Morgunblaðið - 19.01.1968, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.01.1968, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIS, FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1968 - GRIKKLAND Framhald ai bls. 10 Ég sagði þeim frá löngum fundi. sem ég átti með konung- inum í Tatoihöll í byrjun des- ember 1966, eða um fimm mán- uðum tyrT. Konungurinn virtist gera sér fyllilega grein fyrir þeirri hættu ,sem grúfði yfir og hann talaði af opinskárri vand- lætingu um þá menn — hvort sem þeir voru í hernum eða ekki — sem kröfðust þess, að vandamál landsins yrðu leyst á ólýðræðislegan hátt. „Ef einhvers konar einræði verður yfirsterk- ara“, sagði hann og lagði áherzlu á hvert orð...hver verður þá fyrsta fórnarlambið. Ég auðvit- að . . Hann var rökfastur, hann var nútímamaður sem sýnd ist eiga þann einlæga ásetning að varðveita stöðu sína — en á lýðræðislegan hátt. Skyndilega voru útvarpsmerk- in rofin af velþekktu hergöngu lagi. Þögn sló á hópinn í skrif- stofunni. Þegar laginu var lok- ið kom alvarleg karlmannsrödd og tilkynnti: ,.Á miðnætti síðast liðnu tók gríski herinn við völdum af rík- isstjórninni. Innan stundar verð- ur lesin tilkynning yfirimanns hersins". Klukkan var á mínútunni sjö að morgni. Þarna kemur þá nýi einræðis- herrann okkar. hugsuðum við. En okkur skjátlaðist. Ekki var minnzt aftur á þennan „yfir- mann“. Skömmu síðar kom mjó- róma og óðamála kvenmanns- rödd og sagði: „Vegna hins ó- trygga ástands, sem skapazt hafðj tók herinn við stjórn lands- ins“. Síðan hélt hún áfram að rífa grísku stjórnarskrána í tætlur. „Samkvæmt tilmælum stjórnar- innar nemum við úr gildi. grein 5, 6. 8. 10, 11, 12, 14, 18 og 95. Undirritað: Konstantín, konung- ur Hellena". „Konungurinn! Hann er þá með þeim! . . . ,.Bíðið andartak. . .“ „Innanríkisráðherrann mun birta tilskipanir sínar. í Aþenu 21. apríl 1967, Konstantín kon- ungur Hellena, Forsætisráðherr- ann, . . . Þetta reið baggamuninn. Þetta var allt sviðsett. Við vissum nú þegar, að ráðlherrarnir, sem sagð ir voru hafa undirritað tilskipun ÚTSALA á öilum vörum verzlunarinnar. Mikil verðlækkun. G. S. búðin, Traðarkotssundi 3. Orðsending Þeim félögum í Iðju, félagi verksmiðjufólks í Reykjavík, sem eru atvinnulausir, er hér með bent á, að nauðsynlegt er, að þeir láti skrá sig hjá Vinnumiðlunarskrifstofu Reykjavíkurborgar í Hafnarbúðum, vilji þeir njóta réttinda í Atvinnu- leysistryggingarsjóði. Jafnframt eru atvinnulausir félagar svo og þeir félagar, sem sagt hefur verið upp starfi, hvattir til að hafa samband við skrifstofu félagsins á Skólavörðustíg 16. IÐJA, félag verksmiðjufólks. Tilkynning til viðskiptavina Frá og með deginum í dag, hef ég selt Pétri Guð- jónssyni, rakarameistara, eignarhluta minn í rak- arastofunni, Skólavörðustíg 10. Um leið vil ég þakka öllum mjög ánægjuleg viðskipti, þar undan- farin 16 ár. Valur Magnússon, rakarameistari. Eins og að ofan segir hef ég keypt eignarhluta Vals Magnússonar, rakarameistara, í rakarastofunni Skólavörðustíg 10. Mun ég reka hana undir mínu nafni framvegis. Pétur Guðjónsson, rakarameistari. ina voru annað hvort undir lás og slá eða á flótta. Forsætisráð- herranum hafði verið rænt. Eng- inn stjórn var lengur til í Grikk- landi. Þeir voru að ljúga. Enn var von. Klukkan var átta að morgni. „Við megum búast við ein- hverjum á hverri stundu. . .