Morgunblaðið - 24.01.1968, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 1968
Tito í heimsókn
hjá Indiru Gandhi
Nýju-Delhí, 23. jan. AP-NTB.
TÍTÓ Júgóslavíuforseti er í
fimm daga opinberri heimsókn í
Indlamdi og ræddi við Indiru
Gandhi forsætisráðherra í dag.
Að fundi þeirra loknum kváðust
þau sammála um að tvennt yrði
að athuga gaumgæfilega áður en
friðarviðræður gætu hafizt um
styrjöldina í Víetnam. Annað
væri að Bandaríkin hættu loft-
árásum á Norður-Víetnam og að
Víet Cong hreyfingin fengi að
koma við sögu í hugsanlegum
samningaviðræðum.
Þau voru einnig á einu máli
um, að yfirlýsing Norður-Víet-
nam um að stjórnin væri fús til
viðræðna, ef Bandaríkin hættu
loftárásum, væri skref í átt til
friðar og Bandaríkin yrðu að
taka jákvæða afstöðu til yfirlýs-
ingarinnar.
Að lokum var að sjálfsögðu
bætt við, að viðræðurnar hefðu
verið gagnlegar og vinsamlegar.
Á leiðinni til Indlands kom
Tító við í Kambódíu og ræddi
við Sihanouk um ástandið í Suð-
austur-Asíu.
Kosygin, forsætisráðherra Sov
étríkjanna, er væntanlegur til
Indlands áður en Tító hverfur
heimleiðis og gert er ráð fyrir,
að þeir muni hittast og ræða
heimsmálin.
Sænskir
mótmæla
rithöfunda-
dómum
Stokklhólmi, 23. jan.
NTB-Reuter.
PIMMTÍU sænskir listamenn
og menntamenn hafa sent
Kosygin, forsætisráðherra
Sovétríkjanna, mótmælaorð-
sendingu, vegna dómanna yfir
menntamönnunum fjórum,
sem dæmdir voru þar í landi
fyrir nokkru.
Þeir segja, að þeir mótmæli
framkvæmd réttarhaldanna,
langri varðhaldsvist fjór-
menninganna og svo hinium
hörðu dómum sem upp vor
kveðnir, þar sem þeir brjó'
í bága við þá þróun, sem virð-
ist vera í Sovétríkjunum, í átt
til aukins frelsis einstaklings-
Dröfn rak upp
á Norðfirði
Neskaupstað, 23. janúar.
í NÓTT kom hér eitt versta veð-
ur sem við þekkjum, NV storm-
ur og fór vindhraði upp í 14
stig. Dröfp NK 31 sleit legufær-
in og rak upp við hafnarbryggj
una. Er báturinn mikið brotinn.
Eigenduir hans eru Siguirður
Guðnason og Þorfinnur ísatos-
son. Hann er 35 lestir að stœrð.
Þetta er mjög gamall furu-
bátiur, byggður 1902, á Akureyri
en hefuir verið lengdur síðan.
— A. L.
Innbrotstilraun
á Akureyri
TILRAUN var gerð til innbrots
í nýlenduvörudeild KEA kl. 2. í
nótt. Húsvörður vaknaði við
mannaferð í portinu á bak við
verzlunarhúsið, og' sá tvo menn
bauka við að komast inn um
giugga, og gerði hann þá lög-
reglunni viðvart.
Hún kom þegar á vettvang, en
þá voru innbrotsmenn á bak og
burt. Þeir höfðu ekki komizt inn
í húsið, en broti'ð rúður, og vald-
ið fleiri skemmdum á glugga.
Þeir náðust fljótlega, og játuðu
brotið í dag.
— Sv. P.
Kindur finnast
í eftirleit
HORNAFIRÐI, 23. jan. —
Nýlega fóru 2 fjallagarpar úr
Hornafirði í eftirleit í Kollu-
múla. Það voru þeir Stefán Egils
son í Þórisdal og Þorsteinn Sig-
urðsson í Bjarnarnesi. Fengu
þeir slæmt veður og gátu því
lítið svipazt um. Jökulsá var öll
á ísi og auðveldaði það ferð
þeirra.
