Morgunblaðið - 19.01.1968, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.01.1968, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JANUAR 1938 Avery Brundage harðorður: Allt bandaríska OL-liöiö kann að verða dæmt ógilt — ef stjórnarvöld ætla að ákveða hvað sé áhuga- og hvað atvinnumennska HINN áttraeði bandaríski formaður alþjóða Olympíunefndarinnar viðhafði stór orð á blaðamannafundi í Bandaríkjunum í gær og sagði: — Ef Bandaríkjastjórn reynir að hafa afskipti af deilu þeirri sem nú hefur enn espazt upp milli hinna tveggja sambanda banda- rískra íþróttamanna, AAU (Amateur Athletic Union) og NCAA (National College Athletic Association) þá kann svo að fara að allt Olympíulið Bandaríkjanna — eins og það leggur sig — verði dæmt óhlutgengt til keppni á Olympíuleikum. ummæli sín vegna hótunar um að til þeirra myndi koma. Al- þjóða OL-nefndin viðurkennir ekki að stjórnarvöld geti skip- að Olympíunefndir eða haft af skipti af málum áhugamanna- samtaka. — Við Bandaríkjamenn eigum eitt samband sem viðurkennt er af umheimin- um (AAU). Það kann að hafa sína galla og á að geta staðið af sér gagnrýni, en við vitum af raun, að það er samband áhugamanna. Það er meira en hægt er . að segja um háskólana. Áður er kunnugt um skoðun mína á skólastyrkjum, hélt gamli maðurinn áfram og spurði. — Hver er munurinn á að Avery Brundage, hinn áttræði form. alþjóða Olympíunefndar- innar og forystumaður áhuga- mennsku í íþróttum um áratuga- skeið. Hótun um afskipti stjórnvalda Ágreiningurinn milli samband anna tveggja stafar einkum af mismunandi túlkun á því hvað sé atvinnumenska og hvað á- hugamennska. Deilurnar eru orðnar langvinnar en blossa upp með nýjum krafti af og til. Koma þá fram hótanir og ögr- anir um að sniðganga annað sambandið eða hundsa það al- veg. Hafa háskólamenn verið AAU erfiðir í skauti, en AAU er eina sambandið í Bandaríkj- unum sem viðurkennt er á al- þjóðavettvangi. Nú er svo komið að stjórn- málamenn m.a. varaforseti Bandaríkjanna og öldunga- deildarþingmaður hafa haft op- inber afskipti af málinu og vilja stjórnarfrumvarp um lausn deil unnar. Það eru einmitt þessi afskipti sem Brundage og alþjóða- Olympíunefndiin þola ekki og viðhafði Brundage ofangreind rétta manni hreinlega 5000 dollara ávísun og því að veita honum 5000 dala námsstyrk bara til að stunda nám AF ÞVÍ hann er íþróttamaður? Mér hefur nýlega borizt tii eyrna að bandarískur háskóli í Kalifomíu hafi boðið framúrskarandi íþróttamanni frá Bogota í Kolumbíu 500 dala námsstyrk við skólann. — Hvað er þetta? íþróttr eða starf“ sagði Brundage að lokum á þessum blaðamanna fundi að sögn AP-fréttastof- unnar. Undirstaða „gólfsins" í Sundlaugarþróinni. A myndinni er Þor- Lvarður Stefánsson byggingafultrúi, er stjórnaði niðursetningu Gólf sett yfir sundlaugina inniíþróttir fá aðstöðu hálft árið — og EINS og Mbl. hefur áður greint frá var á dögunum tekið í notkun nnotkun nýtt íþróttahús á Siglufirði. íþróttahús þetta varð þannig til, að sett var sér- gert gólf yfir sundlaugarþróna. Þetta gólf var keypt frá Bret- landi og er 450 fermetrar að stær'ð auk áhorfendasvæðis. Ger- breytir þessi enska nýjung að- stöðu til íþróttaiðkunar á Siglu- firði, því húsið nýtist nú allt árið ýmist til sundkennslu og sund- iðkana eða til inniíþrótta að Unglingalið í tvíliðaleik í badminton. Er æft er r úmast fleiri vellir á gólfinu. vetri til. Á gólfið hafa verið merktir badmintonvellir, körfuboltavöll- handboltavöllur og aðstaða er til