“ sagði einn eldri ritstjóranna. Hann var gróinn í starfi, hann mundi byltingartilraunir, sem ýmist höfðu heppnazt eða farið út um þúfur. Hann mundi þegar gamla skrifstofuhús blaðsins var brennt til grunna milli 1920 og 1930. Hann mundi einræðisherr- ana Pangalos og Plastiras, hann mundi hernám Þjóðverja, og hann mundi eyðingarstríð komm únista. . . . „Og alltaf, þegar bylting var gerð — þá kom einhver um morguninn . . . .“ „Alltaf?" ■,Og hvað gerir hann?“ „Hvað hann gerir? Gefur skip- nir. Setur okkur kosti". Og hvað mundum við gera? Við höcfðum löngu ákv. það. Við mundum bíða átekta og sjá hvers konar „skipanir" við fengjum. Ef þær yrðu eins og við óttuð- umst mest — óaðgengilegar — mundum við ekki gefa út blað. En tíminn leið og þessi einhver, sem við biðum eftir lét ekki sjá sig. En við fengum aðrar heim sóknir, fólk sem færði okkur nýjar fréttir. Hópur af starfsliði eftirmiðdegisblaðs okkar MESSI- MVRINI kom á vettvang. Þau höfðu lagt af stað frá heimilum sínum í býtið og höfðu ekki hug mynd um neitt og einhvern veg- ínn hafði þeim tekizt að komast fram'hjá öllum hindrunum. Síð- an birtist ungur læknir af slysa- varðstofu skammt frá Omonia torgi. „Segið okkur allt af létta!“ „Þeir hafa handtekið þúsundir og eru enn að. Þeir flytja fang- ana á löreglustöðvarnar. í hest- húsinu við veðhlaupabrautirnar í Gömlu Phaleron, og þeir hafa safnað hundruðum saman á knatt spyrnuvellinum. Þið vitið sjálf- sagt um Papandreufeðga Gamli maðurinn sagði við hermennina. „Þetta er nú í fimmta skiptið". Og einn hermannanna svaraði honum: „Þér hafið löngum verið laginn að lenda í klandri. herra forsætisráðherra“. „Þeir hafa handtekið Mitso- takis, Tsouderos, alla þingmenn Miðsambandsins, sem í hefur náðzt. Þeir handtaka hægrimenn ekki síður en vinstrisinna. . . . En við höfum ekki heyrt um blóðsúthellingar. . . Enginn hefur veitt viðnám“. .,Við höfum gert að mörgum sárum frá byssustingjum", sagði læknirinn. Hann var mjög þreytu legar Við ýttum til hans litlum bolla með svörtu kaffi og báð- um hann að halda áfram. „Einn af forstjórum Landsím- ans var fluttur til okkar, illa haldinn. Hann neitaði að yfir- gefa skrifstofur sínar og láta hermennina búast þar um. Þeir börðu hann í höfuðið með byssu skeftunum". „Hefur einhver verið drep- inn?“ Einbýlishús við Öldugötu Tilboð óskast í húseignina Öldugötu 6 í Reykja- vík. Húsið er steinhús, byggt um 1925, hæð, hátt ris og kjallari. Á hæðinni eru 3 stofur, eldhús, búr, salerni, forstofa og anddyri. í risinu, sem er nær súðarlaust, eru 4 svefnherbergi og baðherbergi. Yf- ir risinu er stórt háaloft. í kjallara eru 2—3 rúm- góð geymsluherbergi, þvottaherbergi og smærri geymslur. Lóðin er 418 ferm. eignarlóð með trjágarði. Nægilegt rými er fyrir stóran bílskúr. Þeir er óska að skoða eignina hafi samband við skrifstofu okkar. VAGN E. JÓNSSON, GUNNAR M. GUÐMUNDSSON hæstaréttarlögmann Austurstræti 9. Símar 21410 og 14400. „Einn. Sautján ára unglingur. Hann stoppaði ekki, þegar hon- um var skipað að nema staðar. Annaðhvort heyrði hann það ekki eða skildi ekki. Svo virðist sem herforingi hafi gefið undirmanni fyrirmæli um að skjóta, her- maðurinn hleypti af og drap hann“. Nokkru sðar kom A.L., einn af yngri blaðakonum okkar. Hún var náföl og felmtri slegin. „Þeir tóku föður minn og móður mína“, sagði hún. Við vissum ekki, hverju við áttum að svara. Vitanlega höfðu þeir handtekið föður hennar og móður. Hún var alvörugefin og blíðlynd stúlka, dóttir þekktra kommúnistahjóna. Hún hafði reynt að forðast stjórnmál, reynt að lifa sínu eigin lífi. Eftir vinnu fór hún rakleitt heim í leiguher- bergið sitt og sat þar öllum stund um. Kannski hafði hún farið heim í gær, reynt að finna að hún var ekki ein, hún átti fjölskyldu og heimilL Góður vinur okkar og starfs- bróðir. A.A, fréttaritari útlendu blaðanna, kom sprengfullur af fréttum. Hann færði okkur nöfn þeirra. sem sagðir voru standa fyrir byltingunni". Þeir segja að Tsakalotos sé með í því. og Grivas. Einnig hershöfðingi, sem heitir Panna. . . Pannakos?" „Pattakos?