í ferð þessari fundu þeir 11
kindur. Þar af voru 7 í svo-
nefndum Hellisskógi, sem er
beint austur af Eskifelli. Ein
dilkær í Kollumúla og önnur í
Jökulsárgljúfri. Allar voru kind-
ur þessar í góðum holdum, nema
hvað þær er voru í gljúfrinu
voru orðnar nokkuð a’ðþrengdar.
— Gunnar.
Bergmank, Guðjón Hansson, formaður Ökukennarafélagsins og
Brathen á fundinum í gær. (Ljósm.: Ól. K. M.)
Sænskir ökukennarar
leiibeina íslenzkum
- vegna breytingar í H-umferð
Ökukennarafélagið hefur haft
í frammi margs konar undir-
búning undir H-umferð, sem á-
ætlað er að taki gildi hinn 26.
maí næstkomandi, eins og kunn-
ugt er. Félagið, sem telur meðal
félaga sinna alla ökukennara
landsins, hefur frá upphafi verið
hlynnt fyrirhugaðri umferðar-
breytingu. Hefur félagið m.a.
sent 24ra manna hóp ökukenn-
ara utan til Svíþjóðar og kynntu
þeir sér breytinguna, tóku þátt
í námskeiði sænskra ökukenn-
ara. Sænska ökukennarafélagið
veitti hópnum aila fyrirgreiðslu
í Stokkhólmi.
Hér á landi eru nú staddir
tveir erlendir 'Ökukennarar, As-
björn Brathen frá Noregi, for-
maður sambands norrænna öku-
kennara, en Ökukennarafélagið
hefur nýlega gerzt aðili þar að,
Stjórnarfrumvarp á Alþingi:
10% af iðnlánasjóðsgjaldi varið
til rannsókna í þágu iðnaðarins
og Gösta Bergmank, formaður
sænskra ökukennara. Hafa þeir
átt fund með íslenzkum öku-
kennurum, rætt við framámenn
íslenzkra umfer’ðarmála og hægri
breytingarinnar. Blaðamönnum
gafst svo í gær tækifæri til þess
að spyrja þá um breytinguna í
Svíþjóð á blaðamannafundi, er
Ökukennarafélagið hélt.
Þeir félagar hafa verið hér til
ráðuneytis og upplýsinga um
það, hvernig bezt sé að skipu-
leggja ökukennslu í sambandi
við breytinguna. Leggja þeir til
m.a., að kennsla falli ekki niður,
þrátt fyrir breytinguna, og Berg-
mank benti á, að þeim mun æfð-
ari ökumaður í vinstri umferð,
þeim mun au’ðveldar ætti hann
með að ná valdi á hinum nýju
ökuháttum. Menn skyldu því
æfa sig svo sem frekast væri
unnt, lesa sér til og reyna í hví-
vetna að afla sér upplýsinga um
akstursháttu í hægri umferð.
I þessu sambandi bentu þeir
félagar á að sænskir ökuskólar
hefðu veitt, hverjum sem vildi
ókeypis tvær kennslustundir í
hægriumferðarreglum og má þá
í því sambandi geta þess, að
Ökukennarafélagið ætlar að
koma á fót æfingarsvæðum fyr-
ir ökumenn, þar sem þeir geta
æft sig nokkrum dögum fyrir H-
dag.
Bergmank sagði, að mesta
hættan í Svíþjóð lægi í því, er
menn hefðu ekki átt bifreiðar
þegar á H-degi. Þetta fólk væri
vant V-umferð og þegar það
síðan fengi sér bíl og byrjaði að
aka, yrði það sem algjörir byrj-
endur. Það hefði ekki þróazt í
umferðartækni H-umferðar með
fjöldanum og gæti þar af leið-
andi valdið miklum glund-
roða og eyðilagt þann tölfræði-
lega góða árangur, sem ná’ðst
hefði með uppbyggjandi fræðslu
starfsemi. Er þetta fólk kæmi út
í umferðina væri ef til vill búið
að aflýsa öllum hraðatakmörk-
unum.