mar|;háttaðrar íþróttaiðkunar í öðrum greinum. Gólfi'ð niðursett, ásamt tækj- um og breytingum á húsnæði kostaði um það bil 2 millj. kr. Á meðfylgjandi myndum má sjá hvernig að hefur verið unn- ið og hverja aðstöðu gólfið skap- Einn þriggjn OLYMPÍUÞORPIÐ í Auitrans í Frakklandi, sem er ein þeirra borga í nálægð Grenoble sem hluti vetrax OL fer fram, var opnað formlega í gæx. f Au- trans fe.r fram keppni í noirræn- um greinum, skíðagöngu og nor- rænni tvíkeppni. f Autrans verður einn þriggja Olympíubæja leikanna í Gren- oble, en keppninni er dreift um milli margra smáborga. Það var íþróttamálaráðherra Frakka sem opnaði þorpið og af- henti það til nortkunnar fyrir þátttakendur í leikunum. Keppni um deildabikarinn oröin 3. stórkeppni ársins „DEILDABIKARINN" í Eng- landi er þriðja „stórkeppnin“ í knattspyrnu þar í landi. Hin ar tvær, keppnin í deildunum innbyrðis og bikarkeppni sam bandsins, hafa mótað enska knattspyrnu í 30—90 ár. Nú eru úrslit í keppninni um deildabikarinn að nálgast eins og við skýrðum hér frá í gær og 4 félög eftir í keppn- inni Derby Country sem tap- aði fyrir Leeds I gær 0—1 og Arsenal sem vann Hudders- field 3—2 í gær — en þessi lið eiga eftir „síðari leik“ sín á milli áður en kjörin verða liðin í úrslitaleikinn. Keppninni um deildabikarinn var hleypt af stokkunum árið 1960. Það ár og næstu 4—5 árin vakti þessi keppni mun minni athygli en hinar stóru því mörg „stóru“ félögin m.a. Arsenal, Tottenham, Man- chester Utd. og Liverpool-lið- in, Everton og Liverpool, tóku ekki þátt í henni fyrstu árin. Áhorfendur voru fáir á enska vísu og keppnin ekki eins full komin og upphaflega vax gert ráð fyrir. En sl. keppnisár breytti hún um svip svo um munaði því öll 92 félögin í deildunum tóku þátt í henni, nema þau félög er unnu 1. deildarkeppnina og bikar- keppnina, þ.e. Liverpool og Everton. Keppnin sl. ár var mjög vel heppnuð fjárhags- lega og hún komst þar með yfir erfiðasta hjallann, fólkið sótti leikina og keppnin vakti mun meiri athygli, ekki sízt fyrir það, að úrslitaleikurinn var háður á Wembley-leik- vanginum fræga í London. Það var afar uppötrvandi þá fyrir félögin í 2., 3. og 4. deild að úrslitaleikinn vann lið úr 3. deild, Queens Park Rang- ers og þar með bikarirm, í úrslitaleik gegn West Brom- wich með þremur mörkum gegn tveimur. Keppnin í ár hefur farið Framh. á bls. 23 Annað skíðamót ársins: Skiðamenn keppa fyrir 700 firmu — við Skíðaskálann um helgina HIN árlega firmakeppni Skíða- ráðs Reykjavíkur verður haldin við Skíðaskálann í Hveradölum um helgina — að öllu forfalla- lausu. Um 100 firmu taka þátt í keppninni. Undanrásir verða kl. 2 á laugardag og kl. 11 á sunnudag en úrslitakeppnin kl. 2 síðd. á sunnudaginn. Skíðaráð Reykjavíkur og skíðadeildir íþróttafélaganna eru þakklát þátttökufirmunum fyrir velvild í sinn garð. Á sl. starfs- ári gerði þessi ómetanlega að- stoð skíðamönnum kleift að senda keppendur á mót út um land og ennfremur að styrkja upprennandi skíðamenn til þjálf unar. Firmakeppnin um helgina er forgjafarkeppni. Bætt er við tíma snjöllustu skíðamannanna eftir vissum reglum. Hafa því allir keppendur sem ræstir verða sama eða svipað tækifæri til að vinna sigur. Keppnin hefst stund víslega á áðurnefndum tímum. Mótstjórn annast Sigurjón ÞórS- arson, Lárus Jónsson og Halldór Sigfússon. Það er von skíðamanna að sem flestir komi í Skíðaskálann í Hveradölum um helgina og fyigist með skemmtilegri keppni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.