“ „Já, sennilega. Líka annar hers höfðingi að nafni Papdopolos, sá sem ljóstraði upp um dularfúlla málið fyrir norðan. Það var eitt- hvað um að sykri hefði verið blandað saman við olíu, munið þið eftir því. Konungurinn sást gangandi á götu í hópi hers- höfðingja núna rétt áðan. Þeir segja að hann hafi reynt að ná sambandi við Bitsios, ráðgjafa sinn en þá var Bitsios horfinn og Arnoutis hefur verið tekinn höndum". Arnoutis! Þá er konungur- inn ekki með í þessu. Arnoutis foringi í flughernum hafði ekki vikið frá hlið kon- ungsins síðustu ellefu árín, nú hafði hann um hríð verið einka- ritari hans. Hiinn fertugi gjörvi- legi og siðvandi Arnoutis hafði áreiðanlega verið einlægasti vin- ur konungsins. „Þeir létu ekki þar við sitja. Þeir lömdu hann sundur og sam- an vegna þess hann veitti mót- spyrnu“. Um hádegið endurtók útvarpið tilkynningar þær, sem við vor- um nú sannfærð um að væru fals aðar, og þar sem fólk var sífellt að koma og fara varð andrúms- loftið ekki lengur hlaðið jafn mikilli angist og fyrr um morg- uninn. Kaffi og sígarettur voru á þrotum. Seinna um daginn kom okkar ágæti húsvörður okkur öll- um á óvart, er hann bar fram Ijúffengan málsverð, kjö'bollur, hrísgrjón og ost. Við hvern var að sakast? Dæmigerðar samræður okkar, borgara Aþenu, sem fóru fram á þes'sum morgunstundum leiddu í Ijó® að hver og einn var sekur: frá hinum fyrsta til hin>s síðasta. frá konungi sjálfum til hins ó- breytta kjósanda — allir stjórn- málamennirnir, hvar 1 flokki sem þeir stóðu, berinn. Öll vorum við sek. Við sökktum okkur niður í ásökunartal og við fyrirlitum sjálf okkur og hvert annað, og við undruðumst hvernig það gat gerzt, að við höfðum engar frétt- ir fengið, og hvernig mátti þáð vera að ráðherrar okkar höfðu háftað sælir og öruggir kvöldið áður. Hvernig gat þetta stórkost lega kraftaverk algerrar leyndar gerzt í hinu yfir sig málglaða Grikklandi Þegar klukkan var fimmtán mínútur yfir þrjú voru flestir gestir farnir aftur og úr útvarp- inu kornu nýjar og hrollvekj andi skipanir: „öll umferð bifreiða og fótgang andi manna er bönnuð. Fólk er hvatt til að fara sem snarast til heimila sinna. Sá sem sést á ferli eftir sólsetur verður tafar- laust skotinn án frekari viðvör- unar“. Borgin útifyrir var eyðilegri en nokkru sinni fyrr. Aðeins her- mennirnir voru á götunum og þeir virtust taugaóstyrkir og þreyttir. Kannski voru þeir svangir. Nokkrum brauðhleifum hafði verið útbýtt til þeirra. en síðan voru liðnir margir klukku tímar. „Sjáið! Þessi piltur ætlar að drepa sig“. Fyrir framan augun á okkur horfðum við á ungan hermann. kannski nýliða, lernja byssu sinni á gangstéttina. Eit-thvað hafði komið fyrir og hann var fullur heiftar. Hann lamdi með bys>s- unni af aukinni bræði. „Heyrðu, þú þarna! Hættu þessu! Þú getur skaðað þig!