, að hann sé nokkuð við- riðinn það, sem gerðisit í Klaustr inu, þá þekkið þið ekki hann hr. Stoddard. Þeir reyndu líka að fá að tala við mig, en ég var ekki samtals- fær. Margery var líka í rúminu og hafði heyrt um árásina á mig, og vissi ekki, hvernig hún ætti að skilja hana. En engu að síður varð þeim nokkuð ágengt um daginn. Þeim tókst meira að segja, að setja Julian í samband við hvarf Evans. Hann hafði heimsótt Evans nokkrum sinnum í sjúkrahúsið, og þegar hann hafði verið handitekinn og það var komið út um allt, gaf einn hjúkrunarnemi sig fram. Hún kom feimin inn í skrifstofu yfir- hjúikrunarkonunnar, hrædd en einbei'tt. — Ég verð víst rekin fyrir þetta, sagði hún. — Það þykir mér leitt, því að ég hef kunnað vel við mig hérna. Ég var að vona, að ég fengi að vera áfram, en .... Svo grét hún ofurlítið, en ann- ars sagði hún sögu sína furðu hressilega. Hún hafði verið úti nóttina, sem Evans hvarf. Ekki mjög seint en þó fram yfir tím- ann. Það var hægt að komast inn, ef maður var nógu kunnug- ur. Ljósaherbergið, sem var allt- af lokað á daginn, var oft loftað út á nóttunni, og þar var hægt að komast inn um gluggann . Hún hafði séð bíl standa á veg inum, þegar hún kom heim. Hana furðaði á því, vegna þess að við spítalann voru nægiieg bílastæði. Ekki þekkti hún bíl- inn, en þegar hún fór fyrir hús- hornið, sá hún mann standa und- ir glugganum hjá Evans. Nei, hún sá ekiki Evans sjálfan. En hún hafði oft séð hr. Stoddard og hélt nú, að hann hefði verið þessi maður. Þetta upplýstist á sunnudags- kvöld. Saksóknarinn var enn í skrifstofu sinni, og Hopper hjá honum. Stewart neri saman höndum. — Nú þarf ekki framar vitnanna við, sagði hann — þetta er eins og opin bók. Við getum fengið ákæru í næstu viku. En Hopper var ekki eins viiss. — Þetta er eiginlega of upplagt, sagði hann. — Og meira að segja fram yfir það! Stewart brást iUa við. — Hvað gengur að þér, maður? Náung- inn er sýnilega sekur. Hvað er svo sem framyfix? — Ýmislegt, drafaði Hopper. — Hver drap Maud Wainwright og hversvegna? Hver skaut á bíl- inn hennar Bessie? Hver gerði sikemmdarverkin í kirkjugarðin- um? Og ef Stoddard hefur rænt Evans, hvar er hann þá nú. Og hvers vegna? — Sennilega bæði dáinn og grafinn. Hopper brosti. — Hafið þér nokkurn tíma reynt að grafa lík, herra saksóknari? Það er hreint ekki svo auðvelt. Fyrst er nú að ná í líkið. Svo þarf verk- færi. Næsit þarf tíma, ef þetta á að vera almennilega gert. Og ef Evans hefur verið grafinn, þá hefur það verið vel og vandlega gert. Og svo var heldur ekki sér- lega mikill tími til þess. Sólin' var komin upp klukikan sex þennan morgun. —. Við erum ekki að rann- saka Stoddard vegna morðsins á Evans, sagðí Stewart ólundar- lega. — Ef þér lífcar ekki þetta ...... — Jú, mér líkar það ágætlega, sagði Hopper og stóð upp og teygðd úr sér. — Prýðilega! Hvens vegna kalilaði Tony á einkaspæjara frá New York dag- inn, sem skotið var á konuna hans? Til hvers fór hann í bóka- safinið sama kvöldið? Hvenær komst hann að því, að konan hans var að kúga fé út úr frú Stoddard? Hver tók byissuna hans úr herberginu hans? Hvers vegna var frú Wainwright í þann veginn að selja skartgripina sína? Hversvegna var....... — Snáfaðu út, sagði Stewart, — annars fer ég að halda að þú ÚTSALA á pilsum, buxum, drögtum, kápum o. m. fl. Mikil verðlækkun Sokkabúðin Laugavegi 42. OFFSETLJÓSMYNDUN r UNDIRBÚNINGSVINNA FYRIR OFFSETPRENTUN 1 Við Leifsgötu Til sölu er 4ra herbergja efri hæð í húsi við Leifs- götu, stærð um 100 ferm. Er í góðu standi. ÁRNI STEFÁNSSON, HRL. Málflutningur. Fasteignasala. Suðurgötu 4. Sími 14314. Kvöldsími 34231. PRENTÞJÓNUSTAN SF MJÖLNISHOLTI 14 SÍMI 21635 ÚTSALA PILS, KJÓLAR, KÁPUR T 9 Laugavegi 31. — Sími 21755. BLADBURDARFOLK OSKAST f eftirtalin hverfi Laugavegur neðri — Laugavegur efri — Sjafnargata — Hverfisgata II — Seltjam- arnes — Melabraut — Hagamelur — Aðal- stræti. Talið við afgreiðsluna i sima 10100

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.