Viku fyrir H-dag hér á ís-
landi munu koma til landsins
tveir sænskir ökukennarar.
Munu þeir verða til leiðbein-
ingar og aðstoðar Ökukennara-
félaginu, en að lokinni breyting-
unni er ætlunin að halda hér á
landi aðalfund Sambands öku-
kennara á Norðurlöndum.
Gu’ðjón Hansson, formaður
Ökukennarafélagsins, tjáði blaða
mönnum í gær, að félagið hyggð
ist nú gefa út nýja útgáfu af
bókinni „Akstur og umferð“,
sem ætluð er til ökukennslu í
H-umferð. Jafnframt mun félag-
ið gangast fyrir námskeiðum
fyrir kennara, sem haldin verða
í Reykjavík og á Akureyri. Mun
sænskur sérfræðingur þar miðla
af reynslu Svía og verða til leið-
beiningar.
á að stuðla að þjóðhagslegri iðnþróun
1 GÆR var lagt fram á Alþingi
stjórnarfrumvarp um breytingu
á Iögum um Iðnlánasjóð. Felur
frumvarpið m.a. í sér að verja
skuli 10% af árlegu iðnlánasjóðs
gjaldi frá 1. janúar 1968 til að
greiða fyrir hagrannsóknum í
þágu iðnaðarins og aðgerðum,
sem stuðla að þjóðhagslega hag-
kvæmri iðnþróun í landinu. Ger-
ir frumvarpið ráð fyrir því að
stjórn sjóðsins ráðstafi þessu fé
í samráði við Félag ísl. iðnrek-
enda og Landsamband iðnaðar-
manna.
í greinargerð frumvarpsins
kemur m.a. fram að breytingar-
tillaga þessi sé flutt að ósk Fé-
lags ísl. iðnrekenda og Lands-
sambands iðnaðarmanna og er
greinargerð frá samtökum þess-
um fylgiskjal með frumvarpinu.
Kemur þar eftirfarandi fram.
„Með lögum um Iðnlánasjóð
frá apríl ’63 var ákveðið að afla
sjóðnum tekna með sénsföku
gjaldi á allan iðnrekstur í land-
inu, svokölluðu Iðnlánasjóðs-
gjaldi, sem nemur 0,4% af að-
stöðugjaldsstofni iðnfyrirtækja.
Tekjustofn þessi hefur orðið
Iðnlánasjóði veruleg lyftistöng,
eins og sést á því, að álagt iðn-
lánasjóðsgjald á undanförnum 3
árum nemur tæplega 50 millj.
kr. og er áætlað nálægt 20 millj.
kr. á þessu ári. Tekjum af gjaldi
þesisu hefur hingað til eingöngu
verið varið til beinna lánveit-
inga til iðnfyrirtækja, til bygg-
ingar iðnaðarhúsnæðis. til véla-
og tækjakaupa og til endurskipu
lagningar iðnfyrirtækja.
Að undanförnu hefur verið
rætt um það innan Félags ís-
lenzkra iðnrekenda og Lands-
samtoands iðnaðarmanna, að
nauðsynlegt væri að beina
auknu fjármagni til aðgerða, sem
beinlínis leiddu til bættrar sam-
keppnisaðstöðu heilla iðngreina
gagnvart erlendri samkeppni og
stuðluðu á annan hátt að þjóð-
hagslega hagkvæmri iðnþróun al
mennt í landinu. Samtökin hafa
því komið sér saman um að leita
eftir því, að tilteknum hluta
— 10% — af iðnlánasjóðsgjald-
inu, sem beint framlag iðnrekst-
ursins í landinu verði ráðstafað
á annan hátt en til beinna lán-
veitinga. Er þá m.a. haft í huga,
að brýna nauðsyn ber til þess
að gera ítarlegar athuganir á
starfsgrundvelli einstakra iðn-
greina, ekki sízt með tilliti til
þeirrar þróunar í markaðsmál-
um fslendinga. sem vænta má,
að muni eiga sér stað í náinni
framtíð, og í framhaldi af slík-
um athugunum þarf að gera við
eigandi ráðstafanir til þess að
iðngreinarnar verði færar um að
aðlagast nýjum markaðsviðhorf-
um.