“ Hann heyrði til okkar, leit upp og sagði fýlulega: „Messa — farið inn“, en hann hætti að berja byssunni niður í stéttina. Við hlustuðum á útvarpið, einu fréttauppsprettuna. Klukku tímunum saman hljómuðu þaðan hergöngulög. væmnir eldgamlir bændasöngvar og rómantísk dans kvæði. Allt nýrra, svo sem bú- súkí heyrðist ekki lengur. Við vorum þegar á harðri leið aftur í hina „gömlu, góðu daga“. Klukkan var að ganga sex, þegar hlé var gert á tónlistinni og við vissum, að nú var nýrrar tilkynningar að vænta. „í kvöld klukkan sjö mun hin nýja ríkisstjórn vinna embættis- eiða sína í konungshöllinni í Aþ- enu. Forsætisráðherra verður Konstantín Kollias, fyrrverandi ríkissaksóknari, Spandidakis hershöfðingi hefur verið skip- aður aðstoðarforsætisráðherra. Nöfn annarra ráðherra verða Nöfn annarra ráðherra verða birt síðar“. Við litum hvert á annað. skelf- ingu lostin. Þeim hafði tekizt áform sitt. Konungurinn. Kollias og hinn sterki maður hersins Spandidakis. Og hverjir fleiri? Athygli okkar beindist frá út- varpinu, er við urðum vör við mikil umbrot hinum megin við götuna, í húsi nokkru gegnt okk ar. Þar voru engin gluggatjöld, allt uppljómað og hópur herfor- ingja, lögreglumanna og óein- kennisklaeddra manna voru að brjóta niður húsið að því er bezt varð séð. Allt í einu áttuðum við okkur. Þetta var aðsetur Lambra kis samtakanna! Það skýrði ofs- ann og heiftina, sem þarna birt- ist. Þessi samtök vinstri sinnaðra æskumanna undir forystu Mikis Theodorakis höfðu valdið sífelld um vandræðum undanfarin tvö ár. En það sem skelfdi okkur var villimennskan. Þeir virtust hafa meiri nautn af því að eyðileggja og brjóta allt og bramla en finna skjöl, bækur, plögg sem þeir höfðu verið sendir til að finna. Þögnin umhverfis okkur var rofin öðru hverju. er við heyrð- um skothvelli. Sólin var sezt, en við sáum hermennina á skrið- drekunum lyfta byssum sínum og skjóta upp í loftið, sjálfsagt til að hræða borgarana, svo að þeir héldu sig innanhúss. Eftir hverju var að bíða lengur. Klukkan 20 mínútur yfir átta heyrðum við, að gríska stjórnin hafði unnið konungi embættis- eiða í Konungshöllinni. Nýju nöfnin. Heráhöfðinginn Mikolaos Makarezos var efnahagsmálaráð- herra, hershöfðinginn Stylianois Pattakos innanríkisráðherra, hers höfðinginn George Papadopolos var fulltrúi forsætisráðherra. Hefði ekki konungurinn étt að tala? Við biðum eftir yfirlýsingu hans„ biðum eftir að heyra hina kunnuglegu rödd. Við urðum þess í stað þeirrar náðar að- njótandi að heyra herra Kollias flytja ávarp, innantómt rugl og lygar: „Kommúnistarnir". sagði hann hátíðlega „voru að grafa undan stoðum ríkisins, herinn varð að grípa í taumana". öllu var lokið. Götumar voru auðar, þar sáust aðein>s á kreiki einstaka foringjar og hermenn, ömurlegasta nótt Aþenu borgar var að hefjast. Aldrei hafði borg- in verið svo þögul, svo lömuð af skelfingu, svo nálægt dauða. Byltingar. styrjaldir, skelfingar, hernám — a-Ilt þetta hafði borg- in séð og hún hafði verið ör- væntingarfull, sjúk og hrædd, en hún hafði verið lifandi. Þetta var ný reynsla fyrir hina gömlu borg. Skyndilega hrukkum við í kút. Við hefðum varla veitt athygli þrumum og eldingum. En við heyrðum í síma. Við lyftum tól- inu. Hann var aftur í sambandi. Og þá — á þessum óraunveru- lega degi tók ég mjög óraunveru lega ákvörðun. Ég hringdi í eina númerið í KonungshöllinnL sem við vissum, til blaðafulltrúans. Þegar svarað var, heyrði ég sjálfa mig segja: „Er Hans Hátign við?“ „Hver er það með leyfi?“ ..Dagblaðið KATHIMERINI". „Andartak". Andartak leið — og að því liðnu var ég farin að tala við Konstantín konung. „Eiðfestuð þér virkilega inn þessa stjórn? Með Kollíasi? Er það satt? Ung röddin var full af þreytu og örvæntingu: „Já, það er satt. Ég átti engra fcosta völ. Ég var einn. Ég var einangraður — a>leinn“. Ég lagði niður símann. Dag- urinn var á enda og við fórum að hringja heim til okkar: ,Ert það þú mamma? Já, já, já. okk- ur líður ágætlega“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.