Ennfremur þyrfti að verja
nokkru fjármagni til athugana á
lánsfjárþörf einstakra iðngreina,
en með því móti mætii vafa-
laust tryggja betri nýtingu láns-
fjár sjóðsins, en stjórn sjóðsins
hefur enga mögulei’ka, eins og
nú er, til þess að kanna láns-
fjárþörf einstakra iðngreina.
Slíkar athuganir yrðu áreiðan-
lega til hagsbóta fyrir iðnaðinn
í heild.
En til þess að 'hægt sé að reka
framangreinda starfsemi þarf
nokkurt fjármagn, sem ekki hef-
ur verið fyrir hendi. Tillaga
þessi felur í sér, að 10% af fram
lagi iðnaðarins til Iðnlánasjóðs
verði varið með öðrum hætti en
til lánveiitinga. Lánamöguleikar
sjóðsins mundu aðeins skerðast
um ca. 3% miðað við útlán síð-
asta árs, en um leið opnast önn-
ur leið fyrir sjóðinn til þess að
efila iðnaðinn og styðja að já-
kvæðri iðnþróun í landinu".
Skákþing Reykjavíkur:
Björn Þorsteinsson og Gnnnnr
Gunnarsson efstir eftir 3 umf.
BIÐSKÁKUM á skákþingi
Reykjavíkur úr fyrstu þremur
umferðunum lokið að einni
undanskilinni, en það er skák
Jón Þorvaldssonar og Braga
Halldórssonar úr 2. umferð,
A-riðils. Úrslit biðskáka urðu
þessi:
A-riðill
Benóný Bened'ktsson vann
Andrés Fjeldsted, Jón Pálsson
vann Benóný, Anidrés vann
Hermann Ragnansson og Jón
Þorvaldsison vann Stíg Herluf-
sen.
Vinningsstaðan er nú þessi:
Gunnar Gunnarsson 3 — 0
Guðm. Sigurjónsson 2% — Vz
Björgvin Víglundsson 1% — 1%
Jón Pálsson 1 — 1
Benóný Benediktsson 1 — 1
Stígur Herlufsen 1 — 1
Bragi Halldórsson 1 — 1
Jón Þorvaldsson 1 — 1
Hermann Ragnarsson 1 — 2
Andrés Fjelsted 1 — 2
Sigurður Herlufsen 0 — 3
B-riðill
Jón Kristinsson vann Frank
Herlufsen, Bjöm Þorsteinsson
vann Frank, Bragi Kristjánsson
vann Jón Kristinsson og Gylfi
Magnússon vann Hauk Kristjáns
son. Jafntefli gerðu Jón Kr. og
Leifur Jósteinsson, þá gerðu
Leifur og Júlíus Friðjónsson
jafntefli.
Vinningsstaðan í B-riðli:
Björn Þorsteinsson 3
Bragi Kristjánsson 2 Mt
Gylfi Magnússon 2
Jóhann Þórir Jónsson 1% — %
Bjarni Magniússon 1% — 1%
Jón Kristinsson
Leifur Jósteinsson
Frank Herlufsen
Júlíus Friðjónisson
Haukur Kristjánsson 0
Sigurður Kristjánsson 0
0
%
1
1% — lVz
IVz — 1%
1 — 2
— 2%
— 2
— 2
%